Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1972, Blaðsíða 15
MORGUNBL.AÐJÐ, MIÐVIRUDAGUR 19. JÚLl 1972 15 frá Djúpinu í Breida- f jörðinn með tilþrifum Vel mettir sigfldnm við frá varðskipinu Ægi. Jæja, loksins lét blíðan sjá í skottið á sér. Dyrnar stóðu hálfopnar, og sólin stakk gló- kolli sínum út um gættina, er við sigldum fyrir Vestfjörðu. AUt varð bjartara fyrir okk- ur, enda lá leiðin nú niðrá við á kortinu. Konur á Isafirði létu ket í pottana hjá sér um svipað leyti og við leystum springinn. Ég hafði hlaupið í spreng með nokkur orð á blaði niðrá flug til að þau yrðu send suður, en síðan vagað um borð. Þá var ég iöngu staðinn uppaf bekkn- um góða með grasinu í kring. Við höíðum lagt undir okk- ur heilt hús þá um nóttina. Hermann Björnsson póstmaður lét glamra í lyklum og sagði okkur að hafa þetta eins og heima hjá okkur, en sjáifúr fór bann uppí skóg í sumarbústað- inn sinn að eyða nóttinni. Við pissuðum samt ekki í vaskinn. Krían lék sér hjá öldunum, e« við sátum á pulsunum. Það var bjart að sjá um Djúpið, en þó sat þokan klofvega og fór gandreið um efstu hnúka á Straumnesi og Jökulfjörðum. Hann var ljúfmeti þessi fisk- ur, sem við keyptum oní okk- ur á Bolungarvík, svona til að hafa nú einhverja ballest á ieiðinni. Gaui sat boginn sem gamm- ur og með naglnagaða puttana krækta um stýrið, meðan hvít- ar gusurnar gengu útfrá bátn- um í leit að systrum sínum, sem syntu einhvers staðar með íiskunum. Og blöðrurnar busl- uðu út Djúpið. Fyrstu sólargeislarnir höfðu rétt hafið síkykt tipl sitt á öldunni, þegar Óli Kristinn var orðinn ber að beltisstað, og bringuhárin bærðust sem sina í haustgjónu. Hann jós á sig sjó til að verða nú brúnn eins og sandlegufólk á Majorku eða konur sem kúra í sóltjaldi bak við hús i miðju íslenzku sumri. En hvort sem það voru biakt- andi bringuhárin eða nennu- Jeysi sólarinnar, þá stakk hún sér bak við skúraský fyrir miðjum Dýrafirði. Brúnku- draumar Óla drukknuðu með dropunum, sem duttu í hafið frá vætuskýjunum. Regngall- inn, sem löngum hefur verið þarfaflík glitraði enn sem fyrr og skreytti sig með regnperl- um í festi um hálsinn. Óli fór í og perlurnar hrundu af stökk- unum, því að sólin glotti niðrá miili skýjanna. Skin á milíi skúra, en helli- demba inn allan Patreksfjörð, svo að botnkeyrt var á flótta undan úrinu. Við fengum okkur kaffitár í boila inná Patró og sulgum kaffið á við hverja hornkerl- ingu í sögu eftir Guðrúnu frá Lundi, nema Gaui, sem drekk- ur vanalega káifsdrukk. Hann nefnir það kaffi, en það er í rauninni mjólk með kaffi útí; iíkt því, sem platað er oní óvita krakka fyrir kaffi. — En Mari notar mikinn sykur í kaffið. Varðskipið Ægir lá fyrir festum á miðjum firðinum. Hann var grár í framan, en finustu kaliar um borð. Við skruppum útí hann í uppstytt- unni. Kafteinninn Guðmundur Kjærnested bauð okkur í mat. Naskir höfum við alltaf verið á að renna á soðninguna. Það gleymdist ekki að þakka fyrir sig. Við stukkum í bát- ana. Gott var að heyra vélar- hljóðið á ný, þvi að við vorum óvanir hægum hreyfingum Æg- is. Sjóliðið veifaði okkur í kveðjuskyni. Þórður og Ásgeir á Látrum komu niðrí fjöru á móti okkur, þegar við stikluðum þöruga fjörusteina. Látramenn vildu, að við færðum bátana inní lón, bak við þessa fjöru- steina, sem reyndar eru sker, sem kíkja uppúr á fjörunni. Við færðum bátana. Heimaríkulegur hundur gjammaði með hausinn útum gat á gafli kofans, þar sem hvuttarnir voru lokaðir inni, og hinir tóku undir með for- söngvaranum. Kaffið var svart og svartfugls egg höfð með, og þeir bændur skiptu okkur á milli sín, eins jafnt og hægt var að skipta fimm mönnum í tvo staði. Ásgeir sýndi okkur stærstu haglabyssu á Islandi. Faðir hans hafði keypt hana fjórum kýrverðum árið 1913. Hlaupið er einn og tíu á lengd, en byssan er tíu kíló að þyngd. Mikill hólkur það og er númer fjögur af haglabyssu að vera, hvað sem það nú þýðir. Mörg tófan hefur tapað lifinu fyrir skoti úr þessari kanónu. „Það var allt í lagi að skjóta henni tvisvar i röð, en eí maður skaut henni þrisvar, blánaði aflvöðvinn hérna á handleggn um á rnanni," sagði Ásgeir og strauk skeggið, sem minnti mig á Lee Marvin-skeggið í Paint Your Wagon. Ásgeir á hund, sem er alveg sámspakur af viti oig ellefu vetra gamall. Hann sækir seli útí sjó villivekk, sé honum sig- að. Vindla vildi Ásgeir gefa okk ur í nesti og var alveg gáttað- ur á þvi, að við skyldum ekki hafa með okkur bremnivínstár í pela til að súpa á, ef hrollur færi um okkur á sjómurn. „Það alveg nauðisynleg’t, strákar." Látraröst urðum við aldrei varir við, enda rjómi í sjóinn. Við sigldum fast upp við bjargið og gerðum svartarahóp um, sem lágu á sjómum undir bjarginu, mikinn skrekk. Rugl uð svartaragrey tóku kipp, þeg ar blöðrumar komu skellandi að þeim og bægsiuðust í örviti frá þessu stóra, gráa, sem steypti sér yfir þau. Fuglarnir börðu vængjuinum I sjóiinn og reyndu að hefja sig til flugs. Sumir voru þó rólegri og köf- uðu einfaldlega. Stórkostlegt er Látrabjarg, þar sem svartfuglar sitja i run- um með egg sín á flánum. f grasslefrum á brúnum og í döl- Svipiu- af síbreytilegri kviku hafsins .... Eyjapeyjar í íslandssiglingu: Hossast undir hálf- luktum himni ;.... ■ um eða skálum, sem ganga niðri bergið, er iumdinn við hoiu og semur ljóð, sem enginn skilur nema einstaka lundakall. Það var gaman að bruma svona ljúft inn á Breiðafjörð og kvöldsölin rauða brann yfir bjarginu og kveikti í sjómum. Em ekki stóð draumurinn leng', því að brátt blés kvöldvlndiu' út fjörðinm, og spegillimn brotn aði í tiplanda, sem bátunum er verstur. Þeir hoppa þá mjög og vask gengur inn í. Ég á illt með að skrifa núna því að ýmsar niyndir úr iandinu og ferðinni leita á mig svo að ég rissa þær snöggvast niður til þess að geta haldið áfram að skrifa. ann og fislétt arið synti í léttu loftsins. Jóhann keyrði okkur um sveitina, Kolbrúm kona hans bar okkur mat á staninm. Þar á bæ sáum við hnausþykka rostun.gskúpu, sem rekið hafði á fjörur, en lá nú inman um blóm i garðinum. Gg gami'. mað urinn á bæmum talaði um langa Manga (ekki lánga Mámga). Þeir sögðu okkur að „,örn- ina“ væri hægt að sjá nokkru imnar í firðinum. Þar flygi hún á vængjum breiðum. Blíðan stríða bar okkur uppi þegar við spymtum við fæti, og gutl vætti gúmmíið. Við sleppt- um þvi að skoða emi, en héid um í Flatey. Svefneyjar og þágum mat, og nætsta dag skruppum við í Hvai látur og þágum mat. Já, það er gaman á Breiðafirðinum. Látra priinsinn stóð á bryggj u.nni, þagar Baldur lagði að i Flatey á leið sinni i Hólm- inn. Þarna var líka mót- or og fullt af drasði. Hann fór vel á Júgugatinu. Báturinn og mótorinn lika. Baldursmenn Jeystu. Við leyst- um á Litla Doj og brunuðum fram með Baldri, sem smátt og smáú m nnkaði eltir þvi, sem v ð komumst lengra framúr. „Og hafsaugað hugsandi græt- ur“. s'.ns og skáldið sa-gði. Tæpan klukkutima tók það að komast til StykkishólTns. Við brueftum okkur úr gallan- um og brugðum hendi í hárið. Barðaströndin breiddi úr sér með bœjum undir brekkumni og bændum í bólinu, þvi að kvöldið hafði horfið inní nótt- ima fyrir nokkru, þegar bát- arnir kenndu grunns í Ijósum sandi. Það var fjara, en flæð- urin læddist að landi í föl- leitri nóttimmi, og gutiandi smá- öldur bleyttu sandinn. Sam- taka bárum við bátana upp fyr ir fjöruborðið úr selingu frá flæðunni. Kriur fældust upp af eggjum sínum með gargi, en Torfi tók svefnpokann og hljóp upp í fjárhúshlöðu sem stóð í miðju túni. Hann svaf á sínu græma á gulnuðum strám og viidi ekki með okkur uppá bæ að biðja um kaffi og gist- in.gu. Það keyrðu bílar með ljósum eftir þjóðvegimium. Ball fólkið var á heimleið frá Birki mel. Jérfiann Þorsteinssom búandi í LitJu-Hlíð stóð í dyrum, þeg- ar við komum á hlaðið með svefnpokann undir handleggn- um, og bauð okkur inn. Heima- sætan kom í þann mund heim af gleðinni. Meðan Torfi var mjö-g úr heimi hallur og lá á nástrám, breiddum við úr okkur í stof- unni. Um morguninn skauzt sól argeisli á skjön innum glugg- Brast við hátt í mótornum hjá Gaua skammt frá pönnu- kökunni Flatey, og pústið dó. Gaui kippti í og járn skrölti við járn. Hann drap á. Dráttartaugin var gerð klár. Það freyddi um bóga á L-Doj, en ferðin var lítil með þennan dragbít. Gaiud og Óli fóru að gramsa í innvolsinu, er mótornum hafði verið stillt upp á bílpali, en fundiu ekkert. Síðar kom í )jós að krúntappinn var brot- inn. En spyrjið ekki, hvað krúntappi er, ég veit það ekki. Það eru ekki margir, sem hafa fasta búsetu i Flatey nú- orðið, þó er fjöldi af fóiki, sem kemur í eyna á sumrinu. Sum- ir til að silappa af eða skrifa og horfa upp i loftið, eða bara til að vepjast milli gömlu hús- anna. Aðrir gera ekki neitt. Flóabáturinn Baldur kemur þarwa næsturn daglega með afls konar túrista. Jón Gunnar Súm-ari var okk ’Jir mjög innan handar, gaf okk- ur te og góð ráð og leyfði okk- ur að sofa í hótelinu, sem svo er kaJlað, og er Jón Gunnar sjálfskipaður hótelstjóri með láði. Um kvöldið skruppum við í . og annar tónn til. Uppá simstöð , að hringja. Revna "edda mótor. Hvernig er þer'; rieð Hjálparsveitina heima, T?tur hún ekki lánað okkur ' ennen sem þú seldir henni, Gaui? „Mari, prufaðu að hringja þá, þe> hljóta að lána ol.'kur hann.“ Þannig gekk spjallið, og Mari hringdi. „Ne;, hví miður, við lánum hann ekk' “ h’.jónr V svarið úr h'jó*dqu >■ hryrnartó’. nu. Og :im>>n og b iðan hl*pu burt o'rkur, en ekk' látum v'ð þaí e ' r e i ðars'nfóiní- unn'. og nú liggur fyrir að k'ppa ' . i "g. . O ” nú góðan byr og glenna'f -tarköst," e'nr -> ; ''Ti ;■ .. Krói. P..1. I.ikega næst að ok' nn’ b umst v:ð éTlinigu. Þórður á Látriim og Ásgeir við lAtrapiiii.siiin og UUa l)oj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.