Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1972
1'ÍHIIifT
í KVIKMYNDA
HÚSUNUM r
ÍIMIBIIXU
** góð,
* sæmileg,
Sig. Sverrir
Pálsson
*** mjög góð, ★*★★ Frábær,
léleg,
Erlendur Sæbjörn
Sveinsson Valdimarsson
NÝJA BÍÓ: LEIGUMORÐ- INGINN ] John Cunnlngham (James Co- burn) er kaldrifjaOur leigumorð- ingi. Nokkurs konar yfirmaöur hans, Ramsey Williams, sendir hann sina fyrstu för til Evrópu i þeim tilgangi að drepa þar þrjá menn, þann fyrsta á Spáni, ann an 1 Briissel og siðan þann þriöja, sem ekki er gefinn upp að svo stöddu. Cunningham gengur ötullega til verks en verður ekki eins ágengt i kvennamálum þar sem kynni hans og Sheilu á Spáni leiða til þess að hann getur ekki hjá öðrum sofið. Þegar kemur að þriðja fórnarlambinu skipast heldur betur veður 1 lofti og sér Cunningham starfa sinn I nýju ljósi. Eftir það rikir ástin ein. A- Nafnið er villandi, sérstak- lega það upprunaliega, svo og mieðfylg j andi aiuglýsinga- skrum, nema orðið „sérstæð", sem ávalt er svolítið vafa- samt. Sérstæðar myndir breyta oftast út af þvi venju lega, — gott; en þegar þær verða svo verri en sú venju- Lega hefði getað orðið, — mjög slæmt. Það er til lítils að ergjast út af þvi að fyrirbæri eins og Leigumorðinginn skuli veira tafllð til kvikmynda og sé boð ið til sýningar af blygðunar- liausum framleiðenduim. En hitt er sárgrætilegt að Nýja Bíó, sem eitt sinn var höfuð mienningarstöð bæjarins, sikuli geta sóma og sögu sinnar vegna lagzt svona lágt.
Hafnarbíó: notaður til skttverka og hafður að háði og spotti. En hann snýr taflinu við og gengur 1 gegnum ýmsar mannraunir til að ávinna sér álit Indíánanna, og þá sérstak lega dóttur höfðingjans. Það geng ur honum allt I haginn unz til bardaga slær við nágrannaætt- stofn. Þá deyja vinir hans og kona, svo hann snýr á braut. ★★ Vel gerð mynd, stöku sinnum fyndin, en til hvers er hún gerð? Sem lýsing á hátt- um og hugsunarhætti Sioux- Indiána er sagan bara hálí- sögð, og niðurstaða Morgans, að menn séu ekki svo ólíkir innst inni þrátt fyrir ólíkan hugsunarhátt og siði, er tæp- iega frumleg. Saklaus ævin- týramynd þegar bezt lætur. icJck Eftir allan þann ara grúa Indíánamynda, sem gerð ar hafa verið, má það furðu gegna hve takmarkaða mynd þær hafa gefið af Indíánuim. Spurðum við okkur aldrei að því hvers konar manneskjur Indiánar væru, vegna ánægj unnar yfir því að sjá kynbræð ur okkar murka úr þeim lífið? Þá spurningu og e.t.v. sam- vizkubit vekur þessi mynd. ★★★ Stórkostleg mynd. Auðsætt er að leikstjórinn hef ur gjörkynnt sér siði og venj- ur Indíána og gefur það mynd inni stóraukið gildi og ein- staka stemmningu. Leikur Dame Judith Anderson og Jean Gascon getur ekki betri verið.
1 ÁNAUÐ HJA INDÍÁNUM Myndin segir frá hvitum manni sem er tekinn til fanga af Indiánum. 1 fyrstunni er hann
Tónabíó: þar sem hún hjú. Virgil Tibbs, leynilögreglumaöur, er fenginn til að vinna að lausn málsins, en svo vill til, að Sharpe er einn aí nánustu vinum hans. Málið verð ur þvi Tibbs erfitt viðfangs, eink um þegar dugnaður hans og tæknileg snilli veröa til þess eins að auka líkurnar á sekt Sharpe. Ýmsir aörir skelfast þó mjög rannsókn málsins. Tibbs á i hörðu stríði við sjálfan sig, en Valerie, eiginkona hans, reynir að veita honum þann styrk sem hún má. Samlíking við fyrri mynd Tibbs væri móðgun; eins og aðrar eftirlíkingar er hún að- eins svipur hjá sjón. Annars virðist þessi mynd vera gierð fyrir hinn svarta kvikmynda húsgest (Nb. val í hlutverk, hvítir eru skúrkar og/eða asmar), en myndir með svört um hetjum fyrir svartan mark að færast mjög í vöxt. ic Samanburður við „In the Heat of the Night“ er óhjá- kvæmilegur. Svipuð gæði eru nú hvergi sýnileg og Mr. Tibbs búinn að vera. Ofur- snilld hans er hlaegileg (og þar með grundvöllurinn fyrir gerð myndarinnar) þegar mót leikinn vantar. Kvikmynda- lega sem efnislega er myndin eins og grautur í klatta.
NAFN MITT ER MR. TIBBS Kona nokkur, Joy Sturges, hef ur verið myrt. Prestur einn, Log- an Sharpe, sást yfirgefa húsið
Laugarásbíó: Leon Uris, og var m.a. íram- haldssaga 1 Vikunni. Fjallar um njósnir og undirferli kalda striðs- ins, baktjaldamakk og undir- íerli stórveldanna. Kúbudeilan fræga kemur við sögu. Eins er leitazt við að íletta ofan af hættuiegasta njósnara Rússa. sem var háttsettur embættismað- ur i Frakklandi. en lét aldrei neitt á sig sannast. ★ Það er sárt að horfa á „Topaz“ og vita, að myndin er gerð af Alfred Hitchcock. Myndina vantar alla spennu, persónusköpun er engin. Myndin er yfirborðskennd og eins og byrjandi hafi verið að fálma sig áfram. Af þremur mismunandi endalokum hefur sá versti hlotið almenna út- breiðslu, — en það mun ekki sök Hitchcocks. lAr Með „Topaz“ bregzt Hitch- cock aigerlega vonum aðdá- enda sinna. Handritið er hon- um ósamboðið, útþynnt, hlægi leg Rússagrýla, sem ómögu- legt er að trúa. Dramatísk uppbygging stórgölluð. Kvik- myndataka er óvönduð og leikstjórn léleg. ★ Hér er meistari Hitchcock langt frá sínu bezta. Persónu- sköpun engin, og frábær bók Uris slitruð niður. Leikur al- ur af vanefnum. En þó bregð- ur stöku sinnum fyrir hand- brögðum meistarans, en það er ósköp langt á milli þeirra.
TOPAS Kvikmyndin „Topaz" er eins og flestir vita, byggð á metsölubók
Háskólabíó: þegar fjöldi flugferða, sem þeir aurfa að fljúga til að ljúka skyld- anni er stöðugt aukinn, reynir Yossarian að fá Doc Daneeka, lækninn, til aö gefa sér vottorð im að hann sé brjálaður og geti ;kki flogið. En Doc skýrir þá út ■yrir honum Catch-22: Enginn Seilbrigður maður mundi vilja tljúga; þeir sem vilja fljúga nljóta að vera brjálaðir. Þetr, sem vilja hins vegar hætta, hljóta að vera heilbrigðir og þess vegna er ekki hægt að leyfa þeim að hætta. 3vo það er engin lelð út. ★★★★ Stórkostleg mynd, ofboðsleg kvikmyndataka, frábær leikur (Alan Arkin). Nema hvað það er einn Ijóður: Smekklaus misnotkun Nic- hols á upphafirau að „Also sprach Zarathustra", tónllst, sem illu heilli er orðin að allra handa gagni, síðan 2001. Ann- ar ljóður: ekki pláss til að skrifa meira. ★★★★ Stórfengleg upplif- un, jafnt kvikmyndalega sem efnislega. Mike Nichols er ákaflega sterkur kvikmynda- gerðarmaður. Stjórn hans ein- kennist af kvikmyndalegu ör- yggi, hugmyndaauðgi og vissu á grundvelli mikillar tækni- kunnáttu. Mynd, sem þarf að sjá oftar en einu sinni. ★★★★ Snilldarverk frá kvikmyndalegu sjónarmiði. — Nokkuð fjarstætt íslenzkum huigsunarhætti.
GALLI A GJÖF NJARÐAR (Catch 22) 1944. Sveit úr ameriska fiug- hernum er staðsett við Miðjarðar- tiafið. Höfuðpersónan er Yossari- in, sem fyrir iöngu er búinn að tá nóg af striðsbrjálæðinu, og
Stjörnubíó: fullur af dýrindis listaverkum og fágætum hlutum en hann er Jafn framt, að mati yfirmanns fót- gönguliðanna, hernaðarlega mikil vægur punktur til að stöðva fram rás Þjóðverja I Ardenna-héruðun um. Ákveður hann aö nota kast alann sem vígi og heyja þar bar áttu við Þjóðverjana, þrátt fyrir áköf mótmæli eins manna sinna, Captain Beckmann, sem er list- fræðingur. Meðan þeir biða þarna og búa sig undir að mæta Þjóð- verjunum, lenda mennirnir I ýms um ævintýrum. A-Gallinn við þessa mynd virðist mér vera svipaður og við „The Anderson Tapes“, að höfuindurinn hefur ekki skýra hugmynd um það, hvað hann vill segja. Hann hefur greini lega þó nokkum efnivið en hefur ekki tekizt að draiga fram kjairnainn.
EINEYGÐI FALKINN Undir lok síðari heimsstyrjald- arinnar setjast átta þvældír og striðsþreyttir amerískir fótgöngu liðar að i kastala i Ardennafjöll- um. Kastalinn er frá 10. öld og
Ásprestakall;
Messa í skrúðgarði
Á MORGUN, sunnudag kl. 14,
verður guðsþjónusta i Áspresta-
lcall í Skrúðgarði Reykjavíkur-
borgar í Laugardalnum, í fögr-
um, laufskrýddum lundi, væntan
lega i ylríku, lygnu sólskinsveðri.
Sóknarpresturinn, sr. Grimur
Grímsson, messar og kirkjukór
Ásprestakalls syngur.
Inntusm vér sr. Grím nánar eft
ir í hvaða tilefni væri brugðið
þannig út af venjunni.
„Það var eiginiega Hafliði
Jónsson, garðyrkjustjóri, sem
átti hugmyndina. Garðurinn er
undurfagur og umvafinn frið-
sæld sólar og sumars og vissu-
lega yndislegur staður, sem
mannbætandi er að sækja heim.
Svo er það nú þannig, að kirkj
an okkar er í smíðum og mikil
nauðsyn, að á henni sé vakin at
hygli og vænti ég þess, að það
veirði ekki gert á betri hátt en
þennan.
Fjársöfnun er nú hafin um alla
sóknina til kirkjubyggingarinn-
ar, en eins og kunnugt er á kirkj
an að standa í Laugarásnum
suðvestanverðum, milli Vastur-
brúnar og Laugarásvegar.
Til ágóða fyrir kirkjuna verða
seld merki, sem jafnframt eru
happdrættisnúmer, og er vinning
urinn flugferð til Kaupmanna-
hafnar, fram og til baka.
Við væntum þesis, að fjölmenni
verði í Skrúðgarðinum og mann
fái þá bæði notið með augum og
eyrum grösku og gróandi jarð-
arinnar og einnig orðsins, ávaxta I
þess fræköms á jörðu, sem í
fomöld var sáð.
Ég vil nota þetta tækifæri til
þess að þakka öllum þeim. sem
með fj árf ramlögum og starfi
hafa stutt að því, að nú loks hef
ur verið hægt að hefjast handa
með byggingu kirkjunnar.
Ég gleymi ekki öldungnum, er
ekki vildi iáta nafns siins gietið,
sem afhenti mér 25 þúsund krón
ur uppi á kirkjustaðnum, þegar
byrj'að var að taka grunninn.
Og henni önnu HalOdórsdóttur
í Efstalandi 9 gleymir enginn,
ekkjunni, sem gefið hefur 100
þúsund krónur til kirkj unnar til
minningiar um eiginmann sinn,
Tryggva Hjartarson frá Álandi
í Þisitilfirði.
Fleirum mætti þakka, sem gef
ið hafia stórar gjafir, bæði í
vinnu og beinum peningagjöfum,
en of langt upp að telja.
f Ibkin vildi ég rnega geta þess
að Fj áröflunarnefnd kirkjunnar
hefur skrifstofu að Hólsvetgi 17,
í miðju prastakallinu, sem opin
er alília virka daiga kl. 4—7, simi
84255. Ennfremur mun nú á
sunnudoginn tekið við framlög
um frá einstaklingum gegn kvitt
umim við garðhiiðin í Laugiar-
dalnurn fyrir og eftir messuna.
Og svo þetta: Að hjálpa til að
reisa Guðshús, er þakkargjörð
þeirra, sem kunna að meta ham
ingju sina.“
Þannig mæltist sóknarpresitin
um, séra Grími Grímissyni, og
verður hann vonandi ekki fyrlr
vonbrigðum.