Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRlL 1972 1 Myndræn t'egurð er oft aðalsnierki hryllingrsmyndanna. Ljóðrænu hámarki hefur hún lik- legra náð nýlega i mynd Harry Kiimels „Daughters of Darkness“; þetta er úr „Dracula has Risen from the Grave.“ HRDL „Hvernig væri að koma í andaglas?" er stundum sagt í samkvæmum þegar stemmn ingin er koaniin upp fyrir frost mark og veður, fæði, klæði, framhjáhöld og önnur góð og gild umræðuefni eru þurr- ausin. Oftast verða viðbrögð- in þau, að kvenfólk tekur að ákalla Jesús og Jeminn eins og aðra góða menn („Gvöð minn almáttugur, ég verð allt af svo hrædd.“ „Allamalla, nú verð ég andvaka í nótt“) en karlmenn þykjast tregir til og bera sig borginmann- lega („Asskotans vitleysa. Þið trúið þó ekki á svona lagað?“). Árangurinn er þó yfirleitt sá að flestir fá út úr þessu bralli svolítið undar- lega- ánægju og fara heim pínulítið hugsi og meðvitandi um möguleika á veru- leika handan við veruleik- ann eins og hann snýr við mönnum upp á hversdag inn an fjögurra veggja og sím- tóls; þetta er svolítið sið- menntaður masochismi, unun í öryggisleysinu sem þrátt fyrir allt er bak við þenn- an vísindalega útskýrða heim tuttugustu aldarinnar, eilítið ljúfur hrollur í laumi. GLLFFUR I MKNNINGI NNI En þessi gamalkunni sam- kvæmisleikur er aðeins hluti af stærra fyrirbæri. t>að hef- ur varla farið fram hjá neinum að á undanförnum ár um hefiur tekið að bera meir og meir á tortryggni og and- úð í garð tæknivæðingarinn ar, fráhvarfs frá staðlaðri efnishyggjumenningu Vestur- landa; þetta hef ur komið einkum fram hjá ungu fólki (þó ails ekki einvörftungu) t.d. sem afbrigði hippaliflnað- ar, háskólalífs o s.frv. Sem dæmi má nefna hina margum ræddu Jesúbvltingu, áhuga á austurlenzkum trúarbrögð- um, heimspeki og mystík, alls konar afbrigðum Satan- isma, (djöfladýrkun, svarta- galdri o.ffl.), stjömuspádóma trú og fleira og fleira sem telja verður frávik á reglu- bundnu línuriti svonefndrar siðmenminigar. f>að er fjöld'inn allur af nærtækum dæmum um raunveruleik þessa aftur- hvarfs til hins frumstæða, upprunalega og þvi miður oft dýrslega, grimma í manneskj unni, (hver man ekki Man- sommálið í Banda ríikj unum) löngunarinnar til að slá ut- an af henni menningarhýðið 3em ým3ir telja að sé að leiða mannkynið til glötunar: Ég get nefnt dæmi úr mínu nán- asta umhverfi; hér í háskólan um dýrkar talsverður hópur fólks djöfulinn á laun, á stúdentagarðinum hjá mér eru svartar messur sungnar með pomp og prakt; — það er auðvelt að afskrifa þetta sem fiktkennt kukl og for- vitni ungs fólks, en ég veit persónulega að i mörgum til- fellum liggja djúpstæð sál- ræn vandamál til grundvali- ar, og í fyrravetur var ástandið orðið svo alvarlegt og hysterían svo mögnuð að yfirvöld urðu að gripa í taumana (þá þegar voru tveir eða þrir stúdentar langt leiddir í tímabundinni vitfirr ingu). Menn ráða hvort þeir trúa því, en mér er kunnugt um svipuð tilfelli á „eyland- inu litla við yzta haf“ (eins og við nefnum okkur stund- um þegar við viljum þvo hendiur okkar). Þá má nefna að héraðið hér í kringum mig, Norfolk, hefur um aldir ver- ið eitt helzta vígi galdratrú- ar og myrkraverka í Eng- landi; hér reið til dæmis sá frægi nornaveiðari krúnunn ar Matthew Hopkins um hér uð á sínum tíma og gamnaði sér við að kála kerl- ingagreyjum í massavís, sek um eða saklausum (um hann var myndin „Witchfinder General“ eftir Michael sál- uga Reeves sem sýnd var i Hafnarbíói fyrir jöliin) og ég tel mig hafa áreiðainleigar upplýsingar um að enn séu innansveitarmenn hér iðn- ir við kolann, galdrasöfnuð- ir koma enn til kukls sam- an t.d. á eyðibýlum. Saklaus ara dæmi svona dulhyggju- tízku (þvi óneitanlega er þetta tízka, enn sem komið er a.m.k.; tizkan er hins veg- ar aldrei ástæöulaus) er að dægurlagaútvarpi BBC var lengi fram eftir hausti tröll- riðið af alls kyns spámönn- um sem sálgreindu hlustend- ur í gríð og erg á sinn sér- staka hátt; ég gizka á að um tíma hafi um 75% af plötusnúðum stöðvarinnar verið með slikt í gangi, — einn var með venjulegar ein staklingsbundnar stjörnu- spár, annar las örlög manna úr kaffíbollamynztrum, þriðji úr rithönd þeirra og svo framvegis. Farvegir mannshugarins eru liklega ekki jafn órannsakanlegir og maður gæti kannski hald ið ... HROLLVEKJUR — HUGVEK.IUR Samkvæmt einni ágætlega margir kvikmyndahúsagestir kannast við stirðbusalegt fer líki sem anar um með út- teygða arma eins og svefn- gengill og kreistir gott fólk til dauða í helgreipum sín- um; þetta er þó ekki Franken stein sjálfur eins og margir halda, heldur afkvæmi hans, maðurinn sem hann bjó til. Þá þekkja flestir svart- klæddan fýr sem bítur fagr- ar konur á barkann og sval- ar lífsþorsta sínum í blóði þeirra (í bókstaflegum skiln ingi) — Dracula greifi. Já fflest um kann að þykja undarlegt að svona gripir séu á nokk- urn hátt umhugsunarverðir. Það er þó svo að gotneska skáldsagan tekur þegar bezt lætur til meðferðar grundvall ar vandamál manneskjunnar, sprettur beinlinis upp úr metnaðarmikilli spurn um eðli mannlegrar tilveru, möguleika hennar og tak markanir. Auðvitað eru þessar sögur misjafnar að gæðum; eins og flestir bókmenntastimplar er „gotneska skáldsagan" laus í reipunum og opin í báða enda; innan hennar kennir margvislegra grasa, illgresis sem gildra blóma; búlkinn af þessum sögum eru ómerkilegar hasarsögur sem trómt frá sagt 'áttu skil- ið skjótan dauðdaga. Segja má að fyrsta reglulega gotn- eska skáldsagan hafi verið „The Castle of Otranto" (1764 )eftir Horace Walpole, og síðan veður þetta uppi fram eftir rómantiska skeið- inu, — venjulegast miklir og illvígir doðrantar sem enginn nennir að lesa lengur; vettvangur sagnan'na er tíð- ast drungalegir kastalar og kirkjugarðar, andrúmsloft- ið þrungið óræðu rökkri og reimleikum, með taumlausum ástríðum og oft tilfinninga- væmni. Þetta þóttu safarikar bókmenntir á þessum siðfág- uðu tímum. En það er ákveðinn kjarni bóka sem hefur haldið lífi í gotnesku hefðinni til þessa dags; „Wuthering Heigts" eft ir Emily Bronté, „Dr. Jekyll and Mr. Hyde“ eftir Robert Louis Stevenson, „Franken- stein“ eftir Mary Shelley, „Melmoth the Wanderer" eft ir Charles Maturin, „The Turn, of the Screw“ eftir Henry James svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessar sög- ur eru (a.m.k. nú á dögiim) flestar miklu fremur hug- vekjur en hrollvekjur; þær notfæra sér snilldarlega dul- rænu og fantasíu hefðarinn- ar til að fjalla um tilraunir mannsins til að losna úr viðj um veruleikans, hrista af sér félagsleg, sálræn og jafnvel líí'fræðileg taiumhöOd; þær leiða saman eilifar andstæð- ur eins og líf og dauða, hið mannlega og hið ofurmann- lega, fegurð og óhugnað, draum og veruleik, hið góða og hið illa, holdið og and- ann (það er engin furða þótt surrealistarnir hefðu áhuga á gotnesikunni). MABUR — MÁTTARVALD Eins og gefur að skilja er þessum bókum margt fleira sameiginlegt og enn fleira ólíkt hvað varðar efni og að ferðir en ekki er tóm til að fara út í það nánar. En upp úr gotnesku sikáldsögunni sprettur svo hryllingsmynd- in, sem svo er nefnd, með öll um sínum kostum og kynjum. Kynjarnar eru þvi miður allt of oft fleiri en kostirnir, og af þeim grúa hryllingsmynda sem ég hef séð um dagana eru aðeins örfáar sem sitja i manni sem eftirtektarverð iistaverk; hins vegar er ég eiginlega á því að ekki væri fráleitt (en auðvitað umdeilanlegt) að segja að það skáldverk eða kvik- mynd sem tekst að gera nú- tímamanninn ærlega hrædd- an, svo að hann fari að ef- ast um gildi ýstru sinnar og auðæfa, sem sviptir hann allri öryggiskennd, allri fé- lagsvernd, -— sem tekst að gefa honum þá tilfinningu að hann sé einn og án athvarfs í óskýranlegum og ófyrirsjá- anlegum heimi, — það verk hefur náð hámarki listarinn- ar. Ég slæ þessu sisvona fram. Eina myndin sem ég hef séð sem nálægt þessu kemst, er mynd Jack Claytons (gerði „The Pumpkin Eater" sem ísl. sjónvarpið sýndi nýlega) „The Innocents", eftir hinni mögnuðu draugasögu Henry James „The Tum of the Screw“ (Nýja bió sýndi þessa mynd fyrir allmörgum árum). Það er nefniiega stöð- ugur höfuðverkur hryllings- myndanna hve illa þeim tekst að vinna frambærileg, hvað þá frumleg eða snjöli hand- rit, upp úr efniviði gotnesku skáldsagnanna. Flest ann að hafa helztu leikstjór- ar hryllingsiðnaðarins á valdi sinu, — ágæta kvik- myndun, hugmyndarika beit- ingu hljóðs og ljósa, hæfustu leikara o.s.frv. Clayton hafði sér, hins vegar til fulltinigis Framhald á bls. 13 kristilegri heimild dútla um tíu milljónir Bandaríkja- manna á öllum aldri við Sat- anisma og skylda hluti; þótt það kunni að vera of hátt áætlað er full ástæða til að spyrja hvað veldur: trúar- þörf? úrkynjun? sálarang ist? blábjánska? leiðindi í rú tínulífinu? ævintýra- mennska? Ekki ætla ég að reyna að burtskýra þetta hér; vafinn er sem oftar miklu frjórri en vissan í þessu sambandi. En þetta setur aðalumræðuefni mitt í eilítið stærra samhengi þ.e. hryllingsmyndir, eðli þeirra og uppruna, en síðustu árin hafa þær átt mikilli vel- gengni að fagna. Viðbjóðslegt? Fáránlegt? Flestum finnst líklega hvort tveggja, en í þessu eina svip- brlgði tekst Christopher Lee að túlka einkenni vampýris- mans: Fástiska örvæntingu, og taiimiausan kynferðisleg- an losta. (Úr „he Scars of Dracula"). Svo er reyndar einnig með fyrirmynd þeirra, gotnesku skáldsöguna; þessi vanrækta skáldsagnategund, sem flest- ir töldu týnda og tröllum gefna, hefur upp á síðkastið verið vaxandi gaumur gef- inn; bókaforlög hafa dustað rykið af þessum gömlu sög- um, gefið út í ódýrum vasa- brotsbókum og það er eins og við manninn mælt, — þær renna út; þetta verður að setja í samband við ofan- nefnda þjóðfélagsstrauma. Og um leið er byrjað að sýna gotnesku bókmenntahefðinni meiri akademískan áhuga, þvi farið er að kjölskoða hana og skeggræða í hinum virðulegustu háskólum. Vafalaust eru þeir kumpán ar Dracula greifi og barón Frankenstein þekktustu per- sónugervingar gotneskunnar;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.