Morgunblaðið - 09.05.1972, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAl 1972
f?
Tækniskólafrumvarpið frá Efri deild:
Skólinn starfi í Reykjavík
og á Akureyri
Heildarúttekt sé gerð á verk- og tæknimenntuninni
Sérstaklega sé athugað um tækniháskóla á Akureyri
EFRI deild g-erði þær breyting-
nr á Tækniskólafnimvarpinu, að
bundið skuli í lögum, að á land-
Inu starfi Tækniskóli fslands í
Reykjavik og á Akureyri. Á
næsta skólaári skuli starfrækt á
Akureyri imdirbúningsdeild og
raiingreinadeild. Þá skuli mennta
málaráðherra beita sér fyrir þvTí,
að undirbúin verði ný Iöggjöf
um skipulag verk- og tækni-
menntunar á frambalds- og há-
skólastigi. Skuli m.a. taka til at-
hugunar, hvort ráðlegt sé, að
stofnaður verði tækniháskóli og
taki hamn við öllu tæknifræði-
námi, sem nú fer fram
í Tækniskólanum og verkfræði-
deild Háskólans. Jafnframt skal
ráðherra Iáta rannsaka ítarlega,
hvort ekki sé tiltækilegt, að
tækniháskóli verði starfræktur á
Akureyri.
Við 2. umræðu máílsins gerði
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) grein fyrir samhljóða áliti
menntamálanefndar, sem gerði
þær breytingartilíögur við fruim-
varpið, að raunigreinadeild skyldi
starfrækt á Akureyri og að und-
irbúin yrði ný löggjöf um verk-
og tæknimenr^inina.
í sambandi við starfraeksl.u
raungreinadeildarinnar á Akur-
eyri sagði þingmaðurinn, að þetta
þýdidd það, að ekki sikyldi einung-
is að þvi stefnt, að á Akureyri
risi sjálfstæður
tækniskóii, —
heidur er með
þessari breyt-
ingu slegið
strax föstu, að
það er farið að
vinna að þessu
og ein deild ætti
að bætast við
undirbúnings-
deild skólans á Akureyri þegar
á næsta skólaári. Þetta undir-
strikar að mínu áliti mjög þá
stefnu, að það skuli rísa sjálf
stæður taakniskóM á Akureyri.
Um tillöguna um undirbúning
nýrrar löggjafar um verk- og
tækniimenntunina og það, að ít-
arlega verði rannsakað, hvort
ekki sé tiltækilegt að tæknihá-
skóli verði starfræktur á Akur-
eyri sagði þingmaðurinn m.a., að
komið hefðu fram tillögur og
hiugmyndir um nýsikipan verk-
ag tæknimenntunarinnar. Nefnd-
in vildi benda sérstaklega á Ak-
urey-i í þessu sambandi með til-
liti til þess, að uppi hefðu verið
mjög háwærar raddir og tiliögur
um það, að Tækniskólinn yrði
fiuttur til Akureyrar. Þess vegna
teldi menntamáianefnd eðlilegt,
að við heiidarathugun þessara
mála væri þetta atriði athugað
sérstaklega í þeim tilga- ji, að
það yrði komizt að hinni heppi-
legustu lausn í þessum efnurn.
Magnús Jónsson (S) sagðd að
það hefði verið mjög mikið
álhiugamál Norðlendinga og að
reyndar hefðu fleiri stutt þá ósk,
að Tækniskóli íslands yrði flutt-
ur til Akureyrar. Cagðist hann
aif þeim sökum hafa flutt um
það breytiini.arti'iögu á sérstöku
þingskjali, að Tækniskóli Is-
lands starfaði á Akureyri i stað
Reykjavikur.
Þimgm. fcók þó fram, að hann
hefði í rauninrii aldrei gert sér
miklar vionir, enda skipti þaðekki
meginmáli fyrir sig efnislega, að
ekki yrði starfræktur tækniskóli
í Reykjavik heldur að mennta
málanefnd tæki tH athugunar,
hvort ekki væri
rétt að slá því
föstu, að tækni-
skólar skyldu
vera tveir, ann-
ar starfa í
Reykjavík en
hinn á Akureyri.
Benti hann á í
því sambandi, að
aðsókn að tækni
skólanum færi mjög vaxandi og
myn-di áreiðanlega gera það á
næstu árum og áratugum. — Og
ég skil ekki í, að nokkrum hafi
í alvöru getað komið það til hug-
ar, að til langframa yrði það svo,
að allt tæfcninám eða eini full-
komni tæknisikólinn yrði hér í
Reyfcjavtík og héti Tækniskóli Is-
lands
Þingmaðurinn tók undir það
með menntamáianefnd, að sjálf-
sagt væri að rannsaka möguieik-
ana á því, að Tækniháskóli risi
á Akureyri og kvaðst efnislega
þakklátur fyrir það. Með Skírskot
un til þess og sakir þess, að
men-ntamálanefnd legði til að
efla undirbúningsnám tækniskól-
ans á Akureyri með því að raun-
greinadeild yrði starfrækt þat;
næsta vetur, kvaðst þingmaður-
inn skyldu draga breytingartil-
lögur sinar til baka a.m.k. við
2. umræðu, en beindi því hins
vegar til nefndarinnar, að hún
tæfci það til vinsamlegrar athug-
unar, hvort nefndin gæti ekki
orðið sammála um þá breytingu,
að tæfcniskólar skyldu starfa í
Reykjavík og á Akureyri, enda
yrði þvi haldið opnu, að undir-
búningsdeildir störfuðu á Isafirði
og á öðrum þeim stöðum, þar
sem slíkt þætti henta.
Steingrímur Hermannsson (F)
lýsti siig fylgjandi því, að Tækni-
skólinn yrði fluttur til Akureyr-
ar. Hann kvaðst þó hafa skrifað
undir nefndaráiit menntamála-
nefndar um hið gagnstæða fyrs-t
og fremst sakir þess, að sér væri
kunnugt >um, að ríkisstjórnin
hefði í hyggju að taka þessi mál
öll til afihugunar.
Ragnar Amalds (Abl.), fðrmað
ur menntamálanefndar, taldi frá-
leitt að farið yrði að togast á
um það í þinginu, hvort tækni-
skólinn yrði staðsettur sunnan
eða norðan heiðar, ef svo færi
eftir eitt eða trvö ár, að tækni-
skóli í núverandi mynd yrði alls
ekki starfræktur. Hann taldi því
skynsamlegt að slá málinu á
frest i heild sinni, en lýsti þó
þeirri skoðun sinni, að það væri
vel hugsanlegt, að all't tæknifræði
nám og verkfræðinám yrði flutt
til Akureyrar. Hann kvaðst
mundu verða við tilmælum Maign
úsar Jónssonar um að taka á
bend:ngar ha s til nánari athug-
unar.
Jón Armann Héðlnsson (A)
sagði, að breytingartillögur
menntamáianefndar þýddu það,
að Alþingi treysti sér ekki tii
þess að marka stefnuna. Hann
beindi því til menntamáiaráð-
herra, að hann beitti sér fyrir
því, að tekin yrðu í lög ákvæði
um það, að tækniskóla skuli
setja á stofn utan Reykjavíkur,
aunk. á Akureyri, þegar fé yrði
veitt til þess á fjáriögum og ráð-
herra ákivæði, en það hefði ver-
ið talin skynsamleg stefna i sam-
bandi við men ntaskóla mál'in.
Fleiri tóku ekki til máls við
2. umræðu. Atkvæðagreiðsla fór
svo, að tillögur menn>tamálanefnd
ar voru samþykktar, en Magnús
Jónsson dró sína tiilögu til baka.
Breytingartillaga Hailldórs Blönd
als, er hann fliutti, meðan hann
sat á þitngi í forföllum Magnús-
ar Jónssonar í desember, var
felld. Efni hennar var það, að
þegar sikyldi þvl slegið föstu i
lögum, að sj'álfstæður tækni-
skóli risi á Akureyri og að nauð
synlegur undirbúningur skyldi
þegar hafinn a.ð stofnun skólans.
Við 3. umræðu flutti meninta-
málanefnd breytingartillögu þess
efnis, að Tækniskóli Islands
starfaði í Reykjavílk og á Afcur-
eyri. Skyldi að því stefnt, að á
Akureyri risi sjiálfstæður taekni-
skóli ag gæti ráðherra ákveðið
það með reglugerð. Var sú til-
laga saumlþykkt.
ÞorvaJdur Garðar Kristjánsson
(S) sagði að i menntamálanefnd
hefði komið fram ríkur skiln-
ingur á því, að Tæknisfcóli Is-
lands yrði fluttur til Akureyrar
og hefði munað minnstu, að
nefndin hefði verið búin að
koma tæknimenntundnni til Ak-
ureyrar. Þingmaðuirinn sagði
það veiigamikið atriði í breyting-
artillögunium, að ráðherra gæti
með reglu.gerð ákveðið, að sjálf-
stæður tækniskóli risi á Ataur-
eyri. Nefndin teldi eðlilegit, að
skólarnir yrðu tveiir með tiliiti
til þess," að næg verkefni væru
fyrir a.m k. tvo skóla nú á næst-
unni, er veittu hliðistæða kennslu
því, sem Tækniskóli tslands
veitti i dag.
Jóhann Hafstein um framkvæmdaáætlunina:
Raskar rekstrarað-
stöðu atvinnuveganna
— ef f jármagn er tekið úr bönk-
uni til kaupa á spariskírteinum
FYRSTA umræða um lán vegna
framkvæmdaáætliinar fór fram í
neðri deild Alþingis sl. föstudag.
Heildarfjáröflun til framkvæmda
á vegum ríkisins nemur sam-
kvæmt áætluninni 2000 milljón-
um króna, en nam í fyrra 778
millj. kr. Til fjáröflunar er m. a.
gert ráð fyrir að selja og endur-
selja spariskírteini að upphæð
samtals um 1000 millj. kr.
Aðalumræðu um málið var
frestað þar til það kæmi til 2. um-
ræðu, og var þvi að lokinni fyrstu
umræðu vísað til nefndar.
Halidór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, gerði í fyrstu
grein fyrir skýrslu þeirri, sem
lögð var fram jafnhliða fram-
kvæmdaáætluninini, og fjallaði
um framkvæimd fjáröflunar.
Framkvæmdaáætlunin hefði
ekki legið fyrir við afgreiðsdu
fjárlaga, og væri nú allt of seint
á ferðinni. Væru orsakir þess m.
a. þær skipulagsbreytingar, sem
iS orðið hefðu með
tilkomu Fram-
kvæmdastofn-
unar ríkisins. —
Lýsti ráðherra
þeirri skoðun
sinini, að fram-
vegis ætti að af-
greiða fram-
kvæmdaáætlun
með fjárlögum,
þar sem mál þessi væru mjög
skyld. Væri hann ekki eiwn þeirtr-
ar skoðunar, því að fyrrirraninari
hans, Magnús Jónsson, hefði
eininig lýst því sem skoðun sinni.
Þá upplýsti ráðherra, að nú væri
hafinn undirbúningur fram-
kvæmdaáætlunar næsta árs sam-
hliða fjáriöguwum, svo að vænta
mætti að hér yrði fljótlega breyt-
ing á.
Um framkvæmdaáætluniina
sagði ráðherra, að í fyrsta lagi
væri nú heildarfjáröflun sam-
kvæmt henni um 2000 millj. kr.
í stað 778 millj. kr. á fyrra ári.
Ráðherra sagði, að erlemd lán-
taka væri veruleg vegna þessarar
framkvæmdaáætlumar. Mætti þar
nefna, að erlend lárvtaka til Fisk-
veiðasjóðs næmi um 300 millj.
kr., til hitaveituframkvæmda 70
milljónum, til Áburðarverksmiðj-
unnar 56 milljónum og til Laxár-
virkjunar 81 milljón.
Sagðist hann gera ráð fyrir að
fjárþörf yrði meiri en þegar lægi
fyrir um einistaka liði áætlunar-
irnnar.
Jóhann Hafstein (S) sagðist
mundu fara að tiknælum ráð-
herra um að fresta aðalumræðu
um málið þar til það kæmd til
2. umræðu. Enda hefði sfcýrslan
um framikvæmd
fjáröflunar-
áætlunarinmiar
ekki borizt þing-
mönnum fyrr en
skömrnu fyrir há
degi sarna dags.
Þingmaðurinm
sagði, að efcfki
væri laust við
að það setti ugg
að mönnum við að sjá hversu
mikla þörf til fjáröflunar ríkis-
stjórrán teldi sig hafa.
Þetta væri á þeiim tima, þegar
mikið góðæri væri í landinu og
þerusla í efnahagslífinu. Þótt ekki
drægi hann í efa nytsemd þess-
ara framkvæmda, þá yrði jafn-
framt að íhuga hversu mikið
ríkissjóður ætti með opinberum
framkvæmdum að auka á þá
þenslu. Þess væri að vísu getið í
skýrsluinmi, að gera mætti ráð
fyrir að allt þanþol væri á þrot-
um.
Þingmaðurinn sagði, að mik-
ill hluti þess fjár, — þeirra 1000
milljóna, króna, sem afla ætti
með sölu og endursölu spariskír-
teina, mynidi augljóslega verða
tekið beint úr sparisjóðunum og
bönkunum. Það kæmi aftur beint
niður á atvinnuvegunum, þar
sem banikamir hefðu þá ekki
eins góða aðstöðu til að vedta at-
vinnuvegunuim rekstrarfé. Gæti
það orðið til þess að rekstur
atvinniuveganna myndi stórlega
lamast.
Varðandi áætlaða útlánaþörf
iðnlánasjóðs, sagði þingmaður-
inn, að sér léki nokkur forvitni
á að vita, hvort tekið væri tillit
til 10 millj. kr. aukins framlags
úr ríkissjóði, sem gert hefði ver-
ið ráð fyrir samkvæmt frum-
varpi sem hann hefði flutt og
væri nú til meðferðar á þinginu.
Samkvæmt áætlun þessari
væri ekki séð fyrir fjárþörf fisfc-
iðniaðarirns, hvað nýbyggingu og
endurbygginigu frystihúsa snerti,
nema að litlu leyti. Væri þar um
mjög alvarlegt mál að ræða.
Loks beniti þimgmaðurinn á, að
nú ætti að fara að skipta greiðslu
á halla af framkvæmdaáætlum
1971 niður á tvö ár, þar sem
telja yrði fjáröflunarmöguleik-
ana fullnýtta. Sagðist hann því
vilja spyrjast fyrir um það, hvað-
an hefði átt að taka 500—1000
millj. kr. til þverbrautarieniging-
ar á Kefliavíkurflugvelli, ef mál-
ið hefði ekki fengið þá afgreiðshi
sem það fékk. Mönnum hefði ver
ið sagt á sínum tíma, að gert
hefði verið ráð fyrir að afla til
þess fjár á framkvæmdaáætlun.
Eitthvað hefði orðið að víkja al-
varlega, þar sem áætlunin væri
túlkuð þannig, að ekki væri
hægt að jafna 76 millj. kr. halla
nema að Skipta honum á tvö ár.
Gylfi P. Gíslason (A) sagðist
vera sammála ráðherra um að
frumvarp þetta væri allt of seimt
á ferðimni.
Minmiti þingmaðurinn á, að nú
43", 8 $ ætti sér stað
mikil verðbólgu-
þróun, og álitu
margir, að verð-
bólguvöxturinm
þessa mánuðima
væri meiri en
nökfcru sinini síð-
an á styrjaldar-
árunum. — Þá
kæmi upp sú
spurning, hvort þessi fram-
kvæmdaáætlun væri líkleg til að
draga úr eða auka verðbólguna.
Ef litiið væri á heildarfram-
kvæmdarmagnið, þá ykist það
um nær þrefalt frá fynra ári.
„Dettur nokkrum manni í hug,
að það hafi eklki verðbólguauk-
andi áhrif,“ sagði þingmaðurinn.
Fjáröflun Lnnanlands með sölu
spariskírteina hefði í fyrra num-
ið 200 millj. kr., en nú vseri gert
ráð fyrir, að hún næmd 600 millj.
Sagðist hann vera mjög efins í
þvi, að bankamir væru fúsir að
kaupa svo mjög aukið magn
spariskírteina, sem frumvarpið
gerði ráð fyrir. VarpaðS þing-
maðurinn fram þeirri fyriirspum
til ráðherra, hvort gert hefði
verið samkomulag við bankana
um kaup á þessum spariskírtein-
um.
Meginapurningin varðandi þessa
framkvæmdaáætlun væri sú,
hvemig þetta aukna fram-
kvæmdamagn samrýmdist öðr-
um þáttum efnahagsmála þjóðiar-
iinnar.
Sér virtist að algjöriega vant-
aði heildarsitefnu i efnahagsmiái-
um hjá ríkisstjóminni, og væri
þessi skýrsla enn edtt dæmið um
Framhald á bls. 31,