Morgunblaðið - 24.06.1972, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNl 1972
21
Nýlejja hefur sælgætis- og tóbaksverzluninni ABC í Vestur-
veri verið breytt í gjafavöru verzlun. Yfir sumarmánuðina
verður sérstök álierzla lögð á innlendar gjafavörur, hand-
unnið keramik, tréskurð o. fl. en með haustinu verður þar
m.a. úrval af spænsktim gjafavörum.
Verkfræðingar veita
verkfallsheimild
— Pundið
Franihald af bls. 1.
breytingum undanfarin ár. 1
nóvember 1967 var gengið lækk-
að úr 2,80 dollurum í 2,40, en
fljótlega eftir það tók verðið að
hækka, og sérstaklega eftir að
gengi dollarans varð óstöðugt í
fyrrasumar. 1 ágúst í fyrra var
svo gengi pundsins gefið frjálst,
og hækkaði það þá upp i 2,50
dollara. Seint í desember var
það skráð á 2,6057 dollara, en
jafnframt ákveðið að það gæti
tekið tímabundnum breytingum
allt frá 2.5471 til 2,6643 dollarar.
1 marz sl. komst pundið svo upp
í 2.6408 dollara, en í gær var það
komið niður í 2.5750.
Þegar ákveðið var að gefa
pundið frjálst og jafnframt loka
brezku gjaldeyrismörkuðunum,
virtist röðin komin að dollaran-
um. Fór dollaraverðið lækkandi
á mörkuðum i Evrópu, og fyrir
lokun markaðanna var dollara-
verðið sums staðar komið niður
fyrir skráð lágmarksgengi. —
Höfðu þá seðlabankar í Sviss,
Frakklandi og VÞýzkalandi
keypt hundruð milljóna dollara
til að reyna að halda verðinu
innan skráðra marka. Þannig er
til dæmis lágmarksgengi dollar
ans í Sviss 3,7535 frankar, en
um tíma í dag var verðið komið
niður i 3,70 franka.
Karl Schiller efnahags- og fjár
málaráðherra V-Þýzkalands fagn
aði í dag ákvörðun Breta um að
gefa gengið frjálst, og kvaðst
sannfærður um að það yrði til
góðs. Taldi hann að Bretar ættu
aðeins við tímabundna erfiðleika
að striða í gjaldeyrismálum, og
að lokun gjaldeyrismarkaðanna
gæti bætt þar verulega úr. Þá
upplýsti ráðherrann að vestur-
þýzki seðlabankinn hefði i dag
keypt 878 milljónir dollara til að
tryggja stöðu dottlarans, oig að
seð'labankinn franski hef ði í sama
skyni keypt 146 milljónir dollara.
Jafnframt benti Schiller á að
fjármálaráðherrar ríkja Efna-
hagsbandalagsins kæimu saman
til fundar í Luxembourg á mánu
dag og taldi hann eðlilegt að
fjármálaráðherra Bretlands og
annarra þeirra rikja, sem sótt
hafa um aðild að EBE, sætu þann
fund.
SPÁIR GENGISLÆKKUN
í fregn frá Bern i Sviss segir
að talsmaður svissneska fjár-
málaiáðuneytisins hafi spáð því
í dag að gengi pundsins, itölsku
lírunnar og dönsku krónunnar
yrði lækkað mjög fljótlega. Kom
þetta fram á blaðamannafundi,
sem Jörg Boller, talsmaður ráðu
neytisins hélt í Bern. Tók Boller
það fram að þessi spá sín byggð
ist ekki á neinum leynilegum
upplýsingum frá stjórnum þess-
ara þriggja ríkja, en engu að
siður teldi hann gengislækkun
þessara gjaldmiðla á næsta leiti.
Þá sagði Boller að svissnesk yfir
völd hefðu hætt aðgerðum til að
styðja genigi punds og doliara, og
að gjaldeyrismarkaðir landsins
væru lokaðir í dag. Verða frekari
aðgerðir í þessum málum látnar
biða þar til lokið er fundi
seðlabankastjóra ríkja Efnahags
bandalagsins, sem hefst i París
kl. 2 síðdegis á morgun, laugar-
dag.
VERKFRÆÐINGAR veittu i gær
stjórn Verkfræðingafélags ís-
lands verkfallsheimild með 91%
greiddra atkvæða, en atkvæði
voru talin þar siðdogks í gær.
Undanfarið hafa staðið yfir við-
ræður um kaup og kjör verkfræð
inga við viðsemjendur, sem eru
annars vegar verkfræðilegir
ráðunautar og hins vegar Reykja
vikurbong.
Samkomiulag hefur ekki náðst
og því var ákveðið á féliagsíundi
að láta fara fram atkvæða-
greiðsiliu um verkfallsheimild til
stjórnarinnar. Eftir að talningu
lauk í gærkvöldi, sagði Hinrik
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Verkfræðinigafélagsins, að
nú myndi stjórnin hugsa sitt ráð
og taka ákvörðun um hvort af
verkfalli yrði.
— Loftárás
Framhald af bls. 1.
ans voru svo ísraelskar herþotur
sendar í árásarferðina á stöðvar
skæruliða í Libanon. Hófst árás-
in klukkan 13.35 eftir staðartima,
og segja yfirvöld í Libanon að
auk mannfaffis hafi orðið mikið
tjón á húsum. Þorpið Deir el
Aachayer er skammt frá landa-
mæruim Líbanonis og Sýrlands,
rétt við aðal þjóðveiginn, sem
tengir Dama.sk js og Beirut.
Eftir að fréttir um loftárásina
bárust stjórnvöldum i Líbanon
var sendiherra landsins hjá Sam
einuðu þjóðunum, Edouard
Ghorra, falið að óska eftir sér-
stökum fiundi Öryggisráðsinis um
málið. Afhenti hann svo í dag nú
verandi foraeta ráðsins, Júgó-
siavanum Lazar Mojsov, orðsend
inigu stjórnar sinnar þeissa efniis.
Fer stjórn Líbanons fram á að
fundurinn verði haldinn strax í
daig, ef unnt er, annars ekki
seinna en í fyrramálið. Áður
hafði sendiherra Sýrlands farið
þesis á leit við Mojsov að hann
gengist fyrir þvi að fá fimm sýr-
lenzka ofursta ieysta úr haidi í
ísraiel, en ísraelskir hermenn
tóku herforinigja þesisa höndum
Líbanon i gær.
— Vísindamenn
Framliald af bls. 2
flotaistjórnin lýst yfir að þeir
geri það á eigin ábyrgð. Þeir
Mutch og féiagar hans hafa hlot-
ið mikinm stuðning í Ástraliu og
auðugur iðjuhöldur hefur ákveð-
ið að kosta aðgerðir þeirra, svo
og ýmsar aðrar mótmælaaðgerð-
ir sem fyrirhuigaðar eru.
— ÍsL eiga
Framhald af bls. 31
ekki liggur fyrir, þá er hann
sennilega meðal 20—25 beztu
tugþrautarmanna i heimi.
Manuel Ruiz Parajón. Hans
bezti árangur er 7007 stig.
Pedro Pablo Fernandez Ruiz.
Hann á bezt 6735 stig.
MÖGULEIKAR ÍSLANDS
Mjög er sennilegt að Spán-
verjar sigri nokkuð örugglega í
tugþrautarkeppninni, en harður
slagur ætti að geta orðið milli
Islendinga og Breta. Ef árang-
ur tveggja beztu manna þjóð-
anna í þessari keppni er lagður
saman, þá hafa Spánverjarnir
14.626 stig, Bretarnir 13.907 stig
og Islendingarnir 13.871 stig.
Rafael Cano er mjög líklegur
sigurvegari í þrautinni, en ljóst
er að mjög hörð keppni getur
orðið um annað sætið milli Val-
björns, Kidnar og Parajóns. Val
björn er harður keppnismaður,
og er því ólíklegt að hann láti
hlut sinn baráttulaust, og er
vonandi að margir áhorfendur
komi á keppni þessa og hvetji
landann.
FIMMTARÞRAUT
Samhliða tugþrautarkeppn-
inni fer fram keppni í fimmtar-
þraut kvenna — Reykjavíkur-
meistaramótið. Þar verður Lára
Sveinsdóttir, hinn nýbakaði Is-
landsmethafi í greininni meðal
keppenda og tekst henni vænt-
anlega að bæta árangur sinn.
Þá er og áformuð keppni í
nokkrum aukagreinum, en end-
anlega hefur ekki verið gengið
frá því hvaða greinar það verða.
Mun FRÍ bjóða keppendum sér-
staklega til þeirrar keppni.
Keppnin hefst á Laugardals-
vcllin u m kl. 18.30 á mánudag og
heldur áfram kl. 17.30 á þriðju-
dag.
— Lokasigur
Framhald af bls. 17
verulega. Haft er eftir for-
manni Landssambands iðnað
armanna, á 34. Iðnþinginu að
með sama áframhaldi stefni
að gengisfellingu.
— Er það ekki ofmælt?
— Gengisfellingin verð-
ur kannski fyrst i stað dul-
búin í einhverjuim „vinstri-
stjórnarbúningi", þ.e.a.s. inn
flutningsgjöldum og uppbót-
um til atvinnuveganna, eða
álíka ráðstöfunum, þar til ný
stjórn fær það hlutverk að
segja fólki sannleikann.
Þegar á allt þetta er litið,
er ljóst, að ekki verður auð-
velt verkefni fyrir fjármála-
ráðherra að afla tekna til að
standa undir öllum auknu
útgjöldunum, þegar semja á
fjárlög i haust.
— Nú er landhelgismálið
alvarlega í deiglunni milli
íslendinga annars vegar og
Breta og Þjóðverja hins veg-
ar. Hvað viltn segja nni það?
— Ég tel, að frá ríkisstjórn-
inni eigi að koma frumkvæði
um það að segja almenningi
frá viðræðunum og niðurstöð
um, þegar hún metur það
tímabært, en ég hef ekki far-
ið leynt með það, að ég tel
mikilvægt, að viðunandi
bráðabirgðasamkomulag náist
i þessu máli.
Bæði þingflokkur og mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins
lögðu á það áherzlu í ágúst-
mánuði á s.l. ári, að málið
kæmi fyrir Alþingi, sem og
varð og reyndist mjög mikil-
vægt vegna einróma sam-
stöðu, sem náðist núna á Al-
þingi. Einnig lögðum við
áherzlu á mikilvægi þess að
hefja viðræður við Breta og
Þjóðverja, og hlaut í því að
felast sú skoðun, að þýðing-
armikið væri að ná samkomu
lagi í vandasömu deilu-
máli, sem hins vegar væri
lífshagsmunamál okkar. Ég
tel, að utanrikisráðherra hafi
haldið vel á málstað okkar
með aðstoðarmönnum sinum.
En ástæðan til þess, að ég
tel viðunandi bráðabirgða-
samkomulag mikilvægt, er
meðal annars sú, að ég hef
alltaf lagt áherzlu á, að tím-
inn vinnur fyrir okkur og
endanlegur sigur fellur okk-
ur í skaut.
— íslenzk verzlun
Framhald af bls. 16
E. E.: Þróunin erlendis er sú, að
verzlunareinimigar fara stækkandi.
Með siíku hefur reynzt unnt að
lækka dreifingarkostnaðinn. Ég tel
slíka þróun æskilega hér á landi, þar
sem aðstæður leyfa og þá er fyrst
og fremst um þéttbýlið á Reykjavík-
ursvæðinu að ræða.
G. M.: Nú eru ýmsir kostir stór-
rekstrar og nokkrir gallar. Skipu-
lagsuppbygging SÍS hlýtur að vera
erfiðara viðfangsefni en hjá öðrum
verzliunarfyrirtækjum hérlendum?
Hvemig leysið þið þetta á tækniöld
og timum stjórnunarbyltingarinnar?
E. E.: Stór og margþættur rekstur
krefst að sjálfsögðu meiri skipulagn
ingar. Góð skipulagning er nauðsyn-
leg forsenda fyrir þvi, að stærðin
njóti sín. Ég tel, að skiplagsmálin
hafi þróazt á hagstæðan hátt innan
Sambandsins. Við höfum ýmsar þjón
ustudeildir, sem gegna mjög þýðing-
armikl'um hlutverkum. Skýrsluvéla-
deild Sambandsins gegnir orðið æ
þýðingarmeira hlutverki fyrir Sam-
bandið og félögin innan þess. Að
öðru leyti er uppbyggingin æði mik-
ið „decentraliseruð".
Hver framkvæmdastjóri ber á-
byrgð á rekstri viðkomandi deildar
og hefur nokkuð frjálsar hendur
innan viss ramrna að sjálfsögðu. Ég
tel að kostirnir við þá stærð, sem
Sambandið er sem stofnun, komi
bezt fram i meiri verkaskiptingu og
notkun á meiri tækni á ýmsum svið-
um. Við eigum að sjálfsögðu margt
ógert til þess að bæta skipulagið og
að þvi vinnur m.a. sérstök Skipu-
lagsdeild. Henni stjórnar sérstakur
framkvæmdastjóri.
G. M.: Verðlagsmálin eru ofarlega
á baugi og -margir hafa reyndar
verið óánægðir með fyrirkomulag
þeirra um árabil? Hvernig horfir
þetta við frá ykkar sjónarhóli og
má eygja einhverja færa leið til
úrbóta?
E. E.: Það er yfirlýst stefna Al-
þjóðasamvinnusambandsins, að sam-
vinnufélögin eru á móti opinberri
íhlutun um það hvaða sölulaun
skuli ákveðin í verzlun samvinnufé-
laganna. Á opinbera íhlutun er litið
sem vantraust á samvinnufélögin, en
eins og viitað er, er það eitt af
grundvallarreglum samviinnufélaga
að endurgreiða tekjuafgang til fé-
lagsmanna sinna, ef útsöluverð hef-
ur verið of hátt reiknað. Þessi op-
inberu verðlagsákvæði sljóvga einn-
ig félagsmaninaáhugann, m.a. vegna
þcss, að það ýtir undir það álit neyt-
enda, að verðlag sé alls staðar það
sama.
Ef hins vegar þarf að búa við op-
inber verðlagsákvæði, verða slík
ákvæði að miðast við, að vel rekin
verzlun á íslandi geti borið sig og
geti haft fjármunamyndun til þess
að leggja í tæknivæðingu, ef ég má
orða það svo, eins og t.d. að koma
upp stórmörkuðum. En slíkt myndl
koma neytendum siðar til góða. Þá
má ekki vera ósamræmi mil'li vöru-
flokka. Með öðrum orðum tel ég,
að verðlagsákvæði þurfi að byggjast
á tölulegri ramnsókn verzlunarkostn-
aðarins. I þvi sambandi væri ekki
óeðiilegt, að verzlumarfyrirtækjum
væri skylt að senda verðlagsyfir-
völdum eintak af rekstrar- og efna-
hagsreikningi ár hvert.
G. M.: Mundi samvinnuverzlunin
'geta ráðið mjög miklu um verðmynd
un í landinu, ef verðlagseftirlit væri
gefið frjálisara. Jafnframt ætti mark
tnið henmar að tryggja að verulegu
leyti að hagsmuna neytandans yrði
gætt. Er þetta fráleit hugmynd?
E. E.: Ég er alveg sammála þess-
ari hugmynd. Mér finnst einhvem
veginn, að þessi verðlagsákvæði, sem
hér hafa verið í gildi í svo mörg ár,
hafi á vissan hátt afvopnað sam-
vinmufélögin í baráttunni fyrir þvi
’að þrýsta niðui; verðlagi. Stórátökin
í verzlunimni um betri verzlunar-
hætti ti’l hagsbóta fyrir neytendur
hefur skort. Ef til viM er það ástæð-
án fyrir því, að samvinnuverzlunin
’hefur svo litla markaðshlutdeild á
’Reykjavíkursvæðinu.
G. M.: Þeir forsvarsmenn aðrir,
sem ég hef talað við, hafa allir talið
upplýsingar um islenzka verzlun af
skomurn skammti. Hvað er helzt til
úrbóta i þeim efnum?
E. E.: Það er mjög slæmt, hve
úpplýsingar eru litlar hér á landi
um verzlunina. Skýrslusöfnun um
verzlunina er mjög aðkallandi. Um
rekstur og efnahag samvimnufélaga
innan Sambandsins eru gerðar hag-
skýrsiur á hverju ári. Slíkt þarf
einnig að gerast í einkaverzluninnl
bg Hagstofa fslands þarí svo að
skipuleggja upplýsingasöfnunina og
birta niðurstöður í Hagtíðindum.
Hinar takmörkuðu upplýsingar um
verzlun landsmanna auka á tor-
tryggni almennings i garð verzlun-
arinnar.