Morgunblaðið - 24.06.1972, Síða 28

Morgunblaðið - 24.06.1972, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNX 1972 I II. .. maisretfær sdmvizkubit eftirseorgessimenon „Hvernig tókst yður þá að hringja í dag?“ „Ég notaði tækifœrið, þegar skrifstofa verzlunarstjórans var mannlaus, en þar er sim- inn tengdur beint út. Eins og þér heyrðuð, flýtti ég mér að segja, það sem þurfti og lagði tólið síðan niður . ..“ Ekkert var óeðlilegt við þetta. Lögregluforinginn hélt áfram: „En farið þér ekki út að borða um hádegið ...“ „Þá gerði ég ráð fyrir, að þér væruð heldur ekki við. Þar að auki virtust þér ekki álíta er- indi mitt mikilvægt.. .“ „En er það mikilvægt?" „Vissulega. Þér senduð mann tii að njósna um mig á vinnu- stað, eða er ekki svo?“ Maigret svaraði ekki. Hinn hélt áfram. „Þér viljið ekki viðurkenna það. En ég er viss um að það var maður úr leynilögreglunni." Hann hlaut að hafa undirbú- ið þetta samtal eins og hitt. Þó hikaði hann góða stund, áð- ur en hann spurði: „Kom konan mín hingað til yð ar?“ „Hvers vegna haldið þér það?“ „Ég veit það ekki. En ég er viss um, að hana grunar eitt- hvað. Konur eru næmar og hún gerir atlögu við fyrsta hættu- merki. Skiljið þér, hvað ég á við?“ Hann horfði ásakandi á Mai- gret, sem svaraði ekki strax. „Kom hún?“ Nú var komin röðin að iög- regluforingjanum að hika. Hann vissi að mikið var í húfi. Væri Marton alvarlega sjúkur á geðsmunum, mundi svarið geta haft örlagarík áhrif á breytni hans i framtíðinni. Meðan Maigret beið á skrif- stofu sinni, hafði honum dottið í hug að biðja Pardon að koma og vera viðstaddur samtalið. En þá mundi hann, að læknirinn hafði sagt honum að hann vissi skelfing litið um sálarfræði. Xavier Marton sat þama á móti honum. Ef til vill var hann alheilbrigður maður sem óttaðist um lif sitt og var þarna kominn til að segja 'lögreglunni frá þvi. En það gat líka verið, að hann væri taugasjúklingur, sem þjáðist af ofsóknarskynvillu og þurfti á hjálp að halda. Ef til vill var hann geðveik- ur. Sá möguleiki var vissu- lega fyrir hendi, að hann væri brjálaður af hugarórum, geð- veikur í vissum skilningi, en bráðgáfaður, maður, sem hafði fastmótaðar fyrirætlanir og ætl- aði að framfýlgja þeim, hvað sem það kostaði. Andlitið var á engan hátt sél- kennilegt. Hann hafði nef, munn augu og eyru eins og all- ir. Roði hafði hlaupið í kinnar honum vegna hitamismunar- ins úti og inni og ef til vill mátti skýra glampann í aug- um hans á sama hátt. Eða var það út af kvefinu, sem hann hafði minnzt á? Var hann að fá kvef, eða sagði hann það bara, vegna þess að hann vissi, að augun yrðu óvenjulega skær? Maigret var ekki rótt. Hann fór að gruna, að maðurinn hefði aðeins komið til að spyrja um eiginkonuna. Hafði hann líka veitt henni eftirför? Vissi hann, að hún hafði komdð á Quai des Orfévres og var hann að vona að hann fengi að vita, hvað hún hefði sagt? „Hún kom,“ sagði lögreglufor inginn loks. „Hvað sagði hún?“ „Hér svarar fólk spurningurj, en spyr ekki.“ „Fyrirgefið". „Eiginkona yðar er mjög glæsi leg, Monsieur Marton." Drættir fóru um varirnar, sem gátu átt að tákna bros, þó blandið kaldhæðni eða bitur- leika. „Ég veit það. Hún ákvað að verða glæsileg." Hann lagði áherzlu á orðið „ákVað“. Ef það hefði verið í bréfi, hefði það verið undirstrik að. Maigret minntist þess, að gest urinn hafði áður lagt sérstaka áherzlu á einstaka orð. Hafði hann ekki lesið það I bókinni um sálarfræði, áð slikt bæri vott um . . . En hann forðaðist að beina samtalinu inn á það svið. „1 gærmorgun sögðuð þér mér, að þér óttuðuzt um líf yðar. Þér sögðuð að kona yðar hefði tek- ið upp ákveðna framkomu gagn vart yður, og þér minntuzt á eit- urefni, sem þér funduð í skáp. Þér sögðuð lika, að yður hefði orðið illt nokkrum sinnum eftir máltíð. Þegar þar var komið, var ég kallaður inn á skrifstofu lög reglustjórans og samtal okkar varð ekki lengra. Nokkuð fleira, sem þér viljið segja mér?“ Marton brosti, eins og sá, sem finnst hann vera beittur órétti. „Sumar spurni'ngar eru lagðar þannig fram, að erfitt er að svara þeim,“ sagði hann. Maigret gramdist, þvi honum fannst eins og verið væri að gefa sér ráðningu og hann vissi, að hann átti hana Skllið. „En þér eruð fjandakorn- ið ekki kominn hingað í erindis- leysu? Æitlið þér að berá fram kæru á eiginkonu yðar?“ Marton hristi höfuðið. „Þér ákærið hana þá ekki?“ „Um hvað?“ spurði hann. „EÆ það er satt, sem þér hafið sagt mér, gætuð þér kært hana fyrir morðtilraun.“ „Haldið þér, að það bæri nokk urn árangur? Hvaða sannanir hef ég? Þér trúið mér ekki einu sinni sjálfur. Ég gaf yður sýnis- horn af zink-fosfíti, en ég gæti eins hafa sett það í skápinn sjálf ur. Þar sem ég fór af eigin hvöt- um til taugalæknis, mætti draga þá ályktun, að ég væri ekki heiil á geðsmunum, eða ég væri að gefa þann möguleika i skyn, og það væri alveg eins trúlegt." Aldrei hafði Maigret áður átt f þýðingu Huldu Valtýsdóttur. skipti við slíkan mann. Honum varð starsýnt á hann. Hvert svar kom honum að óvör um. Hann leitaðl árangurslaust að skekkju, veikum punkti, en komst alltaf að þeirri niður- stöðu að honum sjálfum hafði yfirsézt. „Konan min hefur áreiðanlega sagt yður, hvað ég er vanstillt- ur. Hún hefur sagt yður að stundum á kvöldin, þegar ég er að dútla, stappa ég niður fótun- um og ég brest stundum í grát, ef mér mistekst. . .“ „Minntuzt þér á það við Stein er lækni?" „Ég sagði honum allt. Hann spurði mig i þaula í klukkutíma samfleytt." „Nú?" Marton horfði beint i augu Maigret. „Ég er ekki geðveikur.“ „En þér eruð sannfærður um, að konan yðar ætlar að svipta yðu r lifi ? „Já.“ En þér viljið ekki að við hefj um rannsókn?" Það væri gagnslaust." ,Eða að við verndum yður?“ „Hvernig?“ „Þá spyr ég aftur, hvers vegna eruð þér hingað kominn?" „Til þess að yður sé kunnugt um þetta. Þér munduð þá vita að dauða minn hefði ekki borið að á eðlilegan hátt, ef í það fer. Það yrði áilitið, ef ég hefði ekk ert sagt yður. Samkvaamt ykkar eigin sérfræðingum verða aldrei uppvis níu af hverjum tiu dauðs föllum vegna eitrunar af manna völdum." „Hvar lásuð þér það?“ „1 visindalegu lögregluriti." „Eruð þér áskrifandi?" „Nei. Ég les timaritið á bóka- safni. Og ég skal segja yður eitt fyrir víst: Ég læt þetta ek'ki við- gangast átakalaust." Maigret varð bilt við. Nú voru þeir að komast að kjarna málsins. „Hvað eigið þér við?“ „1 fyrsta lagi, að ég geri var- úðarráðstafanir, eins og ég sagði yður í gær. Og einmitt vegna þessarar lögregtluskýrslu sem ég vitnaði til, ætla ég ekki Garðhellur? — Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. — ||| JÓN LOFTSSONHR ■■■ Hr!ngbraut121@10 600 velvakandi 0 Samið, sungið og sýnt á ensku Freymóður Jóhannsson hef- ur skrifað Velvakanda til og fer bréfið hér á eftir, nokkuð stytt: „Sjónvarpið er ekki alveg af baki dottið. Hlé hefur að visu orðið á viðbjóði á borð við þann, sem ég ræddi um í grein minni til þin, Velvakandi góð- ur, í haust, og ýmsir munu minnast, — um gaddavírs- og hjólbarðahljóðfæri o.fl. állka frýnilegt. Þá minntist ég einnig á þann þáttinn, sem tiltölulega ungt fólk stóð líka að, — íslenzkt? þar sem allir textarnir voru á ensku, — ekki aðeins sungnir, skræktir eða öskraðir, héldu r birtist heiti þeirra sem letur á sjónvarpsskerminum, — á ensku, ensku og aftur ensku. Svo gerðist það í sjónvarpiinu í kvöld, föstudag 9. júní, 1972, að Trúbrot-hljómsveitin lék nokkur lög og voru heiti þeirra allra og textar á ensku! — Sjálf lögin voru svo sem hvorki slæm né góð, — þau vöktu ekki eftirtekt mína, en margt var það hins vegar við sviðsetninguna, sem var e'ftir- tektarvert og aðlaðandi, svo sem nobkrar náttúrumyndir og vera þeirra hljómsveitarmanna úti í náttúrunni. Einn hljóð- færaleitoaranna var meira að segja eins og maður í út- liti, næstum snyrtilegur og minnti ekkert á apa, loðhund. eða villidýr. En hvað á það að þýða að semja textana á ensku, eða nota enska þýð- ingu á þeim í islenzka sjón- varpinu? Er verið að hæðast að móðurmáli otokar? Sál- fræðingnum, sem ræddi við hljómsveitina, láðdst að spyrja um það. Lágmarksskylda hvers þess, er telja ber sannan Íslending, er að hann tjái sig fyrir íslenztoum hlustendum á móðurmálinu, íslenzku, en etoki ensku. Ef efni texta er svo lélegt, að ekki er boðlegt islenzkum stoilningi, þá væri að stoömm- inni til sklárra, að syngja bara: Mjá-mjá, vow-vow, meme, eða bö-bö. Þeir sem gengnir væru í lið með Bretum í haust, gætu náttúrlega sungið fyrir þá á enstou. Það skal að vísu viðurkennt, að þessi lítilsvirðing á íslenzk- unni en dálæti á enskunni er hneytosli og hættuástand i all- flestum skemmtistöðum lands- ins, að því er ég bezt veit. Það er engin afsökun, þó aðr- ar þjóðir kunni að vera jafn- neðarlega. Þetta hefur þó aða!l- lega takmarkazt við, að söng- fólk hefur sungið enska texta samda erlendis, og etoki hirt um að láta þýða þá á íslenzku, eða útvega íslenzka í þeirra stað. En það er nýlunda, að íslendingar semji á ensku, handa íslendingum að syngja fyrir íslendinga. Að sjónvarp- ið skuli ganga þar í farar- broddi er óþolandi. Þótt vissir menn hafi reynt að gera lítið úr tónsmið- um þeim, yfirleitt, sem notaðar eru á skemmtistöðunum, þá hafa einmitt þessar tónsmiðar mest almenn áhrif allra tón- smiða, og það er þjóðamauð- syn, að þeim fylgi góðir text- ar, sem hafi áhrif til æskilegs þjóðlegis þroska á það unga fólk, sem þeir hafa vald yfir, — og þá fullorðnu lika. Freymóður Jóhannsson. 0 Skáldareitur á Miklatúni? Siguirigeir Siigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, skrifar: Kæri Velvakandi. Er ég átti leið austur Miklu- braut á leið heim til mdn einn daginn fyrir Skömmu og ók fram hjá styttum þeiirra Einars Benediktsisonar og Þorsteins Erliinigssonar, kom fram i huiga miínum sú hugmynd, hvort ekki væri vel til fallið að koma þarna fyrir í framtíðinni, á ein um og sama stað, styttum af fleiri ísllenzkium skáMum. Mætti hugsa sér að helga notokurn hluta Miklatúns stað fyrir myndaistyttur af ástsælustu skáldum islenzku þjóðarinnar, — noktourskonar helgireit is- lenzkra skálda. — Væri þá vel til fallið að flytja á þennan stað styttu Jónasar HaMígrímssomar, seim nú virðist nokkuð einmana í Hljómistoállagiarðinum. Sú stytta stóð áður fyrir framan Gimli við Lækjargötu, og ætti því ekkert að vera því til fyrir stöðu að flytja hana einu sinni enn. Þá er mér og kuinnugt urn, að íslenzkir og erlendir mynd- högigvarar bafa gert ýmsar prýðilegar brjóstmyndir af ís- ienzkum skáltíium. Má þar t.d. nefna styttu Rikharðs Jóm.sson ar af Mattbíasi Jochumssyni og styttu danska myndhöggvarains Severin Jacobsðns af Davíð Stefánsisyni frá Fagraisfkógi. — Önnur þessara stytta mun nú að vlsu vera á Akureyri, en hin í Þjóðleikhúsimu og er engin á.stæða, né heldur heimild, tál að flytja þær þaðan. Hins veg- ar mætti vel hugsa sér að liáta gena eftirmyndir af þesisum styttum og e.t.v. fleirum, siem til kunna að vera og reisa þær þá eiinnig á þessum stað. Myndi þá slíkur garður sjállfsagt verða einsdæmi í beimimum og færi vel á því hjá svo ljóðelskri þjóð sem íslendingar eru. Ef bæjaryfirvöltí félilust á þeissa hugmynd, þyrfti að sjálf sögðu að skipuleggja fyrirfram þcnnan „skáldagarð" á Mikla- túni, svo að vel yrði séð fyrir ölillu fyrirkomulagi í þesaum hluta Miklatúns, sem nú þegar er að verða mikil bæjarprýði. Ég sé svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þessia til 'lögu mína, en læt mér nægja að varpa henni fram, ef þeim sem um mál þessi eiga að fj alia kynni að þykja hún þesa verð, að koma henni ,í framkvæmd. Sigurgeir Sigurjónsson, hrl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.