Morgunblaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1972 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 V-------------- BÍLAUEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 25555 14444^25555 •jiamuirga bílci&Qilq Bergþófugötu 3. Simar 19032, 20074 Sr. Dórir Stephensen: HUGVEKJA TRÚ OG VÍSINDI OFT hefur mönnum fundizt sem trú og vísindi hlytu að vera andstæðiur. Þar hafa átt sanvmerkt bæði trúmenn og vSs- indamenn. Og víst heíur slegið í brýnu og hvorir hafa fordæmt aðra. En slíkt má þó heita liðin tið. Það hefur orðið æ ljósara með hverju árinu, sem liðið hefur, að vísindin, sem eru rannsókn hugmynda, hluta og fyrirbæra með sannleikan einan að leiðarljósi, þau verða alltaf að gæta sín á fuilyrðingum, þvi þær standast oft illa tímans tönn. Sumt það, sem hét vísindi fyrir 30—40 árum, er í dag nefnt ófullkomnar rann- sóknir. Þetta hefur kennt vísindunum að þekkja takmörk sin og leitt huga vís- indamanna að gildi þeirra hliuta, sem e.t.v. verður aldrei hægt að sanna vís- indalega, en verða samt miklu meira virði mannlegu lifi en margt af þvi, sem þannig má meðhöndla. Ljóst hefur orðið, að það, sem heitir lífsskoðun, og byggist á von og trú, það skapar persónulegu lífi miklu traustari grundvöll en hin vísindalega þekking. Það ræður miklu meira um hamingju manns. Hin vísindalega þekking er breytileg, en í trú sinni finnur maður- inn hið óumbreytanlega, sem aldrei bregst. Það er Guð og kærleikur hans. Og þetta eru vísindamenn í jafnmik illi þörf fyrir og allir aðrir. Þeir eiga við sín hugrænu vandamál að etja ekk ert siiður en aðrir, þeir bera innra með sér, eins og aðrir, áfl, sem oft er mjög sterkt, en engum hefur þó enn tekizt að mæta. Þetta afl er kærleikur þeirra gagnvart ástvinum, hugsjónum og starfi. Trúmennirnir segja hann brot af krafti Guðs sjálfs. Og margir af mestu vísindamönnum heims hafa játað það ófeimnir, að þeir tryðu á hann og treystu honum. Fróðlegt er að lesa það, sem einn þekktasti vísindamaður seinni tíma, A. Einsteim, sagði um trú og vísindi. Hann sagði m.a.: „Sú algenga skoð- un, að ég sé guðleysingi að lífsskoð- un, er hreinn og skær misskilningur .......Ég trúi þvert á móti á persónu- l'egan Guð og get með góðri samviztou fullyrt, að ég hef aldrei nokkra einustu stund á ævinni aðhyllst guðlausa lífs- skoðun.........Og óhætt mun að fiull- yrða um flesta fuilltrúa sannra vísinda, að þeir eru sammála um það, að vís- indin séu ekki fjandsamleg trúarbrögð- unum. Að sjálfsögðu eru þó enn til nokkrir kreddubundnir visindamenn, er þramma ennþá sama vítahringinn og menn gerðu um 1880. En sjálfur er ég sannfærður um, að ef trúarbragðanna hefði ekki notið við, mundi mannkynið enn í dag vera á villimannastigimu." Einstein fann einnig þörf trúarbragð- anna fyrir vísindi og vísindalega hugs- un t.d. í rannsóknum trúarlega fyrir- bæra og texta. Þvi mælti hann einnig þessi orð: „Vísindi án trúar eru hölt, trú án vísinda er blind.“ Annar merkur maður, Norðmaðurinn Friöþjófiur Nansen, sagði: „Visindin eru holliur vinur, en kaldur, og ég þrái ówn- ræðiiega ylinn.“ Mannlegt lif getur ekki án vísindanna verið, ein það getur heldur ekki lifað án trúar. Hún skapar þvi ylinn, hún skap- ar þá hlýju og þá birtu, sem gerir menn- ina færa urn hvort tveggja, að þjóna ag beita vísindumum. Mér finnst stundum sem það sé al- varlegasti oflátungsháttur, sem hugsast getur, að neita Guði og öllu yfirmann- legu afli um tilveru. Sá, sem slíkt gerir, hlýtur að telja sjálfan sig þess umkom- inn að mæta einn og óstuddur því, sem lífið kann að rétta honum. Mér hefur hins vegar oft fundizt ég finna þau rök sterkust fyrir trú einstaklingsins, að hann finnur, að hann er aldrei sjálfum sér nægur. Hann finnur einnig, að hamn er undirgefinn æðra afli, voldugri hendi, sem oft þýðir ekki að spyrna á móti. Vísindin hafa ekki kennt honum þetta. En þau megna heldur ekki að þurrka þessa tilfinningu út, og vera má, að framtíðin beri þá stund i skauti sér, að vísindin staðfesti þessa tilfinnimgu fyrir hinu æðra valdi, er gefur mannin- um öryggi, að þau eigi eftir að blessa þá hlýju, sem þannig streymir inn I mannlegt líf. E. t. v. eiga þau eftir að viðurkenna, að þau sjálf eigi uppruna sinn í þeim krafti, sem býr á bak við hið andlega líf og vekur mannsandann til stöðugrar leitar að kærleika og sann- leika. Þó að margir mestu og beztu raunvís- indamenn heims hafi verið trúarbrögð- unuim hollir, eins og dæmi Einsteins sýnir, þá hefur alltaf skort mikið á, að sú afstaða væri algjör. En slík afstaða eða samstaða trúar og vísinda er það, sem mannkynið þarf einna mest á að halda í dag. Það ætti að tryggja notkun þekkimgarinnar i kærleika. Visindin vilja þjóna heiminuim. Sú þjónusta þarf að vera fóligin i þvi að vilja það, sem horfir til góðs, vilja hjálpa, bæta, græða. Þegar slíkur vilji er borinn að meinum manmkyns af hönd- um trúar og þekkingar, þá mun ljós skína i myrkrinu. CCID6C iUGHIIU |EorúwnI)Iút>it» MUIEU MABSFALÐAR EFTIR tvær umferðir tvímenn- ingskeppni TBK er staðan þessi: 1. Kristján — Þórhallur 404 2. Bernharður — Júlíus 389 3. Hugborg — Vigdís 360 4;—-5. Helgi *— Hjálmtýr 359 4. —5. Baldur — Jón Odds. 359 6. Guðrún — Jóhamma 357 7. Sigríður Jóharnn 355 8. Inga — ÓLafía 350 9.—10. Guðjón — Ingólfur 345 9.—10. Magnús — Stefán 345 Meðatekor eftir bæði kvöldin er 330 (165—165). —•— Aðalfundur bridgefélagsins Ásamir, Kópavogi, var haidinn þriðjudaginn 26. . sept. sl. í stjórn félagsins voru kosnir : Sveinn Sæmundsson formaður, Guðmundur Oddsson, ritari, Jón Hermannsson gjaldkeri, Cecil Haraldsson, varaform., Ari Jóns- son áhaldavörður, Vilhjálmur Þórsson skjalavörður. Á aðalfundinum var samþykkt að bjóða námsfólki, sem tekur þátt í keppnum á vegum félags- ins 50% afslátt keppnisgjalda. Skráðir félagar eru nú um 70 talsins. Spilastarf félagsins verður í Félagsheimilinu eins og áður á mánudaigskvöldum og hefst næst komandi mánudagskvöld 2. okt. kl. 20,00 með tveggja kvölda tví- menningskeppni. Keppnisgjald verður kr. 300,— og keppnis- stjóri Hjalti Elíasson. Að þeirri keppni lokinni hefst sveitakeppni. Þátttaka í henni til kynnist til formanns félagsins Sveins Sæmundssonar í síma 40342 eða 41260 eða til Ara Jóns- sonar í síma 42294 fyrir 12. októ- ber n.k. —•— Eftir fyrstu umferð í undan- keppni Bridgefélags Reykjavífeur eru langefstir Kristján Kristjáns son og Vilhjálmur Aðalsteinsson með 293 stig. Röð og stig efstu para er þann- ig- 1. Kristján Kristjánsson — Vil- hjálmur Aðalsteinsson 293. 2. Einar Þorfinnsson — Jakob Ármannsson 270. 3. Hallur Símonarson — Símon Símonarson 260. 4. Benedikt Jóhannsson — Jó- hann Jónsson 254. 5. Bragi Erlendsson — Ríkharð- ur Steinbengsson 251. 6. Jón Ásbjörnsson — Páil Bergsson 249. 7. Halla Bergþórsdóttir — Krist jana Steingrímsdóttir 248. 8. Gísli Sigurkarlsson — Ás- björn Einarsson 246. 9. Jón Arason — Sigurður Helgason 238. 10. Viðar Jónsson — Sveinbjörn Guðmundsson 236. Næsta umferð verður í Glæsi- bæ n.k. miðvikiudag og hefst kl. 20.00. —• — Úrslit í tvímenningskeppmi Bridgefélags Reykjavikur sem haldin var 20. september voru þessi: A-riðili Guðmundur Pétur.sson — Stef- án Guðjohnsen 208. B-riðill Sigtryggur Sigurðsson — An- ton Valgarðsson 215. C-riðUl Jón Ásbjörnsson — Páll Bergs- son 204. í A og B-riðti var meðalskor 165 en í C-riðli 156. —• — BRIDGEFÉLAG KÓPAVOGS N.k. fimmtudag hefst tvímenn- ingskeppni. Spilað er að Álfhóls- vegi 11 (3. hæð) og eru allir vel- komnir. Kaupmannahöfn þriðjudaga miðvikudaga fimmtudaga i sunnudaga i Stokkhólmur mánudaga föstudaga Luxemhorg alia daga Osló mánudaga miðvikudaga föstudaga Einnig farpantanir og upptýsingar hjá ferðaskrifstofunum Landsýn sírní 22890 - Ferðaskrifstofa rikisins sími 11540 - Sunna simi 25060 - Ferðaskrifstofa Úlfars Jacobsen simí 13499 - Úrval sími 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544 Férðaskrifstofa Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboösmönnum um allt land L0FTIIIDIR Beinn sfmi í farskrárdeild 25100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.