Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SLTNNUDAGUR 23. APRlL 1972 Greta Garbo. Astar- ævintýri mitt New York, 7. október 1946. Það létti nánast af mér fargi, þegar ég heyrði utan að mér, að Greta væri farin aftur til Holly wood. Nú gat ég þó alténd geng ið um göturnar, án þess að þurfa að kviða því að verða á vegi hennar. En mér leið sár- illa yfir þvi, að við vorum ekki vinir lengur. Sex vikur liðu, þar til ég hafði hleypt í mig nægum kjarki til að hringja til hennar í Holly- wood. „Númerið svarar ekki.“ Engin svör bárust við simskeyt- uam minum eða bréfum. Ég bað kunningja okkar, sem bjó í grennd við hana, að smeygja miða frá mér undir dyrnar hjá henni. Ekkert svar heldur. Mér tók að skiljast, að þessi undur- samlegi fugl hafði tyllt niður tá á girðinguna mina eina stund, en síðan orðið hræddur og flog- ið á braut fyrir fullt og allt. Ég lá endilangur uppi í rúmi. Það var sjöundi október — 7 er happatalan mín. Kannski stjörnumar hafi einnig ver- ið mér hliðhollar. Af rælni lyfti ég símtólinu og bað um samtal við Kalifomíu — og kraftaverk ið gerðist! Símastúlkan hafði sagt Gretu, að beðið væri um tiana frá New York, ekki hver vildi tala við hana. Kannski hún hafi haldið það væri félagi henn ar „litli maðurinn" sem væri að reyna að ná sambandi við hana. Áður en hún vissi af, vorum við fauin að tala saman í símanum. — Herra Beaton! Nú þykir mér týra. Þetta var sannarlega óvænt. — í hverju ertu? sagði ég. — Engu. Þrátt fyrir þessi svör talaði hún í fyrstu einkar ópersónu- lega við mig, kallaði mig herra Beaton lengi vel. En smám sam- an fór hún að mildast og ég sagði: — Skemmtirðu þér vel i frí- inu í Sviþjóð. — Það segi ég yður ekki. En svo fór að léttast í henni hljóðið. Brátt var eins og ekík- ert hefði gerzt. Af fullkomnu miskunnarleysi sagði hún — þar eð hún vissi að okkur að- skildu tvö þúsund mílur. — „Komdu til mín, núna.“ „Ekki núna, en seinna." . . . „Nei . . . núna.“ Hún sagðist hafa fengið bréf- ið frá mér, en henni líkaði ekki rithöndin. Hún sagðist hafa les- ið grimmd út úr henni. Ég sagði að það væri engu líkara en henni væri fróun í því að kvelja mig. Hún sagði: „Ég gæti aldrei gert neitt til að kvelja aðra mannveru." Ég gat ekki betur merkt en við sættumst þama að kalla og ég gerðist svo djarfur að spyrja, hvort hún hefði fyrirgefið mér, að myndimar atf henni birtust í Vogue. Þegar við slitum talinu ímyndaði ég mér, að allt væri eins og forðum og að samband okkar héldist eins og það var — einkennilegt, ofsafengið og eins náið og það getur þá að- eins orðið, þegar tvær mann- verur mætast og dragast hvor að annarri af svo ómótstæðilegu afli. 26. OKTÓBER 1946 Eftir margar árangurslausar tilraunir til að ná tali af Gretu, tókst það ioksins. Ég hafði hringt á ýmsum tímum dagsins og ég heyrði símastúlkuna tala við þjónustuna hjá Gretu; hún sagði að ungfrú Brown (það var eitt af þeim nöfnum, sem hún gefak undir) væri ekki við og hún vissi ekki hvenær hún kæmi. En nú var heppnin sem sagt með mér. I fyrstu var hún gröm og talaði við rruig, eins og ég væri hálfgerð plága eða byrði á henni, sem hún vildi varpa af sér í eiit skipti fyrir ÖU. — Þetta þýðir ekkert, sagði hún, — við erum svo ólík. Með framferði þinu hefurðu rænt mig vini. „Hver er sá vinur?" — Þú. Hún vildi ails ekki að- ég hringdi. Hún sagðist ekkert eiga van- talað við mig. I örvæntingu sagði ég. — Mig langar ekkert til að þú segir eitt hvað ákveðið — mig langar til þess eins að tala við þig. —- Við tölum lítið í sima hér i Kaliforníu. Það tíðkast bara í New York. Ég er hvorki grimm né hefnigjörn, en það hefur ým- islegt breytzt. — Ég hef ekki breytzt — hef- ur þú gert það? — Nei, en ég er m jög einkenni- leg manneskja, sagði hún — og ég get ekki breytt mér og ég hef heldur ekki áhuga á því — svo að það er bezt þú sért ekki að hringja til mín framar. — Má ég skrifa þér? — Til hvers væri það. Það þjónar engum tilgangi. Mér fannst málin öll vera að snúast mér í óhag. En smám sam an tókst mér að sefa hana. Greta tók skyndilega að sýna þess merki, að hún væri forvitin — allt að því afbrýðisöm — yfir því að ég hafði fengið rósir eft- ir frumsýninguna á Lady Wind- ersmore Fan, en þar hafði ég farið með hlutverk og auk þess gert leikmyndir við verkið. — Ertu hneyksluð yfir þvi að ég skuli sýna mig á sviði? — Nei, ég hef áhuga á þvi, svaraði hún, en bætti svo við. — Ég held þú ættir ekki að gefa þig i það. Þegar ég sagði henni, að ég yrði því miður að fara að ráð- um hennar, einfaldlega vegna þess að ég væri samningsbund- inn til starfa i kvikmyndum fyr- ir Alexander Korda í Englandi og ég myndi fara þangað á næst unni og vera þar í ár, sagði hún: — Og hvenær ætlarðu að fara? Þetta samtal okkar var langt og heldur dapurlegt, en ég bað þess að ég gæti unnið bug á duttlungasemi hennar og fengið hana til að gleyma gremju sinni í minn garð; kannski gæti þá allt orðið eins og forðum daga. Ég hringdi ekki til hennar í heilan mánuð. Ég þóttist vita, að áhugi hennar á mér kynni að vakna að nýju, ef hú.n hefði ekki stöðugt á tilfinningunni, að ég væri að eltast við hana. Þó svo að mig langaði margoft að hringja til hennar, þrjózkaðist ég við. Þegar ég hringdi svo loksins var hún himiniifandi. Upp frá þvi talaði ég oft við hana í sima, til Kalifomíu. Ein hverju sinni var henni svo mik- ið niðri fyrir, þegar við töluð- um saman að hún hvíslaði í sím- ann: — komdu hingað, komdu strax, komdu, komdu. Þetta voru dæmigerðir Gretu duttlungar, en engu að síður einnig tákn þess að hún hafði fyrirgefið mér. Skömmu siðar heldur Beaton til þeirra starfa í Englandi, sem hann vék að. Það er ekki fyrr en alllöngu síðar að Greta kem ur að ný til sögunnar: Fáeinum dögum eftir að ég kom heim til Ix)ndon hringdi ég þaðan til Gretu. Hún varð þrumu lostin að heyra rödd mína. — Þú átt ekki að gera þetta — ég var búin að segja þér að hringja ekki. — Hvers vegna? Spurði ég. — Það er svo langt á milli okkar. 11 — Þótt ég væri staddur á heimsenda þætti mér það ekki of langt til að hringja í þig. Beaton tekur síðan til óspilltra málanna; hann fer til Parísar að útvega búninga sem voru gerðir fyrir kvikmynd ina „Anna Karenina" en í þeirri mynd lék Vivian Leigh aðalhlut verkið. Hann segir frá samskipt um sínum við þau hjónin Vivian og Sir Laurence Olivier og starf- inu við kvikmyndagerðina. Síð- an víkur hann ekki að Gretu að marki, fyrr en hann er kom- inn til New York að nýju í októ ber 1947. ... Ég hringdi strax til kon- unnar, sem verið hafði mér efst í huga undanfarin tvö ár. Svar- ið var: ,,Það anzar enginn hjá Hvers vegna var hún nú að ungfrú Brown.“ fela sig fyrir mér aftur? Ég var fullur örvæntingar. Hvernig átti ég að fara að þvi að láta daginn líða? Eru vonir mínar grillur einar? Fæ ég aldrei að sjá hana aftur? Morguninn eft- ir hringdi ég aftur og nú heyrði ég rödd sem ég þekkti; hún tal- aði hátt og hún var hás og sagði: — Mér líður ekki vel. Mér er illt í hálsinum. Þú hlýtur að heyra það á röddinni. — Það er hálft annað ár, síð- an ég hef hitt þig. — Virkilega? En ömurlegt — — Hefurðu alitaf mikið að gera á helgum? sagði ég heldur beizklega og vissi að hún hafði oft gefið sér tíma, þegar „litli maðurinn" hafði samband við hana. — Mér þætti reglulega gaman að koma og hitta þig. En það getur verið að ég geti það ekki fyrr en á mánudaginn. — Ja, ég er með ýmislegt í fórum mínum handa þér (Þar átti ég við öll bréfin, sem ég hafði skrifað henni, en aldrei sient). — Og rauðu náttfiötin sem ég gaf þér — ferðu nokkurn tima í þau? — Nei, en ég lít á þau stöku sinnum. Þetta var allt heldur ljúft og notalegt og mér létti stórlega. Kannski get ég unnið hylli hennar á ný, ef ég held rétt á spilunum. 3. OKTÓBER 1947 — Kannski ég geti komið að hitta þig milli þrjú og hálf fjög- ur í dag. — Afbragð, svaraði ég. — Verður nokkur hjá þér? — Enginn. Hér ríkir þögn, ein manaleiki. — Svona vertu ekki að ýkja þetta. Þriðji október — einn happa- daga minna. Sem betur fer vair ég önnum kafinn við störf, svo að dagurinn leið fljótt. Ég und- irbjó allt sem bezt ég gat — rétt eins og giftingarathöfn væri í vændum. Ég skreytti íbúð- ina með blómum og fór í mín beztu föt. Ég flýtti mér heimleiðis eftir að hafa snætt hádegisverð og beið; hvað myndu klukkustund- irnar næstu bera í skauti sér? Ég hafði lifað í óvissu svo lengi, að ég átti erfitt með að átta mig á að nú gæti allt endað vel . . . Að lokum var bjöllunni hringt. Ég lagði frá mér mynd irnar sem ég hafði verið að skoða. Hún hringdi aftur og óþols gætti í hringingunni! Nú þegar á hólminn var kom- ið var ég kaldur og rólegur, þótt hjartað hefði barizt í brjósti mér eins og á unglingi skömmu áð- ur. Ég hafði æft hvemig ég tæki á móti henni og hinar ýmsu upp hrópanir, sem mér kæmí vel að nota. En nú var það rokið út i veður og vind. Ég gekk að dyrunum og svipti þeim upp. Ég var ekki vonsvik- inn, en hjarta mitt þoldi þetta álag, ég lifði af. Hún var með svartan óvenjulegan hatt og S döfakri kápu; hún var með e!d- rauðan varalit og andlit henn- ar var langleitara en mig minnfi það vera. Hún hafði horazt mik- ið, það var eins og ekkert hold væri á beinunum. Ég hneigði mig kurteislega og í einhvers konar fáti sagði ég: — En óvænt og indæl ánægja! — Óvænt! Hún horfði hi»saj,á miig. Ég stóð kyrr: bún var undr- andi og horfði á mig. En ég gat ekki boðið henni upp á að standa svona endalaust og innan stundar sagði hún: — 9vo að þú ert aftur byrjaður að nudda á mér bakið, ha? Svo gekk hún um í.búðina og horfði af óvenjulegum áíhuga í kringum sig. Við höldum áfram að skrafa um allt og ekkert. Þetta er aMt harla gott og ég verð að hatfa stjórn á mér, svo að ég eyði- leggi ekki allt — ekki biðja um skýrinigar á hinni iöngu þögn . .. Daginn eftir hafði ég öðlazt dirfsfau til að jáita fyrir henni þetta: — Á meðan þú varst í Sví- þjóð hringdu í miig sænskir blaðaimenn til að spyrja h’vort

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.