Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1972 17 Piltarnir á þessum bát buðu img-u diVmimum í siglingu og fór hún hátíðlega fraiii. Það er ekld alltaf sem slippbátarnir not- ast svona vei. ,Núer sumar gleðjist gumar...‘ — úti á Granda A SUMARDAGINN fyrsta var fjöldi fólks úti á Granda. Sumir sátu og sóluðu sig frammi við sjó, aðrir fóru á sjó, og enn aðrir gerðu eitt og annað sér til dundurs i landi. Öllum var þó sameigin- legt að vera hressir í skapi, sólskinsskapi, enda varla hægt að Iáta sér detta annað í hug í annarri eins veður- blíðu. Myndirnar á síðunni voru teknar síðdegis sl. fimmtudag, þegar vorið kom í hlað eða eins og segir í einu kvseði Tómasar: „Og vor- ið kemur sunnan yfir sæinn og sólskinið á gangstéttunum ljómar“. Ljósmyndir Mbl. á. j. Hann r*.'oi fram í gráðið sá eldri um leið og tiann við þann yngri, sem var að koma af sjó á trillunni s Þessir 4 knálegu peyjar voru fljótir að finna út ævintýraiegt umhverfi. Þessar fjórar stöllur, frá vinstri: Ester, Kidda, Guðný og Hjördís, voru að srníða kubbaskip í húsgrunni úti á Granda, þvi að þær ætluðu í sjóorustu. Víga leglr naglar vo.ru reknir í skipin með steinhnuiiungum og þar voru fallbyssurnar komnar. — Enda leið ekki á löngu þar til þær voru komnar niður í fjöru með kubbaskipin og leikur-inn hélt áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.