Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLl 1972 -m te* SJOMANNASIÐA f UMSJÁ ÁSGEIRS JAKOBSSONAR Svartolíudraumurinn Allir eigum við ckkur ein- hverja drauma, en i gamla daga voru þeir meir i ætt við him- in en jörð. Nú gerist allt jarðlegra eins og Snorri spáði um mannskepnuna en þegar svo er ko-mið að okkur er farið að dreyma stanzlaust svartolíu, þá komumst við vist lengra niður i jarðlægum draumum. Þetta er ekki meint þannig að verra sé að láta sig dreyma um svartoiiu en eitthvað annað, heldur að- eins til að benda á hvernig draumar okkar hafa færzt úr himinhvolfinu og niður á jörð- ina. Þennan inngang ber bví að skoða sem menningarsögu- lega athugasemd. Þessi svartolíudraumur margra ágætra manna hérlendis um þessar mundir er áreiðanlega enginn fjarstæðudraumur enda mjög jarðbundinn sem áður seg- ir. En það eru mörg Ijón áreið- anlega á veginum áður en hægt verður að nota þessa þungu oliu á dísilvélar i fiskiflota okkar. Og það virðist vera staðreynd, að það þurfi að byggja vélam- ar sérstaklega til notkunar þess- arar olíu eða að minnsta kosti taka tillit til þess við hönnun vélanna. Nú er um margar gerðir af svartolíu (fuel oil) að ræða en sú olía, sem hér er höfð í huga er 1500 sec. olía eða raunveru- leg „svartolía." Það er alveg víst, að þeir menn, sem vilja láta rannsaka ýtarlega, hvort við get um notað þessa ódýru olíu á fiskiflotann hafa mikið til síns máls og kannski á framtíðin eft- ir að sanna þeirra mál, en eins og sakir standa kemur álmenn notkun þessarar olíu í vélum fiskibáta ekki til álita eða það skilst mér að sé álit manna, sem reyna að gera sér grein fyrir staðreyndum málsins. Það er sérstaklega einn „fak- tor“ sem er næstum al- ger þröskuldur í veginum, og það er, að ekki er vitað um aukið slit á vélunum við notk- un svartolíunnar. Meðan ekki liggja fyrir sannanir um þetta atriði málsins er aliltof mikil áhætta að taka upp þessa oliunotkun. Kostnaðurinn við uppsetningu á forhitunarkerfinu og vin.ian við gæzlu þess eru og mikilsverð atriði, einkum hið síðar talda, þar sem stefnan er sú að fækka mönnum í vél. En það er ekki á mínu færi að fara út í einstök tæknileg atriði, á það hefur verið bent af sérfróð- um mönnum að gálag og gang- hraði véla í fiskibátum séu svo sibreytileg að þessi gerð skipa þurfi brennsluhæfari olíu en tii dæmis langferðaskip og mér ekki kunnugt að svartolía sé nokkurs staðar í Evrópu notuð á dísilvélar fiskiskipa, nema kannski þeirra allra stærstu með vélar um eða yfir 2000 hest- öfl. Þetta mál hefur verið mikið rannsakað af vélaframleiðend- um, sem skiljanlega vildu gjarn- an geta auglýst það, að vélar þeirra gætu notað ódýrustu olíu tegundina. Olíufélögin hafa einn ig rannsakað málið mikið. Slíkir aðilar hafa yfir að ráða margir hverjir miklum rannsóknarstof- um mönnuðum færustu sérfræð- ingum, sem ekki sýsla við ann- að en slíkar rannsóknir árum saman. Það er sagt að við ætlum að stofna nefnd til að leysa málið væntanlega skipaða hæfum vinstri mönnum eins og niður- suðunefndin sæla. Það verður upplit á þeim hjá Shell, BP og Olíufélaginu, þegar þeir fá i hendur álitsgerðina..... Sumum sýnist að hér sé margt viðráðanlegra verkefna innan- lands í sambandi við fiskiflot- ann, en máski lætur okkur bet- ur að fást við heimsvandamál af ofannefndu tagi en þá smá- steina, sem hér liggja í götu okkar víða...... Fimmtudaginn 18. maí birtist í Morgunblaðinu viðtal við for- stöðumaður Hafrannsóknastofn- unarinnar, þar sem hann segist hafa fengið bréf utan af miðum upp á það, að Bretar veiði orðið meira en góðu hófi gegni af smáfiski. Forstöðumað- urinn sagði það mjög alvarlegt mál, hvemig Bretar lægju í srmá- fiskiinum fyrir norðan og boð- aði, að Hafrannsóknastofnuinin hefði í huga að fá sér bát og fara út og kíkja í pokann hjá Bretunum. „Hins vegar,“ sagði forstöðumaðurinn, „megum við Islendingar ekki síður passa okk ur á smáfiskinum sjálfir." Þetta er áreiðanlega sannleikur þó að farið sé að slá i hann. Smáfisk- veiðar Breta eru búnar að vera íslendingum þyrnir í augum um áraraðir. Árið 1966 skriíaði Jón Jónsson, þá forstöðumaður Haf- rannsóknastofnunarinnar og sá maður, sem mest hefur fylgzt með þorskveiðum hérlendis sið- an Bjami Sæmundsson leið, grein í Ægi, sem síðan var sér- prentuð. 1 þessari grein rekur hann skilmerkilega smáfiskveið- ar Breta og sýnir fram á það, að Bretar veiða hér lang mest 50—54 sm. fisk, 3—5 ára gamlan og 74% af heildarafla þeirra hér við land var þorskur undir 70 sm eða ókynþroska. Við gerum nú um þessar mundir mikinn gauragang í blöð um út af veiðum okkar eigin manna á hrygningarstöðvunum og finnst mér það furíiuleg skrif einmitt nú ekki sízt þegar miklu meiri ástæða virðist til að gera mikið veður út af smáfiskveið- um útlendinganna, einkum Bret- anna. Miklar smáfiskveiðar eru hættulegri stofninum en veiðar á hrygningarslóðunum. 1 hundr- að þúsund tonna afla af smá- fiski 3-5 ára gömlum þarf hátt í 100 milljónir fiska, en ekki nema 10-12 nnlljónir í sama magn tek- ið á hrygningarslóðunum eða ef við snúum dæminu við þá hefðu þessir 100 milljón smáfiskar lagt sig á 7-800 þúsund tonn, ef þeim hefði gefizt timi til að vaxa þar til þeir komu inn til hrygningar. Ef við ætlum því að skammta okkur árfega aflamagn af mið- unum eins og hlýtur að verða, þá finnst mér augljóst að sem mest af fiskinum sé einmitt tek- ið á hrygningarslóðunum en ekki uppeldisslóðunum. Og jafn- vel þótt engin hiámarksveiðitak- mörk séu tekin upp, þá verður ævinlega miklu hagkvæmar að drepa fiskinn fullvaxinn fremur en hálfvaxinn. fsafjörður Til sölu verzlunarhúsnæði Mánagata 2. Eignarlóð. — Upplýsingasími 3201. Hestamót Skagfirðinga verður að venju haMið á Vindheimamelum um Verzlunarmannahelgina. Hefst það með firmakeppni góðhesta kl. 2 á sunnudag 6. ágúst. Áhorfendur kjósa sjálfir álitleg- asta hestinn. í kappreiðunum, sem á eftir fara verður keppt í eftirtöldum h'aupum: 250 m skeiði 1. verðlaun 8 þús. kr. 250 m folahlaup 1. verðlaun 3 þús. kr. 400 m stökki 1. verðlaun 5 þús. kr. 800 m stökki 1. verðíaun 8 þús. kr. Metverðlaun 5000 kr. 800 m brokki 1. verðlaun 2 þús. kr. Tilkynna þarf þátttöku kappreiðahrossa til Sveins Guðmundssonar, Suðárkróki fyrir 3. ágúst. Aðgangseyrir 200 kr. fyrir 12 ára og eldri. Yngri mótsgestir fá ókeypis aðgang. Góðar veitingar á hóflegu verði. SKAGFIRÐINGAR! FERÐAFÓLK! Verið velkomin á Vindheimamela sunnu- daginn 6. ágúst. STÍGANDI — LÉTTFETI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.