Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1972 egar við setningu nýju skattalaganna lá fyrir, að þau myndu annars vegar hafa í för með sér mikla aukningu skattbyrðarinnar í landinu og hins vegar þrengja svo að sveitarfélögunum, að mjög orkaði tvímælis, hvort þeim reyndist unnt að koma fjárhagsáætlunum sínum þannig saman, að unnt yrði að halda uppi eðlilegri þjón- ustu og nauðsynlegum fram- kvæmdum. Þetta hvort tveggja er nú komið á daginn. Eini raunhæfi mælikvarð- inn á, hvort skattbyrði auk- ist eða ekki, er sá, hvort heildarálögurnar eru meiri eða minni en tekjuaukning- in. Þetta liggur nú fyrir í Reykjavík og þar lítur dæm- ið þannig út, að heildarálög- urnar hafa hækkað um 49,24% hjá einstaklingum, meðan tekjuaukningin nem- ur aðeins 26,5%. Þótt skattbyrðin hafi auk- izt svo mjög í heild, kemur það eingöngu ríkissjóði til góða, þar sem nýju tekju- stofnalögin hafa mjög þrengt að sveitarfélögunum. Má benda á í því sambandi, að tekjuskattar einstaklinga í Reykjavík hafa hækkað um 206,6% frá fyrra ári eða um 1103 millj. kr., en tekjuút- svörin einungis um 14,9% eða um 145 millj. kr., þrátt fyrir það að 10% álagsheim- ildin hafi verið notuð. Að vísu kemur hér fleira til eins og niðurfelling nefskattanna, en breytir þó engu um þá heildarniðurstöðu, að í skatta- lagabreytingarnar var ein- göngu ráðizt til þess að afla ríkissjóði meiri tekna. Eins og fram hefur komið nýttust tekjustofnar Reykja- víkur ekki betur en svo, að nauðsynlegt hefur reynzt að skera framkvæmdir niður um 123 millj. kr., þrátt fyrir það, að allir tekjuöflunar- möguleikar lögum samkvæmt hafi verið notaðir, en sl. ár var gefinn afsláttur bæði á útsvari og aðstöðugjöldum. Enn meiri hefði niðurskurð- urinn orðið, ef ekki hefði verið gripið til álagsheimild- arinnar á fasteignagjöld og útsvar, eða sem nemur 274 millj. kr. til viðbótar. Allir sjá, til hvers það hefði leitt, þegar framkvæmdafé borgar- innar er 588 millj. kr. á fjár- hagsáætlun og er hætt við, að þá hefði lítið farið fyrir byggingu skólá og barna- heimila á árinu. Það fór og svo á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld, að fátt varð um svör hjá minnihlut- anum, þegar hann var um það spurður, hvernig hann vildi mæta slíkri tekjuskerð- ingu borgarinnar. Borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins lagði þó til, að aðstöðugjöldin yrðu hækkuð á næsta ári um- fram það, sem nú er beimilt lögum samkvæmt. Álagningu er nú lokið í flest- um kaupstöðum landsins og er svipaða sögu að segja af því, hvernig nýju tekju- stofnalögin hafa komið út hjá þeim. Aðeins er vitað um þrjá kaupstaði, sem hvorki hafa sótt um álagsheimild á útsvör né fasteignagjöld. Eins og áður er að vikið, nemur hækkun heildarskatt- byrðarinnar nærri 50% á sama tíma og tekjuaukningin er rétt rúmlega helmingi minni. Það var því næsta furðulegt að heyra það frá fyrsta borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, að rösklega 50 manns hefðu ástæðu til að vera óánægðir með skattana, þegar hækkunin nemur hvorki meira né minna en einum milljarði kr. milli þess ara tveggja ára. Það er og mála sannast, að aukning skattbyrðarinnar er veruleg á allan þorra manna, en þó hvergi jafnmikil og hjá ör- orku- og ellilífeyrisþegum. Á það má og benda, að á sl. ári hefur verðbólgan vax- ið með slíkum hraða, að launahækkanirnar hafa verið étnar upp jafnóðum og þær hafa komið. Hinn almenni borgari getur því ekki sótt peningana þangað, þegar hann verður krafinn greiðslu á sínum opinberu gjöldum. í raun munu skattahækkanirn- ar því koma út sem hrein kjaraskerðing frá fyrra ári, og er hætt við, að margur maðurinn hafi lítið afgangs í launaumslaginu til að lifa af það sem eftir er ársins, þegar skattheimtan er búin að taka sitt. Úitgfifandi hf Átvakut', R&ýkijavík Rt'ðm'kva&mdastjúri Har&idur Svems*on. Rtetfóirar Mattthlas Johannessen, Eýijólifur Konráð Jónsson A9sto8arritst}ón Styrtnic Gutrnarsson. Ritslijórn'arfulltrúi Þtorbljörn Guðnnundsson Fréttastjóri Björn Jólhannsson Auglýsingas-tröri Ámi Garðar Kristinsson Ritstjórn og afcfreiðsl-a ASa'lstraeti 6, sími 1Ö-100. ■Augil’ýsingar Aðalstræti &, sími 22*4-60 Askrrftargjafd 225,00 kr á 'mánuði innanlanoís I fausasöTu 15,00 Ikr einta’kið ÁLÖGURNAR HÆKKA UM 49,2% - LAUNIN UM 26,5% „Eiga að finna leið“ Oíkisstjórnin hefur nú kunn- gert, að hún hafi sett á laggirnar sérstaka nefnd til þess að leita viðhlítandi úr- ræða í efnahagsmálum. Með því hefur hún í rauninni við- urkennt, að henni hefur al- gjörlega mistekizt og að nú steðji að slíkur vandi, að við hann verði ekki ráðið með venjulegum hætti. Er þetta næsta ömurlegur vitnisburð- ur um eins árs stjórnarsetu þessarar ríkisstjórnar, eink- um þegar höfð er hliðsjón af því, að við stjórnarskiptin var hagur ríkissjóðs og at- vinnuveganna með ágætum. En það er ekki aðeins, að ríkisstjórnin hafi skipað nefnd til að leysa vandann. Hitt vekur ekki síður athygli, hverjir hafa valizt í hana. Að meirihluta til eru það menn, sem ýmist voru fylgjandi eða með í ráðum um efnahags- stefnu fyrrverandi ríkis- stjórnar. Gefur það sannar- lega tilefni til að spyrja, hvort ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar hafi fallið frá þeirri stefnu í efnahagsmál- um, sem boðuð var í málefna- samningnum, og hyggist feta í fótspor viðreisnarstjórnar- innar. Að minnsta kosti bar frásögn Þjóðviljans um nefndarskipanina í gær yfir- skriftina, að þeir „eiga að finna leið i efnahagsmálum", leið, sem ríkisstjórninni hef- ur ekki tekizt að finna fram að þessu. Því miður bendir þó margt til þess, að nefndarskipunin sé aðeins til málamynda, — að innan ríkisstjórnarinnar sé hvorki djörfung né sam- staða um nauðsynlegar ráð- stafanir, eins og nú er kom- ið. M argar blikur á lofti Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins ritar um stjórnarafmæli og straumhvörf Ég verð að biðja ríkisstjórn- ina velvirðingar á því, að ég minntist hennar ekki sérstak- lega á afmælisdaginn þann 14. júlí. En afmælisrabb forsæt- isráðherra við Morgunblaðið sama dag gefur mér kærkomið tilefni til þess að bæta úr skák. SITTHVAO: „LÆKKCN" OG „HÆKKDN" Forsætisráðherrann telur, í þessu viðtali við Morgunblaðið, að „hrunadans kostnaðarverð- bólgunnar með taprekstri,“ eins og forráðamenn Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri nefna það og vitna til hinna gífurlegu verð hækkana á bessu ári, beri ekki vott um bað. að stiórnarstefnan hafi mistekizt. Því til staðfest- inear, segir forsætisráðherra: „Auk bess er það nú svo, að ýmisleet er bað, sem stiórnvöld ráða ekki við. Viðreisnarstjórn- in taldi sig ekki ráða við verð- lagslækkanirnar á útflutnings- afurðum 1967 og 1968, sem ekki var von. Við höfum ekki heldur ráðið við geneishækkanir, sem orðið hafa i viðskintalöndum okkar í Evrópu og óhjákvæmi- lega hafa átt sinn þátt í verð- hækkunum hér.“ í>á hafa menn það! Forsætisráðherra finnst ekki nema eðlilegt, að Viðreisn- arstjórninni hafi reynzt erfitt að ráða við það hrun, sem við þurftum að þola á árunum 1967 og 1968, þegar verðmæti útflutn- ingsframleiðslu okkar féll um fast að helmingi á tveimur ár- um. f>essu líkir hann nú við, að núverandi ríkisstjórn eigi erfitt með að ráða við gengishækkan- ir, sem orðið hafi í viðskipta- löndunum í Evrópu. Að sjálf- sögðu leiða þessar gengishækk- anir þar til þess, að verð útflutningsafurða okkar, sem þar er selt, hækkar sem þeim nemur í krónum. Samhliða þessu hafa svo við- skiptakjörin batnað með veru- iegum verðhækkunum á íslenzk- um mörkuðum á útflutningsvör- um okkar. Útflutningsverðmæt- in hækka sem sé i stað þess, að áður féllu þau eða iækkuðu um nær helming á skömmum tíma. Flest er nú það, sem veldur þess- ari ríkisstiórn vandkvæðum. Ríkisstjórnin lækkaði gengi krónunnar um áramótin. Við- skiptaráðherra hafði áður sagt, að ef dollarinn lækkaði, þá mætti einnig líta á það, að út- flutningsverðmæti okkar væru um 60% seld í dollurum, en um 40% í öðrum gjaldeyri, og ef annar gjaldeyrir hækkaði, þá væri eðlilegt að taka mið af þessu og fara bil beggja. Þetta var ekki gert, heldur krónan lát- in fyigja algjörlega doliaranum i lækkuninni. Þetta hefur svo leitt til þess, að um 40% af útflutnings verðmætunum hafa hækkað í krónutölu vegna lækkunar gengis krónunar gagnvart þeim. Auðvitað átti þá að vera hægur vandi af þessum sökum að mæta hækkun á aðfluttri vöru frá þessum löndum. En rikisstjórnin var þá ekki enn farin að hugsa um, að hún þyrfti að stýra efna- hagsmálum þ.jóðarinnar af raun- sæi og festu og taka m.a. mið af því, sem gerðist á sviði gjald- evrismála. VIDHORF OG MÓTM/ELI LATJNÞEGASAMTAKA. Forsætisráðherra telur i af- mælisviðtalinu, að ályktun Al- býðusambandsins hafi ekki ver- ið vantraust á stjórnarstefnuna, en neitar hins vegar ekki, að bað hafi verið vissir skuggar á efnahagsmálum og verðþenslu- ástand, eins og hann orðar það. Nú vil ég á það minna, að Alhvðusambandið og samtök þess fengu rnjög lítinn fyrirvara, til þess að t.já sig um ráðagerðir ríkisstiórnarinnar. Fyrst í stað voru þær aðeins fluttar þessum samtökum munnlega. Síðar, þeg- ar ráðstefna samtakanna var haldin um helgina, lágu fyrir „minn;satriði,“ eins og það var orðað, á biaði. Það mega því teljast næsta einkennileg vinnu- brögð, að ráðstefna A.S.Í. skyldi hafa orðið fyrst til þess að kynná á opinberum vettvangi ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, bæði 1 blöðum og Ríkisútvarpi. Það má kannski til sanns vegar færa, að það sé ekki vantraust á ríkisstjórninna að láta ráð- stafanir hennar „óátaldar," eins og fólst í ályktun ráðstefnu Al- þýðusambands íslands, sem jafn framt sagði eftirfarandi: „----- í þeirri afstöðu felst ekkert af- sal neinna þeirra réttinda eða kjarabóta, sem í gildandi kjara- samningum aðila vinnumark- aðarins felast." í ályktun ráðstefnunnar sagði ennfremur: „Verðlagshækkanir hafa að undanförnu orðið veru- lega meiri en fyrir varð séð og áætlað var, er kjarasamningar voru gerðir í desemberbyrjun á s.l. ári, og enn er auðsætt, að ef ekki verður að gert verða miklar hækkanir síðari hluta þessa árs. Má ætla, að hækkan- ir framfærslu og kaupgjaldsvísi- tölu verði af þessum ástæð- um frá samningsgerð 4. desem- ber s.l. orðnar álika og ætlað var, að þær yrðu orðnar seint á árinu 1973.“ Finnst ekki ráð- herrunum, að í þessu felist neitt vantraust? Einkum og sér í lagi, ef haft er í huga, að á það var ekki dregin nein dul á þessari ráðstefnu A.S.Í., að það væri fyrst og fremst vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar sjálfrar, sem efnahagsmálin væru nú gengin úrskeiðis. Þetta vita allir þeir mörgu, sem þessa ráðstefnu sátu, og geta borið því vitni. Ennfremur sagði í ályktun ráð- stefnunnar: „Ráðstefnan telur þessa þróun verðlagsmála hina iskyggilegustu fyrir aila viðkom andi aðila, launafólk, atvinnu- reksturinn og efnahagskerfið í heild. Fvrir iaunafólk hýða hin- ar öru ne miklu verðlap'shrekk- anir stnðupt rvrnandi raunveru- legan kaupmátt, bar sem hluti hækkana mikilsverðra nauð- synia er ekki bættur í kaup- greiðsluvísitölu (landbúnaðar- vörur) og neyzlusamsetningu lág launafólks er þann veg farið, að vísitölukerfið mælir því naum- lega bætur.“ Felst nokkur van- trauststónn í þessu? Svo er á það að minna, að sama dag og forsætisráðherra átti afmælisviðtalið við Mbl„ birtir Bandalag starfsmanna rík- is og bæja, sem hefur inn- an sinna vébanda alla starfs- menn ríkisins sjálfs, að hug- myndir ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir hafi alls ekki verið sýndar B.S.R.B. Síðan seg- ir í ályktun stjórnar B.S.R.B.: „Bandalagið ítrekar margendur- tekin mótmæli við því, að kaup- gjaldssamningum aðila á vinnu- markaðinum sé breytt með lög- um í stað samninga." Stjóm Bandalagsins mótmælir þannig ráðstöfunum rikisstjórnarinnar og telur, að í þeim felist breyt- ing á gerðum kjarasamningum. Þessi breyting er framkvæmd með bráðabirgðalögum, ekki einu sinni þannig að farið, að Alþingi gefist þess kostur um málið að fjalla, fyrr en í formi staðfestingar bráðabirgðalaga, þegar ráðstafanirnar eru gerð- ur hlutur. Forsætisráðherra hlýt ur að hafa verið í góðu afmæl- isskapi, ef hann ekki hefur gert sér grein fyrir þvi vantrausti, sem í þessari afstöðu hinna stóru launþegasamtaka B.S.R.B. felast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.