Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 11
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1972 11 Jón Sigurðsson, fyrrv. aiþingis maður og bóndi, Reynistað Kveðja frá formanni S j álf stæðisf lokksins Hinn 5. ágúst s.l. andaðist á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki Jön Sigurðsson fyrrv. alþm. og bóndi Reynistað, eftir nokkurra Vikna legu þar. Jón var fæddur að Reynistað 13. marz 1888. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður bóndi Reynistað Jówsson prófasts i Glaumbæ Hallssonar og Sigríð- ur Jónsdóttir frá Djúpadal. Jón var einbimi og ólst upp með for- eldrum sínum, að sjálfsögðu við mikið ástrí'ki, en þó vinnu við hans hæfi og mlkla reglusemi, lærði hann snemma að gera kröf ur til sjálfs sín. Hann var táp- mikill og harðskarpur að hverju sem hann gekk. Hann var ein- beittur og stefnuíastur, virti dugnað og hagsýni og lærði þeg ar í föðurgarði að bera virðingu fyrir verðmætum. Föðursystur Jóns töldu sjálf- sagt að hann yrði sendur til náms í latinuskólann i Reykja vík og látinn læra til embættis, þar sem efni voru næg til þess, en Jón var þvi fráhverfur. Stór- býlið Reynistaður, gróðurmold- in og Skagafjörðurinn fagri kölluðu á eðli bóndans í svein inum unga og þvi kalli var hlýtt. Jón á Reynistað var sómi sinn- ar stéttar, utan héraðs sem inn- an og helgaði bændastéttinni æfi starf sitt. Hann var gagnfræðingur frá Akureyri 1904, búfræðingur frá Hólum 1905, stundaði nám í Askov 1906—1907 og var við búfræðinám í Danmörku og Noregi til ársdoka 1907. Eftir heimkomuna var hann um tveggja vetra skeið kennari við alþýðuskóla Áma Hafstað í Vík. Hann tók við búi af föður sin- um 1919, varð stjómsamur hús- bóndi, en svo hjúasæll, að sama fólkið var hjá honum um ára- tugi. Árið 1919 varð hann þing- maður Skagfirðinga. Þingsaga hans verður ekki rakin hér í þessari stuttu kveðjugrein, en alls sat hann á 33 þingum og var talinn einn mesti vinnugarp ur þingsins. Jón var hrepps- nefndarmaður og hreppstjóri Staðarhrepps, sýslunefndarmað- ur, búnaðarþingsfulltrúi, í fast- eigvnamatsnefnd 1938—42, í stjóm Kaupfélags Skagfirðinga um skeið, i stjóm Sláturfélags Skagfirðinga, i stjórn Búnaðar- sambands Skagfirðinga, í Sauð- fjársjúkdómanefnd, í stjóm Stéftarsambands bænda og Framleiðsluráði landbúnaðarins. Frumkvöðull var hann að stofn- un byggðasafnsins í Glaumbæ og stofnandi og stjómandi Sögu félags Skagfirðinga, naut hann þar að liðs áhugamanna, eins og séra Helga sál. Konráðssonar o.fl. Auk þessa gegndi Jón fjöl- mörgum nefndastörfum, væri hvert eitt starfa hans efni í langa blaðagrein og þó hvergi fullnýtt. Eitt merkasta starf hans var starfræks'la Sögufélagsins, störf hans þar og afköst voru með þeim ágætum að seint verður fullþakkað, en metið þvi meir sem timar liða. Sögufélagið hefir nú gefið út 16 bækur, samdar af ýmsúm höfundum skagfirzk- um, en fyrir atbeina Jóns og hvatningu, auk þess, sem hann hefir skrifað mjög mikið sjálfur og nú er Sögufélagið að láta full vinna efni í bók eftir handriti Jóns, því siðasta frá honum. Störf Jóns á Reynistað fyrir Söguféiagið og hlutdeild hans í byggingu bökhlöðunnar á Sauð- árkróki, með öllum þeim dýrgrip um sem þar eru saman komnir fýrir duírnnð hans og floiri góðra Samstarfsmanna : hans': væri eitt nægilegt til þess að geýma nafn háhs'tíiöðkí' Skagílrðlhg'a, sem af knstamesta fravðimanns þessara títíiá, sbtíi tíókkUi’t 'Héfað hefir átt. Jón tók ungur við bústjóm á Reynistað, góðum efnum og grónu búi, hann var fjárhyggju- maður, gætinn og traustur, hafði glöggt auga fyrir þeim fram- kvæmdum sem fljótast skiluðu arði. Á Reynistað voru mikil engjalönd, en mjög votlend á all stóru svæði, til þess að þurrka þetta land og nýta til slægna, fékk Jón flotgröfu til að ræsa fram landið, myndaði hann félagsskap meðal bænda í Staðarhneppi, siem áttu land á undirlendinu, um þessa fram- kvæmd, var þessi skurðgröftur mikið mannvirki og bætti land- ið þannig, að stór lönd nýttust til slægna, sem áður voru forir. Árið 1910 byggðu þeir feðgar á Reynistað steinsteypt fjós, sem enn er notað, 1914 byggðu þeir steinsteypt fjárhús yfir 300 fjár, sem einnig eru enn notuð og hlöður steyptar við báð- ar þessar byggingar, var fátitt á þeim árum að steinhús væru byggð yfir búfénað og þótti þetta mjög myndarleg fnaimlkvæmd og var það vönduð að ennþá er notuð. Jón á Reynistað var starfsmað ur svo að segja má að honum félli aldrei verk úr hendi, ef hann var ekki að sinna bústörf- um sat hann við s'krifborðið sitt. Tómstundum sínum á Alþingi varði hann I þágu skagfirzkra fræða, sat þá löngum á Þjóð- skjalasafninu og naut góðrar að stoðar Finns Sigmundssonar. Jón lagði metnað sinn í það að fegra og bæta Reynistað, ávaxta vel það, sem hann tók við og halda hinum sögufræga rausnargarði þannig að hann svaraði kröfum timans hverju sinni. Hans styrka stoð í þvi starfi var eiginkona hans frú Sigrún Pálmadóttir prests á Hofsósd Þóroddssonar. Þaiu gift- ust 20. sept. 1913, þeim varð þriggja barna auðið, en aðeins einn sonur náði fullorðins aldri, Sigurður, sem nú er bóndi á Reynistað kvæntur Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni. Frú Sigrún á Reynistað er nú 77 ára, fædd 17. mai 1895, hún á að baiki sér þrotllausit stairf í stórbúinu á Reynistað og er við- urkennd af öllum sem atorku- söm mannkostakona. Forsjá heimilisins hvíldi löngum á hennar herðum þá 33 vetur, sem Jón sat á þingi. Hver sá sem gengur um stofumar á Reyni- stað sér svipmót og fegurðar- sikyn SigKúraar, voru þaiu hjónin samhent í þvi að snyrta heimilið utanbæjar sem innan. Ekki lá hlutur húsfreyjunnar eftir við veiitiiingair, þá 'giasiti bar að garði, en margir áttu erindi við bónd- ann og voru ýmsir hans nauð- leitarmenn. Enginn fór bónleið- ur til búðar frá honuim, því jafn ain lágu gaignveigiir til góðs vinar. Um leið og ég votta fjölskyld- unni í Reynistað dýpstu samúð mína við fráfall Jóns Sigurðsson ar, vil ég færa honum mínar innilegustu þakkir fyrir ára- tuga vináttu við okkur hjónin. Guð blessi honum störfin á landi lifsins. Bjami Halldórsson, Uppsölum. Þegar ég sezt niður til þess að skrifa nokkur kveðjuorð til vinar míns Jóns á Reynistað, ryðjast minningarnar svo fram í huga minn, að mér finnst þetta viðfangsefni næstum óviðráðan- legt. Ástæðan er sú, að minningar mínar um Jón á Reynistað og Reynistaðarheimilið eru jafn- gamlar mínum fyrstu bernsku- minningum. Ég mun hafa verið tæþlega fimm ára, þegar foreldr ar mínir fluttu að Mel í næsta nágrenni Reynistaðar og ætíð síðan hafa verið náin kynni og vinátta milli heimilanna. Sigurð- ur á Reynistað varð strax helzti leikfélagi minn og einkavinur, og Reynistaður varð mitt ann- að heimili, þvi að fáir munu þeir dagar hafa verið, sem við Sigurður ekki hittumst. Þótt það hafi þannig fyrst og fremst verið sonur þeirra Reyni- staðarhjóna, sem minningar mín- ar um bemsku- og æskuárin eru tengdar, þá er hinn glæsilegi og röggsami húsbóndi þessa mikla og menningariega heimilis mér minin'siatiæður þeigar frá ungdings árum mínum, þótt um persónu- leg kynni gæti ' vart verið að ræða. Þessi maður var fyrir mín um unglingsaugum mikil- menni, enda fyrirmannlegur á velli og röggsamur, er hann sagði fyrir verkum, og naut þá þegar mikils trúnaðar sveitunga sinna og sýslunga. Einstæð snyrtimennska, reglusemi og nýtni voru einkenni búskapar- hátta Jóns á Reynistað. Hann hélt fólki sínu vel að verki og af miklum hyggindum um vinnu brögð, enda margt að starfa á stóru heimili, ekki sízt áður en tækni nútímans kom til sögu, en þótt ungir sem fullorðnir þyrftu að skila sínu dagsverki, þá vann húsbóndinn jafnan mest sjálfur, og þeir, sem þar hafa starfað, ungir sem aldnir, hafa haldið mikilli tryggð við Reyni- staðarheimilið og þótt þar gott að vera. Rausn þeirra Reynistað arhjóna og gestrisni var við brugðið, enda oft gestkvæmt þar úr hófi fram, svo sem er enn í dag, því að Jón á Reynistað fékk að sjá þann draum sinn rætast, að sonur hans og tengda- dóttir hafa tekið upp merki eldri kynslóðarinnar og sitja nú Reynistað af reisn og við miklar vinsældir. Sjálfur vann ég sjaldan hjá Jóni á Reynistað, og hann var mér þvi í rauninni næsta fjar- lægur á æskuárum mínum, en ég bar virðingu fyrir honum, og mér þótti hann í mörgum efn um vera persóna, sem ungum mönnum væri holit að hafa að fyrirmynd, sökum fjölþættra mannkosta. Hann var skapmik- ili, svo sem oft er um stórbrotna menn, en ekki minnist ég ann- ars en hlýju i minn garð, og alltaf fannst mér ég vera vel- komiinn á Rsyn,:'stiaðarh,e,imilið, þótt ekki hefði verið óeðlilegt, að húsráðendum þar fyndist ég vera þar óþarflega tíður gestur. Það þótti vist mörgum harla fífldjarft hjá foreldrum mínum að ætla að senda mig til fram- haldsnáms, svo sem tímar þá voru, og þau ekki auðug að ver- aldlegum fjármunum, en Jón á Reynistað lagði þar drjúgan skerf til, með þvi að útvega mér góða sumarvinnu, sem þá var vandfengin. Fyrir þetta á ég honum óborganlega skuld að gjalda. Ég held það hafi verið Jóni á Reynistað eðlislægt að reyna að leysa allra vanda, Það fylsrir að vísu þingmannsstarf- inu að fá mörg og margvlsleg erindi til úrlausnar fyrir um- bjóðendurna, en eigi aðeins sem þingmaður heldur einnig á öðr- um vettvangi fékk Jón á langri og óvenju starfsamri ævi ótelj- andi viðfangsefni að leysa fyrir sýsluaiga sina, enda var þeiim tið- fönuiit he'm að Reynilstað. Þar var aldrei gert upp á milli sam- herja og stjórnmálaandstæðinga, og er ég kynntist Jóni á full- orðinsárum mínum, þá fann ég oít, að honum var það ekki leið- indaamstur heldur sönn gleði að geta greitt úr vandamálum rraamna heiima í héraðinu, sem hann unni svo mjög og öllu fólki Framhald á bls. 12 GENGINN er Jón á Reynistað, héraðshöfðingi Skagfirðinga. Við lát Jóns Sigurðssonar er héraðsbrestur I Skagafirði. Hann lýkur siínu æviskeiði aldurhndg- inn— 84 ára gamali — á fæð- ingarstað og ferðaslóðum, sögu- ríkum Reynistað. Sjálfsitæðismenn eiga nú á bak að sjá einum stnna helztu frum- herja. Jón á Reynistað var síð- ast með okkur á iandsfundi árið 1969. Mimnisstætt er, þegar lands- fuindarfulltrúar hylltu þá þennan öldung. Reynistaðarbónda var þungt undiir fsati á ævifcvöldinu, en nú er þeim þrautum lokið. Það er milkil og merk siaiga fólg- in í æviskedði Jóns á Reynistað. Hana er auðvelt að rekja, — sporin eru mörkuð í héraðssögu, bændasögu og landsmálasögu laragrar samtiðar. Ég man frá yngri árum, hversu menra fylgdust af mikl- um áhuga með hiraum geysihörðu pólitósku átökum í Skagafirði. Þá voru á oddiinum fyrir Sjálf- stæðiismenn Jón á Reynistað og hinn mæti vinur hans, Magnús Guðmundsson, fyrrum sýslumað- ur Skagfirðinga og einn helzti forvígismaður Sjálfstæðdsflokks- ins. Árið 1934 ultu úrsiitin I Skagafirði í Alþiragiskosniragum á hlutkesti. Það reyndist örlaga- ríkt land-smál'aihi'u tkes ti. Þegar ég miranist þessa, er hins að gæta, að Jón á Reynistað var að eðMsfari ekki „vígamaður" eða pólitískur bardagamaður. Hann kaus fremur að síitja á friðar- stóli. En hann lét ekki sitt eftir liggja, þegar aðrir þurftu liðs- siranis haras við. E.t.v. svipaði horaum að þessu leyti til Snorra goða eða Njáls á Bergþórshvoli. Örlögin höguðu því svo, að það átti fyrir mér að liggja að vera í framboði til Alþingis í Skaigafirði. Þetta var í fyrri Al- þingiskosningum 1942, þegar sú stjórnarsiki’árbreyting var á dag- skrá að teknar yrðu upp hlut- fallskosningar í tvimenniskjör- dæmum, eiras og Skagafjörður var þá. Meðframbjóðanda minn fyrir Sjálfstæðiisimienn var hinn prúði og vinsæli ágætismaður Pétur Hannesson. Við náðum ekki kosraingu, sem ekki var raunar að undra með mig „að- sendan reykviskan Heimdelling“, eins og sumlir titluðu mig. En hinir einstæðu mannkostir Pét- urs Hanraessonar eratust honum ekki heldur tii nægjaraiegs kjör- fylgis. Það var áform okkar Sjálfstæðismanna, að þegár stjómarskrárbreytingLn hefði öðliazt gildi, þá yrði Jóra á Reyni stað efeti maður á lista í síðari Alþiraigfeteosningiunum sama ár. Sú varð og raunin. Þingsaga Jóns á Reynistað var löng og merk. Hann var þing- maður Skagfirðinga 1919 tál 1931 og aftur 1933—1934. Síðan lands- kjörinra þingmaður 1934—’37 og loks þingmaður Skagfirðinga að nýju 1942—1959 eða samtals þingmaður í 33 ár. 1 þingsögunni eru spor Jóns á Reynistað dýpst mörkuð á larad- búnaðarsviðinu eins og værata máttL Þau eru óteljandi hollráð- in og tillögugerðir Reynistaðar- bóndans til hagsmuna bændum í fnamfarasókn. Hann var meðal höfunda jarðræktarlaganna á sínum tima á árunum eftir 1920, en þar voru á oddinum ágætis- menn eiras og Valtýr Stefánsson, Morgunblaðsritstjóri, og Sigurð- ur Sigurðsson, búnaðarmála- stjóri. Um h'itt vita margir minraa, að Jón á Reynistað var flutnings- maður ásamt Jóni Þorlákssyni að tillögum á Alþingi um raf- væðinigu sveitanma á árunum eftir 1930. Þær tillögur þóttu þá alltof róttækar og uppi í skýjun- um. En áæduraargerð um raf- væðingu sveitanna var 20 árum síðar stefnuskráratriði rxkis- stjórnar Sjálfstæðfisflokksins og Framsóknarflokksins undir for- sæti Ólaf s Thors. Ég mara aftir þvi, að Ólaifur sagði mér að Jón á Reynistað hefði verið aðaldrif- fjöðurin í tillögugerð Jóns Þor- lákssonar og hans sjálfs í önd- verðu. Ég reik ekki hina merku hér- aðssögu Jóns á Reynistað. Harara vildi varðveita byggðasöguna og fága skagflrzk fræði. Þar og á öðrum félagsmáJaisviðum í hér- aði gegndi hann forustuhlut- verki, sem seint mun fymast. Reynistaður, heimilið og óðal- ið, ba.r ræktarseminni við foma menningu vott, en þar stóð bóndi efcki einn. Frú Siigrún Pálmadóttir presits á Hofsósi er hin virðulega húsi.'lnayja Reyni- staðar við hlið manns síns i bliðu og stríðu. Síðustu 15 árira hefir búskapurinm verið reikinn á móti syninum Sóigurði og í félagi við hanra. Sjálfstæðismenn eiga miklar þakkir að gjalda og margs að minnast, þegar öldungur og öðl- ingur eins og Jón Sigurðssora á Reynistað lokar brá til hinztu hvrldar. Guð blessi minninigu Jóns á Reynistað. Jóhann Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.