Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚtíT 1972
Marmundur Krist-
jánsson, bóndi
Fæddur 14. júní 1914.
Dáinn 2. ágúst 1972.
Ég get varla trúað því að
Marmundur á Svanavatni sé
horfinn af sjónarsviðinu, en þó
er það staðreynd, ég er að skrifa
um hann minningagrein, mann-
inn sem fyrir rúmum tveim ár-
um var í fullu fjöri að leggja
stór plön fyrir framtíðina, og
hafði í þvi sambandi fest kaup á
jörðinni Vatnahjáleigu er lá að
landareign hans, og nú ætlaði
sonur hans Viðar sem er búfræð
ingur, að koma að Svanavatni
og búa þar i félagi við föður
sinn, sem þegar hafði rækt-
að svo mikið land að nægja
myndi þeim báðum til myndar-
legs búreksturs. Viðar hóf svo
búskap í félagi við föður sinn
á miðju ári 1971, en þá var farið
að syrta að, Marmundur var far
inn að kenna lasleika og gat af
þeim sökum lítið unnið eftir það,
og átti eftir að lifa mjög þján-
ingafullu lífi þar til yfir lauk.
Marmundur var meðalmaður á
t
Móðir okkar,
María Einarsdóttir,
Melgerði 8, Kópavogi,
lézt í Borgarspítalanum 10.
þ.m.
Börnin.
vöxt, allur vel á sig kominn,
vasklegur í framgöngu, enda
hafði hann stundað íþróttir á
yngri árum, drengur góður, gæt
inn í öllum athöfnum, reglusam-
ur, góður bóndi, og ágætur smið-
ur, bæði á tré og járn. Þetta er
ekki tæmandi lýsing á mannin-
um, en sýnir þó nokkuð hvaða
kostum hann var búinn.
Marmundur var fæddur að
Voðmúlastöðum I Austur-Land-
eyjum, sonur hjónanna Krist-
jáns Böðvarssonar og Sigriðar
Guðmundsdóttur og var hann
næst yngstur af átta börnum er
þessi ágætu hjón eign-
uðust. Þegar Marmundur var 7
ára gamall missti hann föð-
ur sinn, og mun það hafa verið
erfitt fyrir lítinn dreng, en móð-
ir hans, Sigríður, var góð kona
og dugmikil, sem ekki lét bug-
ast þó hún hlyti svo hörð örlög,
að missa mann sinn i blóma lífs-
ins frá öllum bamahópnum. Það
elzta 16 ára en það yngsta 5 ára,
og ofan á þetta bættist að efni
voru lítil, og er þá ekki að efa
að oft hefur orðið að gæta hófs
og skammta bamahópnum
minna en móðirin hefði kosið.
Fljótt lagði Marmundur fram
sína krafta til þess að bjarga
heimilinu, ásamt hinum bömun-
um, er öll hjálpuöust að þvi að
komast úr fátækt í góð efni. 1
þessum skóla ólst Marmundur
upp og mun hafa fengið í vega-
nesti mörg góð heilræði frá sinni
lífsreyndu móður, enda mat
hann hana mikils.
Árið 1938 festi Marmundur
ráð sitt, hann gekk að eiga Að-
t
Fósturfaðir minn og tengda-
faðir,
Oddgeir Páll Þórarinsson,
lézt á hjúkrunardeild Hrafn-
istu föstudaginn 11. ágúsL
Guðrún Eyberg,
Sæmundur Árnason.
t
Móðir okkar, ten.gdamóðir og
amma,
Elín Sigurðardóttir,
frá Brekkum i Holtum,
Njálsgötu 34,
lézt I Borgarspítalanum 9.
ágúst.
Erna Guðmundsdóttir,
Valdimar Guðmundsson,
Slgurður Sigurðsson
og aðrir vandamenn.
t
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
HELGI R. KRISTJÁNSSON,
vélvirki, Heiðarvegi 17, Keflavik,
lézt 1. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Magnús Þór Helgason, Kristín Magnúsdóttir,
Guðríður Magnúsdóttir. Grétar Magnússon,
Einar Magnússon.
t
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR
frá Gerðum.
Björg Ámadóttir, Jónas Guðmundsson,
Arni Ámason, Kristin Jónsdóttir,
Friðrik Ámason og bamabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför
EINARS JÓNSSONAR,
prentara.
Marzilía Jónsdóttir,
Drífa Seiwell,
Roy Seiwell,
Jóna Einarsdóttir,
Guðjón Guðmundsson.
alheiði Kjartansdóttur frá Ból-
stað í Austur-Landeyjum, dug-
mikla myndarstúlku, er átti eft-
ir að verða honum góður og
glæsilegur lífsförunautur, og
hófu þau sama ár búskap
í Úlfstaðahjáleigu I Austur-
Landeyjum. Ekki munu efnin
hafa verið mikii er þau byrjuðu
búskap, enda bæði ung að árum,
hann 24 ára en hún 21 árs, en
þau voru bæði harðdugleg og
ákveðin að búa í sveit, en þó
hygg ég að þau hafi ekki verið
fullkomlega ánægð með að búa
í Úlfsstaðahjáleigu, jörðin er lít
il, og geri ég ráð fyrir að þau
hafi séð að þar gætu þau ekki
búið þvi búi er þau kusu.
Þau hættu búskap í Úlfstaða-
hjáileigu árið 1945 og fluttust til
Reykjavikur, en ekki undu þau
sér lengi i borginni, sveitin átti
hug þeirra allan, og árið 1946
keyptu þau Svanavatnið í Aust-
ur-Laudeyjum, og hófu þar bú-
skap sama ár. Svanavatnið er
ekki stór jörð en allgóð til rækt-
unar. þokkalegt land og fjalla-
sýn fögur, ógleymanleg þeim er
séð hefur á fögrum vormorgni.
Á Svanavatni voru lítil húsa-
kynni baeði fyrir fólk og fénað,
og þess vegna þurfti að byggja
allt upp, og kom sér nú vel að
bóndinn var búhagur og hús-
freyjan tápmikil og vel verki far-
in.
Er Marmundur og Aðalheiður
komu að Svanavatni var rækt-
að land um 8 hektarar, en nú
tæpir 60 hektarar svo einhvem-
tírnann hefur verið tekið til hend-
inni við ræktunarstörf, og sér-
staklega þegar það er haft
í huga að bóndinn braut allt
landið og bjó til ræktunar sjálf-
ur, og hin síðari ár með hjálp
sona sinna. Til marks um það
hvað Marmundur gat verið stór
t
Fósturmóðir okkar,
Ingibjörg Andrésdóttir,
verður jarðsungin frá Frí-
kirkjuimi mánudagiran 14.
ágúst kl. 13:30.
Blóm vinsamlega afþökkuð.
Helgi Björnsson,
Ingibjörg Helgadóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, er
sýndu samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
Eyjólfs Sigurðssonar,
Ásgarði,
Fáskrúðsfirði.
Sérstaklega þökkum við lækn-
um og hjúkrunariiði Vífils-
staðahælis fyrir góða hjúkrun
og umönnun í veikindum
hans.
Börn, tengdabörn,
barnabörn,
barnabarnabörn.
tækur við ræktunarstörfin er
það, að eitt árið ræktaði hann
25 hektara og vann að öllu leyti
sjálfur. Þá hafði Marmund-
ur byggt mikið á Svanavatni, og
mun ekkert hús vera uppi-
standandi af þeim húsum er þar
voru fyrir er hann kom þangað.
Hann byggði ágætt íbúðarhús,
heyhlöður yfir 3000 hestburði af
heyi. Fjós yfir 60 nautgripi, fjár
hús er rúma 200 fjár, hesthús og
stóra verkfærageymsiu, sem
jafnframt er verkstæði. öll eru
þessi hús steinsteypt, og því var
anlegar byggingar. Marmundur
var aðal smiðurinn við allar þess
ar byggingar, þó ekki hefði
hann neitt meistarabréf upp á
vasann.
Þegar Marmundur hóf búskap
á Svanavatni voru kýrnar 2, en
nú eru þær 40. Annan búfénað
ætla ég ekki að telja en hann
mun vera allmikill, en þó má ég
til með að minnast á það að Mar-
mundur átti gott hestakyn, þó
litinn tíma hefði hann til út-
reiða eftir að hann kom að
Svanavatni, en hann hafði
ánægju af þvi að safna að sér
góðu hestakyni viðs.vegar að.
Sjó stundaði Marmundur á
vetrum áður en hann hóf bú-
skap, og þá aðal'lega í Grinda-
vík og ekki efa ég að þar hafi
hann verið handtakagóður eins
og annars staðar. Þá stundaði
hann oft vinnu fjærri heimili
sínu á fyrstu búskapar árum
sínum á Svanavatni, stjórnaði
vinnuvélum hjá Eysteini Einars
syni vegaverkstjóra, einnig
vann hann mikið að smiðum hjá
öðrum, þvi hann var eftirsóttur
í vinnu, svo var hann mjög greið
ugur og gott að biðja hann um
aðstoð. Þessar fjarvistir Mar-
mundar leiddu til þess að oft
varð húsfreyjan ein að gæta
bús og bama, og kom sér þá vel
dugnaður hennar og hagsýni.
Ég hefi reynt að bregða upp
dálítilli mynd af Marmundi á
Svanavatni og æfistarfi hans, en
þó er mér ljóst að mikið er ósagt,
það kemst ekki fyrir í lítilii
minningargrein.
Heimilishald á Svanavatni er
allt með miklum myndarbrag, og
á húsfreyjan þar að sjálfsögðu
sinn stóra hlut. Það hefur ætíð
verið gestkvæmt á Svanavatni,
og finnur gesturinn að hann er
hjartanlega velkominn. Mar-
mundur hafði ánægju af
þvi að taka á móti gestum og
naut þess að sjá konu sína veita
af rausn, eins og hennar er vani,
og mér sem þessar línur rita hef-
ur verið það næsta óskiljanlegt
hvers konar risnu þau hjón hafa
getað haldið uppi.
Kaupstaðarfólk hefur mjög
sótzt eftir að koma börnum til
sumardvalar að Svanavatni, og
þeir sem hafa verið svo lánsam-
ir að koma þangað barni hafa
ekki þurft að hafa neinar
áhyggjur af þvi og bömin hafa
t
Þökkum innilega auðsýndan
hlýhug við andlát og útför
móður okkar,
Þórdísar Bogadóttur.
Margrét Ólafsdóttir
Thorlacius,
Bogi Ólafsson
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og útför eigin-
konu minnar, raóður, tenigda-
móður og ömmu,
Þuríðar óskarsdóttur,
Öldugötu 5,
Hafnarfirðl.
Jón Friðriksson,
börn, tengdabörn
og barnabörn.
alltaf sótt þangað aftur og mörg
jafnan dvalið þar öll þau sumur
er þau hafa dvalið í sveit. Þetta
segir sina sögu og lýsir húsráð-
endum miklu betur en ég get
gert.
Marmundur var mjög barn-
góður og undi sér vel að störf-
um með ungum drengjum úr
borg og bæjum, og hændust þeir
að honum og virtust njóta þess
að starfa með honum. Af þessu
leiddi að Marmundur hafði mik-
ið gagn af drengjunum sem hjá
honum dvöldu þó stundum væru
þeir nokkuð ungir.
Eins og ég gat um í upphafi
þessarar greinar var Marmund-
ur mikill reglumaður, drakk
aldrei vín og notaði ekki tóbak,
en var þó allra manna reifastur
á mannfundum og ekki síður
þó vín væri haft um hönd, og
hafði hann gaman af að veita
það þó lítið gerði hann af þvl,
hefur sjálfsagt ekki talið það
öllum góðgerðir.
Þó Marmundur félli svona
fljott frá eða nýorðinn 58 ára
hafa þau hjón skilað miMu til
framtíðarinnar, þar á ég
við ræktun jarðarinnar, miMum
varanlegum byggingum, og það
sem bezt er, góðum þjóðfélags-
þegnum, þar sem eru böm þeirra
hjóna sem ÖH eru mjög góð að
allri gerð, en þau eru:
Karl Viðar sem áður er getið,
búfræðingur og bóndi á Svana-
vatni, giftur Bóelu Kristjánsdótt
ur. Gunnar Birgir vélvirkja-
meistari, Hvolsvelli, giftur Guð-
rúnu Óskarsdóttur. Hjördís, gift
Ingva Ágústssyni, byggingameist
ara, Hvolsvelli. Ingibjörg skrif-
stofustúlka Landsbankanum
Hvolsvelli, ógift og á heima á
Svanavatni. Tvo drengi misstu
þau hjón á fyrstu búskaparár-
um sinum í Úlfstaðahjá-
leigu, annan nýfæddan en
hinn 1 árs.
1 dag er Marmundur borinn til
hinztu hvilu að fæðingarbæ sín-
um Voðmúlastöðum. Ég veit að
útför hans verður fjölmenn og
margir er hugsa hlýtt til hans
á hinni stóru kveðjustund. Ég
trúi því að bóndinn á Svana-
vatni hafi fengið göðar móttök-
ur, handan við móðuna miklu.
„Þar hafa beðið vinir í varpa,
er von var á gesti." Ég og fjöJ-
skylda mín kveðjum Marmund
með virðingu og þökk fyrir all-
ar þær stundir er við áttum sam-
eiginlegar, og biðjum Guð að
blessa ástvini hans.
Ingólfur Jónsson.
Malbikað
á Sauðárkróki
Sauðárkróki, 10. ágúst.
ÞAÐ voru velkomnir giestir firá
Akureyri, seim hófust handa hér
sl. miðvikudagsmorgun við mal
bikun tveggja af aðalgötum bæj
arins Eins og annars staðar hief-
ur vairanlieg igatnagerð verið
brennandi áhuigiamál Sauðár-
króksbúa, en nú hafla tekizt
samningar við Akureyrarbæ um
að annast þetta verk
Malbikið er flutt á bílum frá
Akureyri, sem er 124 km leið, en
starfsimienn Akureyrarbæjar eru
hér með tæki og sjá um útliaign-
inguna. Áætlað er að malbika
nokkuð á annan kilómetra, sem
mun ta'ka u.þ.b. 10 daga. — jón.
iesið
DhGLECR
SKILTI Á GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent sf Nýlendugötu 14
sími 16480.