Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 10
/ 10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1972 r i<vema daiJáa Hamborgari sem hátíðamatur ítalskur hamborgari. 750 gr hakkað nautakjöt 2 matsk. fínt saxaður laukur 1 matsk. söxuð steinselja (fæst þurrkuð) 2 matsk. rifinn ostur 1 tsk. salt, pipar. Nokkrar sneiðar spegepyisa, rauður pipar, kapers, steinlausar ólífur, g.raslaukur. Blandað saman í skál hakki, söxuðum lauk, steinselju, osti, salti og pipar. Gerðir 12 ham- borgarar úr þessu og settir und ir grill í 3—4 mín. á hvorri hlið. Borið fram með brauði, spege- pylsu, ólífum, spönskum pipar og kapers. Pizza-hamborgari. 1 kg nautahakk, 1 matsk. steinselja, 1(4 tsk. salt, pipar, 2 matsk. salatolía. Sósa: (4 bolli saxaður iaukur % rif hvítlaukur, 2 ds. tómatsósa með sveppum (eða tómatpuré með sveppum), 1 matsik. söxuð steimselja, 2 matsk. sykur, % tsk. salt, 2 matsk. rifinn ostur, Vz tsk. bl. ítalskt krydd, ostasneiðar. 1 skál er blandað saman nauta hakki, steinselju, salti, pip- ar. Gerðir 6 hamborgarar, sem eru steiktir á pönnu í um 5 min. Maria Callas stundar kennslu Maria Callas lætur ijós sitt skína á veg nokkurra ungra til- vonandi óperusöngvara við Ju- ifflliard tónl ist a rskólan n í New York. Af 300 umsæfkjendum komast aðeins 25 þeir bezfu úr fram haldsdeildinni í hennar umsjá. Callas leggur á það ríka éherziliu, að nemendur líki ekki eftir henni, heldur túlki tóniist éna eftir eiigin skiflningii. En fliún lætur fleira til sin taka en beiinlínis sönginn, þvi að hún kennir rétta stöðu á sviðinu, handahreyfingar o.ffl. Hún segir nemendum sínum að hugsa áður en þeir syngi hverja l'agllnu, þanniig að svipbriigði þeirra séu í samræmi við innihald textans. á hvorri hlið. Sósan: Fitunni hellt af pönnunni að mestu, tóm atsósa, steinselja, sykur og salt ásamt ítölsku kryddi, sett út á. Suðan látin koma upp og hrært í stöðugt á meðan. Síðan látið malfla í 20 min. Hamborgararnir látnir út í og látnir malla með í 10 mín. Stórt franskbrauð skorið i sundur eft ir endilöngu, smurt, hamborgar- arnir settir á, sósan látin yfir, ostsneiðar látnar á milli. Chelsea-hamborg-ari. 750 gr nautahakk,l tsk. salt, 2 stórir tómatar, hamborgarabra uð. Sósa: 2 matsk. smjör, 2 matsk. hveiti, V\ tisk. simnepsduft, V* tsk. salt, Vh tsk. pipar, 1 bolli bjór, 1 Va bolli sterkur rifinn ostur. Hakk og salt blandað saman og búnir til hamborgarar, grill aðir 5 mín á hvorri hlið. Sósan: Sjörl. brætt, hveiti, sinnepi og salti bætt í, bakað upp, þynnt smám saman með bjór. Suðan látin koma upp. Ost- inum hætt út í, hrært í stöðugt þar til osturinn er bráðinn. Pott inum stungið í heitt vatn til að halda sósunni heitri. Tómatsneið arnar grillaðar og settar á brauðið, siðan kjötið og þá sós- an látin yfir. Hinn helmingur brauðsins smurður og lagður við hliðina á hinum, smjörið upp. Sett und ir grill í 2—3 mín. Brauðhelming urinn látinn yfir, þegar þetta er borið fram. Ifamborgari Au Poivre 1 kg nautahakk, 3 tsk. gróft saxaður svartur pipar, 6 hamborgarabrauð, Vz bolli smjör eða smjörlíki, 14 bolfli Ðurgundarvím. 1 súputeningur. Búndr til 6 haimiborgarar, V\ tsik. pipar stráð á hvora hlið ham- borgaramna. Brauðin smiurð og síðan steikt á smjörhliðinni á pönnu, og haldið heitum, ham- borgaramir steiktir líka. Vin inu hellt yfir hamborgarana og aðeins látið malla, teknir upp og settir á brauðdn. Súputen. leyst- ur upp 1 vínblöndunni, afgang- ur smjörsins bræddur og þetta haft sem sósa með. Hárgreiðsla orðin dýr Það hefur ekki verið eins dýrt að fara á h á rgreiðslustofu á ís- landi og í mörgum öðrum lönd- um undanfarin ár, en nú er þar orðin breyting á. Öll þjónusta á hárgreiðslustofum og einnig allt efni, sem notað er, hefur hækkað talsvert. Fannst víst mörgum dömunum nóg um, er þær voru krafðar hins nýja gjalds i fyrsta sinn, eftir þvi sem okkur var sagt á nokkrum stofum um daginn. Eftir er að sjá, hvort þetta verð ur til þess, að viðskiptavinun- um fækkar almennt á stofunum og fleiri konur fara að dytta að hárinu heima við. En það er einmitt í þessu sam- bandi, sem þyrfti að taka til at- hugunar um leið, og það er, hvort við eigum ekki heimt- ingu á betri þjónustu almennt, þegar við þurfum að borga svona mikið fyrir hana. Af sam- ræðum við margar konur, sem skipta við mismunandi stofur i borginni, er svo að segja alls staðar sömu sögu að segja. Óhæfi leg bið, enda þótt tími sé pant- aður með löngum fyrirvara, þjónusta öll litið skemmtileg, og alls staðar virðist vera tekið fullt gjald, þótt nemar einir eigi eingöngu við hárið. Nýja gjaldið: — Lagning 243 krónur, lagningarvökvi 35 krón ur, lakk 30 krónur, permanent 724 krónur, klipping (rétt sært) 122 krónur, klipping 148 krónur og þvottur 61 króna. 3. Franskur fiskpottur, þar sem sjóða má fiskinn í heilu lagi. Grindina, sem fyligiir með, er einn ig unnt að nota til að „gril'l- era“ fiskinn í ofni. Alltaf eiga sér stað einhverj- ar framfarir í tækjum þeim, sem tilheyra eldhúsi og matargerð og gaman að virða fyrir sér mynd ir af sliku, þó að ekki séu þess- ir hlutir fáanlegir hér í bili að minnsta kosti. 1. Tempura-panna, japönsk, mjög góð titl að siteiikja á sjávar- dýr og græomeiti í heitri feiti og síðan látið drjúpa af þvi á grind inni til hliðar. 2. Mongólskur koparpottur, nokkurs konar „fondue“-pottur. Viðarkol eru brennd í stautin- um í miðju. 1 pottinum er kjúkl- ingasúpa eða soð og i henni er soðið grænmeti, þunnar kjöt- sneiðar o.fl. meti í og nota til að sjóða í græn- meti ofan í potti. 9. Panna til að „porehera" egg í, alit að sex í einu. Úr þessu áhaldi ættu eggin að koma falleg og jöfn, öðruvisi en þeg- ar þau eru brotin ofan í sjóð- andi vatn í potti eða pönnu. 4. „Wok“ er kínverskt áhald, og kemur í staðinn fyrir steik- arapönnu hjá okkur. Botninn er ekki flatur eins og á okk- ar pönnu, heldur aflíðandi, en pannan víst hin þægilegasta í meðförum. 5. Eplaisikifupanna, dönsk að uppruna. Snúa þarf skifunum við, þegar þær eru brúnaðar að neðan. 6. Kramarhúspanna frá Skandinaviu, eftir því sem segir í umsögn. Virðist þetta hið mesta þing, og ekki sakar að með fylg- ir sivalningur til að vefja kram arhúsið upp á. 7. Eldfast glermót fyrir aust- urríska köku, kallaða Gugel- hupf. Þýzkt mót samslags, er kallað „Tyrkja-haus“ og þykir likjast turbanlaga höfuðfati þeirra. 8. Grænmetiskörfur sem þess- ar hafa þó fengizt hér, og eru þægilegar til að hreinsa græn- I>ægileg áhöld við matargerð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.