Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1972, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRlL 1972 9 Hjón með ellilíféyrl, Bm forsemdur sj& texta. 4. línurit. samþykkt, sbr. 3. og 4. línurit, þar sem sýnd eru áætluð heild- argjöld ellilifeyrisþega skv. gamla og nýja kerfinu. 3. linurit. 4. línurit. tekjulausu, sem eftir eru, ættu að mestu að vera ungt fólk á skólabekk, eða tiltölulega ungt fólk sem er nýkomið út I at- vinnulifið. Árið 1970 voru 79% af þeim, sem höfðu 300 þús. kr. í árstekjur eða minna einhleyp- ingar, og fjöldi einhleypinga fór ört minnkandi með vaxandi Forsendur útreikninganna í 3--------4. línuriti eru þessar: 1. Enilífeyrisþegar: EiOilífeyrir Elliiifeyrir Hækkun Ellilifeyrir 1970 kr. 1971 kr. 1970/71 1972 Einhieypingar 49.818 63.700 27.8% 77.610 Hjón — bæði 89.670 114.660 27,8% 139.709 2. ívilnun er veitt tii útsvars bæði árin, sem jafngildir upphæð eUiiifeyriis. 3. Gamla kerfið: a) Aukafrádráttur tii tekjuskatts vegna lækkunar skattvisitölu m. v. 106.5. Gamla kerfið: b) Aukafrádráttur til tekjuskatts vegna hækkun- ar skattvísitölu m. v. 121,5. 4. Mismunur brúttótekna og nettótekna: Hjón, 25% af tekjum öðr- um en ellilífeyri. Einhl., 15% af tekjum öðrum en ellilífeyri. 5. Fasteignaskattar eru miðaðir við meðalstóra íbúð í háhýsi 5 Austurbænum. 6. Sleppt er hugsanlegum tengslum við kaupgjaldsvísitölu (enda voru ekki nefskattar greiddir af ellilifeyrisþegum í eldra kerfinu). Eins og fram kemur i línurit- unum er um mikla skattahækk- un að ræða á ellilífeyrisþegum, sem yfirleitt er gert ráð fyrir, að séu jafnframt tekjulág- ir. Það ótrúlega kemur út, að heildargjöld einhleypings þre- til fjórfaldast við 200 þús. kr. árstekjur, tvöfaldast við 300 þús. kr. árstekjur og hækka um 60% við 400 þús kr. árstekjur, umfram gamla kerfið. Fyrir hjón er hækkunin minni í krónutölu en meiri hlutfallslega séð. Niðurstöðurnar eru auðskilj- anlegar: I. Ellilífeyristekjur sem slíkar gefa engan skattfrádrátt um fram tekjur annarra. IÍ. Ellilífeyrisþegar báru í gamla kerfinu enga nef- skatta, hvorki almennt tryggingarsjóðsgjald, sjúkra samlagsgjald né kirkjugjald. Nú hljóta þeir, sem eru ungir einhleypingar að eldast og flest ir að skipta um hjúskaparstétt, eftir þvi sem tíminn líður. Jafn- framt hafa margir setið á skóla- bekk um lengri eða skemmri tima. Þeir, sem koma síðan á vinnumarkaðinn eftir 5—10 ár og hoppa strax i efsta þrep skattstigans, verða að borga hressilega fyrir þau hlunnindi að hafa sloppið við nefskattana fram til þess tíma. 3. ENDURDREIFING SKATTA Ef það er rétt, sem hér er varpað fram, að árstekjur fari vaxandi að meðaltali, frá þvi að komið er út í atvinnulífið og til 50—ö6 ár aldurs, ættu þeir til- tölulega tekjuháu að vera á um ræddu aldursbili. Samkvæmt nið urstöðum fjármálaráðherra munu skattar hækka á þeim tekjuháu og sýnt hefur verið fram á, að skattaálögur þyngj- ast á ellilifeyrisþegum, þ.e. 67 ára og eldri. Af framangreindri forsendu um æviferilstekjur leið ir einnig, að þeir tekjulágu, eða tekjum, eftir 300 þús. kr. árs- tekjur. Það ber einnig að sama brunni, að skv. tölum Hagstofu Islands um meðaltekjur kvæntra karla eftir atvinnugreinum á aldrinum 25—66 ára, á árinu 1970, er líklegt, að um 85% með- altekna þeirra hafi verið á bilinu 375—750 þús. kr. ár- ið 1971. Af þessu leiðir, að þeir „lág- tekjumenn" sem eru i hópi kvæntra karla á aldrinum 25— 66 ára og þannig greiða tiltölu- lega lægri gjöld en áður, eru um 15—20%. Það brenglar myndina, að það hefur oft lent á foreldrum að greiða nefskattana fyrir börn sín. í hve ríkum mæli þetta er, er óvitað, en þetta ætti einkum að gilda fyrir foreldra á aldr- inum 40—45 ára. En dreifist þetta ekki nokkuð jafnt yfir tekjubilin? Og hafa ekki sumir komizt upp á lag með að segja sig til sveitar? Fjármálaráðherra hefur lagt áherzlu á, að lágtekjumenn fái tiltölulega lægri skatta með breytingunum en eila, sem er rétt, ef þeir borga nefsikattana sjálfir. Ég tel þó, að allt eins mætti orða þá tekjutilfærslu, sem íyr- irhuguð er, sem endurdreifingu frá hinum eldri til hinna yngri. Þetta er ekki eingöngu í þeim skilningi, að þeir sem nú eru ungir fá tiltölulega hærri ráð- stöfunartekjur en þeir eldri lægri, heldur má einnig lita svo á, að þeir, sem eru ungir í dag, verða að greiða nefskattana síð- ar með hressilegum vöxtum, þeg ar þeir koma út í atvinnulifið. Þetta er vegna þess, að jafn- framt með úrfellingu nefskatt- anna, hækkar hámark skatt- prósentunnar um 4%. 5. HELZTU NIÐURSTÖDUR OG LOKAORÐ Rétt er að safna saman helztu niðurstöðum þessarar greinar éisamt nokkrum hugleiðingum. 1. HEILDARSKÖTTUN Ef hækkun frádráttarliða og skattþrep hefðu hækkað um 6,5% i gamla kerfinu, er líklegt að heildarskattar á einstakling- um, sem hlutfall af heildartekj- um þeirra, hefðu orðið svipað- ir og samkvæmt nýja kerfinu, eða liðlega 20% af tekjum sama árs og teknanna er aflað (1971). Hins vegar fóru launin upp „i lyftu“ 1970—1971, eða a.m.k. um 21,5% vegna stighækkandi út- svars- og tekjuskatts í gamla kerfinu, hefðu skattar hækkað verulega og i sumum tilvikum til tölulega meira en launin. Hið sarna gerist í nýja kerfinu. 2. SKATTVÍSITALA Þar sem hún ákveður, hver hækkun frádráttarliða og skatt- þrepa skuk vera frá einu ári til annars, er eðlilegt, að hún sé notuð sem hagstjórnartæki. Þvi miður er of Utið gert af þvi, og tekjuvöntun rikissjóðs ræður þar einatt mestu um. Það að halda skattvísitölunni nær óbreyttri er því einungis hægt að túlka sem hagstjómar- aðgerð við nuverandi efnahags- aðstæður, að þær 800 milljónir, sem rikissjóður fær út á tekju- hækkunina, verði að einhverju leyti „frystar“, þ.e. verði lagðar til hliðar til að draga úr þenslu í þjóðfélaginu. Þá má benda á, að ósamræmi er í þvi að reikna með, að skattvísitalan hefði orðið 106,5 i gamla kerfinu, á sama tíma og reiknað er með hækkun per- sónufrádráttar (t.d. fyrir hjón) í nýja kerfinu úr 184 þús. i 220 þús., sem jafngildir skattvisitöl unni 119,6. Þess vegna er í rauninni skattvisitalan valin mismunandi í nýja og gamla kerf inu, en þau siðan borin saman (þessu má svara með þvi, að bera verði saman kerfin í heild, sem er rétt. Eítir sem áður gild- ir, að mismunandi forsendur um persónufrádráttinn rugla saman burðinn, að öðru jöfnu). 3. ENDURDREIFING SKATTA Þegar vega á og meta, hvort rétt sé að hnika til tekjuskipt- ingunni frá hinum eldri til hinna yngri, verður að mín- um dómi einkum að taka af- stöðu til eftirfarandi atriða: a) Hver hefur hagur aldraðs fólks verið í samanburði við aðra? - b) Hvaða þjóðhagslegt svig- rúm er til hagsbóta og hve mik- ið eiga hinir öldruðu að fá í sinn hlut? c) „Tekjuþörf" manna og fram færsluskylda er yfirleitt mest þegar stofnað er til heimilis og koma þarf börnum á legg. Einn- ig getur námskostnaður verið talsverður og það stundum sam- fara framfærsluskyldu. Tekjurn ar á þessum tima eru og oft ekki eins miklar og síðar á ævinni, þegar framfærslubyrðin minnk- ar. Þetta er einmitt reynt að jafna út með námslánum og fé- lagsmálakerfinu yfirleitt. d) Á íslandi er sú tekjutrygg- ing, sem menn hafa til ellinnar yfirieitt í formi lífeyrissjóðs sparnaðar og ellilifeyris. Það nýmæli hefur m.a. nýlega verið tekið upp, að vissar lágmarks- tekjur séu tryggðar öldruðum. e) Þeir, sem komnir eru á eft- iriaun, eiga oft talsverða starfs- orku eftir og viljaþrek til að halda áfram í atvinnulífinu með einhverjum hætti. Þótt skatta- sjónarmið ráði hér ekki öllu um, er líklegt að hærri skattar séu letjandi ef eitthvað er, ekki sizt ef lágmarkslaun eru jafnframt tryggð. f) Sá lífeyrir, sem fæst úr líf- eyrissjóði, er sparnaður einstakl ings yfir ævina. Nú eru fæstir slíkir sjóðir verðbólgutryggðir og hærri skattar á þessum spam aði bæta ekki úr. g) Benda má á, að efnahags- legar framfarir hafa verið það örar hér á landi og tiltölulega stutt síðan búið var við örbirgð, að þeir, sem komnir eru á efri ár, hafa í tiltölulega litlum mæli notið ávaxta síns strits. h) 1 hvað verja þeir tekjun- um? Ekki komast allir til Mall- orka, og hve mikið rennur til elliheimila o.s.frv. Hafi tilætlunin verið sú með skattbreytingunum að endur dreifa álagningu frá hinum tekjulægri til hinna tekjuhærri, án þess að mismuna eftir aldri, hefði verið eðlilegt að taka upp sérstakan frádráttarlið fyri-r aldrað fólk. Heimildarákvæði um að undanþiggja megi elljlíf- eyrisþega fasteignaskatti er vart nægilegt í þessum efnum. Einnig hefði verið ástæða til að tengja kerfisbreytinguna allt í senn tryggingarlöggjöfinni, lif- eyrissjóðsgreiðslum, námslánum og námsstyrkjum, sem í eðli sínu eru neikvæður tekjuskattur. Líf eyriss j óðirnir, tryggingalög- gjöfin, námsstyrkir og skattkerfi eru innbyrðis háð. Sé hróflað við einum þessara þátta, hefur það áhrif á hina. Þetta heildardæmi er óuppgert. £ RADItfðNElTE 5 Soundmaster 80 2><30 watt sinus (2x40 WÖTT MÚSfK) DIN 45 500 5 bylgjur Þetta stereo tæki er með hvorki meira né minna en 5 bylgjum, sem er mjög óvenjuiegt af svona sterkum magnara að vera Föst stilling á FM-bylgjuna r§4n H99i I Möguleikar á faststillingu á 3 stöðvar Kvarðaijós léttir stillingar á FM bylgjuna Lb og Mb Norsk bygging tækisins tryggir yður einstaklega langdrægt tæki 4 hátalara tengi mæs JífÍjjjS s ilfÉ iHBj IZBZl Par 1 Par 2 eða bæði pörin samtímis, einnig tengi fyrir heyrnartæki SB og báta-og bílabylgja Soundmaster 80 er rétta tækið fyrir fjarskipta- og DX-áhugamenn tæknilegt: Magnarinn Max útgangskraftur við 4 ohm 2x30 w. Sinus (2x40 wött músik) Bjögun við max útgangskraft undir 1%, við 1 kHz, við 6w ó rás'minni en 0,2% Bjögun við 50 mW ó rós minni en 0,4% Tónsvið 20—20.000 Hz Truflunarnæmi frá plötuspilara 53 dB, Segulbandstæki 53 dB Innbyggður formagnari fyrir magn. Pick-up. 4 hátalaratengl (4 ohm) Din-stungur tyrir heyrnartæki, plötuspil- ara, segulbandstæki. Ballansstillir ± 5 dB. Tónstillar: Bassi 4- 18 dB — 12 dB við 50 Hz Diskant + 14 dB — 15 dB við 10 kHz Utvarpstækið Bylgjusvið: Langbylgja, miðbylgja, stutt- bylgja, bíla- og bátabylgja og FM bylgja Stereodekoder (með eða án) Næmni á Ukv 1,5 uV Tiðnisvið við ± 1,5 dB 25—20.000 Hz við ± 3 dB 18—25.000 Hz Bjögun (klirr) undir 0.5% Mál (LxBxH) 52x25x10.5 Leitiö upplýsinga um þetta einstaklega vandaða og skemmtilega tæki. Góðir greiðsluskilmálar, ÁRS ÁBYRGÐ EINAR FARESTVEIT & CO. H.F. BERGSTAÐASTRÆTI 10A SÍMI 16995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.