Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1972 Klerkurinn háttprúði, hjálparhella Fischers Eftir Harald Brainin REYKJAVÍK — Aðstoðarmaöur Bobby Fischers í heimsmeistaraein- víginu verður að vera gœtinn eins og sálusorgari. Þess vegna var það kannski engin tilviljun, að Fischer valdi séra William Lombardy, róm- versk-kaþólskan prest og gamlan vin sinn, úr hópi 10 bandariskra stór- meistara til þess að taka starfið að sér. Faðir Lombardy er hávaxinn og þreklegur og líkari glímumanni en kirkjunnar þjóni eða síkákmeistara. Vinir hans segja, að hann sé áreiðan- legur, skarpskyggn og nákvæmur í tali. Þegar einvigið virtist vera í hættu átti skákklerkurinn mikinn þátt í þvi að brúa ágreining Fischers og forráðamanna einvígisins, og þannig er gott að treysta honum, þegar mikið liggur við. SKÝRIR STÖÐUNA Faðir Lombardy gegnir aðallega því Iflutverki sem aðstoðarmaður Fischers að hjálpa honum að skýra út stöðuna þegar skákir fara í bið. Hann er fyrrverandi heimsmeistari unglinga í skák og bezti skákklerk- ur sem sögur fara af síðan á 16. öld, þegar mikið orð fór af skák- snilli biskupsins Ruy Lopez, svo að hæfni hans verður ekki dregin í efa. Klerkurinn er líka gæddur ágætri hæfni til þess að þegja yfir hugs- unum og skákaðferðum Fisehers. Þegar hann var að þvi spurður hvort Fischer ætti sigur vísan í sjöundu skákinni, sem fór i bið, ljóstraði dul- arfullt svar hans ekki upp nokkrum leyndarmálum: „Kannski. Þið getið verið vissir um að við gaumgæfum hvern leik.“ Presturinn er 35 ára gamall, fædd- Séra Wii'iam Lombardy ur árið 1937 í New York og kennir ensku í gagnfræðaskóla, sem er kenndur við Hayes kardinála, í Bronx-hverfi. Hann hlaut prestvígslu 1967, og síðan hefur dregið úr tafl- mennsku hans, en hann er fyrsti kaþólski klerkurinn, sem hefur ver- ið sæmdur stórmeistarana-fnbót. HJÁLPAÐI FISCHER 1959 Hann hefur áður verið aðstoðar- maður Fischers —- fyrst árið 1958 í Portoroz í Júgóslavíu þegar Bobby öðlaðist rétt til að keppa um áskor- endatitilinn. Þetta sama ár sigraði klerkurinn tilvonandi, þá tvítugurað ajldri, í heimsmeistajrakeppni unigiinga í skák. Hann lagði að velli alla keppi nauta sína og hlaut 11 vinninga af 11 mögulegum. Hjálparmaður áskorandans sigraði Spassky löngu á undan Fischer. Þeg- ar hann tefldi á fyrsta borði fyrir Bandaríkin í heimsmeistarakeppni stúdenta í Leníngrad hlaut hann rúmlega 92% vinninga og sigraði þá Spassky meðal annarra. Bandaríska liðið var í Ijónagryfj- unni, en vann samt heimsmeistara- keppnina í fyrsta skipti. Sama ár hlaut Lombardy stórmeistaranafn- bót, og komst þá i hóp 90 útvaldra. Af öðrum afrekum föður Lomb- ■ardys má rnefna sigra hans I opnu skákmótunum bandarísku 1963 og 1965. Hann hefur verið I hópi fimm til sex efstu manna á sterkum al- þjóðaskákmótum á síðari árum, en hefur ekki sigrað. Hann er höfund- ur bókarinnar „Byrjunargildrur í nú- tímaskák" og vinnur að annarri bók, „Nútimahugsun í skák“. SKÁK OG TRÚ Klerkurinn segir, að hann sé ekki þeirrar skoðunar að togstreita ríki milli skákar og trúar. „Sú hugmynd stenzt ekki, að allir skákmenn séu trúlausir af því þeir hafi of margt að hugsa,“ segir hann og nefnir sem dæmi Fischer og Sammy Reshevsky, tvo bandaríska stórmeistara sem eru miklir trúmenn. Hann mótmælir líka þeim aðdrótt- unum, að kristin auðmýkt geti ekki samrýmzt yfidrifinni sjálfselsku ým- issa snjallra skákmanna. Hann seg- ir að kirkjan fordæmi lika falska auð- mýkt. Faðir Lombardy segir, að afrek Fischers muni auðvitað stuðla að auknum vinsældum skáklistarinnar. „Tilviljunin Bobby Fischer," segir hann „er stjamia sem ris út við sjón- deildarhring eins og halastjarna, sem við vonum að verði svo lengi á lofti að fól'k geri sér grein fyrir því gildi, sem skákin hefur fyrir það sjálft.“ Ef klerkurinn fengi vilja sínum framgengt, mundi hann hins vegar stytta um að minnsta kosti þriðj- ung þann tima, sern skákmenn hafa til umráða á skákmótum. Hann leggur til, að i stað þess að kepp- endur hafi til umráða tvær og hálfa klukkustund fyrir fyrstu 40 leikina eins og nú tíðkast verði tíminn stytt- ur í eina og hálfa klukkustund og síðan fái keppendur eina klukku- stund hvor til þess að tefla 20 leiki. Faðir Lombardy heldur þvi fram, að slík breyting á reglunum mundi auka áhuga almennings og einnig draga úr því álagi, sem hvilir á kepp- endunum. Hann segir, að meirihluti keppenda noti hvort sem er tímann, sem þeir hafi afiögu, til þess að láta sig dreyma. Ekkert fær drepið áhuga prestsins á skáklistinni. I samræðum við hann um skák dregur hann úr bardaga- hliðum listarinnar og segir, að þótt keppendurnir séu andstæðingar, eigi þeira að vera vinir. „Heómurinn viirðist vera sivo bet'slk- ur,“ segir hann. „Kannski þarf fól'k einstæða skemmtun eins og skák til þess að draga úr beiskjunní." I S JíeiuJíorkShttesí <TT^ Jón á Reynistað — Minning Framh. af bls. 11 þar, eins og verk hans bera gleggstan vott um. Á skólaárum minum varð að visu strjált um dvalir mín- ar heima í Skagafirði, en þá tóku þó vegna ýmissa sameigin- legra áhugamála að myndast ná- in kynni og sifellt traustari vin- átta milli okkar Jóns á Reyni- stað, ekki sízt eftir að samvinna okkar hófst á Alþingi. Þessi nánu kynni urðu til þess að efla en ekki draga úr þeirri virð ingu, er ég sem ungur drengur hafði borið fyrir þessum mikil- hæfa drengskaparmanni. Á Al- þingi otaði hann sér ekki fram, en var allra manna tillögubezt- ur í flokki sínum. Þótt hann gerði sér fulla grein fyrir nauð- syn alhliða framfara, þá mátti þó segja, að landbúnaðurinn og íslenzk bændamenning ættu hug hans allan. Beitti hann sér fyr- ir mörgum framfaramálum á þvi sviði, og er þar einna merkast frumkvæði hans og Jóns Þor- Jákssonar að því að leiða raf- orku um allar sveitir landsins. I búskap sínum var hann manna fyrstur til að hagnýta tækni- nýjungar. En heima í héraði eru þó verk Jóns á Reynistað mest og fjöl- þættust. Eftir því sem leið á ævi hanis, varð það æ ljósaira, að Skagafjörður og skagfirzkt mannlíf stóð hjarta hans næst. Á sviði skagfirzkra fræða hefir hann unnið fágætt menningar- starf, og átt manna ríkastan þátt í að skipa Skagafirði í fremstu röð héraða landsins um varð- veizlu og upþrifjun sögu sinn- ar og erfða. Líf og starf Jóns á Reynistað er mikið og gott, og það er ekki ætlunin að brjóta það til miergj- ar hér, enda ógerlegt á þessum vettvangi. Jón var alla ævi at- hafnamaður, og þótt hann gerði kröfur til annarra gerði hann alltaf mestar kröfur til sjálfs sín. Hann óttaðist ekki dauðann, en ég heyrði hann á efri árum oft láta í Ijós kvíða um það að koma ekki öllu því í verk, sem hann nauðsynlega þyrfti að ljúka. Þegar við vor- um saman við jarðarför einka- vinar hans, Péturs Ottesen, lét hann þau orð falla við mig, að mikið væri gott að vera eins og Pétur kallaður til annars lífs beint úr dagsins önn. Því miður fékk hann ekki að njóta þessa hlutskiptis, heldur varð að þola það að finna lífið fjara út, en einnig þessum örlögum tók hann með því hugrekki, sem honum var gefið í svo rikum mæli. Úr því að við fengum ekki vinir Jóns á Reynistað að njóta hans lengur á þann veg, er hann vildi iiiifa, þá giieðjúimst við nú yfir því, að hann hefir loks eftir erfitt stríð fengið Ijúfa og þráða hvild á ódáinsvegum. Hin glæsilega og dugmikla eig- inkona hans, sem staðið hafði við hlið hans í umfangsmiklum og erfiðum störfum á langri æfi og stýrt af skörungsskap hinu stóra heimili á Reynistað, sat við sjúkrabeð hans til hinztu stund- ar. Það er eðli mikilla kvenna. Við frá Mel sendum Reynistað arheimilinu hjartans kveðjur og bænir á þessum degi. Minning- in um mikinn mann mun lifa, þó.tt hann hverfi af okkar sjón- arsviði. Jón á Reynistað er einn þeirra manna, sem ekki gleymist neinum, sem átti vináttu hans. Magnús Jónsson. JÓN á Reynástað er látinn. Langri og mikilli starfsævi er lokið. í dag beinast hugir manna, ekki sízt okkar Skagfirðinga, til forystumannsins og héraðshöfð- ingjans, er hafði um nær hálfrar aldar skeið komið fremur við sögu héraðsins en nokkur mað- ur annar. Mörg og giftudrjúg störf hafði hann fyrir okkur unnið og þeirra sér lengi stað á sviði búnaðar, fræða og stjóm- mála. Jón Sigurðsson á Reynistað var þingmaður Skagfirðinga í þriðjung aldar oig átti því sæti á Alþ'mgi lengur en flest- ir aðrir. Á þeiim vettvangi gat hann sér mikið traust og virðingu andstæðinga sem sam- herja, enda voru störf hans þar gifturik, ekki sízt fyrir islenzkan landbúnað. Bóndinn á Reynistað var trúr starfi siínu og stétt. Á þvi tímaskeiði, sem Jón á Reyni- stað sat á þingi, var marghátt- uð löggjöf sett til hagsbóta land- búnaðinum og áttii Jón mikinn þátt í rnargri þeirri lagasetningu og vann sjálfur að samningu ýmissa þeirra, og studdi að fram- gangi þeirra til sigurs með al- kunnri forsjá sinni fremur en kappi. Á þingi lét Jón sér þó ekki einvörðungu neegja forystu í mál efnum bænda og landbúnaðar. Hann bjó yfir ríkum skilningi á því, að svo bezt tengist nútið og framtíð, að tengslin við for- tíð skyldu ekki rofin. Þess vegna beitti Jón sér á þingi fyrir setn- iingu löggjafar um héraðsskjala- söfn, byggðasöfn og varðveizlu fomra mannvirkja og um ævi- skrárritun. Við Skagfirðingar og raunar þjóðin öll mun um aldur njóta áhuga Jóns á Reynistað á þess- um málum. Hið merka héraðs- skjalasafn okkar Skagfirðinga og byggðasafnið I Glaumbæ eru óbrotgjamir minnisvarðar þess, hvemig Jón vann að hugðarefn- um sínum. Hið sama gerir Sögu- félag Skagfirðdnga, sem var stofnað fyrir forgöngu hans og hann veitti forystu um langa tíð. Jón sagði fyrir um útgáfu flestra rita þess og ritaði sjálf- uir maingt, sem féiiaigið hefur geif- ið út. Þannig var hann aðalhöf- undur Jarða- og búendatals í Skagafirði, sem telur allar jarð- ir og búendur í héraðinu um nær tveggja alda skeið. Er hér um að ræða hið ágætasta heim- ildarit, sem ég veit ekki til að eigi sér hliðstæður. Öll þessi fræðistörf Jóns á Reynistað miðuðu að þvi sama sem búskapur hans á Reynistað og meginstarf hans á Alþingi — þau miöuðu öll til eflingar sveitum landsins og til aukinn- ar1 menningar þar. íslenzkir bændur, hvar í sveit sem þeir búa, eiga því Jóni á Reynistað margt og mikið að þakka. En það eru margir fleiri, sem bera þakkarhug í brjósiti á útfarar- degi Jóns á Reynistað. 1 dag minnumist við og þökkum, sjálf- stæðismenn í Skagafirði, heilla- drjúiga foirystu og mangháttuð störf. Vera má að Jón hafi átt hér ríkari áhugaefni en setu á Alþingi, svo sem búskap sinn á höfuðbólinu og fræðistörf. En forysta hans og forganga fyrir mörgum nytjamálum héraðsins samfara samvizkusemi hans og góðvild gerðu hann að sjálf- kjörnum forystumanni okkar. Við iðruimst þess ekki að hafa sýnt Jónii á Reynistað trúnað. Þeim trúnaði brást hann aldrei. Seta hanis og störf á ALþingi urðu honum og þeim, sem studdu hann til þeirra, til mikils sóma. Þeirra starfa mun leingi verða minnzt. Þau urðu ekki aðeins héraði okkar till hagsæidar, þau voru þjóðnytjastörf, unnin til farsældar landi og lýð. Ég bið ölctnum vini fararheilla oig Guðs blesciuiniar komu hans og öðrum ástvinum. Giinnar í Glaunibæ. Á SÍNUM tima varð það fyrir tilstilli föður míns, að Jón á Reynistað tók mig í sveit að höf- uðbóli sínu. Nú, þegar hann er allur, viJ ég með fáeimum orðum þakka honum gott vegarnesti, seim endis.t betuir en flest animað. Á þessum árum dvöldust marg- ir unglingar á Reynlistað og kynntust þar allhliða sveitastörf- um og ekki sízt traustri og ör- uggri bústjóm Jóns. Var búrekst- urinn uimfanigsmikill, heimilið margmennt og húsbóndinn þar að aiu/ki önnutm kaifcmm við þjóð- málastörf og fræðiistörf, en ávallt var hann fyrstur til vinn,u að morgni og siðastur heim að kveldi. Ilarin vildi, að hver mað- ur skilaði góðu dagsverki, og veitti sjál'fur bezta fordeemið. Ég veit, að ég mæli fyrir munn alfiira þeirra, sem dval'ist hafa á unglingsiárum sínum á heimili Jóms, þegar ég þakka honum og fjölskyldu hams aliri þá dvöl, um lieið og ég flyt henni samúðar- kveðju. Björn Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.