Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1972 0*9«f»ioli Nf Átv«k'ur, ftayfcjavKt Fnarrvkvwmdaatjóri HareWur Svamaaon. fittotfórar MatHhtas Joh«vn«a»on, Eyfótfur Korrréö Jónsson Aðatoftamtetfón Styrmir Gurmarason. Rítatjiórflarfirl+tirúi Þiorbjönn Guðmundaaon Fróttaetióri Björn Jóihonooaon. Auglýaingaatióri Ámi öarðar Kriatirvesofl. Ritatj'órn og aígroiðsia Aðalatraati 6, sfmt 1Ó-100. Auflffýsingar Aðatarsati 6, sfmi 22-4-60 Áskrrftargjald 226,00 kr á Trvónuði innanlarKte I íawsaaöíu 15,00 Ikr eíntokið T jóst er nú orðið, að einn stjórnarflokkanna er al- gerlega klofinn, og getur sá klofningur háft ófyrirsjáan- legar afleiðingar á Alþingi því, sem saman kemur í næstu viku og stjórnarsam- starfið í heiló. í gær kom út vikublaðið „Nýtt land“, sem talið hefur verið málgagn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, en hefur í raun verið einkamálgagn Bjarna Guðnasonar alþingis- manns, sem beið mikinn ósig- ur á landsfundi samtakanna um síðustu helgi. Viðbrögð hans og manna hans við þeim atburðum birtust í blaði þessu í gær, og eru á þann veg, að um algera stríðsyfir- lýsingu er að ræða a hendur forystumönnum samtakanna, þeim Hannibal Valdimars- syni, Birni Jónssyni og Magnúsi Torfa Ólafssyni. í blaði þessu eru þeir sak- aðir um, að hafa beitt ofríki og valdníðslu á landsfundi samtakanna og þar segir m.a.: „Því er ekki að leyna, að þetta ofríki skemmdi allar málefnalegar umræður um þjóðmál og tók fundurinn svip af karpi og persónuleg- um dylgjum. Er það í frá- sögur færandi, að nánast ekk ert var rætt um skólamál eða mála, að þarna gefur höfund- urinn Bjarni Guðnason fylli- lega í skyn, að ráðherrar Sam taka frjálslyndra og vinstri manna hafi lítil afrek unnið í ráðherrastólum og að fyllsta ástæða hefði verið til að taka þá til bæna fyrir aðgerðar- leysi. Þá segir ennfremur í blað- inu: „Það vakti nokkra at- hygli, hversu harðsnúið lið sótti fundinn af Vestfjörðum og ekki færri en 25 fulltrúar á þessum tiltölulega fámenna landsfundi. Ásamt fulltrúum Akureyringa og Húsvíkinga mynduðu þeir samæfðan hóp sem var sem einn hugur og ein hönd. Þar var í farar- broddi Björn Jónsson, hróp- aði hann ókvæðisorð að full- trúum út í sal, og benti þeim á að þeir væru ekki fundar- hæfir. Jafnframt gerði hann lyndra og vinstri manna er. En um það segir svo: „Sam- tökin hafa lengstum verið rekin sem einkafyrirtæki með öllum þeim kvillum sem því fylgir, enda hafa Hannibal og Björn talið, að samtökin hafi verið stofnuð í kringum þá. Þess vegna er flokksræð- ið, sem birtist á landsfundin- um í sinni nöktustu mynd ekki annað en spegilmynd af vinnubrögðum þeirra. En það sem kemur e.t.v. mest á óvart er stefnuleysið í þjóðmálum. Menn sem hafa verið í Al- þýðuflokknum og klofið hann, verið í Alþýðubanda- laginu og klofið það, ver- ið komnir langt áleiðis að semja sig inn í Fram- sóknarflokkinn, en fallið frá því vegna andstöðu samherj- anna, stofnað síðan SFV og keppa að því að síðustu að ALGJÖR KLOFNINGUR í SFV húsnæðismál eða þá mála- flokka, sem ráðherrar SFV fara með. Hefði sannarlega verið nokkur ástæða til að vita, hvað þeir hefðust að og þeir gerðu nokkra grein fyrir heildarstefnu sinni í þeim málum.“ Ekki fer á milli athugasemd við fundarsköp með því að hrópa úr ræðu- stóli: „Við heimtum atkvæða- greiðslu, við fellum þetta, við fellum þetta.“ Þá er því lýst í málgagni Bjarna Guðnasonar, hvers konar flokkur Samtök frjáls- sameinast Alþýðuflokknum, eru að vísu orðnir vel sjóað- ir í stjórnmálunum en þeir reiða ekki hugsjónirnar í pok um. Það verður að segja þeim til lofs að þeir eru skákmenn á heimsmælikvarða á tafl- borði stjórnmálanna. Sumir segja, að afskipti þeirra af stjórnmálum séu brask, en. því verður að mótmæla kröft uglega.“ Ganga má út frá því sem vísu, að á Alþingi í vetur muni Bjarni Guðnason halda áfram á þeirri braut sem mörkuð er í þessu blaði og gera ráðherrum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna allt til miska. Honum er jafn vel kunnugt um það og öðr- um, að afrek þeirra Hanni- bals og Magnúsar Torfa í ráð- herrastólum eru harla lítil og er ekki ólíklegt að hann muni vekja athygli á því á Alþingi og beina til þeirra margvís- legum fyrirspurnum um störf þeirra og viðfangsefni. En hvaða áhrif hefur slík- ur klofningur í einum stjórn- arflokkanna fyrir störf ríkis- stjórnarinnar og stuðnings- flokka þeirra í heild? Það er augljóst, að svo afgerandi og alvarlegur klofningur í ein- um þeirra hlýtur að veikja mjög aðstöðu ríkisstjórnar- innar. Hún stendur nú frammi fyrir mjög erfiðum verkefnum á sviði efnahags- mála og til þess að leysa þau þarf samhenta ríkisstjórn og samhenta stuðningsflokka. Hvorugu er lengur til að dreifa. í ríkisstjórninni ríkir innbyrðis tortryggni og á- greiningur meðal einstakra ráðherra og einn af stuðnings flokkum hennar er nú klof- inn. Hún er því með öllu ó- hæf til þess að stjórna land- inu. Ekki verður annað sagt en mjög hafi verið athyglisvert að fylgjast með umræðum þeim, er fram fóru fyrir skömmu um skattamál í sjón- varpi. Þar komu fram ýmsar upplýs- ingar, en þó var athyglisverðust sú mikla og nærri einróma óánægja, sem fram kom hjá þeim almennu borgurum, er rætt var við í þættin- um. Þetta er þeim mun eftirtektar- verðara, sem naumast þarf að ætla, að stjórnandi þáttarins hafi viljandi verið að velja fólk í þáttinn, sem væri óánægt með skattastefnu ríkis- stjórnarinnar, né heldur að valið hafi þar verið frekar það fólk, er ekki studdi núverandi stjórnar- flokka við síðustu kosningar. Það er því alveg ljóst, að geysileg óánægja er með skattana, ekkert síður hjá þeim er telja sig sérstaklega vinstri menn, en hjá hinum er fremur eru andvígir þeirri stórkostlega auknu hlutdeild ríkisins í ráðstöfun þjóð- arteknanna, sem einkum einkennir svokallaða vinstri stefnu. Þetta er auðvitað órökrétt afstaða hjá þeim, sem stutt hafa að því, að núverandi stjórnarstefna var upp tekin hér á landi, en kjarni allrar vinstri stefnu er einmitt sá, að ríkinu beri í stór- auknum mæli að ráðstafa fjármunum þjóðfélagsins, sem þýðir raunar það að taka að sér ráðstöfun á stærri hluta af tekjum hins almenna manns, með öðrum orðum hærri skatta. Ann ars var það brosleg ráðstöfun hjá núverandi stjómarmeirihluta, þegar hann stóð frammi fyrir því að afla fjár til þeirrar miklu hækkunar á ellilifeyri, sem fyrrverandi stjórn hafði lögfest, að finna upp á því að leggja það háa tekiuskatta á gamalt fólk, að fé fengist til að greiða bæt- umar. Þetta myndi heita á gamalfli og góðri íslenzku að taka sjálfan sig upp á eyrunum. Mikið af þeifri óánægju sem fram hefur komið með skattaálagningu í ár, er einmitt tengt þessu frumlega tiltæki, því var það eflaust bezta leiðin fyrir fjármálaráðherra að venda sinu kvæði I kross og gefa út bráðabirgðalög um að afnema til- tækið að mestu leyti, en eftir stend- ur þá trúlega enn að afla ríkissjóði þeirra tekna sem til stóð. Að þessu fráteknu, er það vafalaust mestur vankantur á þerm skattalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi, hversu illa þau koma við unga fólk- ið sem er að byggja sér upp heimili. Þar sem hjónin vinna bæði úti verða tekjur oft æði háar og skattar þar með þungir, sériega eftir að afnum- inn hefur verið að verulegu leyti vaxtafrádráttur til skatta. Dugnað- ur unga fólksins, sem með frábærri atorku kemur sér upp húsnæði er skattlagður svo mjög, að þvi miður er í mörgum tilvikum vafasamt, að það fái haldið íbúðum sínum, einnig vagna þess að lánveitingar til þess á vegum húsnæðismálastjórnar, drag ast nú langt úr öllu hófi. Þegar núverandi ríkisstjórn kom til valda eftir síðustu kosningar litu menn mjög misjafnt til hennar svo sem vonlegt var. Þeir sem stutt höfðu þá flokka sem hana mynduðu, í undanfarandi kosningum fögnuðu að sjálfsögðu sínum árangri og væntu góðs af starfi sinna manna við stjórnvölinn, en hinir er stutt höfðu fyrri stjórn höfðu marg- ir áhyggjur af hversu til tækist eink um um efnahagsmál og hin viðkvæmu utanríkismál, varnarmálin og land- helgismálið. Hins vegar munu eflaust flestir hafa talið víst, að nýja stjórn in mundi gera róttækar ráðstafanir til að minnka launamismun í land- inu á milli þeirra hærra launuðu og hinna sem verr voru settir, enda hafði það verið eitt af aðaláróðurs- málefnum hennar stuðningsmanna, að það væri alveg nauðsynlegt og höfðu þeir þar raunar mikið til síns máls. Óhóflegur launamismunur stuðl ar óneitanlega mjög að því að auka ríg milli þeirra sem minna hafa og hinna sem betur eru settir. Verður raunar ekki séð, að rök séu til þess að launamismunur geti nokkru sinni orðið meiri en þrefald- ur, það er að segja enginn maður hefur raunverulega þörf fyrir meiri tekjur en sem nemur þreföldum launum verkamanns. Við þetta er þó erfitt að ráða þar sem enginn vill viðurkenna að sín laun séu nógu há hvað þá of há og hinar betur laun- uðu stéttir, reyna eftir fremsta megni að halda sínum hlut. Það gerist þvi ekki -með öðru móti en að ríkisvaldið beiti til þess áhrifum sínum, að tak- ist að halda launamismun i skefjum. Nú er sú saga að baki og hefur varla verr tekizt til i annan tima í þessu efni, þvi eftir að hinir lægst launuðu verkamenn og aðrir almenn ir launamenn höfðu gert sína kjara- samninga á siðastliðnu hausti, sem að visu fólu í sér dálitila auka kaup- hækkun fyrir hina lægst launuðu verkamenn, komu nálega allar hærra launaðar stéttir landsins í kjöifarið og kröfðust og fengu miklu meiri kauphækkanir en þeir lægra laun- uðu höfðu áður fengið. Það hefur ekki borið mikið á þvi að núverandi ráðherrar reyndu að spyrna við þess ari þróun, sem þó hefði mátt vænta vegna fyrri málflutnings þeirra. Þvert á móti virtust þeir taka þátt í kapphlaupinu og létu bæta sín eig- in kjör sem virtust þó góð fyrir. En viti rnenn, á miðju sumri vökn- uðu ráðherrar allt í einu upp og komust að þeirri niðurstöðu, að nú mætti ekkert hækka meira, nú yrði að taka upp verðstöðvun og jafnvel lægi svo mikið við að ekki mætti horfa í það að fara allt I einu að hrófla við samningsrétti. Þeir tóku á sig rögg og bönnuðu einni stétt landsins með lögum að gera samn- inga um kaup sitt og kjör á þessu ári. Og voru þetta þó hálaunamenn, sem ætla mætti að ekki þyrftu kjara- bætur að sinni. Ónei, nú voru það bændur landsins sem lögum sam- kvæmt hafa aðeins samningsrétt um kjör sín á tveggja ára fresti og sem samkvæmt úrtaki Hagstofu Islands eru langsamlega lægst iaunaða stétt landsins. Þetta er þá eftir allt talið umhyggjan fyrir hinum lægst laun uðu. Það er ekki laust við að þessi frammistaða veki furðu, jafnt meðal þeirra sem við siðustu kosningar studdu núverandi stjómarflökka, sem hinna er það gerðu ekki. Og mjög stingur þetta í stúf við þann málflutning núverandi stjóraar- flokka fyrir kosningiar að fulla nauð- syn bæri ti'l að stórbæta kjör bændastéttarinnar hið allra fyrsta. Framh. á bls, 20 Kalman Stefánsson: Að liðnu sumri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.