Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1972, Blaðsíða 21
MORGUÍNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1972 21 Skrafað og skeggrætt á einvíginu Svipmyndir úr Laugardalshöll I>AÐ ER margl skrafað og: skegg rætt í Laugardalshöllinni þá daga sem heimsmeistaraeinvígið stendur yfir og spekingarnir eru fjölmargir. I kjallara hallarinn- ar eru skákútskýringar á leikj- um meistaranna fyrir áhorfend- ur og síðustu daga hefur Bent Larsen útskýrt og prófað leiki og möguleika Fisehers og Spass- kys í einvíginu. I aðalsalnum er hins vegar lögð áherzla á eins mikla kyrrð og mögulegt er að hafa þar sem nokkur hundruð manns eru að koma og fara, en það hefur þó gengið furðu vel, enda læðast menn á tánum til þess að enginn fái fyrir hjartað. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar í skáksérfræðinga- og blaða- mannaherbergjiun Laugardals- hallarinnar, en þar eru töfl stöð- ugt í gangi þar sem kannaðir eru möguleikar út frá leikjum meistaranna. Bent Larsen stórmeistari skýrir út skák í kjallara Laugardals- hallarinnar. Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands fslands og Jó- hann Þór, ritstjóri Skákblaðs ins ræðast við. Jens Enevoldsen frá Danmörku liefur reynzt sannspár um mögu- Ieikana i skákuntmi. Á myndin ni er itann í nýrri islenzkri peysu. Nokkrir góðir ríeöa málin íbyggnir á svip. Frá vinstri: Harold Schonberg, sem skrifar í New Vork Times, Byrne, stórmeistari frá Bandaríkjunum, séra Lombardy, stórmeistari og Fred Cram- er blaðafulltrúi bandaríska skák sambandsins. Mannf jöldi fylgist venjulega með skákskýringunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.