Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.05.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1972 SAGAIM JVITUG ^ .STULKA OSKAST. 1 þýðingu Huldu Valtýsdóttur. hann hafði teygað nægilega andagift úr listaverkinu, sagði hann: „Ég veit nú ekki, hvernig ég á að koma oiðum að þvi, en seg- ið mér: Er svo komið, að brezka þjóðin stefni að algeru siðferðis- legu stjórnleysi?" „Nei, ætli það,“ sagði ég óg reyndi að láta ekki mikið á því bera, hvað mér létti. „Satt að segja gef ég mér ekki mikinn tíma til að velta þeim málum fyr ir mér. En þó held ég, að gaml- ar venjur, fjölskyldubönd og viss agi standi það föstum fót- um i þjóðlífinu að nægilegt sé til að fleyta okkur yfir þetta tima- bil. Þér gerið ef til vill of mik- ið úr framferði vissra hópa hér í suðvesturhluta landsins." „Má vera. Má vera að ég geri mér óþarfa áhyggjur. Hafið þér nokkuð hugsað til þess að kvæn ast Vivví? Ég á ekki við, hvort þér hafið tekið ákvörðun um það. Ég hef engan rétt til að spyrja um það, og mér kemur það ekkert við. Ég á bara við, hvort yður hefur dottið það í hug?“ Ég var viðbúinn þessu. „Nei, eiginlega ekki. En það er ekki vegna þess að neitt sé ábóta- vant við Vivienne. Það er af per sónulegum ástæðum. Mér finnst . . . þegar ég hugsa um þau ósköp, sem fólk getur kallað yf- ir sig . . .“ „Þér fyrirgefið þótt ég segi það, en fjarskalega er það margt, sem þér gefið yður ekki tíma til að hugsa um. Vísinda- skáldsögur, trúmál, hvort við stefnum að siðferðilegu stjórn- leysi, hvort þér ættuð að kvæn- ast Vivví eða einhverri annarri, svo nokkuð sé nefnt. Þér hljót- ið að vera afar önnum kafinn . . . 1 starfi yðar. Það eru vissulega til menn, sem hafa gert tónlist- ina að eina markmiðinu í lífi sínu . . . jú, jú, Bach, Mozart og Mendelsohn. En þeir voru lika allir . . . nú, jæja, þarna kemur Vivví með kaffið." Vivienne rétti okkur bollana án þess að líta í áttina til mín. Á meðan við drukkum það, fór Copes að tala um syni sína og gaf mér um leið nægilegar upp- lýsingar til þess að ég gæti fylgzt með. Hann rétti mér myndir af eldri syninum og fjöl- skyldu hans og lýsti fyrir Vivi- enne síðustu heimsókn sinni til hans. Ég fletti myndaalbúmi með gömlum myndum úr sumarleyf- um og lék mér að því að þekkja Vivienne á ýmsum aldursskeið- um. Ég sá, að hún var hvorki lík föður sinum eða bræðrum í útliti. Henni hlaut þá að kippa i móðurkynið. Já, því ekki? Loks sagði Copes, að hann ætti von á einhverjum yfir- djáfcna í bítið næsta morgun og leyfði sér því að reka okkur á dyr. Því var ekki andmælt. Ég afþakkaði boð um strætisvagna miða og bað hann að hringja fyrir mig í leigubíl. Síðan kvöddumst við með virktum. 1 leigubílnum var ekkert skilrúm á milli bílstjórans og farþega og bílstjórann skorti mjög á ratvísi. Þess vegna varð lítið úr samræð um okkar Vivienne á leiðinni. Klukkan var fimm mínútur yfir ellefu, þegar við komum heim til mín. Hún sagðist ætla að laga té. Ég fór á eftir henni fram í eldhúsið. „Ertu reið?" „Já, dálitið. Eða var það. Ég er að jafna mig." „Hvers vegna?" „Þér fannst lítið til um pabba." „Viv, því segirðu þetta? Ég skal viðurkenna, að hann kom mér dálítið óþægilega á óvart einu sinni eða tvisvar, en það er bara hans máti. Mér fannst hann mesti prýðismaður. Og skemmtilegur í viðræðum." „Prýðismaður. Skemmtilegur." Hún skellti lokinu á ketilinn og setti hann í samband. „Já, var það ekki?" „Ég skil ekki, hvað þú átt við.“ „Þetta er hvað þig snertir. Annað ekki. Þú nenntir ekki að skiptast á skoðunum við hann." „Það er ekki rétt. Við rædd- um vítt og breitt um marga hluti og ég ræddi við hann, það sem hann vildi ræða. Nema um bræð ur þína, en af eðlilegum ástæð- um gat ég ekki tekið þátt í þeim samræðum." „Þú ræddir ekkert við hann. Þú lézt hann bara tala og hafðir gaman af og hugsaðir með þér, hvað þetta væri skrítinn karl, furðufugl, skrafskjóða og þorsk haus. Þú leikur þetta lika við mig. Þess vegna kannaðist ég við það.“ „Finnst mér þú skrafskjóða . . . eða furðufugl? Þú hlýtur að . . .“ „Ekki kannski það, en þér finnst ég skrítin, undarleg, af- brigðileg. Ekki viljandi, heldur bara végna þess að ég er þann- ig gerð. Skringileg. Stundum horfir þú á mig eins og ég sé skemmtiatriði í sjónvarpinu. Hlægileg." Ég tók lokið af tekatlinum. „Já, stundum finnst mér þú smá- skrítin. En aldrei hlægileg eða lítilmótleg. Það er eitt af þvi, sem mér þykir vænt um í fari þínu og fylgir þvi, þegar manni þykir vænt um einhvern. Þú hlýtur að vita það. Sá, sem aldrei er smáskrítinn nema viljandi, er viðundur, en ekki hinn. Og þetta finnst mér eiga sérstaklega við um konur. Hvað segir þú um þetta sjálf? Um karlmenn? Er ég aldrei smáskrýt inn, án þess að ég sé það að yf- irlögðu ráði?" „Jú." Mér létti minna við þetta svar en ég ætlaðist til, en ákvað strax, að spyrja ekki hvernig og hvenær ég væri einna helzt smáskrítinn. „Jæja, þarna sérðu." „En mér finnst það ekki vera neitt höfuðeinkenni þitt.“ „Það finnst mér heldur ekki um þig. Þú veizt, hvað mér finnst aðallega til um þig. Ekki það eitt, en aðallega." „Og hvað er það?“ Tónninn var orðinn mildari. Ég var í miðju kafi að út- skýra það fyrir henni, þegar suð an kom upp á katlinum. Hún sneri sér undan eins og annars hugar og sagði: „Doug, stundum verð ég and- vaka, ef ég drekk te á þessum tíma sólarhringsins. En þú?“ Hún leit ekki á mig en gekk út úr eldhúsinu. „Te er líka drukkið til hressingar, en ekki til að róa mann.“ „Já, rétt," saj ði ég. Ég féll strax fyrir þessu nýja tilbrigði í sambandi við tedrykkjuna. „Það gerir koffeinið í því.“ „Er það?“ „Já. Það er vist meira koff- ein í einum tebolla en kaffibolla. Það er undarlegt en víst satt." „Elsku Douglas . . .“ Síðar lagaði ég teið og okkur tókst báðum að sofna, áður en koffeinið var farið að verka. 8. kafli. „Pigs-out“-hljómleikarnir. Næsta kvöld skyldi frum- flytja „Upphafningu númer 9". Ég hafði lofað Roy að hitta hann í Craggs-klúbbnum klukk an hálf níu. Þar ætluðum við að fá okkur drykk og síðan átti ég að fylgja honum í hljómleikasal- inn, sem þó var enginn hljóm- leikasalur heldur aflóga geymsluskáli fyrir sporvagna. Þar höfðu á síðustu árum farið fram margs konar fjöldasamkom ur til að koma á framfæri t.d. tímamótamarkandi nýjungum, gera samþykktir gegn ríkjandi þjóðskipulagi og skipuleggja óeirðir. Áður fyrr var það föst venja hjá Roy að snæða kvöld- verð snemma þann dag sem hann átti að koma fram opin- berlega með hljómsveit. Þau Kitty buðu þá tveimur eða þrem ur úr hljómsveitinni ásamt kon- um þeirra og einum eða tveimur nánum vinum til málsverðarins. Af skiljanlegum ástæðum varð ekki af slíku í þetta sinn. Ég sá það líka, þegar ég kom að hon- um í skotinu sínu hjá Craggs, að ekki var neinn kvöldverður á dagskránni. Fyrir framan hann á borðinu stóð stórt glas með mahonílitum vökva. Það var viskísjússinn, sjálfsagt einn af fleirum, sem komu í staðinn fyr- ir þetta eina glas af léttu víni, sem hann var vanur að veita sér fyrir hljómleika. Mér létti að vísu, þegar ég sá fiðlukassann við hlið hans. Það var líka föst venja hans að hafa hann í sjón- máli þann dag. Hann stóð á fæt- ur um leið og ég kom og ýtti á bjölluhnapp. „Jæ, Duggers. Hvað segirðu um kampavínsglas? Þér finnst það gott, er það ekki? Ef hægt er þá að segja að þér finnist nokkuð slíkt gott. Sagðistu vera búinn að borða? Viltu ekki einu sinni samloku eða eitthvað?“ DANA-SETTID dS Q Simi-22900 Laugaveg 26 velvakandi £ Að glepjast af kommúnisma Mig langar að þakka Stein- grimi Davíðssyni fyrir grein ina, sem hann skrifaði i sunnu dagsbl. Ekki skil ég hvernig Is lendingar, þessí litla þjóð, læt ur giepjast af kommúnisma, og af þessum fámenna hópi æs- ingaseggja, en þeir vita sem er, ef hamrað er nógu oft þá siast þetta smátt og smátt. Ekki er raunar von á góðu þegar fjölmiðlarnir eru undir- lagðir rauðu linunni — útvarp og sjónvarp. — Það er orðið alveg sama hvort það eru frétt ir, erindi, sögur, Ijóð, að mað- ur tali nú ekki um flytjend- urna. Obbinn af þessu fólki fylgir „réttri línu“. Nú er 1. maí liðinn og viti menn, í fyrsta skipti sáust eng in kröfuspjöld. Vinstri stjórn er við lýði og þeim er fylgt blint í sjóinn. Það var skammgóður vermir að fá sjálfstæði frá Dönum, þegar Islendingar eru orðnir svo latir að iáta aðra hugsa fyrir sig, og láta síðan teyma sig á asnaeyrunum. 0 Þurrir ostar Getur einhver svarað því hvernig stendur á því að allt- af er þetta undarlega óbragð af undanrennunni svo-að hún er nær ódrekkandi. Kemur þetta úr einhverjum vélum? Og osturinn — sama hvort það er 30 eða 45%, hann er eins og þurrt pappírsblað, að ég tali nú ekki ógrátandí um Tilsitterinn og Ambassador inn, eins og hann er mikið sæl- gæti, þegar rétta bragðið næst. En hann er farinn sömu leið. Þurr og bragðlaus. Að vísu er hægt að fá sterkan og bragð- mikinn ost, ef maður gerir sér ferð inn í Ostasölu. Þetta finnst mér samt ekki nógu gott, það er ekki nóg að setja bara mismunandi nöfn á umbúðirn- ar og hafa svo sama þurra inni haidið i þeim. Ein úr Vestiirbænuni." 0 Erfitt um unglingavinnu Mig hefur alltaf langað til þess að skrifa þér og læt ioks verða af þvi. Þannig er mál með vexti að ég fæ hvergi vinnu. Ég er 15 ára stúlka, sem er að ljúka skyidunámi núna eftir tæpan mánuð. Þar sem ég er 15 ára og vel fær í ensku hélt ég að ég fengi nægilega vinnu hjá ein- hverju fyrirtæki. Um leið og farið er út í atvinnuleit tekur fólk eftir þvi að það er í raun inni hvergi hægt að fá vinnu nema í gegnum klíku, ekki einu sinni i frystihúsi. Þar fékk ég einmitt vinnu, en bara af því verkstjórinn var í sömu ætt og eitthvað af mínu skyld- fólki. Ég á aðeins tvo vetur eftir þá er ég búin með gagnfræða- skólann, þess vegna er ég far in að hugsa um framtíðina. Ég hef hugsað mér að verða fóstra og það hafa 2 af mínum vin- konum einnig hugsað sér. Þær komust að á barnaheimili upp i sveit ásamt 3 öðrum, en ekki ég. Pabbi einnar stelpunn ar „reddaði" þeim um þetta. Lítil börn dýrka ég og hef allt af gert. En kemst samt ekki að. Núna er ég ekki talin barna leg heldur frekar fullorðinsleg eftir aldri svo það ætti ekki að vera þess vegna sem ég kemst hvergi að, þótt ég komist á flesta skemmtistaði. Ég er al ger bindindismanneskja svo ekki skaðar óregla. Ég er meira að segja búin að auglýsa og ein kona hringdi til að vita hvort ég vildi passa börn rétt undir fermingaraldri. Jæja að lokum getur þú nokkuð bætt úr þessu fyrir mig með því að birta þetta bréf. Að lokum er hér nafn mitt og símanúmer ef einhver væri svo góðhjartaður að hjálpa mér úr þessum vanda. Virðingarfyllst. Þtiríöur Jóna Kristjáns. Simi 35896. Símanájner okkar or 86511 Oliwelll ÖMBOÐIÐ SKRIFSTOFUTÆKNI HF., Laugavegi 178.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.