Morgunblaðið - 30.08.1972, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.08.1972, Qupperneq 14
14 MOKGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGUST 1972 OiBaafandí hif ÁTvaHcui', Ffeyfcjaivík Framtovæmdastjóri HaraWw Sv«m*aon. fi'ítatjórar Matthías Jotermeasen, Eyifóftfur' Konréð Jórisson Aðstoðarritstjórí Styrmir Gunnarsson. Rhsrtfóroarfullitmi Þiorbljönn Guðmundsaon Fróttastjóri Björn Jólhannason. Auglýaingaatjöri Ámi Garðar Kriatirrsson. Rftstjórn og afgraiðsia Aðolatrsoti 6, sfmi 1Ö-100. •AugiJýoingar Aðatatrætí 6, sími 22-4-B0 ÁaikriftargjaW 225,00 kr á 'mámuði innanlands I teusaaöTu 15,00 Ikr sintakið. |"|rðsending sú, sem brezka ^ ríkisstjórnin sendi hinni íslenzku í fyrradag hefur ekki að geyma nýjar tillög- ur um lausn landhelgisdeil- unnar. Eins og vænta mátti, lýsa Bretar yfir því, að þeir muni framfylgja úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag og kemur það fáum á óvart, en jafnframt tekur ríkis- stjóm Bretlands fram, að hún sé reiðubúin til nýrra viðræðna víð íslenzku ríkis- stjórnina um landhelgismálið, eins fljótt og tök eru á og hagkvæmt kann að vera fyr- ir báða aðila. Það er því ljóst, að brezka ríkisstjórnin er reiðubúin til nýrra viðræðna við íslenzku ríkisstjórnina og hefur því að þessu leyti gefið jákvætt svar við orðsendingu íslenzku ríkisstjórnarinnar frá 11. ágúst sl. í gærmorgun sat ríkisstjórn raunin og enn liggur ekkert fyrir um viðbrögð íslenzku ríkisstjórnarinnar við þessari orðsendingu Breta. Innan tveggja sólarhringa tekur hin nýja fiskveiðilög- saga íslendinga gildi. Þá má segja, að baráttan fyrir við- urkenningu 50 mílna mark- anna verði háð á tveimur víg- stöðvum. Hún fer fram á hin- um „diplómatíska“ vettvangi eins og verið hefur um margra mánaða skeið, en jafnframt opnast nýjar víg- stöðvar á fiskimiðunum í kringum landið. Á báðum þessum sviðum verðum við íslendingar að berjast af er áreiðanlega að sýna fram á, að íslendingar hafi ekki bolmagn til að verja hina stækkuðu fiskveiðilögsögu. Gegn þessum mikla flota fiskiskipa, sem búin hafa verið hvers kyns tækjum til sóknar og vamar, teflum við íslendingar fram varðskipum okkar og flugvélakosti land- helgisgæzlunnar. Það mun koma í ljós eftir 1. september hvaða haráttu- aðferðum landhelgi=gæzlan hyggst beita, en fulhust má telja, að hinir erlendu togar- ar muni hafa ýmsum öðrum hnöppum að hneppa en veiða fisk og verður fróðlegt að sjá, BARÁTTA A TVEIM VÍGSTÖÐVUM Ólafs Jóhannessonar á fundi til þess að fjalla um orðsend- ingu Breta, en kvöldið áður hafði Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, í viðtali við Morgunblaðið talið fullvíst, að svars af íslendinga hálfu yrði að vænta að þeim fundi loknum. Sú varð þó ekki festu og einbeitni, jafnframt því að koma fram af fullri ábyrgð og varkárni. Fyrirsjá- anlegt er, að mikill fjöldi brezkra og þýzkra togara verða á fiskimiðunum milli 12 mílna og 50 mílna markanna eftir að útfærslan hefur geng- ið í gildi, og markmið þeirra hversu lengi þeir telja sig hafa efni á slíkum leik á ís- landsmiðum. En jafnframt hinni nýju baráttu, sem nú hefst á fiski- miðunum í kringum landið er nauðsynlegt að halda áfram því starfi, sem unnið hefur verið á opinberum vett- vangi til þess að tryggja við- urkenningu annarra þjóða á 50 mílna fiskveiðilögsögunni. Næsta skrefið í þeim éfnum verður svar við orðsendingu Breta og er líklegt að nýjar viðræður hefjist fljótlega milli þessara tveggja ríkja um möguleika á lausn þessar- ar erfiðu deilu. Ljóst ætti að vera, að báðum aðilum er hagur af því, að sanngjarnir samningar náist. Bretar hljóta að gera sér ljóst innan tíðar, að þeir sækja ekki gull í greipar Ægis við íslands- strendur með íslenzk varð- skip og flugvélar á hælunum á sér, og þess vegna verður að vænta þess, að þeir sjái sig um hönd og gangi til þeirra heiðarlegu samninga, sem þeir eiga kost á. Við Is- lendingar erum friðsöm þjóð og höfum engan hug á að standa í slíkum útistöðum við aðrar þjóðir, sem þorskastríð- ið svonefnda 1958—1961 var, en hins vegar hafa Bretar væntanlega gert sér það ljóst nú, að í augum íslendinga er baráttan fyrir landgrunninu öllu sama eðlis og sjálfstæðis- baráttan var fyrr á þessari öld og í slíkri baráttu vinnur sá sigur, sem réttinn hefur með sér, að lokum. Astandiö í Miðausturlöndum; Nýr rammi utan um gamalt Hverfi Bússar alg-erlega á brott úr Egyptalandi, eins og líklegt virðist, er ekki óeðli- legt að búast megi við minnk andi hernaðaraðstoð Banda- rikjanna við Israel. En slík- ar bollaleggingar verða ekld staðfestar fyrr en eftir bandarísku forsetakosning arnar í núvember. Þegar og ef endanleg ákvörðun verður tekin um að draga úr vopnasendingum hlýtur það að verða sett í samband við synjun Moskvu við beiðni Egypta um árásar- vopn eins og MIG-23 flugvél air og fuiilllkoimmn skot- vopn. Auk þessa skipta örlög frönsku Mirageþotanna máli, sameinist Líbýa og Egypta- land eins og lýst hefur verið yfir. Bæði Moskva og Washing- ton vonast greinilega til að geta dregið úr þeirri áhættu sem skuldbindingar þeirra i Miðausturlöndum hafa óhjá- kvæmilega í för með sér. Ekki er enn vitað hvað þeim Nixon og Brezhnev fór á miillii í þessu sambandi, en Sovétríkin myndu ekki hafa neitað Egyptum um frekari árásarvopn ef slík stefna hefði ekki a.m.k. verið gefin í skyn. Frá því í sexdagastríðinu hafa miklar breytingar strið átt sér stað á þeim vopna- kerfum sem báðum aðilum stendur til goða, og hvorki Egyptar né ísraelsmenn geta verið sjálfum sér nógir hvað snertir nútíma vopna- og raf eindatækni. Auk þess verða þau vopn sem nú eru til fljótt úrelt með tímanum. ISRAEL STENDUR BETUR AÐ VÍGI Israel hefur sjálft þjálfað fólk til þess að sjá um þessi tæki en Egyptar verða að reiða sig á Rússa einnig í þessum efnum. Það er mjög vafasamt hvort Rússar muni skilja nokkra slíka sérfræð- inga eftir, eftir að hafa ber- lega gefið í skyn að þeir vilji ekki taka beinan þátt í stríð- iniu fyrir botni Miðjarðar- hafs. Nú þegar breyting er að verða á veru stórveldanna í Miðausturiöndum, er ljöst að ísrael stendur betur að vigi hernaðarlega. - Ef Egyptar reyndu nú að hefja einhvers konar sókn yrðu þeir að nota fótgönguiið til þess að komast aftur á Sinai. Þess vegna beinist öll stefna ísraels- manna í þá átt að koma í veg fyrir að Egyptar komist yfir Suezskurðinn. Auk þessa eru Damaskus og Kairó ef tLl vill i meiri hættu en Jerúsalem eða Tel Aviv í fyrsta skipti frá stofnun Israelsríkis, vegna þeirra hernaðarmarka sem nú eru. Þetta skapar nýja tegund af hernaðarlegu jafn- vægi. Israelsmenn eru þess full- vissir að Egyptar geti ekki unnið Bar Lev-herstöðvarn- ar meðfram skurðinum án Anwar Sadat kjarnorkuvopna eða með full um stuðningi sovézkra her- flokka, eða hvoru tveggja. Stríðið milli Indlands og Pak istans í vetur fullvissaði hins vegar ísraelsmenn um að Rússum væri mjög á móti skapi hvers konar bein þátt- taka í átökunum á Miðaust- uriöndum. Moskvu var ljós óánægja Bandaríkjanna meö útkomuna úr þvi stríði og þau vildu ekki hætta á nið- urlægingu öðru sinni, eins og Haiphongaðgerðirnar sýna. í kjölfar brottflutnings Sovétmanna eru ísraelsmenn vissari en nokkru sinni fyrr um að egypzkir herforingjar eru ekki reiðubúnir að taka afleiðingum nýs stríðs þrátt fyrir borginmannlegar yfir- lýsingar, sérstaklega þar sem þeir njóta nú minni hjálpar frá Moskvu og eru í óhag- stæðari upphafsstöðu. Israel vill ótvíræðan sátt- mála sem tryggi að skotum verði ekki hleypt af á ný fyrr en það hefur fært lið sitt úr stöðunum við Suez. Egyptaland telur á hinn bóg inn að það geti ekki tekið þátt í samningaumræðum á meðan hluti af landssvæði þess sé hersetinn. NÝ VIÐHORF Þó mun líklega bæði Kairo og Jerúsalem vera ljóst að þeim er ekki unnt að yfir- buga hitt með venjulegum vopnum í þeim skiiningi að bera fullan sigur úr býtum í stríðinu. Arabar geta ekki lengur látið sig dreyma um að geta ýtt ísraelsmönnum út í Mið- jarðartiaf, og Bandaríkja- menn myndu ekki undir nein um kringumstæðum leyfa slíkt. Og Israelsmönnum er ljóst að þó að þeir gætu náð Damaskus og Kairo, þá myndu þeir þar með ekki græða nokkum skapaðan hlut, þar eð þeir gætu aldrei haidið þessum borgum til lengdar. Þess vegna verður að fara öðru vísi að hlutunum. Marg ir telja að Brezhnev hafi við urkennt þessa staðreynd, auk Nixons. Rússar eru nú a.m.k. að gæla við þá hug- mynd að bæta sambúðina við Golda Meir Israel um leið og þeir styrkja stöðu sina í hinum norðlægu Arabalönduim, Sýríiancli og Irak. Mánuðum saman hafa þeir í kyrrþey fairið fram á það við ísraelsmenn að þeir féll- ust á að háttsettur sovézkur dipl ’.mat með aösetri í finnsika sendiráðinu í Israel annaðist málefni Moskvustjórnarinn- ar. Hingað til hefur stjórn- in í Jerúsalem neitað á þeim forsendum að hún veit að kjarmorlkusitóirveldli kemsit ekki lengra í að ógna smáríki, og auk þess er hún tortryggin vegna nærveru Sovétmanna I Egyptalandi. En málin eru að breytast. Sú diplómatís'ka umgerð sem hefur umlukið þessi eldfimu landsvæði fyrir botni Mið jarðarhafs er að byrja að gefa sig. Menn velta framtíð- arþróuninni fyrir sér í Was- himgton, Kairó og Jerúsalem, Arabar eru að endurskoða af stöðu sína til Bandarikjanna og tvö Arabairíki hafa tekið upp stjórmmálasamband á ný við þau. Israelsimenn veita nú vöngum yfir hvort þeir þurfi lika að endurskoða sina afstöðu, — eftir kosn- ingarnar í hau®t. I'TTO 'NeUrjlIorkííJimcö eftir C. L. Sulzberger

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.