Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1972
17
Að koma írlandi
á réttan kjöl
Eftir C. L.
Sulzberger
LONDON — Hér fýsir fæsta
að sjá frlandsmálið, sem mið-
punkt brezkra stjórnmála,
eins og ,það hefur reyndar
verið í meira en heiia öld. Þar
af leiðandi voru miklar vonir
bundnar við vopnahlé það á
Norður-írlandi, sem nýlega
fór út um þúfur. Kn draum-
urinn um, að ofbeldið taki
enda og hin ógnvekjandi
leyniskytta hverfi af sjónar-
sviðinu, lifir stöðugt.
Til ailra óhamingju hafa ír-
ar tilhneiging'U til að hafa hug
ann meira bundinn við fortíð-
ina en framtíðina. Árlega eru
gengnar skrúðgöngur í tilefni
sigurs mótmælenda við Boyne
árið 1690, iðnnemar marséra
til heiðurs byltingu mótmæl-
enda í Londonderry árið 1688,
og kaþólikkar halda upp á
páskauppreisnina í Dublin
1916. Ýmsar blikur hafa stöð-
ugt verið á lofti í allri
sögu írlands, sem er land-
fræðileg heild þó að stjórn-
málalega sé það margtvístrað.
í dag sjáurn við þar ófagrar
leifar trúarbragðastyrjalda
17. aldarinnar. Þær blandast
inn í gamlar erjur milli ka-
þólskra og skozkra púri-
tanskra innflytjenda, sem
fyrir löngu hafa komið sér fyr
ir á Norður-írlandi. Þetta er
fyrsta stríðið á yfirráðasvæði
NATO, eftir Alsír. Kommún-
ista kalla það fyrstu „þjóð-
frelsishreyfinguna“.
Sambland þessara afla hef-
ur átt ríkan þátt í þvi að gera
sögu írlands að þeirri sorgar-
sögu, sem hún er. Ein afleið-
ing margra ára óvissu og óróa,
er sú að velmegun á N-írlandi
er minni en nokkurs staðar í
Bretlandi, á Suður-írlandi er
hún enn minni. Tilraunir
Lloyd George til að binda enda
á írlandsvandamálið, fyrir
hálfri öld síðan, leiddu til
skiptingar landsins, sem að
mörgu leyti gerði aðeins illt
verra.
Eftir 50 ára yfirráð á Norð-
ur-írlandi einu, hafa Bretar
gert margvíslegar lagaumbæt-
ur, en hvorki hefur tekizt að
skapa jafnrétti né hamingju.
Heimastjórnin, forsætisráð-
herra, rikisstjórn og þing,
sem sat í Stormont-kastalan-
um í Belfast, hafa reynzt ófær
um að ráðast gegn vandanum.
Meirihlutinn, mótmælendur,
hefur komið á fót varanlegri
stjórn eins flokks, og gert
hinn kaþólska minnihluta að
annars flokks borgurum.
Óánægjan er vatn á mylkt
leyniskyttanna. í þrjú ár hefur
vísir að borgarastriði staðið
yfir, sem fer þó vonandi að
taka enda. Eina leiðin fyrir
London-stjórnina, til að
stöðva spilil’inguna var að
koma á fót nokkurs konar vel
viljaðri einræðisstjórn á Norð-
ur-frlandi. Meðal hennar
fyrstu og helztu verka hefur
verið að s-etja lög, sem vinna
skulu gegn misrétti og
tryggja félagslegt og fjármála
legt jafnfrétti.
Nú eru þrír mánuðir síðan
Stormont-stjórnin var lögð
niður, í eitt ár til reynslu, en
litlar líkur eru á því að henni
verði nokkru sinni komið á fót
á ný.
Það sem einkennir stefnu
brezku stjórnarinnar, er vilji
hennar til að koma á bráða-
birgðastjórn, sem séð gæti um
innanlandsmál Norður-írlands
þar til lausn hefur fundizt,
sem aðgengileg er íbúum
beggja hluta landsins. Þegar
eru tilhneigingar til aukinnar
sjálfstjórnar einstakra hluta
Bretlands, svo sem Skotlands.
Ef íbúar Norður-írlands
komast að þeirri niðurstöðu
að morð og eyðileggingar eru
ekki hinar réttu aðferðir til
stjórnmálalegrar tjáningar,
geta skapazt aðstæður, sem
auðveldað gætu lausn mála.
Mæður IRA-manna, fangar,
sem látnir hafa verið lausir og
sóknarprestar hafa reynt að
hafa róandi áhrif og reynt að
kljúfa kaþólska frá öfgamönn
unum. En þá taka hryðju-
verkasveitir mótmælenda við.
Það hefur lengi verið von
margra að innganga Breta og
írska lýðveldisins í EBE,
snemma á næsta ári, muni
færa írsku ríkin bæði nær
hvort öðru. Velmegun í
lýðveldinu muni smám
saman aukast og nálgast
það sem nú er i norð-
urhlutanum, en slíkt muni
auðvelda sameiningu til muna.
En leiðin að takmarkinu er
löng, og atburðarásin er hæg
á írlandi. En lokamarkmiðið
er sameinað írland, með
þingi í Dublin og heimstjórn
i Belfast, til að tryggja rétt og
öryggi mótmælenda.
En á þessu stigi málsins,
þegar byssurnar tala og sjón-
varpið sýnir okkur daglega
göngu grímuklæddra ofbeld-
ismanna um götur Belfast,
eða hleðslu götuvirkja er
ómöguiegt að spá hvenær eða
hvers konar samkomulag geti
náðst. En frumnauðsyn er að
koma írlándi af forsíðum dag-
blaðanna. Bretland má til með
að fara að snúa sér að öðrum
vandamálum, eins og sterlings
pundinu eða sambúðinni í Evr
ópu.
i {
JíeiiriíotkSimtS!
\ / I \ >
Jóhann Hafstein.
AFTURHVARFIÐ
Sjálfstæðismenn gagnrýndu
mjög harðiega afgreiðslu fjár-
laga á s.l. Alþingi fyrir áramót-
in. Þeir töldu útgjaldaaukning-
una alltof mikla, og reyndar ein
stæða, þegar útgjöld fjárlaga
1972 hækka um nærri 50% frá
útgjöldum fjárlaga árió 1971.
Það var ekki hlustað á aðvör-
unarorð Sjálfstæðismanna, en
nú segir forsætisiráðherra í af-
mælisviðtalinu við Morgunblaðið:
ið:
„Það er mín skoðun, að bæði
við fjáirlagaafgreiðsluna og af-
greiðslu framkvæmdaáætlu.nar
hafi boginn verið spenntur til
hins ýtrasta."
Mikið var! Það er að vísu
góðra gjalda vert, þegar menn
sjá að sér, og vilja bæta fyrir
fyrri mistök.
MINNI IiÐA MEIRI
VÍSITÖLUTRYGGING ?
Forsætisráðherra telur það
bjargfasta sannfæringu sína, að
breyta verði reglum um vísitölu
tryggingu launa. Ég vek athygli
á því, að hann telur æskilegra,
að vísitölutímabilið væri lengra,
t.d. sex mánuðir i stað þriggja
nú. Ekki skal ég fortaka, að
siíkt gæti verið skynsamlegra,
ef önnur atriði væru við það
miðuð. Á hitt vil ég benda, að
launþegasamtökin hafa ætíð tal
ið þriggja mánaða biðtíma á út-
reikningi kaupgjaldsvísitölunn-
ar vera sér mjög í óhag, og
sjálf ríkisstjórnin telur, í sam-
bandi við aðgerðir sínar, að
þetta biðtap sé verulegt og það
megi meta mikils að losna við
það, þar sem rikisstjórnin nú
miðar m.a. aðgerðir sínar við
það, að biðtími hverfi. Forsætis-
ráðherra telur einnig, „persónu
lega“, eins og hann segir, að
það væri skynsamlegt að taka
alla skatta úr vísitölunni, þar á
meðal neyzluskatta, eins og sölu
skatt, og einnig áfengi og tóbak.
Þetta er athyglisvert m.a. vegna
þess, að fyrrverandi ríkisstjórn
hafði tekið áfengi og tóbak út
úr vísitölunni á verðstöðvunar-
tímabilinu, sem hún efndi til, en
núverandi ríkisstjórn fa.nnst al-
veg bráðnauðsynlegt að taka
áfengi og tóbak aftur inn í vísi-
töluna, þegar hún tók við völd-
um, og hefur svo hækkað verð
á áfengi og tóbaki tvisvar síð-
an, auðvitað með hækkandi
verkunum á framfærsluvisitölu
og meiri verðþenslu. Ríkis-
stjórninni þótti líka nauðsyn-
legt að afnema með bráðabirgða
lögum frestun tveggja vísitölu-
stiga um einn mánuð á s.l. sumri
en nú er miklu fleiri vísitölu-
stigum frestað fram undir ára-
mót. Það er ekki óeðlilegt, að
menn spyrji um samræmi i orð-
um og athöfnum stjórnvalda,
þótt efnislegt mat á þeim geti
verið með sitt hverjum hætti.
Þess er aðeins að vænta, að
hæstvirtum forsætisráðherra
hafi lánazt fyrir áramóti'n að ná
samkomulagi við launþegasam-
tökin á grundvelli hugleiðinga
sinna um vísitölutrygginguna,
og af því megi þá leiða meiri
festu i efnahagskerfinu.
MÐSTJÓRNARVAUDIÐ
Forsætisráðherra telur „alls
enga aukningu miðstjórnarvalds
hafa átt sér stað“ í tið núver-
andi ríkisstjómar. Hvaða skiln
ing leggur forsætisráðherrann i
„miðstjómarvald"? í sjálfum
stjórnarsáttmála rikisstjórnar-
innar, stendur m.a.: „Ríkis-
stjómin einsetur sér, að efla
undirstöðuatvinnuvegina á
grundvelli áætlunargerðar und-
ir forystu rikisvaldsins. Koma
skal á fót Framkvæmdastofnun
ríkisins, sem hafi með hendi heild
arstjórn fjárfestingarmála og
frumkvæði í atvinn»imálum.“
Ber ekki forysta ríkisvaldsins,
heildarstjórn f járfestingarmála
og frumkvæði í atvinnumálum
af hálfu Framkvæmdastöfnunar
ríkisins neinn vott um mið-
stjórnarvald? Hin sósíalistiska
Framkvæmdastofnun ríkisins,
sem nú hefur verið sett á lagg-
imar, er þegar flutt í nýtt og
mikið húsnæði, þótt forsætisráð
herra hafi talið í umræðunum
um frumvarp til laga um Fram-
kvæmdastotfnun, að engin starfs
mannaaukning myndi eiga sér
stað sem afleiðing slíkrar lög-
gjafar. 1 þessari stofnun ráða
ríkjum þrír pólitískir „kommiss
arar“ rikisstjórnarinnar, þrír
pólitískir yfirmenn eða forstjór-
ar eða hvað menn nú helzt
vilja kalla þá, og þarna eru mál
in vissulega vegin og metn eftir
mælikvarða miðstjórnarvalds
ins. Hér er um ógeðfellt póli-
tískt miðstjórnarvald að ræða í
slíkri stofnun, og það er rauna-
legt, að forsætisráðherra, sem
einnig er formaður Framsóknar-
flokksins, skuli ekki gera sér
grein fyrir slíku, ef marka má
ummæli hans í afmælisviðtalinu.
Sama er að segja um miðstjóm
arvaldstilhneiginguna í raforku
málum þjóðarinnar. Raforku-
málaráðherra vill þar láta öll
völd vera á hendi einhvers
„yfirtopps", eins og fram kom í
þingsályktunartillögu hans á A1
þingi í vetur, enda þótt hún
næði þá ekki fram að ganga.
Hann hefur hins vegar ekki lát
ið sér segjast og sagt er, að
hann sé þegar farinn að fram-
kvæma áform þessarar tiliögu,
sem hlaut ekki náð fyrir augum
þingmanna. Forsætisráðherrann
virðist ekki sjálfur ráða við
þennan undirmann sinn, sem nú
er farin að láta leggja línu á
milli. Norðu-rlands eystra og
Norðurlands vestra, en forsætis
ráðherra segir, „ég persónulega
hefði kosið aðra lausn á raf-
orkumálum Norðurlands vestra
en nú virðist fyrirhuguð." En
það er einmitt eftirtektarvert,
að i framkvæmd raforkumála á
Norðurlandi nú er „miðstjórn-
arvaldið" einmitt í stríði við hér
aðsstjórnirnar, vilja fólksins
sjálfs heima í héruðunum.
UTANRÍKISSTEFNAN
ÓSJÁLFSTÆÐ?
Þótt ég geti ekki óskað for-
sætisráðherra til hamingju með
stjórnarferilinn á fyrsta valda-
ári hans, þá líkar mér vel það,
sem hann segir 1 niðurlagi af-
mælisviðtalsins við Morgunblað
ið. Minnt er á ágreininginn inn-
an ríkisstjómarinnar um páska-
leytið um lengingu flugbrautar
á Keflavikurflugvelli, sem
kommúnistar mótmæltu og
sögðu um eftirfarandi var'O-
andi mótmæli sín eða stefnu:
„Slík stefna er forsenda þess, að
við getum í verki framkvæmt
sjálfstæða utanríkisstefnu." Um
þessi viðhorf kommúnistanna í
ríkisstjórninni segir forsætis-
ráðherrann orðrétt: „Þessi orð
ráðherranna hafa auðvitað sitt
gildi fyrir þá. Þeir hafa sagt
það, sem þeir viidu segja. Ég er
að sjálfsögðu ekki sammála
þeim.“ Ég virð: forsætisráðherr-
ann fyrir þessa ofanígjöf við
tvo ráðherra í ríkisstjóminni og
vænti þess, að hann láti ekki
síðar á sér bilbug finna.
Aiaktunarorð
Af framanrituðu verða m.a.
eftirfarandi ályktanir dregnar:
I. Hvergi í vestrænum lýðræðis
löndum gæti hugsazt samstjórn
fleiri flokka, sem ekki væri
sjálfri sér samkvæm í utanrík-
is- og varnarmálum.
II. Engin ríkisstjórn fyrr eða
síðar hefir hleypt heimdragan-
um sem þessi, — hún er sjálfri
sér ósamkvæm í sérhverri að-
gerð á sviði efnahagsmála, —-
nema þegar hún lætur reka á
reiðanum og hefst ekki að.
III. Ríkisstjórnin vanvirðir al
gjörlega launþegasamtökin.
Hún gefur hluta af þeim kost á
þvi að láta aðgerðir stjórnar-
innar óátaldar. B.S.R.B. er al-
gjörlega hunzað.
IV. Enginn veit, að hverju
stefnir um verðtryggingu launa.
V. Fjármál ríkisins eru í hinni
mestu óreiðu, hallabúskapur rík
issjóðs í mesta góðæri til lands
og sjávar.
VI. Miðstjórnarvald Fram-
kvæmdastofnunar á að lokum
að vera sú forsjón, sem treysta
skai á.