Morgunblaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGtTNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1972 Cltgafandi htf Árvakuf, Reýkijavfk f?nelmlkv»mdaatjóri HairaWur Sva'maaon- Rteitíórar Mattihías Johannsssan, Eyfólifur Konráð Jónsson. AðstoSamtetjón Sityrm+r Gun-narsson. RftstjómarfiHftrúi Þwrbljönn Guðmundason Fróttastióri Björn Jóihanrvsson. Auglýaingas^Öri Ámi Garðar Kriatinsson Ritstjórn og afgraiðsla Aðolstraati 6, sfmi 1Ó-100. Augtýsingar Aðafstreeti 6, afmi 22-4-80 Áafkrrftargjafd 225,00 fcr á mániuði innanlands I (aiusaaðlu 15,00 Bcr einfs'kið fiskiðnaðarins til þess að halda sjávarútvegi og fisk- vinnslu gangandi. Verðjöfnunarsjóðurinn var settur á stofn í allt öðrum til- gangi. Eftir verðfallið mikla á árunum 1967—1969 var mönnum Ijóst, að geri yrði ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að þjóðarbúið yrði fyrir slíkum skakkaföll- um á nýjan leik. Þá var ákveðið að setja á stofn sjóð og til hans skyldi renna ákveðið hlutfall af verð- hækkunum á útfluttum sjáv- ER RÍKISSTJÓRNIN BIJIN AÐ GEFAST UPP? IVf'ál sjávarútvegsins eru komin í eindaga. Auka- fundur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem haldinn var í fyrradag, ákvað að heim ila stjórn samtakanna að stöðva vinnslu í frystihúsun- um, ef viðunandi rekstrar- grundvöllur fæst ekki nú við upphaf nýs fiskverðstímabils. Á fundinum kom fram, að meginþorri frystihúsanna er rekinn með tapi. í skýrslum, sem hagrannsóknadeild Fram kvæmdastofnunarinnar hefur tekið saman fyrir Verðlags- ráð sjávarútvegsins kemur einnig fram, að mikill halli er á rekstri útgerðarinnar og að hlutur sjómanna hefur versnað mjög miðað við kjör verkamanna og iðnaðar- manna. Þrátt fyrir þessi alvarlegu viðhorf í málefnum sjávarút- vegs og fiskvinnslu og yfir- vofandi stöðvun helzta at- vinnuvegar landsmanna, hef- ur ríkisstjórnin nákvæmlega ekkert aðhafzt til þess að leysa hin aðsteðjandi vanda- mál. Hún situr auðum hönd- um, enda þótt um langt skeið hafi verið ljóst að hverju stefndi. Hið eina, sem ráða- menn í ríkisstjórninni hafa látið í ljós er það, að taka verði fé úr Verðjöfnunarsjóði arafurðum, en úr sjóðnum skyldi greiða, ef verðfall yrði. Þessi sjóður hefur þeg- ar komið að góðum notum. Á síðustu loðnuvertíð varð mik- ið verðfall á loðnuafurðum erlendis. Þá var gripið til Verðjöfnunarsjóðsins og hann tryggði, að hægt var að halda bátunum úti á loðnuvertíð- inni. Það er auðvitað mjög alvarlegt mál, ef þessi sjóð- ur frá Viðreisnarárunum verður notaður í allt öðrum tilgangi, þ. e. til þess að halda útgerð og fiskvinnslu gang- andi í bezta árferði, þegar verðlag erlendis hefur aldrei verið hærra. En hvað eiga forráðamenn útgerðar og fiskvinnslu að gera? Ríkisstjórnin situr gjör samlega aðgerðarlaus og hreyfir ekki litla fingur til þess að leysa þann vanda, sem hún sjálf hefur búið til. Sjávarútvegurinn á þá tveggja kosta völ; annað hvort að stöðva vinnslu í frystihúsunum og leggja bát- unum eða leysa vandamálin til bráðabirgða með því að taka fé úr Verðjöfnunarsjóðn um. Það kemur væntanlega í ljós næstu daga hver nið- urstaðan verður. Hitt er ljóst, að afstaða og aðgerðarleysi vinstri stjórnarinnar er með öllu óafsakanlegt. Engu er líkara en ráðherrarnir hafi hreinlega gefizt upp við að stjórna landinu. Hvernig halda menn svo, að ástandið verði um áramót, þegar efnahagsvandamálin hrann- ast upp hvert af öðru og vtð ekkert verður ráðið? VONBRIGÐI MEÐ RÆÐU EINARS TDæða Einars Ágústssonar, **- utanríkisráðherra, á þingi Sameinuðu þjóðanna um landhelgismálið, hefur valdið miklum vonbrigðum. Utanríkisráðherra tókst ekki að flytja mál þjóðar sinnar með þeim sannfæringarkrafti sem við mátti búast. í ræðu hans kom ekkert nýtt fram, hann lét sér nægja að rekja það, sem gerzt hefur í mál- inu hingað til. Sá kafli ræð- unnar, sem fjallaði um hið alvarlega ástand þorskstofn- anna á fslandsmiðum var alls ekki nægilega ítarlegur og sterkur. Ráðherranum tókst ekki að koma því til skila, sem fram þurfti að koma. Alvarlegast er þó, að Einar Ágústsson lét undir höfuð leggjast að geta þeirra rök- semda, sem sterkastar eru fyrir málstað íslands. Einn af dómurum Alþjóðadóm- stólsins í Haag hefur bent á, að í raun og veru hafi Bret- ar viðurkennt rétt íslendinga til frekari útfærslu með samn ingunum 1961, þegar þeir tóku athugasemdalaust á móti orðsendingu íslenzku ríkís- stjórnarinnar þar sem tekið var fram, að íslendingar mundu halda áfram að vinna að frekari útfærslu landhelg- innar. Þessara sjónarmiða gat utanríkisráðherra ekki í ræðu sinni og sýndi þar með, að hann lét pólitískt dægurþras innanlands sitja í fyrirrúmi fyrir þjóðarhag á erlendum vettvangi. Reykjavíkurbréf j _____.Laugardagur 30. sept-- Islendingasögur og nútíminn Bókavertíðin er að byrja, og þegar hafa komið út athyglis- verðar bækur, m.a. íslendinga- sögur og nútiminn eftir Ólaf Briem. í inngangi bókarinn- ar segir höfundur: „íslendingasögur er sú grein íslenzkra fornbókmennta, sem notið hefur almennastra vin- sælda hér á landi og mest verið lesin. Á síðari árum hafa heyrzt raddir um, að unga kynslóðin sé að verða þeim fráhverf, og hef- ur ýmsum orðið það áhyggju- efni. Oft er það brýnt fyrir ungu fólki, að því beri að lesa þessar gömlu bækur, en sjald- an er það tekið fram, hvers vegna því ber að gera það. Því síður er því á loft haldið, að e.t.v. þurfi það að vinna bug á nokkrum erfiðleikum, áður en það getur notið þeirra til fulls. Hætt er því við, að ýmsir, sem byrja á lestri Islendingasagna reki sig fyrst á þá agnúa, sem í mörgum tilvikum geta gert þær óaðgengilegar fyrir nútíma- lesendur — og hætti lestrinum, áður en þeir koma að kjarna þeirra.“ í lokakafla bókarinnar fjall- ar höfundur m.a. um afstöðu manna til Islendingasagna fyrr á öldum og segir: „Hvernig má það vera, að menn, sem aðhyllast svo ólikar bókmenntastefnur, skuli allir geta túlkað list íslendingasagna sér i vil? Röklega séð finnst mér aðeins tveir kostir koma til greina. Annar er sá, að þetta mat sé sama eðlis og i sögunni um Nýju fötin keisarans, að all- ir þykjast sjá það, sem þeir vilja sjá. Hitt mun þó sönnu nær, að sögurnar séu svo víðfeðmar, að þær hafi eitthvað á boðstólum handa öllum . . . En nú eru tímarnir breyttir, og íslenzk alþýða hefur úr miklu fleiru að velja en áður. Og lifnaðarhættir nútímans fjar lægjast óðfluga umhverfislýsing ar íslendinga sagna. Af því leið- ir, að hættara er við því en áð- ur fyrr, að þær verði utangátta. Það tel ég mér til aísökunar fyrir þessari samantekt." Svo sannarlega er ástæðulaust fyrir höfund að afsaka þetta rit. Þvert á móti hefði verið óafsak- anlegt, ef hann ekki hefði látið það frá sér fara og veitt ungum sem eldri þá innsýn í sög urnar, sem í bókinni er að finna. Óhætt er að fullyrða, að sér- hver þeirra, sem þessa bók les, muni taka fram einhverja sagn- anna á ný, er færi gefst, og lesa margt með öðru hugarfari en áð- ur. Bók Ólafs Briem er leiðar- vísir öllum þeim, sem íslend- inga sagna njóta. Hún er í senn skemmtileg og fróðleg, enda höf- undurinn „óvenjugeðþekkur, gáfaður og yfirlætislaus". Tilgangur höfundar er að glæða áhuga ungs fólks á Is- lendingasögum, og þeim tilgangi nær hann, aðeins ef æskumenn lesa bók hans. Sá, sem byrjar á lestri hennar, lýkur við hana, og þeim stutta tíma er vel varið, enda bókin ekki mikil að vöxt- um. Ef framhald bókaútgáfunnar í haust verður eitthvað í líkingu við upphafið, er margs girnilegs að vænta, og þar á meðal nýrr- ar skáldsögu eftir Halldór Laxness. Segi menn svo, að ís- lenzk menning sé komin að fót- um fram! Þjóðaratkvæða- greiðslan í Noregi Áður en þjóðaratkvæða- greiðslan i Noregi um inngöngu í Efnahagsbandalagið hófst, var vitað, að mjótt mundi verða á mununum. Þó virðast úrslitin hafa komið flatt upp á forustu- menn Efnahagsbandalagsríkj- anna og lýsir Matthías Johann- essen viðbrögðum þeirra i frétta skeyti frá Þýzkalandi á þessa 'leið: „Af orðum þeirra má setja dæmið upp á þennan hátt: Lykla-Pétur hefur opnað hlið jarðneskrar efnahagslegrar Paradisar, svo að norska þjóðin mætti óhindrað ganga þar um dyr og eignast örugga sælu- vist i fyrirheitnu landi nánara efnahagslegs samstarfs og tekið þátt í mótun Bandaríkja- Evrópú, sem að er stefnt. En Norðmenn sögðu nei. Enginn fagnar því hér um slóðir, að Norðmenn skuli ekki viija ganga inn um hið Gullna hlið.“ Ljóst er af undrun og viðbrögðum forustumanna í Efnahagsbandalagsríkjunum, að erfiðleikum muni verða bundið fvrir Norðmenn að ná viðunandi viðskiptasamningum við banda- lagið í nánustu framtíð. Þeir, sem undir urðu í atkvæðagreiðslunni í Noregi, segja nú, að það verði hlutverk andstæðinga inngöngu í EBE að gera tilraun til að ná viðskiptasamningum við banda- lagið. Ekki skal hér gerð til- raun til að leggja dóm á það, hver verða muni framtíð norskra stjórnmála, enda óvissan mikil, en engum þyrfti þó að koma það á óvart, að enn yrði leitað til Trygvé Brattelís til að leitast við að brjóta þá múra, sem for- ystumenn EBE virðast vera að reisa vegna vonbrigða sinna. Þegar öldurnar lægir munu áhrifamestu stjórnmálamenn Noregs reyna að ná nauðsynleg- um árangri í samningagerð við bandalagið, og þá getur varla talizt heppilegast, að þeir verði á oddinum, sem rriest hafa bar- izt. ekki einungis gegn inn- göngu Noregs í bandalagið, held ur gegn bandalaginu sjálfu. Afleiðingin fyrir okkur Þótt við íslendingar höf- um ekki blandað okkur í norsk málefni fremur en Norðmenn hafa reynt að hafa afskipti af okkar málum, er eðlilegt, að við hugleiðum nú að atkvæðagreiðsl unni afstaðinni, hver áhrif þessi niðurstaða hefur á okkar hag. Og fljótt á litið virðist flest benda til þess, að hún sé okkur hagstæð. Landhelgismálið er að sjálfsögðu efst í huga, og líklegt er, að Norðmenn hugsi sér nú til hreyfings að færa út sína landhelgi. Þeir eru þá samherj- ar okkar. Hinu er þó ekki að leyna, að það kynni að skaða okkur, ef fljótræðislegar ákvarðanir yrðu í Noregi tekn ar í þessu efni, þvi að gramir leiðtogar í efnahagsbandalags- löndum kynnu að hugsa sér að aðvara norsk yfirvöld með óbil girni í okkar garð. Von- andi kemur þó ekki til þess. Óneitanlega var talsverð hætta á því, að við gætum ein- amgrazt utn of efn'ahagslega, ef bæði Danir og Norðmenn hyrfu inn í Efnahagsbandalagið. Og innari Atlantshafsbandalags- ins hefði staða okkar þá líka orðið all sérstæð. En nú standa tslendingar og Norðmenn hlið við hlið. Aðstaða þeirra er hin sama, og samstarfið mun verða náið. Danir og EBE Enginn veit á þessari stundu, hvort Danir munu ganga inn í Efnahagsbandalagið. Úrslítin í Noregi munu vafalaust hafa tals verð áhrif á danskan almenning og draga úr stuðningi við inn- göngu. En líklegt er þó, að hún verði samþykkt, enda er aðstaða Danmerkur öll önnur en Noregs, og um leið mjög ólík okkar að- stöðu. Forustumenn á Norður- löndum greinir á um, hvort æski legt sé, að Danir gérist aðilar að bandalaginu, þótt Norðmenn hafi hafnað aðild. Benda sumir á, að grundvöllur verði til að taka á ný upp umræður um Nordek, ef Danir hafni einn- ig aðild, en aðrir segja, að bezt sé, að Danir gangi í bandalagið, og meðal þeirra er Palme, for- sætisráðherra Svía, sem sagt hefur: „Auðvitað liggur nær að ræða um norrænt efnahagsbandalag, ef ekkert Norðurlandanna geng- ur í EBE. En innganga Dana í bandalagið mun ekki veikja nor- ræna samvinnu, og vil ég leggja á það áherzlu. EBE er liður í evrópskri stjórnmálasögu, og Norðurlöndin eru hluti af þeirri sögu og hljóta að fylgja henni." Næsta óliklegt er, að sú þró- un verði stöðvuð næstu áratugi, sem átt hefur sér stað í Evrópu allt frá styrjaldarlokum, þ.e.a.s. að Evrópuþjóðir knýtist se sterkari böndum. Hvað síðar verður veit enginn; þá má vera að þióðernishreyfingum vaxi fiskur um hrygg og þróuninni verið snúið við. Ljóst er, að hin Norðurlönd- in munu eiga greiðari aðgang að valdastofnunum Efnahagsbanda- lagsins. ef Danir gerast aðilar. Þeir verða þá málsvarar nor- rænna sjónarmiða, og þess vegna má e.t.v. segja, að hag- kvæmast væri fyrir okkur Is- lendinga, að þeir yrðu að- ilar, samhliða því sem Norð- menn standa utan bandalagsins eins og við fyrst í stað, a.m.k. hvað sem síðar kann að verða. Skattar gamla fólksins Skattahneyksli vinstri stjórn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.