Morgunblaðið - 30.08.1972, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1972
03
Sextugur;
Jónas Jónsson frá Seyðisfirði
Eftir Svein Benediktsson
Jónas Jónsson, framk'/æmda-
stjóri Sildar- og . fiskimjöisverk
smiðjunnar h.f. i Reykjavik er
sextugur í dag. Ha.nn er Seyð-
firðdngur að uppruma en flutt-
ist til borgarinnar árið 1953, er
harrn var ráðinn framkvæmda
stjóri Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjunnar að Kletti.
Síðan hefur hann jafnan verið
kenndur við þá verksmiðju og
verið nefndur Jónas í Kletti til
aðgreiningar frá nöfnum sínum.
Þegar Jónas hafði tekið við
framkvæmdastjórn félagsins
tók því að vaxa íiskur um
hrygg.
Véllbúnaður verksrniðjunnar
var endurbættur, þrifnaður og
umgengini öll færð í svo gott
horf sem bezt mátti verða. Itr-
■ustú nákvæmni var gætt við
vinnsluna í verksmiðjunni. Að
mestu leyti voru starfsmenn hin
ir sömu ár eftir ár. Framkvæmda-
stjórinn var vakinn og sof'nn í
starfi sinu. Félagið hóf togara-
útgerð og gerði út 4 nýsköpun-
artogara um 10 ára skeið. Loks
| ikeypti féiagið Faxaverk-
I smiðjuna i Örfirisey.
Félagið var fyrst innlendra íé
laiga til þess að kaupa stórt
fliutningaskip „Síldina" árið
1965 til fliutninga á síld af fjar-
feegum miðum til verksmiðjunn-
ar og lýsisflutninga utan vertíð-
ar. Gekk rekstur skipsins vel
meðan sílidveiðar entuist. Braut-
ryðjandi í síldarfluitningum hér
við land hafði verið Einar Guð-
finnsson í Bolungavík, en skip
hans var mimna, og hentaði ver
þegar síldarafli var góður.
Sjávarafli er svipull og mark-
aðir fyrir fisk, mjöl og lýsi
breytilegir ár frá ári. Þ>að var
þvi óhjákvæmilegt að afkoma
þessa fyrirtækis yrði misjöfn
frá ári til árs Einkum urðu örð
ugleikar togaraútgerðarinnar
þungir í skauti og erfitt að ráða
skipshafnir á togarana af al-
kunnum ástæðum, sem hér verða
ekki raktar.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðj
an h.f. hætti togaraútgerð sinni
árið 1966.
Vandræði sjávarútvegsins
keyrðu þó fyrst um bverbak,
þegar síldveiðin brást sam/ara
verðfalli sjávarafurða á árunum
1967 og 1968. Andvirði útfluttra
sjávarafurða minnkaði um helm
ing, reiknað í erlendum gjald-
eyri á þessum árum frá því sem
verið hafði.
Þegar svo skyndilega syrtir i
álinn, þá er erfitt að verja stór-
fyrirtæki eins og Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjuna h.f. fyr
ir áfölluim, sem geta riðið þvx að
fullu.
Skilur þá á milli feigs og
ófeigs, hvort stýrisvölurinn er í
öruggum höndum, en það var
hann sannarlega í höndun Jón-
asar í Kletti.
Jónas hafði áður verið bók-
ari, gjaldkeri og síðast fram-
kvæmdastjóri við Sildarbræðsi-
una hf. á Seyðisfirði. Ærið 1939
hafð; Jónas verið um nokkurra
mánaða skeið í Þýzkalandi og
þá kynnt sér m.a. rekstur ný
tízku fiskimjölsverksmiðju i
Wesermúde.
Góðar gáfur, samvizkusemi,
árvekni og nákvæmni Jónasar 1
öllum starfsháttum, samfara víð
tækri þekkingu hans og
reynsta í rekstri Síldar- og
fiskimjölsverksmiðja og útgerð,
lögðust á eitt um að gera liann
að þe m farsæla framkvæmda-
stjóra stórfyrirtækja, sem hann
hefur reynzt í öldunóti íslenzks
sjávarútve<gs.
—O—
Um Jónas má segja með sanni:
„að sjaldan feltar epiið langt frá
eikinni." Hann er kominn af
nafnkunnum austfirzkum ættum
Þykir mér hlýða að rekja það
nokkiru nánar, því að svo mjög
svipar afmæl'isbarninu til for-
eldra sinma og frændfólks.
Nokkir>um nánum ættmennum
Jónasar hefi ég kynazt persónu-
lega, önnur þekki ég af af-
spurn, enn önnur hefi ég lesið
um í bókum.
Jónas er sonur Jóns Gunn-
laugs fyrsta fuillligilds málara-
meistara á íslandi og siðar kaup
manns á Seyðisfirði, duglegs og
framkvæmdasams ráðdeildar-
manns f. 5. flebr. 1883, d. 7. febr
1964. Jón Gunnlaugur var einn
hinna nafnkumnu Eiðabræðra
eða „Eiðaskalla". Voru þeir
kenndir við Eiða, en þar var fað
ir þeirra Jónas Eiríksson skóla-
stjóri við Búnaðarskólann á Eið
uim.
Bræðuir Jóns Gunnlaugs
voru:
Halldór: cand. phil. Hann vor
lengi starfsmaður á Haigstofu Is-
lands og við Landsbankann.
Mikill áhuigamaður um þjóðmál.
Annar af aðailfrumkvöðlum
fyrsta íslenzka flugfélagsins
1918 ásamt Garðari Gíslasyni
stórkaupmanni.
Benedikt, verzíunarstjóri við
Tuliniusarverzlun á Vestdals-
eyri við Seyðisfjörð. Síðar kaup-
maður þar og á Seyðisfirði. Hann
var bæjarfulltrúi.
Þórhallur, bóndi og hrepp-
stjóri að Breiðavaði.
Gunnlaugur, fyrst verzlunar-
maður hjá Benedikt bróður sín-
um. Síðar gjaldkeri við Útibú Út
vegsbanka Islands á Seyðisfirði
og siðar skrifstofustjóri hjá
Sítdarverksmiðjum ríkisins þar.
Átti lengi sæti í bæjarstjórn
Seyðisfja.rðar og þá lengst af
forseti hennar, hefur ritað mik-
ið um félagsmál. Spekingur að
viti.
Emil Brynjólfur, fyrrum sím-
ritari á Seyðisfirði og bæjarfull
trúi. Síðar póst- og símstjóri þar.
Friðrik Jónasson, kenr.ari í
Reykjavik, er hálfbröðir þeirra
bræðra.
Faðir þessara sjö bræðra o<g
afi Jónasar í Kletti, var eins og
fyrr segir Jónas Eiríksson
skólastjóri Búnaðarskólans á
Eiðum frá 1888 til 1906. Áðar
hafði hann stundað nám við
Búnaðarskólann í Stend skammt
frá Björgvin í Noregi og síðar
við Landhúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn. Jónas var
fæddur á Skiriðuklaustri í
Fljótsdal 17. júní 1851 d. 19.
ágúst 1924.
Kona Jónasar var Guðlaug
Margrét Jónsdóttir frá Eiríks-
stöðum i Jökuldal, hin merk-
asta kona, f. 30. júní 1853, d.
26. maí 1906. Voru þau hjón stór
ættuð, svo sem lesa má um í ævi
minningu Jónasar skólastjóra
í Búnaðarritinu 1925, sem rituð
er af sér Elnari Jónssyni presti
að Hofi í Vopnafirði, fyrrum al-
þingismanni og prófasti i Norð-
ur-Múlasýsta í 34 ár. Er sú
greln afbragðs vel niituð.
Móðir Jónasar í Kletti var
Anna Sigmundsdóttir Jónssonar
bónd<a í Gunnhildargerði í Hró-
arstumgiu. Hún var f. 24. janú-
ar 1888, d. 2. september 1965.
Móðir hennar var Guðrún iugi
björg Sigfúsdóttir frá Straumi i
Hróarstungu f. 5. september
1862, d. 8. ágúst 1925. Voru
þetta merkar bændaættir austur
þar.
Syst'kini Jónasar í Kietti eru:
Guðlaug Margrét f. 25. júlí
1909, d. 25. apríl 1915.
Sigrún f. 10. júní 1911, d. 13.
apríl 1972.
Guðlaugur kaupmaður og af-
greiðslumaður Eimsklpafé’.ags
íslands á Seyðisfirði.
Herdis, vinnur á skrifstofu
Sjóvá i Reykjavik.
Jónas i Kletti kvæntist 22.
apríl 1955 Kristínu döttur Ingv-
ars Sigurðssonar, cand. phil.
bróður Magnúsar Sigurðssonar,
bankastjóra og þeirra systkina.
F. 20. júlí 1885, d. 21. jan 1952.
Móðir Krisitínar var Marta f. 2.
maí 1896, d. 2. okit. 1953. dóttir
Einars prests og alþingismanns
að Hofteigi i Jökuldal Þórðar-
sonar. Marta var systir Þórðar
Einarssotnar fyrrum útgerðar-
manns x Neskaupstað, sem nú
býr hér í Reykjavik og þeirra
systkina.
—O—
Þegar verzlun og siglingar til
landsins höfðu, eftir 253 ára
þjökun, verið leyfðar að nýju,
öðrum en þegnum Danaveldis,
hófu Norðmenn fijótiega til-
raunir til síldveiða hér við land.
Fyreta tilraunin sem verulegan
áranguir bar, var gerð af leið-
angri frá Mandal s'umarið 1868.
Leiðangursstjóri var Otto
Wathne. Veiddu þeir 2500 tumn-
ur síldar í landnæbur í Seyðis-
firði. Árið 1879 urðu straum-
hvörf í slldveiðum Norðmanna
hér við land. Árið eftir settist
Otto Wathne skipstjóri og út-
gerðarmaður að á Seyðisfirði.
Aðrir dugmiklir og fram-
kvæmdasam'r Norðmenn settust
að víðar á Austfjörðum og
stunduðu sildveiðar í landnætur
og laghet innfjarða þar eystra.
Norðmenn hófu og síldveiði í
Eyjafirði i sama muxid og með
sömu veiðarfærum.
Obto Wathné var langumsvifa
mestuir af hinum nýju landnem
um. Hann lét bæði salta sildina
til útflutnings og sendi hana ís-
aða til Bretlands i heilum sk'.ps
förmum. Mestur afh á útveg
Wathnes á einu ári var um 40
þúsund tunnur sildar. Harm
hafði gufuskip í förum fjarða i
mil'li á Austfjörðum og öðru
hvoru víðar meðfram ströindunx
Jands'ns og tál Noi’egs og leigu-
skip landa í mil’li. Wathne and-
aðist um borð í eligin skipi
á leið til Seyðisfjarðar frá Nor
egi árið 1898.
Brautryðjendastöx-f Norð-
manna í sjávanitvegi hér á
landi, á níunda tug nítjándu ald
ar, náðu bæði til síldveiða og
hvalveiða. Einkum ufðu sildve.ð
Jazzbnlletskóli BÁRU
DÖIVIUR ATH.
DÖMUR ATH.
Nýr 3ja vikna kúr í líkamsrækt og megrun.
Nudd og Sauna fyrir dömur á öllum aldri hefst mánu-
daginn 4. september. Innritun í síma 83730.
JAZZBALLETSKÓLI BARU.
arnar landsmönnum mikil tekju
lind, þótt svipular reyndust.
Á síðasta áratug nítjándu ald
arinnar sótti fjöldi manns, bæði
kariar og konur af Suðurlandi
sumaratvinnu sína til Austfjarða
einkum Seyðisf jarðair. Nam
kaup hvers manns um 45 kró»i-
um á mánuði auk fæðis, hús-
næðis og þátttöku i fargjaidi.
Kaup þetta var greitt frá því
seinni hluta maímánaðar fram i
ágústmánuð í 2V2—3 mánuði,
svokaMaðan Sunnlendingatíma.
Héldust þessar ferðir að
nokkru fram yfir aldamótin.
Var þetta taiin bezta sumarat-
vinnan, sem þá var völ á hér á
landi. Þegar flest var, munu um'
1200 manns hafa sótt vinnu tiil
Austfjarða og þar af stór hlvxti
til Seyðisf jarðar.
Þaðan voru stundaðar þorsk-
veiðar frá Brimnesi 0;i fleiri
stöðum við fjörðinn á 100—120
bátskeljum og voru 3 menn á
hverri fleytu. Beituskortur
hindraði oft veiðar, en úr þessu
rættist, þegar Isak Jónsson,
Austfirðingur, sem flutzt hafði
til Kanada kom aftur til lands-
ins ásamt Jóhannesi Nordal, að
áeggjan Tryggva Gunnarssonar,
bankastjóra, haustið 1894.
En áður hafði ísak skxifað
Tryggva um gagnsemi íshúsa til
beitufx-ystingar.
Kona Isaks var Sveinbjörg al-
systir Ólafiu Jóhannsdóttur
hinnar miklu mælskuikonu og
trúboða.
ísak byggði fyrstu íshúsin í
Seyðisfirði og Mjóafirði. Fryst-
ing síldar til beitu bætti úr
beituskortinum eins og Isak
hafði sagt fyrir. Lengdist þá út
ha.ldstimi bátanna og þorskafl-
inn í Seyðisfirði tvöfaldaðist og
afkoma manna batnaði að sama
skapi.
Fiskkaup kaupmanna i Seyð
isfirði færðuist nú í aukana bæði
af innlendum og erlendum skip-
um, einkum af Færeyingum og
Norðmönnum. Var fiskurinxi
verkaður til útfhxtnings. Varð
af þessari verzlun og fiskvei'k-
un mikil atvinna hjá Seyðfirð-
ingurn.
Thor E. Tulinius frá Eskifirði,
hinn mikli framkvæmdamaður,
— bróðir Axels Tuliniusar
sýslumanns, síðar framkvæmda-
stjóra Sjóvá og Otto Tuliniusar
kaupmanns og útgerðarmanns á
Akureyri, — rak stórverzlun á
Vestdalseyri í nokkur ár, i
nafni hinna Sameinuðu isl. verzl
ana, og síðar verzhin í eigin
Framhald á bls. 17.
Af mælisk veð j a
frá starfsfólki
JÓNAS Jónsson, framkvæmda-
stjóri er sextugur í dag, og vilj-
um við öll nota tækifærið til að
óska honum til hamdngju með
daginn og færa honum þakkir
fyrir samstarf á liðnum árum.
Það lýsir Jónasi Jónssyni ef
til vill betur en margorð skrif,
að flestir fastra starfsmanna
fyrirtækisins hafa starfað hjá
því samíe.Ut frá því, að þeir fyrst
réðust þangað fyrir mörgum
árum, nokkrir allt frá því að
Jómas gerðist framkvæmdastjóri
þess fyrir u. þ. b. tveimur ára-
tugum síðan. Meðal amnars
vegna þessa hefir myndazt ríkur
samhu'gur og samstaða á vinnu-
stöðum fyriirtækisins. Áreiðan-
legt er, að framkvæmdastjórinn
á mákinn þátt i því með fordæmi
sinu varðandi ákveðna stjórn, en
lipra og persónulega framkomu
við starfsfólk sitt.
Öllum þeim, sem hjá fyrirtæk-
inu vinna, er fullljóst, hversu
framkvæmdastjórinn fylgist af
lifandi áhuga með öllum verk-
efnum og kann að meta vel unm-
in störf starfsfólksins. Því er
hins vegar ljóst, að hann er
sjálfuir sívakandi í starfi og
gerir ætíð mestar kröfurnar til
sjálfs sín.
Við biðjum þann, sem sólina
skóp að gefa Jónasi líf og heilsu
til að stjórna þessu fyrirtæki
enn um langt skeið tii blessunar
fyrir land og lýð.
Starfsfólk Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar hf.
Þér lærió nýtt tungumál á 60 tímum!
1 . Ir»:#«íl|(
lykillinn aó nýjum heimi
Tungumólonómshcíd ó hljómplölum
cða segulböndumt
ENSKA. ÞÝZKA, FRANSKA. SPANSKA,
PORTUGALSKA. iTALSKA. DANSKA.
SÆNSKA. NORSKA. FINNSKA.
RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl.
Verð aðeins kr. 4.500-
AFBORGUNARSKILMALAR
Hljóðfcerahús Reyhjauihur
laugaocgi 96 simi: I 36 56