Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1972
Otgafandi hf Án/okyt', fteyíqavlk
F«em!kv»mdBS'tjói-i Har»Wur Sv«'m#*on.
flftetjórar Mattihfas Joh«rM>«8#©»i,
EyjóWur Konréð Jónsson
Aðstoðarritstjón Stywmr Gurvnareaon.
RKstjórrrarfufHrúi Þorbtfðrn GuOrmmdeeon
Fréttastjóri Bjöw Jðhantweon.
Augiýaingaatjöri Ámi Garðar Krlettnsson
Rrtstjórn 09 aígroiðsta Aðaletrsati 6, sfml 1ð»100.
Augi?ý»ingar Aðatetr'aMi 6, símt 22-4-60
ÁokriftargjaW 225,00 kr á Tnénuði irvnanlando
í tausasöTu 15,00 Ikr eintakið
STORFELLD LÆKKUN BEINNA
SKATTA ÓHJÁKVÆMILEG
lyTiðurstöður þeirrar könn-
-*•' unar, sem Styrktarfélag
aldraðra í Hafnarfirði hefur
látið gera á álagningu opin-
berra gjalda ellilífeyrisþega,
koma ekki á óvart. Þvert á
móti eru þær staðfesting á
því, sem þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins sögðu fyrir
við umræðumar um skatta-
lögin á Alþingi í vetur. En
meirihluti Alþingis, allir þing
menn Framsóknarflokks, Al-
þýðubandalags og Samtaka
frjálslyndra og vinstri
manna, voru þá þess sinnis,
að fyrrverandi ríkisstjórn
hefði veitt elztu borgurunum
of mikil skattahlunnindi.
Þess vegna felldu þeir tillög-
ur sjálfstæðismanna um, að
hinn sérstaki aukafrádráttur
aldraðra til tekjuskatts
skyldi haldast í lögum og
greiddu sömuleiðis atkvæði
gegn því, að sams konar frá-
dráttur yrði látinn örorkulíf-
eyrisþegum í té, eins og sjálf-
stæðismenn fluttu tillögu um.
Samkvæmt könnun Styrkt
arfélags aldraðra hafa opin-
ber gjöld á ellilífeyrisþegum
í Hafnarfirði hækkað að
meðaltali um 87,2%. Þar mun
ar mest um tekjuskattinn, en
hann hækkar um 7 millj. kr.
samanlagt hjá þessum hópi.
Þannig var tekjuskattur aldr-
aðra í Hafnarfirði árið 1971
3,4 millj. kr. og í ár 10,4 millj.
kr.
í könnuninni kemur jafn-
framt fram, að í sumum til-
vikum er skattahækkunin
meiri en nemur tekjuaukn-
ingu viðkomandi fólks og er
tekið dæmi af hjónum, sem
eiga rúmlega 18 þús. kr.
minna eftir en sl. ár, þegar
skattarnir hafa verið greidd-
ir, þótt tekjurnar hafi auk-
izt um 65 þús. kr. í 475 þús.
kr. Og geta það varla kallazt
neinar hátekjur.
Samkvæmt framansögðu er
ljóst, að skattpíning aldraðra
liggur fyrst og fremst í
hækkun tekjuskattsins. En
hinu má heldur ekki gleyma,
að stuðningsmenn ríkisstjórn
arinnar voru algjörlega ófá-
anlegir til þess á Alþingi í
vetur að tryggja sveitarfé-
lögunum sambærilega tekju-
stofna sl. ár, þannig að unnt
yrði að halda fasteignaskött-
unum innan hæfilegra
marka. Þá kom það m.a. fram
hjá einum af þingmönnum
Alþýðubandalagsins, að hann
taldi hækkun fasteignaskatt-
anna sérstakt réttlætismál,
er mundi leiða til aukins
jöfnuðar í þjóðfélaginu. En
af skiljanlegum ástæðum
hefur Þjóðviljinn ekki flagg-
að þessum ummælum síðustu
vikurnar.
Eftir að miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins setti þá kröfu
fram 1. ágúst sl., að hinn sér-
staki persónufrádráttur elli-
lífeyrisþega til tekjuskatts
yrði lögfestur á ný og einnig
látinn ná til örorkulífeyris-
þega, hefur nokkurt lát orð-
ið á skattpíningarstefnu rík-
isstjórnarinnar. Fjármálaráð-
herra hefur þannig lýst yfir,
að óhjákvæmilegt sé að koma
til móts við þessi sjónarmið
og ber að fagna því, þótt
fram hjá því verði ekki kom-
izt, að þetta staðfestir það,
sem sjálfstæðismenn héldu
fram í vetur, að nýju skatta-
lögin eru svo illa undirbúin
og vanhugsuð, að til hreinnar
háðungar er. Verður raunar
ekki séð, hvernig fjármála-
ráðherra er sætt í stól sínum
eftir mistök sem þessi.
Fyrst eftir að skattskráin
kom út gerðu stjórnarblöðin
og þá einkum Þjóðviljinn lít-
ið út skattpíningu aldraðra
og öryrkja, en reyndu þess í
stað að skýla sér á bak við
hvers konar ósannindi á borð
við þau, að Reykjavíkurborg
nýtti ekki undanþáguákvæði
tekjustofnalaganna fyrir
þennan hóp borgaranna.
Þessi ósannindi voru að sjálf-
sögðu kveðin niður þegar í
stað og hefur ekki borið á
þeim síðan. Þá var líka tal-
að um það í Þjóðviljanum, að
málefni aldraðra ætti að taka
til athugunar við „áfram-
haldandi endurskoðun“
skattalaganna og borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, Sig
urjón Pétursson, lét þau um-
mæli falla á borgarstjórnar-
fundi, að rösklega 50 manns
hefðu ástæðu til að vera
óánægðir með skattana. Af
þessu er augljóst, að fyrst í
stað ætlaði ríkisstjórnin sér
ekki að leiðrétta það rang-
læti, sem elli- og örorkulíf-
eyrisþegar hafa verið beittir.
Það var almenningsálitið og
rökstudd gagnrýni Sjálfstæð-
isflokksins, sem úrslitum
réðu.
En þótt elli- og örorkulíf-
eyrisþegar fái nokkra leið-
réttingu á hinum þungu
skattaálögum nú, er það eng-
in lausn í sjálfu sér. Eftir
sem áður hvílir hin gífurlega
aukning skattbyrðarinnar á
öðrum þegnum þjóðfélagsins
með slíkum ofurþunga, að
margur maðurinn sér ekki
fram á, hvernig honum megi
takast að standa straum af
nauðsynlegum útgjöldum
það sem eftir er ársins.
Sjálfstæðismenn vöruðu
við því á Alþingi í vetur, áð
þessi yrði niðurstaðan, en
allt kom fyrir ekki. Tillögu-
gerð þeirra og viðvörunar-
orð voru að engu höfð. En
baráttunni verður haldið á-
fram fyrir heilbrigðri skatta
löggjöf í landinu, löggjöf,
sem byggir á því að skatt-
leggja eyðsluna, en ekki
verðmætasköpunina, löggjöf,
sem grundvölluð verður á
þeirri ómótmælanlegu stað-
reynd, að stórfelld lækkun
beinna skatta er óhjákvæmi-
leg.
Skákeinvígi
aldarinnar?
Eftir Bent
Larsen
Hér birtist önimr greinin
sem danski stórmeistarinn
Bent Larsen hefur góðfús-
lega skrifað fyrir >Tor"im-
blaðið.
LEIKUR með orð getur ver-
ið stórmerkilegur. ímvndun-
araflið fær okkur til þess og
þau verða allt í einu eins kon
ar sjálfstæðar lífverur og
örva ímyndunaraflið ennþá
meir. Nú höfum við ágætt
dæmi, þetta orðalag skákein-
vígi aldarinnar. Blaðamenn
finna upp á þessu, nú já,
skvldí það þá vera eitthvert
klúður. En samt höfðar þetta
til ímyndunaraflsins. Er þetta
skákeinvígi aldarinnar?
Jú, það er það reyndar, að
minnsta kosti að mörgu leyti.
í rúm tuttugu ár hefur bar-
áttan um heimsmeistaratitil-
inn alltaf verið viðureign skák
manna frá sama landinu,
Sovétríkjunum. Einvígið væri
merkilegt þótt ekki væri
nema vegna þess að nú er
þessi hefð rofin. Við getum
hæglega reynt að leiða landa
merki hjá okkur og hugsað
eins og heimsborgarar, en
þetta verður allt skemmti-
legra þegar andstæðingarnir
eiru sirm frá hvoru landinu.
Ég sé ekkert sflæmt við smá-
vegis „þjóðem'iisrembing“ í
Bent Larsen
íþróttum, og andrúmið á skák
mótum, jaifnvel þögnin sem
fói'ki er uppálagt að láta ríkja
á áhorfendaipölliuniuim, geriir að
verkum að ég get ekki ímynd
að mér að „fótboltastríðið",
sem geisaði fyrir nokkrum
árum í Mið-Ameríku, fái nokk
urn tíma hliðstæðu í skák-
listinni.
„Skákeinvigi aldarinnar" er
talsháttur blaðamanna, og þar
með er það orðin fullyrðing,
sem sanmar siig sjálf! Ef
blaðamönnum, ritstjórum, yf-
irmönnum stóru fréttastof-
anng,. útvarps- og sjónvarps-
mtHi«rjm og svo framvegis
finnst þetta mesti skákvið-
burður aildarinnar, þá gera
þeir einvígið að skákviðburði
aldarinnar, að minnsta kosti
eftir þvl að dæma hvemig
fylgzt er með einvígin'U í fjöl-
miðlum. Forráðamennirnir
hafa bráðum gefið út 250
blaðamannas'kírteini. Síma- og
f jarritaralínur eru rauðgló-
andi. Það má heita stórmerki
legt hvernig smáatriði eru tal
in þess verð að segja frá
þeirn í skeytum til allra
heimshorna. „Spassky stóð á
fætur og virti rólega fyrir
sér blómaskreytingarnar i
sa'lmu'm.“ „Fischer fó:r í bak-
herbergið og drakk appelsínu
safa úr glasi þegar hann kom
aftur.“ (En einn góðan veð-
urdag var það allt í einu
vatn, og það vissu menn líka
í öll'úm höfuðborgum áður
en skákinni lauk). Stórmeist-
ari má varla gera ómerkileg-
ar athugasemdir eins og „mér
lízt vel á stöðu hvíts“ eða
„af hverju hugsar hann svona
lengi?" án þess að það sé
sent á fiarritara út um allar
jarðír. Heima í Kaupmanna-
höfn furðaði ég mig á þvi,
af hverju menn þyrftu alltaf
að vita hvað Najdorf hefði
sagt og hugsað. En síðustu
daga hef ég víst sjálfur kom-
ið fram i hlutverki eftirlætis
fórnarlambs og hjálparhellu
blaðamannanna, það er víst
ekki hægt að fá aðalleikarana
til þess að ijóstra upp mörg-
um leyndarmálum fyrr en ein
viginu er lokið.
Mönnum sem hafa vit á
skák kann að virðast sumt
af þassum smámunum ein-
kennilegt. En blöð um allan
heim taka þátt í því að draga
upp mynd af einvíginu og
vekja áhuga fjölda fólks á
skák. Einnig að þessu leyti
er þetta skákeinvigi aldarinn-
ar: það virkjar fieiri nýja
skákmenn en nokkur annar
sfcákviðburður hefur gert.
Þetta gildir um heiminn all-
an, en langmest um Banda-
ríkin. Þið hafið kannski heyrt
um blaðamanninn í New York
sem gerði smákönnun? Hann
fór kvöld eitt á 23 bari á Man-
hattan. Á 17 stöðum horfðu
menn á sjónvarp — og á 15
stöðum horfðu menn á skák!!
Þegar Bobby var 16 ára sagði
hann mér að í Bandaríkjun-
um væri því miður Jitið svo
á, að skák væri aðeins fyrir
sérvitringa. Ég veit ekki
hvort allir Bandaríkjamenn
eru orðnir að sérvitringum,
en ég hlakka til að sjá mig
dálítið um í Bandaríkjunum
og dæma um það sjálfur.
Jú, þetta er reyndar skák-
einvígi aldarinnar. Þegar
bandaríski blaðamaðurinn
Frank Brady spurði um þetta
í útvarpsviðtali, hefði ég
svarað því játandi. Það ein-
vígi, sem mér finnst komast
næst því sem nú er háð, var
einvígi Capablanca og Alje-
chins í Buenos Aires 1927. En
fyrst og fremst vegna þess,
að Capablanca hafði þá það
orð á sér að hann væri „ósigr-
andi“ og talaði mikið um
„ j af mteflisda u ða “ skáklis tar-
innar. Það var gobt fyrir
framtíð skáklistarinnar að
Aljechin sigraði. En eiigin-
lega var þetta leiðinlegt ein-
v'íigi. 25 sikákir af 34 uirðu jafn
tefli, margar án raunveru-
legrar baráttu. Sami byrjun-
arleikurinn var tefldur í öll-
um skáfcunum með tveimur
Franihald á bis. 20.