Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 8
8
MORGUN’BLAÐIÐ, L.AUGARDAGUR 22. SÚU. 19X2
Minning:
Páll Sveinsson,
landgræðslustjóri
Faeddur 28. olitóber 1919
Dáinn 14. júlí 1972.
Páll Sveinsson landgrteðsiu-
stjóri lézt að heimili sínu í
Gunnarsholti aðfararnótt 14.
þ.m. Páll Sveinsson var faeddur
að Ásum i Skaftártungu 28. októ
ber 1919. Foreldrar hans voru
merkishjónin Sveinn Sveinsson
bóndi i Ásum og siðar að Fossi
í Mýrdal og kona hans Jóhanna
Margrét Sigurðardóttir.
Páll fór ungur í Reykjaskóla
í Hrútafirði og stundaði þar
nám í einn vetur. Síðan fór
hann í Búnaðarskólann að Hól-
um og lauk þar námi 1941. Að
Ioknu búfræðinámi hér heima
fór Páll til Bandaríkjanna td
tveggja ára framhaldsnáms við
landbúnaðarháskólann í Minne-
sota. Páll Sveinsson varð aðstoð
armaður Gunnlaugs Kristmunds
sonar sandgræðslustjóra 1941,
1942 og 1946. Þar kynntist hann
áhrifaríku og mikilvægu starfi
sandgræðslunnar. Varð það til
þess, að Páll fór að loknu námi
við landbúnaðarháskólann í
Minnesota til náms við landbún
aðarháskólann í Utha i Banda-
ríkjunum. Lauk hann þar kandi
datsprófi 1948 í landgræðslu og
gróðurrækt. Páll var því vel
menntaður í þeirri grein, sem
hann gerði að lífsstarfi frá því
að hann lauk námi í Bandaríkj
unum.
Gunnlaugur Kristmundsson
lét af störfum 1947. Var Runólf
ur Sveinsson þá skipaður sand-
græðslustjóri. Páll gerðist að-
stoðarmaður bróður síns sumar-
ið 1947 og var það áfram eftir
að hann lauk námi til ársins
1954. Páll var skipaður sand-
græðslustjóri á þvx ári, þegar
Runólfur féll frá langt um ald-
ur fram. Árið 1965 var lögum
um sandgræðslu Islands breytt
og sett lög um landgræðslu og
gróðurvernd. Var Páll þá skip-
aður landgræðslustjóri. Runólf-
ur Sveinsson var kappsamur og
bjartsýnn en raunsær og vel að
sér um sandgræðslu og gróður-
vemd. Hann vann að málunum
með sama hugarfari og fyrsti
sandgræðslustjórinn GunnlsVxg-
ur Kristmundsson. Páll Sveins-
son geymdi góðar minningar um
fyrirrennara sina, sem hann
hafði unnið með og lært mikið
af. Páll fékk góðan undirbún-
ing til starfsins með námi í skól-
um og var það nauðsynlegt og
mikils virði. En samstarfið við
sandgræðslustjórana Gunnlaug
og Runólf var einnig og ekki
síður þýðingarmikið og lærdóms
ríkt.
Páll var að eðlisfari kapps-
fullur og námfús. Hann veitti
því jafnan eftirtekt, sem til
'framfara og bóta horfði. Hann
tók sér til fyrirmyndar þá hag
sýni, skyldurækni og bú-
mennsku, sem einkenndu athafn
ir Gunnlaugs Kristmundssonar
og Runólfs Sveinssonar. I 18
ára starfi að landgræðslu og
gróðurvernd fékk Páll Sveins-
son miklu áorkað. Hann fór vel
með fé, sem til landgræðslunnar
var veitt. Hann gætti þess að
stilla kostnaði í hóf til þess að
íjárveitingin gæti farið mestöll
til beinna aðgerða við land-
græðsluna. Páll skoðaði málin
af raunsæi og gerði sér fulla
grein fyrir því, hvernig vinnu-
brögðum skyldi hagað til þess
að sem beztur árangur næðist.
Stórhuga var hann og fram-
kvæmdasamur. Með nýrri tækni
og auknu fjármagni tókst Páli
Sveinssyni að ná vaxandi ár-
angri í landgræðslu- og gróður-
vemdarstarfinu.
Páll hélt því ákveðið fram, að
nú væri svo komið, að gera
mætti upp gróðurreiknimg
landsins og sýna fram á, að
ekki væri lengur um hallabú-
skap að ræða í gróðurfari
þess. En um leið og hann sagði
þetta, lagði hann áherzlu á nauð
syn þess að vinna áfram skipu-
lega og ákveðið að gróður-
vernd og landgræðslu með
þvi fjármagni, sem væri veitt á
hverjum tíma til þessara mála.
Enginn var óliklegri en Páll
Sveinsson að mæla því bót, ef
slakað væri á sókninni gegn eyð
ingaröflunum. Hann gerði sér
grein fyrir þvi, að gróðureyðing
una bæri að stöðva að öllu leyti.
Taldi hann það skyldu við þjóð-
félagið. t>að veitti Páli lífsfyll-
ingu, að vita með vissu að það
myndi takast í náinni framtíð.
Það er mikill skaði fyrir okk-
ar fámennu þjóð að missa dug-
lega og góða menn á bezta aldri
frá mikilvægum störfum. En úr
því verður ekki bætt með harma
tölum. Þót-t eðlílegt sé að ástvin
um og mörgum fleiri sé harm-
ur í huga, þegar slíkt ber að.
Landgræðslu- og gróðurverndar
starfinu verður haldið áfram.
Merki Gunnlaugs, Runólfs og
Páls Sveinssonar ber að halda
uppi. Starf þeirra mun verða
þeim, sem við tekur til mikillar
hvatningar og fyrirmyndar.
Þriðji kvisturinn af sama stofni
hefir nú verið settur land-
græðslustjóri. Er það Sveinn
Runólfsson, Sveinssonar sand-
græðslustjóra, bróðursonur Páls
Sveinssonar landgræðslustjóra.
Sveinn er vel menntaður og vel
til starfsins fallinn. Hann er á
margan hátt líkur frændum sín
um og hefur lengi unnið með
föðurbróður sínurn við land-
græðslustörf. Þeir, sem þekktu
Pál Sveinsson bezt harma góðan
dreng, sakna dugmikils fram-
faramanns, sem vann af áhuga
og stórhug að einu þýðingar-
mesta máli þjóðarinnar. Minn
ingin um sviphreinan hugsjóna-
og athafnamann mun verða
geymd. Ástvinum hans öllum
skal vottuð innileg samúð.
Ingólfur Jðnsson.
Kveðja.
Föstudagskvöldið 14. þ.m.
barst mér óþægileg frétt til
eyma á öldum Ijósvakans, er
tilkynnt var í fréttatíma ríkis-
útvarpsins að Páll Sveinsson
landgræðslustjóri hefði þá nótt-
ina áður látizt.
Þetta kom mér því meir á
óvart að ég hafði verið nætur-
gestur þeirra húsráðenda í
Gunnarsholti nokkrum dögum
áður, og með það í huga að Páll
var þá léttur í lund og ræddi
sín áhugamál af mikilli innlif-
un sem hans var vandi þá hefði
ég talið sláttumanninn mikla
jafnfjarlægan þessu heimili sem
óþekkt sólkerfi, en enginn má
sköpum renna eða veit sinn
vitjunartima, ekki er heldur
spurt hvar í stétt eða stöðu
er, þegar kallið kemur. Fyrstu
kynni okkar Páls voru þegar
leiðir okkar lágu saman að
bændaskólanum að Hólum í
Hjaltadal, og með burtkvaðn-
ingu hans af hinu jarðneska
sviði, er fyrsta skarðið höggv-
ið í hóp þann sem brautskráð-
ist og kvaddi Hóla vorið 1941,
með lfúfar minningar um dvöl-
ina þar og góð fyrirheit að
leggja sitt lóð og vaxta sitt
pund þjóð og landi til gagns.
Páll var þegar á þessum árum
einbeittur, rökfastur og ákveð-
inn í skoðunum, sem var hans
einkenni til hins- síðasta, hann
hafði öll einkenni þess að vera
til forustu fallinn. Páll var trúr
kalli sínu til fósturjarðarinnar
og til að geta rækt það sem
bezt af hendi aflaði hann sér
aukinnar þekkingar á sviði rækt
unar og Iandgræðslu. Er hann
kom heim frá námi gerðist hann
aðstoðarmaður Runólfs bróður
sins, sem þá gegndi embeetti
sandgræðslustjóra og tók við
því er Runólfur fórst fyrir ald-
ur fram af slysförum, og skip-
aður var hann landgræðslustjóri
er það embætti var stoínað. Páll
var stórhuga í starfi og setti
markið hátt og sætti sig ekki
við þröngan stakk í þeim efn-
um og taldi því fé vel varið
sem til landgræðslu fór, þar
sem hún væri undirstaða tii ann
arrar rækbunar. Ekki fór Páll
troðnar slóðir og var ekki allt-
af allra, eins og oft vill verða
þegar skilur á milli í skoðun og
stefnu. Hann gat verið ómildur
eins og veðurguðirnir sem hann
barðist við í starfi sínu. Ekki
var ætlunin að gera hér neina
úttekt eða leggja mat á störf
Páls Sveinssonar heldur eiga
þessar fáu línur að vera kveðja
til skólabróður, félaga og góðs
dren-gs. Eins og ætíð á kveðju-
stund eiga hinir nánustu um sár
ast að binda, en jafnan eiga
þeir og Ijúfustu endurminning-
arnar sem hjálpar þeim í sorg-
inni. Ég bið guð að styrkja syn
ina ungu og sambýliskonu Páls
Guðmundu Davíðsdóttur.
Guðm. Jóhannsson.
Föstudaginn 14. júli s.l. barst
sú fregn um byggðir landsins, að
Páll Sveinsson landgræðslu-
stjóri í Gunnarsholti hefði orðið
bráðkvaddur að heimili sínu
seinni hluta nætur þann sama
dag, á 53. aldursári. Þessi frétt
kom nokkuð á óvart, þar sem
ekki var annað vitað, en að hann
væri við góða heilsu. Engu að
siður féll hinn þjóðkunni at-
hafnamaður í valinn á bezta
aldri í miðri dagsins önn.
Svo sem nærri má geta, höfðu
margir allnáin kynni af Páli og
verður því ýmsum til að hugsa
til þeirra kynna nú að ævidegi
loknum. Ekki blandast neinum
hugur um, að þar sem Páll var
fór óvenjulegur og stórbrotinn
maður. Það sópaði að honum og
hann vakti hvarvetna eftirtekt.
Hans mun minnzt, vegna hins
mikla brautryðjandastarfs á
sviði landgræðslu og hefur hann
því í vissum skilningi reist sér
minnisvarða landnámsmannsins,
sem standa mun um ókomin ár
með þjóðinni. Þess ber þó að geta
að dugandi menn höfðu með góð-
um árangri unnið að upp-
græðslu gróðurlausra svæða um
langan tima á undan Páli. Sjálf-
ur minntist hann ætíð með þakk-
læti og virðinigu þeirra sand-
græðslustjóranna Gunnlaugs
Kristmundssonar og Runólfs
Sveinssonar, bróður síns. En á
þeim 18 árum, sem Páll gegndi
starfinu átti sér stað tæknileg
bylting, og hefur árangurinn orð
ið slikur, að fjármagn hefur
aukizt til muna og skilningur al-
mennings er ríkjandi fyrir því
að koma í veg fyrir frekari gróð-
ureyði'ngu landsins.
Ég kom að Gunnarsholiti árið
1946 þá ungur drengur, og hef
verið þar viðloðandi æ síð-
an, þar til fyrir þrem árum, að
örlögin höguðu því svo til, að ég
hvarf til annarra starfa. Páll
hóf störf við Sandgræðsluna í
Gunnarsholti árið 1942 og hefur
dvalizt þar óslitið síðan, ef frá
er talinn sá tSimi er hann dvaldist
við háskóianám vestanhafs. Ég
átti þvi lengi saimleið með Pálx
og vann undir hans stjóm til
fjölda ára og hlýt ég því að
hafa haft góða aðstöðu til að
þekkja hann allnáið. Það sem
var áberandi í fari hans var,
hversu lagið honum var að skipu
leggja og vinna úr áætlunum
siinum svo að vel færi. Oft var
það nær ótrúlegt, hve mörgu
hann kom til leiðar á sikömmum
tíma. Hann hafði m.ö.o. mörg
járn í eldinum.
Það kom nokkuð af sjálfu sér,
sökum þess persónuleika, sem
Páll hafði til að bera,
að hann var mikils virtur
af starfsfólki sínu og var honum
húsbóndavaldið algjörlega fyrir
hafnarlaust. Hann gerði miklar
kröfur til sjálfs sín og ætlaðist
til hins sama af öðrum og varð
það til þess, að vinnudagur varð
oft nokkuð langur. Ásamt aðal-
starfinu rak hann lengst af stór-
bú í Gunnarsholti á vegum hins
opinbera og vildi gjama sýna
fram á að slíkt bú mætti reka
með hagnaði, og veit ég ekki
betur en það hafi honum tekizt.
Stórar spildiur voru beknar til
rækbunar á söndum og melum og
skapaðist því einstök aðstaða til
heyöflunar. Túnrækt á söndum
var orðin staðreynd og á nú
vaxandi fylgi að fagna. Hey
kögglaverksmiðjan nýtur nú
góðs af. Starf bóndans virtist
samt ekki standa neitt í vegi fyr-
ir því, að hlutur Land/græðslunn
ar æitti hug hans allan.
Þjóðin stendur i þakkarskuld
Við Pál og það var gæfa hans að
vera í ábyrgðarmiklu starfi á
blómaskeiði ævinnar. Það er ein-
læg ósk mín að til starfsins velj-
ist dugmiklir menn, sem haldið
geti merki hans hátt á loft, því
að sjálfum var honum svo hug-
leikið, að verkin fengju sjálf að
tala sinu máli.
Stundum, þegar rætt er um
menn lífs og liðna, þá getur kom-
ið fram hið jákvæða og neikvæða
í fari þeirra, og varla mun fyrir-
finnast sá maður að ekki megi
eitthvað að honum finna. Þó tel
ég, að er rætt er um Pál, þá
hafi hið jákvæða í fari hans veg-
ið svo þungt á metunum að um
annað hirði ég ekki að ræða.
Mér kemur t.d. í hug, er til hans
var leitað, að honum var ósýnt
um að láta menn fara bónleiða
til búðar. Hann reyndi að leysa
hvers manns vanda, ef kost-
ur var. Hann var tilfinninga-
næmur og tók af einlægni þátt í
hvers kyns gleði og sorg. Nær-
gætinn var hann við aldrað
fól'k og bamgóður svo að af bar.
Nú að leiðariokum kemur ým
islegt fram í hugann, og ég finn
að margt ber að þakka hinum
látna heiðursmanni, þótt fátt eitt
sé nefnt. Mætti i þvi sambandi
minnast, hversu traustur og
tryggur hann hefur reynzt fjöl-
skyldu Runólfs heitins Sveins-
sonar fyrirrennara sins og bróð-
ur. Við hjónin ásamt dóttur okk-
ar flytjum Páli einlægar þakkir
fyrir órofa tryggð i okkar garð.
I Gunnarsholti er skrúðgarð-
ur mikill og fagur. Þar reisti
Páll einbýlishús skammt austur
af gamla bænum fyrir nokkrum
árum. Hann átti þar indælt
heimili ásamt frú Guðmundu
Davíðsdóttur. Þeim fæddust
tveir synir Davið, sem nú er 9
ára og Páll Sveinbjörn á öðru
aldursári.
Fullyrða má að mikill sjón-
arsviptir er að Páli og margir
sakna hans nú sárt, en þó er
mestur harmur kveðinn að frú
Guðmundu og sonunum ungu.
Ég bið algóðan guð að leiða
þau og styrkja í hinni þungbæru
sorg.
Sveinbjörn Benedikfcsson.
PÁLL i Gunnarsholti er genginn
til hinztu hvildar. í lifanda lífi
var orka hans og geta svo mikil,
að það er erfitt að átta sig á, að
hann skuli vera allur, hvað þá að
sætta sig við það. Hann var svo
hugdjarfur og dugmikill, hvar
sem hann fór, að öilum verður
minnisistætt.
I starfi sínu að samdgræðslu-
máLum var hann svo einbeittur
og baráttuglaður, að uniun var
að hlýða á hann lýsa tröllaukn-
um verkefnunum, sem framund-
an voru og hvemig hann hygð
ist glíma við þau.
Hann gekk til þeirrar giímu
með kappi ofurhugans. Hann
tókst á við vandamálin til að
sigrast á þeim. Hann k«nni
hvorki að hika né hörfa. Þess
vegna efldist hann við hverja
unna þraut og tók jafmharðan
til við þá næstu.
Stórhugur Páls kom alis stað-
ar fram, bæði i orðum hans og
gerðum. Hann tók stórfelld iand-
flæmi undir til ræktunar í Gutm-
arsholti, náði firnamiklum heyj
um af þessu landi, bjó við
holdanautabúskap og sauðfjár-
búskap, sem var stærri í sniðum
en almennt var talið fært, og
í ofanálag við þetta var hann
vakinn og sofinn yfir aðalstarfi
sínu, sandgræðslunni.
1 umræðum Páls um búskap-
inn í Gunnarsholti í kunningja-
hópi og opinberlega þótti mönn-
um hann stundum ganga lengra
en góðu hófi gegndi í fullyrðing-
um um það, hvað ætla mætti
einstökum mönnum í afköstum
við heyskap eða gripahirðingu,
sem eru uppistöðuatriðin i is-
lenzkum búskap. Páll var svo
hugmikill og óragur við átökin,
að það, sem hann taldi sjálfum
sér fært og sýndi að hann gat,
það taldi hann aðra mundu geta
líka. En hann gætti þess kannski
ekki alltaf nægilega vel, að það
voru fáir hans likar að atorku.
Páll markaði djúp spor í land-
græðslumálin á starfstima sin-
um.
Þau spor munu lengí standa
til minja um einn af víkingum
tuttugustu aldarinnar á Islandi.
Stefán Aðalsteinsson.
Páll Sveinsson, landgræðslu-
stjóri, er kvaddur af ættingjum
og vinum við útför hans frá
Dómkirkjunni í dag.
Páll Sveinsson fæddist að Ás-
um í Skaftártungu, 19. október
1919, sonur merkishjónanna
Sveins Sveinssonar og Jóhönnu
Sigurðardóttur frá Ásum — síð-
ar Fossi í Mýrdal. — Hann varð
bráðkvaddur að heimili sínu,
Gunnarsholti, 14. þ.m. 52 ára.
Með Páli Sveinssyni, land-
græðslustjóra, í Gunnarsholti
hverfur af athafnasviðinu sá
maður, sem öðrum fremur, hefir
í tvo áratugi verið mörgum tákn
mikillar sóknar í landgræðslu-
málum og hafa verk hans spegi-
að mikla breytingu í viðhorfum
samfélagsins til landsins. Páll
helgaði þessum málum allt lífs-
starf sitt — á fjórða áratug.
Páll naut ungur reynslu og
leiðsagnar Gunnlaugs Krist-
mundssonar fyrsta sandgræðslu
stjórans, frumherjans við stöðv-
un landeyðingar og upp-
græðslu, sem hófst samkvæmt
lögum frá 1907.
Síðan vann Páll hjá Runólfi
Sveinssyni sandgræðslustjóra,
bróður sinum, en Runólfur var
landskunnur hugsjóna- og at-
hafnamaður í landgræðslumál-
um. Samstarf þeirra bræðra að
þeim málum var með ágætum
emda árangursrikt.
Við sviplegt fráfall Runöifs
1954 tók Páll við starfi sand-
græðslustjóra — og á árinu
1965 varð hann landgræðslu
stjóri.
Með háskólanám í land-
græðslufræðum, snortinn af
hugsjónum og áhuga brautryðj-
endanna — og löngu starfi að
þeim málum — var Páll vel bú-
inn undir starf landgræðslu-
stjóra, enda var landgræðslan
honum hugsjón.
Hugur Páls var alla tíð gagn-
tekinn af áhuga fyrir upp-
græðslu landsins — svo að önn
ur áhugamál viku. — Hann
þráði að koma sem mestu í verk.
Með þrotlausri elju náði hann
miklum árangri i landgræðslu-
starfinu, sem stuðlaði að aukn-
um skilningi ráðamanna á mikil