Morgunblaðið - 19.07.1972, Side 23

Morgunblaðið - 19.07.1972, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKU'DAGUR 19. JÚLl 1972 23 Niræö: Ólafía Jónsdóttir Ég býst við, að mörgum þyki það ótrúlegt, að Ólafía frá Sveinseyri sé 90 ára gömul í dag, eins og hún er ungleg og hress i anda, þegar við, sem yngri erum, miðum við þann aldur, sem venjulegur var í okk- ar uppvexti. Ólafía Jónsdóttir er fædd í Haukadal í Dýrafirði 19. júlí 1882. Dóttir sæmdarhjónanna Sigríðar Gisladóttur og Jóns Friðriks Ólafssonar frá Yztabæ í Haukadal. Þeim hjónum fædd- ust 3 börn og komst Ólafía ein ti!l fullorðiinsára. Þau voru Sigr- íður, fædd 23. júlí 1880, dáin 4. september 1883 og Ólafur fædd- ur 17. júlí 1881, dáinn 19. júlí 1882, eða sama dag og Ólafía íæddist. Þá munu hafa geisað mislingiar og mörg börn dáið, enda Sigríður móðir Óiafíu sjálf legið í mislingum. Jón Friðrik, 'faðir Ólafíu drukknaði 1. maí 1882, áður en hún fæddist, svo hún sá aldrei föður sinn. Ólafía var fyrst með móð- ur sinni, en um tíma tekin í fóstur að Höfn í Dýrafirði til hjónanna, sem þar bjuggu þá, Guðmundu og Guðmundar Gíslasonar. Þau voru for- eldrar Sigríðar Guðmundsdótt- ur, kennslukonu, sem lengi kenndi hér við Miðbæjarbarna- skólann og margir kannast við. Sigríður móðir Ólafíu giftist aft- ur, Sigurði Jónssyni frá Sveins- eyri, ágætis manni, sem gekk Ólafíu í föðurstað, enda mat hún hann að verðleikum. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp að mestu leyti 4 börn. Voru fóst- ursynirnir á mínu reki. Annar fermingarbróðir minn, Sigurður, var myndarmaður, eins og öll þau systkini, sem ég man vel eftir. Sigurður var bróðir Hákonar bónda í Yztabæ, en Hákon var kvæntur Kristínu Ólafsdóttur frá Yztabæ, föður- systur Ólafíu. Kristín var ein af þeim konum, sem manni eru ógleymanlegar. Sigurður varð ekki gamall maður, en Sigríður var alltaf með dóttur sinni, dó í júní 1938 tæpra 86 ára gömul (fædd 2. júlí 1852). Þá var hún búin að vera rúmliggjandi í mörg ár, blind, en vann mikið í höndunum alla tíð. Ótrúlega ung fór Ólafia i Kvennaskólann hér í Reykja- vik, eða fyrir aldamót, og mun það hafa þótt frekar fátítt í þá daga. Þangað voru sendar svo- kallaðar heldrimannadætur. Eft ir það var hún á Isafirði um tima hjá Finni Thorðarsen, lika á Flateyri í Önundarfirði. Hún giftist í desember 1910 Andrjesi Guðmundssyni frá Höll í Hauka- dal. Móðir Andrjesar, Elín- borg, var systir Sigurðar, stjúpa Ólafiu. Þau bjuggu fyrst í Höll, svo í Húsatúni í Haukadal, en siðast að Sveinseyri, næsta bæ fyrir utan Haukadal, og við þann bæ hefir Ólafía verið 'kennd í seimni tíð. Ólafía og Andrjes eignuðust 7 börn, misstu elzta drenginn Sigurjón, ungan. 1939 misstu þau Sólveigu Steinunni, fallega og góða stúlku 22 ára og varð það þeim mikið áfall. Eftir að þau fluittust að Sveimseyri áttu þau stúlku, sem hét Björg. Hana misstu þau 8 ára, hún var elskulegt barn. Hin, sem eru á lífi, öll fædd í Haukadal, eru Sigríður, gift hér í bæ, Sigurjón, kvæntur og býr á Þingeyri í Dýrafirði, Páll ókvæntur sama stað og Guðmiundur býr hér í bæ. Allt er þetta myndarfólk, eins og það á kym til. Margir unglingar dvöldu á heimili þeirra hjóna, skyldir og vandalausir, sem báru sérstaka tryggð til þeirra síðar á ævi- skeiði sínu. Þar á meðal var yngsta dóttir mín, Ólafía Sól- veig, sem fór þangað fyrst að- eins 5 ára og var þar á hverju sumri fram að fermingu, og var það henni góður skóli sem fleir- um. Einnig tóku þau telpu mjög unga, sem missti föður sinn í sjóinn, Guðmundu Guðmunds- dóttur, sem þau reyndust sem sinni eigin dóttur, enda var mik ill kærleikur mieð henmi og börn um þeirra hjóna. Munda, eins og við stöllur hennar kölluðum hana, dvaldi hjá þeim til 18 ára aldurs. Hún er nú nýdáin, og Minning: Hanna Karlsdóttir Árdal, Borgarfirði, 15. júlii '12. Hún Hanna er dáim. Þessi fregn barst mér hingað að Árdal í Borgarfirði í kvölid. Að visu var þetta engin furðufrétt, því und- amifarið hafði mjög dregið úr heilsuhreysti þessarar tápmiklu konu, en hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða. Hanna Karlsdóttir var ein af elztu kennslukonum Reyikjavík- urborgar, og margir eru þeir fullorðnir Reýkvikingar, sem geta státað af því, að Hamna hafi kennt þeim söng í MiðbæjarSkól- anum. Hanna var fjölhæf kenmslukona og jafnvíg á flestar kenmslugreinar, þótt söngur og ongelleiikur væru hennar sérgáía. Kristinfræðsla í sköluim var henni mjög hjartfólgin og reyndi hún á allan hátt að bæta hana. Ég og eldri systir miín, Svala, vorum svo lánsamar að kynnast Hönnu barnungar. Þá bjó hún með seinni manni sinumn, Siig- urði skáldi Einarssyni, á Hverfis- götu og síðar að Holti undir Eyjafjöllum, ásamt syni þeirra Steimi Hermanni. Undir Eyja- fjöHuim ráku þau hjónin rnenki- legt starf fyrir börn oig unglinga sveitarinnar við kennslu og mörg önrnur æskulýðsstörf. Það var mikill lyftistólpi fyrir menning- arlíf sveitarinmar að fá þau hjón- im tii búsetu þar eystra með menntun sína og gáfur. Er nú sár söknuður kveðimn að miörgum 'bænum austur á Rangárvöllum, þar sem margur maðurinn getur hermt frá verkuim þeirra hjón- anna. Þrótturinn og liifsfjörið, sem alltaf fyigdu ákvörðunum og gjörðuim Hönnu, mun aldrei gleymast þeiim, sem því kymntust. Þeim mun heldur ekki gleymast skæri, fjörlegi hláturinn hennar og mun finmast harla ótrúlegt, að hanm eigi aldrei eftir að hljóma framar. Dálitlu af lífi henmar má þó kynmast i kvæði, sem maður hennar orti tii henn- ar og Sigfús Halldórsson hefur búið til ljóð við. Guð blessi minningu þessarar mikiihæfu konu um eiiífð. Valgerður Þóra Benediktsdóttir. — Minning Kristján Framhald af bls. 22. Kristján H. var mörgum skemmtilegum eiginleikum gædd ur, röggsamur og ákveðinn, ef þvl var að sikipta, einstaklega geðfelldur í félagsskap og sér- staklega laginn og var létt um að umgamgast fólk, hvort held- ur það voru háir eða lágir. Það varð skammt stórra högga á milli í fjöiskyldunni, því aðeins tvær vikur liðu frá fráfalli Sigr- iðar systur hans, þar til kallið barst honum. Ég sendi Önnu, börnurn þeirra, fóstursyni og frændliði þeirra samúðarkveðjur og læt þess get- ið um leið, að það er bjart yfir minningu Kristjáns H. Jónsson- ar. Ragnar Jóhannsson. fylgdi Ólafia henni síðasta spöl- inn núna fyrir nokkrum dögum. Á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911, sá ég Ólafíu fyrst, þá stelpukrakki á áttunda ári. Mér varð starsýnt á þessa fallegu ungu konu, og var mér sagt að hún væri í brúðarskartinu sínu, enda fyrir stuttu gift. Ég held að þó að margt hafi verið þarna að sjá þennan dag, hafi mér þótt mest til þess koma að sjá Ólafíu og Ragnhildi, konu séra Böðvars föðurbróður mins, þegar hún gekk að styttu forsetans og af- hjúpaði hana. En svo liðu nokk- ur ár, en þá fluttust foreldrar mínir til Haukadals. Ég var ekki búin aö vera þar marga daga, þegar falleg kona kemur til mín og býður mig velkomna í húsið hans frænda síns, Matthíasar Ólafssonar, sem var þá fyrir stuttu fluttur með sína fallegu, stóru fjölskyldu hingað suður. Ég var dálítið hissa á þessu. Þetta hlaut að vera ólíkt, að fá i þetta hús 4 krakkaroll- inga í samanburði við það, sem áður var í þessu húsi. Þó að margir væru mér góðir í Hauka- dal, þegar ég kom þar sem hver annar krakki, bauð mig enginn velkomna nema Ólafía, enda varla ástæða til slíkra hluta. En ég varð svo gæfusöm að eign- ast þessa góðu konu að reglu- legri vinkonu, og því meir, sem árum fjölgaði. Það verður vtst mörgum á að stíga vixlspor í lifinu, og mér varð það á sem fleirum, en þá var það Ólafía, sem reyndist mér bezta hjálp- arhellan, og þvl gleymi ég aldrei, en ég hef bara ekki get- að verið henni neitt í staðinn. Svo fór ég eins og fleiri hing- að suður, en samband okkar Ólafíu hefir aldrei rofnað. Nóklkrum árum seimina meiddist ég á hægri hendi, þá bauð hún mér til sin með 3ja ára dótbur míina og vorum við hjá þeim 'hjónium heilt sumar sannkali- aðir ómaigar. Atftur varð ég fyrir áfalli, þá orðin 59 ára gömul. Þá var ég svo heppin, að Ólafía flyzt hér í sömu götu og ég, og kemur þá enn tii að hjálpa dag- lega, þá orðin 80 ára. Mann sinn missti Ólafía sum- arið 1962, 78 ára eftir töluverð veikindi. Fluttist hún þá hinigað suður, en hefir alltaf farið vestur á hverju sumri, nema í fyrrasumar. Síðustu ár hef- ir hún dvalið á Hrafnistu. Ólafía hefir alltaf verið mjög vinsæl kona, sem hefir unnið sér traust og virðingu allra þeirra mörgu, sem henni hafa kynnzt. Störfin hennar mörgu eru sem fræ, sem fallið hafa í mjúka mold. Mörg hafa blómstrað og angað um leið og þeim var sáð, en önnur eiga eftir að koma í ljós i lifi af- komenda hennar, vaxa þar og þroskast og bera ávexti, sem munu vitna um það, að þau voru af góðum meiði vaxin. Petrónella Bentsdóttir. Sextugur: Steinþór Ásgeirsson Fyrir skömmu kornst ég að þvi fyrir hreina ti'lviljun að Steinþór yrði sextugur þann 19. júlí. Hann fæddist þann dag ár- ið 1912 að Hofi í Hofshireppi í Skagafirði, og þar sem ég í um hálfs þriðja áratugar skeið hefi haft nokkur kynni af Steinþóri, lengst af öbein utan fáein síð- ustu árin, og þótt maðurinn for- vitnilegur og skera sig áberandi úr meðal manna, þá vildi ég nú 'geta hans að nokkru. Það er i sjálfu sér ekki hár aldur fyrir Steinþór að verða sextugur, ég efast um að hann í önn dagsins geri sér þess grein hve árin líða, því hann er maður athafna í orðsins fyllstu merk- 'ingu og liifeur ætíð morgundag- in.n sem tækifæri til nýrra at- hafna. Slíkir menn eldast ekki með árunum, þeir þroSkast. Foreldrar Steinþórs voru Hólmfriður Þorgiisdóttir Þórðar sonar óðalsbónda á Kambi og Ásgeir Jónsson Ásgeirssonar Ein arssonar á Þingeyrum. Fyrir miður kunnuga vil ég geta þess, að Jón Ásgeirsson átti meðal annarra þrjá syni, er hann lét bera nafnið Ásgeir og mun það nokkuð óvenju'legt. Mig brestur kunnáttu tiil að rekja ættir Steimþórs frekar, en veit þó að í ætt hans eru margir merkir menn og konur, möng hver þjóð- kunn, kann Steinþór sjálfur manna bezt að rekja ættir sín- ar og hefir þá gáfu að rækta með sér kosti feðra sinna en grafa hitt, er miður var, kalla sumir það mannrækt. Lön.gum hefir Steinþór feng- izt við ræktun og þótt hann um árabil hafi stundað störf, sem ekki hafa beinlínis verið í sam- bandi við jarðrækt, hefir hugur- inn ætíð beint honum inn á braut ræktunar. Steinþór ólst upp á Kambi í skjóli móður sin.nar til sextán, ára aldurs, þar til árið 1928, að hann laigði land undir fót og fór í síld á Siglufirði til fjáröflun- ar. Þaðan lá leiðin veturinn eft ir á unglinigaskóla, sem þá var starfræktur á Hólum í Hjaita- dal og veturna þar á eftir, 1928-30 var hann á Bændaskól- anum á Hólum. Steinþór hafði haft spurnir af hinum merka íþróttamanni og kennara, Sigurði Greipssyni í Haukadal og réð Steinþór sig til hans i kaupavimnu alþiingis- hátíðarsumarið 1930 með skóla- vist í huga á komandi vetri og telur hann sig hafa haft ávinn- ing af því í ríkum mæli fyrr og síðar, að hafa notið uppeldis og fræðslu Siigurðar. Löngum er það, að tilviljun ræðuir lífsbraut manna, en bæði var það, að heimskreppunnar tók að gæta og hugurinn stefndi heim á æskuslóðir, en að lok- inni skólavist i Haukadal hvarf Steinþór heim að Hofi í Ska.ga- firði. Þar var þá í tammingú hjá Jóni bónda á Hofi gæðingur mikill, sem Steinlþóri leizt ailvel á og fór svo að Jön réð Stein- þór í vinnumennsku til eiganda hestsins, Ásgeirs Jónssonar í Gottorp, föðurbróður S'teinþórs, sem hann þá varla þekkti og dagaði hann þar uppi nœstu tvö árin og þó öllu lengur, því Gottorp hefir verið ein kjölfest- an i l'ífi hans fram á þennan dag. Sumarið 1933 gerist Steinþór lögregluþjónn á Siglufírði og næstu sumur er han.n þar í síld, en vetrarmaður á hinu rómaða hrossa- og sauðfjárbúi föður- bróður síns í Gottorp. En nú knýr á að leita fjár og frama og þrátt fyrir hina al- ræmdu kreppu og atvinnuleysi hverfur Steinþór suður til Reykjavíkur haustið 1935, en þar er þá ekki að öðru að hverfa en atvinnubótavinnu austur i Flóa, sem kallað var að vera í Sí'beríu, við stourðgröft jafnt vet ur sem sumar. Ræðst Steinþór þar a'tvinnuleysingi, verður brátt verkstjóri og er þar næsta sumar og fram á vetur. Þá bauðst honum föst lögreglu- þjónsstaða i Reykjavík, sem þótti mikið happ á kreppuárun- um, enda gat Steinþór þá kvænzt heitmey sinni, Þorgerði Þórarinsdóttur, sem setið hafði i festum heima í Gottorp, upp- eldisdóttur föðurbróður síns, Ásgeirs Jónssonar í Gottorp og konu hans Ingibjar'gar Björns- dóttur. Áttu þau hjón Þorigerður og Steinþór þrjár dætur og einn son, en misstu hann aðeims fjög- urra ára gamlan. Árið 1947 hætti Steinþór lög- regluþjónsstarfinu og gerðist verktaki, lagði m.a. mæðiveikis- girðingu frá Búðardal og upp á Holtavörðuheiði, hafði forystu um stofnun eins fyrsta land- flutningafyrirtækis hérlendis, Bláa-bandsins, sem flutti varn- ing milli Reykjavikur og Akur- eyrar. En árið 1950 hefst eitt ánægju legasta skeiðið í lífi Steinþórs er hann gerist starfsmaður Landnáms ríkisins, þar sem hann varð verkstjóri og um- sjónarmaður nýbýlahverfa land námsins. Var rómað hve allur fráganguir býlanna bar vott um góða útsjónarsemi og mikla snyrtimennsku, enda mun Steinþór þar ein.na bezt hafa notið verka sinna, ef frá eru taldar hinar miklu ræktunar- framkvæmdir, sem hann hefir gert í Gottorp, en jörðina keyptu þau hjón Þorgerður og hann, er Ásgeir Jónsson hætti þar búskap árið 1942. í Gottorp gerir Steinþór miikla túnrækt, landþurrkun og girðingar; einn- iig byggi r hann upp hús á staðn- um. Við lát Ásgeirs reisir Stein- þór tengdaföður sinum veglegt steinsteypt grafhýsi í landi Gottorps á hæð þar sem vift sér yfir. Þegar Steinþór hætti störf um hjá Landnámi rikisins árið 1961 hóf hann rekstur þunga- vinnuvéla og upp frá því gerist hann verktaki, tekur að sér gangstéttagerð fyrir Reykjavík- urborg, vatns- og skolpveitu- gerð fyrir Mosfelisveitarhrepp og gatnagerð í Arnarnesi i Garðahreppi. Allar þessar fram kvæmdir bera vott snyrti- mennsku hans og kærleik rækt- unarmannsins til jarðarinnar, en grasrækt hefir víðast verið gerð við þessar framkvæmdir til að fegra og bæta spjöll. Þá má geta þess að Steinþór á gott safn bóka, skáidrit og fræðirit, sem hann í fristundum sinum hefir skráð og flokkað. Það er vel að skapi ræktun- armannsins, að nú hafa augu þjóðarinnar opnazt, eftir skugga tækniþróunarinnar, fyrir vernd láðs, lofts og lagar. Þorgerður og Steinþór dvelj- ast nú að óðali sinu Gottorp í Vesturhópi. Við vinir og kunn- ingjar óskum Steinþóri allra heilla á þessum merkisdegi og megi hann njóta margra góðra ára enn við hin jákvæðu hu.gð- arefni sin. S.S. Hjartans þafckir til þeirra vina minna og vandamanna, sem glöddu mig á 85 ára af- mælinu 16. júni sl. Ég bið góðan Guð að blessa alla þá, sem hafa rétt mér vinar- og hjálparhönd á lífs- leiðinni. Svelndís Vigfúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.