Morgunblaðið - 17.06.1972, Page 21

Morgunblaðið - 17.06.1972, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNl 1972 21 Úr nýju kaffiteríiuini i Félagrsheimili Kópavog-s. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) NÝ KAFFITERÍA 1 KÓPAVOGI KAFFITERÍA hefur verið opn- uð í Félagsheimili Kópavogs og verður hún í sumar opin frá morgni til kl. 17.00. Þarna verða á boðstólum kaffi og kökur, öl smurt brauð og heita súpu má fá i háðcginu. Forstöðukona þessarar nýju veitingastofu i Kópavogi er Jónína Gróa Jóns- dóttir. Á síðasta ári voru gerðir samn ingar milli þeirra félaga, sem aðild eiga að félagsheimilinu og Kópavogsbæjar um afnot þess- Lýst eftir þrem vitnum HINN 14. júní síðastiiðinm varð kona fyrir hjóli, sem ungur drengur var á, í Hafnarstræti framan við bókabúð Snæbjarnar. Óhapp þetta gerðist klukkan 14.30. Konan féll í götuna og hjálp- uðu tveir menn henni inn í verzl- uinina, en hurfu að svo búnu á brott. Einnig fór drengurinn á hjólinu. Komið hefur í ljós að konan ristarbrotnaði og biður rannsóknarlögreglan mennina tvo, svo og piltinn um að hafa samband við sig. Einnig er óskað eftir öðrum sjónarvottum að slysinu. Hafnfirzkir málarar sýna ÁTTA hafnfirzkir málarar opn- uðu samsýningu á fimmtudags- kvöld í húsnœði Iðnskólans í bókasafninu í Hafnarfirði. Mál- aramir eru Bjarni Jónsson, Ei- rikur Smith, Gunnar Hjaltason, Gunnlaugur Stefán Gíslason, Péfcur Friðrik, Jón Gunnarsson, Jónas Guðvarðarson og Sveinn Björnsson. Sýningin verður opin í dag frá kl. 4—7. Hafnfirzkir málarar sýndu síðast saman árið 1970. Er þessi sýning liður i hátíðahöldunum 17. júní og er aðgangur ókeypis. Að þftssu sinni annast sikátafé- lagið Hrauinbúar um dagskrá há- tíðahaldanna í Hafnarfirði. Þess má geta að Byggðasafn Hafnar- fjarðar sýnir nokkra gamla gripi í anddyri hússins. ara aðila næstu 15 árin. Fá fé- lögin tii rekstrar og afnota fyrstu og aðra hæð hússins, þar á meðal Kópavogsbíó, en Kópa- vogsbær leigir þriðju hæðina og hefur heimild til að byggja fjórðu hæðina. 1 samstarfsnefnd félagsheim- ilis eru: Sveinn A. Sæmundsson, fyrir Framfarafélag Kópavogs, form., varaform. Vilhjálmur Ein- arsson, fyrir Slysavarnadeild Kópavogs, ritari Soffía Eygló Jónsdóttir, fyrir Kvenfélag Kópa vogs, Grétar Kristjánsson, fyrir Ungmennafél. Breiðablik, Sigurð- ur Grétar Guðmundsson, fyrir Leikfélag Kópavogs og Stefán Tryggvason fyrir Skátafélagið Kópa. Júliiis Giiðmundsson Skólastjóraskipti við Hlíðardals- skóla SKÓLASTJÓRI Hliðardalsskól- ans i ölfusi, Jón Hj. Jónsson lief iir te-kið við nýju starfi innan sa.fnaða.r Sjöundadags Aðvent- ista á íslandi. Stjórn skólans hef ur i hans stað valið Júlíus Guð- mundsson sem skólastjóra frá og með næstkomandi hausti. Júl'íus Guðmundsson, sem í mörg ár var forstöðumaður safn aðar Sjöunda-dags Aðventista á íslandi, hefur sl. fjögur ár dval- izt í Danmörku við kennslu og skólastörf. Hann var einnig fyrsti skólastjóri HMðardalsskólams, þegar hann var stofnaður fyrir 23 árum. — Verkfall Framh. af bls. 1 vinnustöðvun, þar á meðal flug menn í Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi og Vestur- Þýzkalandi, en í V-Þýzkalandi hafa flugfélög hótað að segja ttpp öllium þeim fluigmönnum, sem taki þátt i verkfaMinu. Allir Ouigmenn Loftleiða og Fluigfélags folands leggja náður vinnu á mánudag og fellur þvi flug niður þann dag. (Sjá frétt á bls. 2). Forseti aiþjóða/samtaka filug- manna Ole Forsberg sagði á fundi með fréttamönnum að forráða- rnenn samtakanna hefðu átt fund með Kurt Waldheim, fram- kvæmdaatjóra Sameinuðu þjóð- anna um hugsanlegar aðgerðir. Viðræðurnar hefðu verið jákvæð , ar, en árangurinn ekki nægilega | mikill til að afboða verkfallið. Forsberg sagði að tilgangur verk fallsins væri að vernda lif og ör- yggi farþega. Hann sagði að flug menn bæðust afsökunar á þeim ó þaegindum, sem verkfallið kynni að valda, en þeir ættu ekki ann- arra kosta völ eins og nú væri komið. Hann þakkaði mikinn stuðning og skilning almennings í löndum heims á málstað flug- manna. Sendinefnd Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum það seint í kvöld um að Öryggisráðið kæmi saman hið fyrsta til að fjalla um aðgerðir til að koma i veg fyrir fluigrán. Er nú verið að undir- búa ályktun til að leggja fyrir væntanlegan Pund. Kaupstefnan 1 Færeyjum HIN árlega kaupstefna í Færeyj- um fer fram í Þórshöfn dagana 14.—17. sept. Útflutningsmiðstöð iðnaðarins mun skipuleggja ís- lenzka þátttöku og ferðaskrif- stofan Úrval hyggst efna til hóp- ferðar. Þá ætla nokkrir íslenzk- ir fataframleiðendur að efna til tizkusýningar á nýjungum, sem fram koma í haust. Útflutningur íslands til Fær- eyja hefur farið vaxandi á und- anförnum árum og nam á árimi 1971 kr. 104,5 millj. Helztu út- flutningsafurðir eru fryst kinda- kjöt, fiskumbúðir, veiðarfæri, fatnaður og ýmsar aðrar iðnað- arvörur. Auk þess landa íslenzk- ir bátar þar nokkuð af nýjum ísvörðum fiski. Mikil gróska rikir nú i efna- hagslífi Færeyinga og eru þar góðir markaðsmöguleikar fyrir islenzka iðnrekendur og kaup- menn. Heildarverðmæti innflutn- ings í Færeyjum 1971 nam um 3.240 milljónum islenzkra króna. Mestur hluti innfluttra vara kem ur enn frá Danmörku, þá frá Noregi og Bretlandi. Kaupstefnan i Færeyjum er nú orðin árlegur viðburður og taka þátt í henni fyrirtæki frá íslandi, Noregi og Danmörku, auk færeyskra fyrirtækja. Árið 1971 tóku eftirfarandi fyrirtæki þátt í kaupstefnunni frá íslandi: Samband íslenzkra samvinnu- félaga, Belgjagerðin, Nói h.f., Umbúðamiðstöðin, Vélaverkstæði J. Hinrikssonar, Hampiðjan, Ell- iði Norðdal Guðjónsson, Árni Ólafsson & Co. og Klæðagerðin Skikkja. (Fréttatilkynning). — Stúdenta- blaðið Framh. af bls. 2 farandi upplýsingar um útgáfu og eðli Stúdentablaðsins komi fram fyrir auigu lesenda Morgun blaðsims: A) Stúdentablaðið er gefið út með fjárhagsstuðningi og aðstoð Stúdentaráðs H.Í., sem er félag eða samtök állra stúdenta í Há skóla íslands. B) Stúdentablaðið er frjálst blað í þeim skilningi, að allar greinar og efni, sem frá stúdent um berast, er birt óritskoðað. C) Allar greinar, sem í blaðinu birtaist, eru undirritaðar nafni greinarhöfundar og túlka skoðan ir hans eingöngu (nema annað sé beinlínis tekið fram), enda eru greinarnar birtar á þeirra ábyrgð. Af þessu má sjá, að það er misskilningur Mbl., að Stúdenta- blaðið sé eða geti verið á valdi fámennrar klíku öfgamanna, nema Mbl. skoði stúdenta í heild sem fámenna klíku öfgamanna. Sú grein, sem Mbl. tekur sér- staklega til umræðu fjaJlar um fíkniefnið hass og er skrifuð af ritstjóra Stúdentablaðsáns. Sam kvæmt venju er greinin undirrit uð upphafsstöfum ritstjóra, enda er fullt nafn han skráð í blað- hausinn. Eins og aðrar greinar Stúdentablaðsins túlkar þessi því aðeins skoðainir greinarhöfund- ar, og ekkert annað er látið í veðri vaka eins og Mbl. gefur í skyn. Hitt er annað mál, hvort rétt sé að hindra, að slíkar skoðanir um hass og annað fái birtingu á op inberum vettvangi. útgáfustjórn Stúdentablaðsins hefur verið og er þeirrar skoðunar, að rétt sé, að allar skoðanir fái að koma fram og tækifæri til umræðu, enda er það í samræmi við rit- frelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þessa afstöðu sína er útgáfu- stjórn Stúdentablaðsins þó fós til að íhuga nánar, ef Mbl. getur fært einhver haldgóð rök fyrir réttmæti ritskoðunar. ÚtgáíVstjórn StúdentabJaðs- ins: Ragnar Árnason Jón Kristjánsson I Guðmundur Ólafsson. Húsið tekur stakkaskiptum Hvort sem mála þarf úti eða inni. Að mála hús sitt með Hörpusilki er auðveld og ódýr aðferð til þess að fegra umhverfið og vernda eignir sínar gegn harðleikinni veðráttu. Með réttri undírvinnu stenzt Hörpu málning hin tíðu veðrabrigði. Fagleg vinnubrögð og góð málning tryggja langa endingu. Látið Hörpu gefa tóninn. HARPA EINHOLTl 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.