Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 17
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAl 1972 17 „Villutrúarmenn ofsóttir í Svíþjóð“ VS'— v THE OBSERVER Eftir Roland Huntford TVEIR ungir, sænskir þingmenn lýstu sig nýlega andvíga þingtillögu, þar sem Bandaríkin eru vítt fyrir að- gerðir í Indókína og Bandaríkjamönn- um einum gefin sök á auknum hern- aðaraðgerðiun þar. Þetta var dirfska af þeirra hálfu. Með þessu rufu þeir samstöðuna, og i Svíþjóð er það talið mjög alvarlegt afbrot. Þessir tveir óánægðu þingmenn færðu rök fyrir skoðunum sínum. Þeir sögðu, að það samræmdist ekki hlutleysi Svíþjóðar að fordæma að- eins annan tveggja deiluaðila. Með réttu ætti einnig að átelja Norður- Vietnam. „Við getum ekki fordæmt aðgerðir Bandaríkjanna," sagði annar þing- mannanna, Anders Wijkman, „án þess að minnast einu orði á sókn Norður-Vietmama — með stuðningi Sovétrikjanna — í Suður-Vietnam.“ „Mikið er rætt um rétt þjóða Indó- kína til að ráða eigin framtið," sagði hinn þingmaðurinn, Anders Björk, „en er stjómin í Hanoi raunveruleg- ur fulltrúi allra aðila? Ég trúi því ekki.“ Fyrir þessar skoðanir sínar voru þeir beittir fantabrögðum af með- þingsmönnum sinum. Annað er ekki unnt að nefna það. Fulltrúar allra flokka, allt frá kommúnistum og stjómarflokki jafnaðarmanna yfir í flokksbræður þeirra i íhaldsflokkn- um, snerust gegn þeim og úthúðuðu þeim fyrir að spilla „einingu þings- ins“. Einn af eldri flokksbræðrum þeirra Wijkmans og Björks á þingi flýtti sér að fullvissa Krister Wickman ut- anrikisráðherra um að þrátt fyrir það óheppilega fyrirbæri að tveir ungir nöldrarar úr hópi þingmanna Ihaldsflokksins hefðu gengið i ber- högg við virðuleik samstöðu þings-. ins, „ríkir enginn ágreiningur um dóminn yfir aðgerðum Bandaríkja- manna í Vietnam, hvorki meðal sænsku þjóðarinnar, né innan Ihalds- flokksins". Eftir umræðurnar á þingi ávítuðu aðrir þingmenn þá Björk og Wijk- man einslega fyrir að spilla fyrir- huguðum einróma mótmælum frá þinginu. Ein konan meðal þingmann- anna var gráti næst við tilhugsunina um að einimgu þingsins hefði verið spillt svo grimmilega. Dagblöðin fylgdu sömu línu i mál- inu. Óháða Stokkhólmsblaðið Dagens Nyheter, sem ekki er sérlega vin- gjarnlegt í garð Ihaldsflokksins, sló upp undir stórri fyrirsögn á forsíðu: „Þingið ekki sammála“ og frásögn af því, að tveir af 350 þingmönmum hefðu sett fram sérskoðanir. Uppistað an í frétt blaðsins var, að það hefðu að vanda verið ihaldsmerin, sem sett hefðu strik i reikninginn. Svenska Dagbladet, málgagn Ihaldsflokksins, laut höfði i skömm og faldi frásögn- ina á baksíðu undir fyrirsögninni: „Ihaldsflokkurinn sameinast um Viet- nam-stefnu stjómarinnar". Það, sem hvorki þingið né fjölmiðl- arnir minntust á, var, að þingmenn- irnir tveir hefðu átt lof skilið fyrir að greiða atkvæði samkvæmt því, sem samvizka þeirra sagði þeim. Sú regla á bersýnilega að gilda, að flokkslínan sé öllu ofar — einstakl- ingur á þingi sé ekki til. Það er orðið langt, langt siðan sænskur stjómmálamaður hefur greitt atkvæði í andstöðu við flokks- linuna. Það er ekki sanngjarnt að ásaka sænska stjórmmálamenn fyrir að svíkja eigin samvizku á þennan hátt, þvi samkvæmt þjóðfélagsvenj- um er það dyggð að fela flokknum umsjá samvizkunnar. Að vissu leyti má segja, að þrýst- ingurinn á þessa tvo andstöðuþing- menn hafi verið einna minnstur frá hefðbundinni samstöðukröfu innan þingsins. Þrýstingur þjóðfélagsins sjálfs er öllu þyngri á metunum. Yfir- leitt eru pólitískar stofnanir aðeins spegilmynd þjóðfélagsins, og meðal Svia almennt er sá, sem stendur gegn skoðanasamræmi, talinn villu- trúarmaður. Þetta þýðir ekki að allir séu jafnan á einu máli. Alltaf éru einhverjir ósammála, en þeir hafa sig yfirleitt ekki í frammi af ótta við ofsóknir. Sannleikurinn er samt sá, að þeir Björk og Wijkman komu ekki ein- göngu fram sem einstaklingar i þessu máli. Þeir komu fram fyrir hönd brots úr Ihaldsflokknum, sem er orð- ið leitt á samræmisstefnunni. Þeir telja, að hlutverk andstöðunnar sé að vera í andstöðu, en ekki — eins og oftast í Sviþjóð — að apa eftir ríkis- stjórninni. Hér er um minnihluta að ræða innan minnihlutaflokks, en sá minnihluti virðist nú hafa fengið talsmenn, þótt ef til vill sé aðeins til málamynda. Kjami þessa máls er eftir sem áð- ur sá, að yfirlýsingar um almennan stuðning við einhliða fordæmingu sænsku stjórnarinnar á Bandaríkjun- um eiga við full rök að styðjast. Um þetta ríkir skoðanasamræmi eins og er. Þingmennirnir tveir komust að því nú — ef þeir þá ekki vissu það áður — að í hverju því þjóðfélagi, þar sem já-stefnan er við völd, býður sá hættunni heim, sem rýfur sam- stöðuna. Ingólfnr Jónsson: V erðhækkunar skriða flæðir yfir landið Ingólfur Jónsson Á undanförmum árum hefur verið um það rætt, hivort hag- kvæmt væri að auka verð- gildi íslenzkrar krónu, þEinn- ig að 10 kr. verði að einni. Árið 1962 síkipaði fjármála- ráðherra nefnd til þess að gera athugun á því, hvort heppilegt væri að fá lögfest- ar breytingar á myntkerfinu. Nefndin gerði tillögur um, að tekin yrði upp gjaldimiðill, er væri 10 sinnum stærri en is- ienzka krónan. Nefndin taldi, að það gæti haft hagstæð sái ræn áhrif, og myndi leiða til aukinnar sparnaðarviðleitni hjá almenningi, ef ráðstafan ir væru gerðar í þessa átt. Einnig taldi nefndin vera mikið hagræði í því að losna við smámyntir úr umferð. Tillaga þessi fékk ekki stuðn ing þáverandi ríkisstjómar. I umræðum um málið kom fram sú skoðun, að breyting á myntkerfinu gæti vakið tor- tryggni og efasemdir í pen- ingamálum. Breytinig á gjald- miðlinum væri þvi ekki lík- leg leið tii þess að auka sparn að eða traust almennings á efnaihagsþróun landsins. Öll árin síðan 1962 hefir spari- fjáraukningin verið mikil hér á landi, og sum árin eins og bezt gerist hjá öðrum þjóðum, sem búa við jafnvægi í efna- hagsmáium og traustan fjár- hag. TÖKUM MIÐ AF REYNSLU ANNARRA Þótt oft sé talað um eyðslu hjá almenniingi og sóun fjár- muna, verður eigi að síður að viðurkenna, að fjöldi manna, sennilega mikill meirilhluti þjóðarinnar, fer vel með fjár muni og stillir allri eyðslu í hóf. ið er óstöðugt og gildi ís- lenzkrar krónu fer lækkandi, er eðlilegt, að menn velti því fyrir sér, hvort breyting á gjaldimiðlinum gæti verið veigamikili þáttur í að hindra verðbólgu eða tryggja igildi krónunnar. Breytingar á gjaldmiðlinum hafa verið reyndar viða erlendis með það fyrir augum að skapa festu í efnahagsmálum og tryggja heilbrigða verðlags- þróun. Hefur oft verið minnzt á Finnland og Frakk- land í því efni. Fyrir meira en áratug vonu teknar upp i þessum löndum nýjar gjald- miðilseiningar, hundraðsinn- um verðmeiri en þær gömlu. Fróðir menn sem hafa kynnt sér efnahagsskýnsiur fyrrnefndra landa síðustu ár, telja, að gjaldeyrisbreytimgin hafi ekki haft mikil áhrif á efnahagsþróun þessara ríkja. Þau hafa bæði átt við verð- bólguvandamál að stríða, ekki síður en aðrar þjóðir. Þau hafa bæði orðið að lækka gengi gjaldmiðilsins síðustu árin. Óneitanlega er hér uim reynslu að ræða, semr rétt er að taka mið af. VIRÐIN GARVERÐ TILLAGA Bjöm Pálsson alþm. hefur flutt till. á Alþingi um athug un á auknu verðgildi is- lenzkrar krónu. Leggur hann til, að verðgildi krónunnar verði aukið þannig, að 10 kr. verði að einni kr. Það er mörgum mikið áhyggjuefni, að ísl. krónan er alltaf að lækka í verðgildi vegna stöðugra hœkkana á vöru, þjónustu og fasteigmum. Yfir landið flæðir nú mikil verðhækkunarskriða. Verði ekki viðnám veitt, get- ur svo farið, að atvinnuveg- irnir stöðvist og efnahaigs- kerfið bresti. Ríikisstjórnin horfir aðgerðarlaus og ráð- villt á það, sem er að gerast. En Björn Pálsson, stuðnings- maður ríkisstjómarinnar, vill aðgerðir. Hann vill að málin verði athuguð og gerir þajð sem í hans valdi stendur til þess að vekja ríkisstjórnina. Þótt tillaga Björns Pálssonar um gjaldeyrisbreytingu, sé Vegna sparnaðar almenn- ings undanfarin ár, voru hin ar miklu framfarir siðasta áratugar gerðar mögulegar. Breyting á gjaldmiðlinum myndi ekki breyta hugsunar hætti þeirra, sem ekiki kunna með fjármuni að fara. Það mundi ekki breyta lifnaðar- háttum þeirra, sem eyða mestu af tekjum sínum i tó- bak, vin og skemmtanir eða annan óþarfa. Þegar verðlag ekki líkieg til þess að leysa vandann, er tilraun hans eigi að síður virðingarverð. Lík- legt má telja, að Björn Páls- son og fleiri velviljaðir menn í stjórnarbúðumum, reiyni að fá ríkisstjórnina til að takast á við verðbólguvandann. En fáir búast við að úrræðalaus ríkisstjórn þriggja flokka hafi samstöðu til þess að gera nokkuð, sem að gagni get- ur orðið til þess að verðbólgu skriðan verði stöðvuð. LOSNA VIÐ SMÆSTU EININGUNA Athuganir á myntkerfinu hafa haldið áfram eftir 1962. Árið 1968 tók Seðlabankinn við myntsláttu og myntdreif- ingu af rikissjóði. Þá voru sett heildarlög um gjaldimiðil Islands. I umsögn Seðlabank ans um fyrrgreinda tillögu Björns Pálssonar kemur fram, eins og áður var vitað, að gagnger endurskoðun hef- ir farið fram á útigáfu seðla og myntar. Notuð hefur ver- ið heimild gjaldmiðilslaganna til þess að fella niður smá- mynt undir 10 aurum. Þá seg ir ennfremur í greinargerð Seðlabankans: „Flest bendir nú til þess, að æskilegt væri, að minnsta einingin í kerfinu væri all- miklu stærri, t.d. 50 aurar eða jafnvel ein króna. Mjög litil þörf er að því leragur, að einstök verð standi á 10 aur- um i stað hálfrar eða heillrar krónu. Virðist almenningur lítt skeyta um að halda 10 eyrinum til haga, svo að gefa verður út af þeim óeðli- lega mikið magn.“ Stjórn Seðlabankans telur, að núverandi kerfi, myntir og seðlar sé sæmilega hag- kvæmt í notkun og útgáfu. Munu flestir geta tekið und- ir það. Þörfin á breytingu á myntkerfinu er aðalleg? sú, að losna sera. fyist við smæsfcu eininguna, tíeyring- inn, þannig að 50 aurar verði smæsta einingin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.