Morgunblaðið - 22.07.1972, Side 9

Morgunblaðið - 22.07.1972, Side 9
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1972 9 vaegi landgræðslunnar og aukn- uxn íjárveitingum til hennar. Páll lagði jafnan mikla áherzlu á það að fjármagnið, sem veitt var til landgræðsl- unnar nýttist sem bezt og varð vel ágengt i þeim efnum. Piáil átti gott samstarf við bændur víða á landinu og við áhugamenn um landgræðslumál, sem var honurn hvatning í starfi. Árangursrík störf og hvatn- ingar brautryðjendanna Gunn laugs, Runólfs og Páls um ára- tugaskeið, kunna að hafa haft meiri áhrif en annað til að breyta áhugaleysi og tregðu í fyrstu í áhugaöldu fyrir aukinni landgræðslu, sem nú gengur yf- ir og kmýr æ fleiri til athafna á því sviði. Sú breyting sýnir mikla viðurkenningu á gildi þeirra verkefna, sem Páll helg- aði iífsstarf sitt. Eitt af áhugamálum Páls var áburðardreifing úr flugvélum til að auka afköst ræktunar- starfsins. Það hefir reynzt veiga mikið framfaraskref. Auk aðalstarfs lamdgræðslu- stjóra rak Páll stærsta bú lands- ins — nauta- og fjárbú — og framleiddi grasið fyrir heyköggla verksmiðjuna í Gunnarsholti. Sú tiiraun til fóðuröfiunar heíir gefið góða raun. Páil var starfssamur og hug- maður. — Hann vænti árangurs af starfi unditrmanna sinna, sem jaÆnan virtu hann mikils. Hann var hlédrægur — hugsaði meira um árangur starfsins en að kynna ha.nn. Miinni Páls var viðbruigð- ið. Hann var á vissum svið- um dulur en átti mikla hjarta- hJýju. Hann var að eðlisfari við Ikvæmiur, en gat, ef því var að skipta, sýnzt stórlyndur. — Um- ’bnot í skaphöifn — í einu formi eða öðru — sýnast oft vera áber- andi þáttur i mikilvirku sköpun arstarfi, sem einkenndi líf Páis. Hann naut þess að takast á við auðnir og sanda og breyta þeim í iðjagræn nytjalönd, — eins og Skógasand, Þjórsárdal og mörg svæði önnur víða á landinu. — SJík skapandi írumverk tjá jafnan hinn innra mann, þau stækka sjónviddina og auka á trú manna, þau verða nýjar við miðanir og leiðarljós öðrum til að iikja eftir og við mótun markmiða í framfarasókn. — Siík verk veita mikla lifsnautn sem Páll naut í ríkum maali. Ég ætla, að Páll hafi verið þakklátur samfélaginu fyrir að gera honum mögulegt að vinna að hugsjónamáli sinu: upp- græðsiu og ræktun landsins — og þess vegna talið sig gæfu- mann. — Einnig hitt að bændur iandsins — og samíélagið í heild — þakki honum mikið lífs starf, sem mun koma óbornum kynslóðum að notum. Þegar starfssaga Páls Sveins- sonar verður skráð og metin að verðieikum verður hún merkur kafli í framfarasöigu landbúnað- arins og merk saga um lífræn samiskipti mannsins og landsins á okkar tíma. Um ieið og fjöiskylda mdn og éig kveðjum Pál Sveinsson land igræðsiustjóra, með söknuði og þakklæti fyrir langa og trygga vináttu þá votíum við ástvinum hans, Guðmundu Davíðsdóttur, börnum hans oig ættingjum inni lega samúð okkar. Jóhannes G. Helgason. Páll Sveinsson, iandgr#eðslu- stjóri, andaðist að heimili sinu Gunnarshoiti aöfaranótt 14. júlí s.l. Mér sem mörgum öðirum var brugðið að heyra þau tiðindi. Kvöidið áður var ég hjá hon- um um stund, og datt þá sizt í hug feiigð hans, og handtak hans var þétt og hlýtt er við kvödd- umst. Nú er ég leiði huigann að 8 ára kynnum mínum af Páli Sveinssyni kemur fram sú mynd af honum, að hanm haíi verið maður íjós yfiriitum, i með allagi hár, svipurinn ákveðinn en hreinn og drengilyndur. Á þessum árum áttum við mikil og góð samskipti. Vistheimilið í Gunnarsholti tók að sér mörg verk fyrir Landgræðsluna svo sem húsabyggimgar, girðingar- vinnu inni á afréttarlandi og margt fieira oig veigna þessara framlkvæmda hófust kynni okk- ar. Það leyndi sér aldrei hvern hug Páll bar til þess starfs er hann var ráðimn til, landgræðsl unnar, og trú hans á iandið var mikil, og ákafur var hann í að láta verkin tala, og hikaði aldrei við framkvæmdir sem hann hafði trú á að bæru árang ur 'til uppgræðslu landsins. Eftir því sem éig kynntist Páli betur mat ég hann meir, bæði fyrir duignað hans sem kom fram á svo margan hátt, einnig mannkostamanninn sem stund- um virtist svo hrjúfur en er á reyndi var drenglyndur og hjálpsamur. Báðir vorum við féiagar í Rot aryklúbbi Rangæinga og störf- uðum þar saman, en Páll var for seti klúbbsins sl. starfsár. — Klúbburinn naut dugnaða'r hans og fra-msýni, og undir hans stjórn tók klúbburinn að sér uppgræðslu Kirkjuhóls og lands þar í kring, sem er skammt frá Keidum á Rangár- völlum. — Páll var mjög ágfet- ur Rotaryfélagi og umhugað um velgengni klúbbsins. Ég veit að aðrir verða til þess að skrifa um störf Páls oig mun ég ekki gera það hér frek- ar, en ég vil þakka honurn fyrir sérstaklega gott sams'tarf og kynni, og ekki hika ég við að segja að Rangárveilir verði svipminni við fráfall hans, og svo mun fleirum þykja. — Guð- mundu, bömunum og öðrum ætt- inigjum sendi ég og fjölskylda min inmilegar samúðarkveðjur á sorgarstundu. Minningin um góðam mann gleymist aldrei. Skúti Þórðarstm. Föðurbróðir minn, Páll Sveinsson landgræðslustjóri, andaðist að heimiii sinu Gumn- arsholti Rangárvöllum 14. júlí s.l. aðeins 52 ára að aldri. 1 dag fylgja ættingjar og vin- ir honum síðasta áfangann, þvi enn hefur dauðinn höggvið skarð í ástvinahópinn. Og þrátt fyrir þau sannindi að fæðast og deyja sé lífsins saga, stöndum við jafn óviðbúinn hverju sinni. Mikill er missir litlu drengj- anna hans og okkar eldri dren.gjanna hans, því Páll vafði okkur syni Runólfs umhygigju og hafði mikinn áhuga á námi okkar og störfum, sem veeri hann okkar eiigin faðir og börn um okkar afi, og verður þáttur hans aldrei að fullu þakkaður. Fyrir allt þetta flyt ég þér inni- legar þakkir móður minnar og okkar bræðra. Páll frændi var blíðlyndur og tilfinninganæmur að eðlisfari, en gat verið hvatskeytlegur í til svörum, því hann var fljóthuga. Hann var kvikur á velli og snerpumaður mikill. Hann var margra manna maki í hugsun og verkum, það vita þeir, sem þekktu Pál Sveinsson. Hugsjón hans og starf, var að græða upp landið, og það veitti hon- um mi'kla hamingju og gleði að sjá svarta sanda breytast í ið- græn tún. Hann trúði þvi af al- huig, að hægt væri að gera kraftaverk í uppgræðslu hér á íslandi, og ég held að það sé ekki ofmæit þó að fullyrt sé, að hann hafi verið sá maður, sem átti mestan þátt í þvi að sanna það fyrir þjóðinni að það er hægt. Alla ævi hafði hann mest dálæti á því, sem var að vaxa og þroskast. Hann var mjög barngóður og hjartahlýja hans og hjálpsemi var einstök. Ég mun aldrei gieyma tillitssemi og umhyggju Páls við afa og ömmu meðan þau lifðu. Páll minn, það fylgja þér margir þakklátir huigir yíir landamærin mikiu. Ég bið al- mœttið að styðja og styrkja þig Guðtmunda mín, og litlu dreng- ina ykkar, og ástvinina sem eft ir lifa. Við bræður munum alltaf minnast Páls, sem ástriks frænda. Þórhallnr Riinólfsson. Keeri vinur Fregnin um, að þú hefðir kvatt okkur fyrir fullt og allt, kom eins og þruma úr heiðskíru l'Ofti. Það var ekki langt siðan við höfðum ræðzt við siðast viegna ræktunarframkvæmda ökktir Sverris bróður míns, að Sigriðarstöðum til að njóta leið- beininga þinna. Ailtaf varst þú boðinn og bú inn að aðstoða okkur, og skipti þá en.gu máli, hvort það var á helgum eða rúmhelgum degi. Þær voru ekki svo fáar ferð- imar, sem við hjónin komum á heimili ykkar, venjulega á sunnudögum, og jafnan var gest risnin frábær og ráðleggingarn- ar af heilum hug. Oklkar litla land hefur misst ótviriæðain dugnaðanmann og frumikvöðlul, sem hafði allan huig ann við ræíktun örfoka lands, og er skarðið vandfyllt. Það var svo margt, sem þú áttir eftir ólokið. Við stöndum í miki'JIi þakkarskuld við þi'g, sem aldxei verður endurgoldin. Við vottum kionu þinni og sonunum ungu innilega samúð. Megi góður Guð styrkja þau í sinum mikia harmi. Guð blessi minningu þiina. Ingimunður Sigfússon. Síil ER 24300 Höfum kuupendur að öllum stœrðum íbúða f borginni Sérsfaklega er óskað etfir nýtízku 4ra, 5 og 6 herb. sérhœðum. Miklar útborganir lilýja fasteipasalan Laugavegi 12 Sérverzlun lil sölu Lítil sérverzlun í miðborginni til sölu. Tilboð sendist afgr. Morgunbl. fyrir næstu mánaðamót merkt: „Snyrtivörur — 2206“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Hýjung í ruskinnshreinsun Höfum fengið ný efni, sem mýkja og vatns- þétta skinnið og hreinsum einnig krump- lakkskápur og önnur gerviefni. EFNALAUG VESTUIIBÆJAR, Vesturgötu 53 — Sími 18353. ÚTIBÚIÐ Arnarbakka 2 við Breiðholtskjör, sími 86070. Sími 24300. Utan skrifstofutíma 18546. Til hamingju með nýju búðina Ásgeir Viö munum aö sjálfsögöu halda áfram að veita góða þjcnustu á Langholtsvegi 174. Þess vegna höfum við opið í hádeginu alla virka daga, til kl. 20 á föstudögum, og til hádegis á laugardögum. NAFNIÐ ER NÝTT - ANNAÐ ÞEKKJA VIÐSKIPTAVINIRNIR AF GÖÐU. Langholtsval sf. KJÖT- OG NÝLENDUVÖRUVERZLUN LANGHOLTSVEGI 174 SÍMI: 34320.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.