Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.10.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1972 SAI C3AI N | í frjálsu ríki eftir V S. Naipaul stóðu einir 10 herflutningavagn ar með herdeildarmerkjunum aftan á pöllunum. Bobby undirbjó bros og opn aði bilgluggann sín megin. Regnið lak af karminum og skvettist inn í bilinn. Enginn lögreglumannanna hreyfði sig. Enginn kom út úr jeppunum. Loks veifaði ungur feitur mað- ur, sem sat aftan á einum jepp anum til þeirra og gaf þeim merki um að halda áfram. Hann virtist vera að borða. „Guði sé lof,“ sagði Linda. „Ég hélt að þeir mundu fara að leita aftur.“ sagði Bobby. „Þeir vita nokk- urn veginn, hver við erum.“ „Nú þurfum við að minnsta kosti ekki að hafa fyrir því að velja," sagði Linda. „Nú er ekki um annað að gera en fara til ofurstans. Ég held að yfir- ráðasvæði Simons Libero nái hingað. Mér sýnist herinn hafa hér yfirhöndina. Ég vona bara að við mætum ekki herflutninga bíl. Þeir eru stórhættulegir í um ferðinni." „Ég sýni þeim tilhlýðilega virðingu." „Martin segir, að ráðlegast sé að aka alveg út i vegkantinn og bíða um leið og sést til her- flutningabíls. Þeir leika sér að því að keyra aðra niður.“ „Ég vildi að þeir hefðu látið lögregluna nægja," sagði Bobby. „Ég er viss um að það hefði Simon kosið sjálfur." 5. Góðan spotta var þessi veg- ur til fjallanna olíuborinn og al veg eins greiðfær og þjóðveg- urinn sem þau höfðu snúið frá. Hins vegar var hann ekki upp- byggður en fylgdi landslaginu eftir hæðum og lautum. Þarna var skóglaust land, það eina sem upp úr lággróðrinum stóð var einstaka girðingarstaur og það mátti greina regnvotan veg inn töluvert framundan. Ötlín- ur fjallanna voru ógreinilegar í þokunni. Þó gerðu þau meira nú en hefta útsýnið. Nú gnæfðu þau yfir. Veginum tók að halla upp í móti í kröppum beygjum. Hann mjókkaði og brátt var oliuborna kaflanum lokið. Við tók moldar og malarvegur með stórum hnullungum á milli. Þegar fyrstu brekku'nni sHeppti komju þau upp á svolítið sléttlendi með runnagróðri beggja vegna Hjólförin lágu í hlykkjum þar sem skörð höfðu orðið í veginn og sums staðar höfðu moldar- skiður runnið út á veginn og sums staðar hafði regnið skolað burt öllum jarðvegi af stór- grýttu vegarstæðinu. Þeim miðaði talsvert upp hlíð arnar. Við og við sáu þau á fjallstinda í fjarska upp úr þok unni. Eftir hálftima akstur upp i móti var eins og þau væru komin i annan heim, inn i hjarta meginlandsiinis. Sólairgeisliar og lággróður, beimn vegur, hvimur í hjólbörðum, leikur ljóss yfir græniar grundir. Sldkt tiilheyrði annarri veröld. Bíllinn sentist yfir hnullungana, milíi þess sem vegurinn var þakinn grófri eldfjallaösku svo brakaði und- an hjólunum. Lággirahljóðið drundi í eyrum þeirra i kapp við veðrið. Þau þögðu bæði, hlustuðu eftir öðrum farartækj- um, bjuggust við herflutninga- bílum við hverja blindhæð eða beygju. Við og við mátti sjá kofa við veginn og fjallaliljugrös sem í þýðingu Iluldu Valtýsdóttur. drúptu höfði uindam þunga regn- dropanna. Stundum lá vegurinn utan i brekku og þá glitti I stall aðar hæðir í djúpum dölum og rauðleitar slóðarákir upp að strákofum og í aðra dali. „Það var þetta, sem ég átti við,“ sagði Linda. „Ekki datt mér i hug að þeir hefðu stallað allar þessar hæðir og ræktað alveg upp að efstu brún. Mér datt ekki í hug að hér fyrir- fyndust svona gamlar troðnar slóðir.“ „Þetta er lamdsvæðið, sem við léturn þeím eftir," sagði Bobby. Hún hallaði sér aftur á bak í sætimiu og tók. af sér glenaiug- un. Bobby visisi, að hanm hafði sliegdð á raniga strentgi. „Mér fimn'St fuirðule,gt að hugsa til þess núriia," hélit haran áfram eftir stutta þögn. „Ég vissd ekkart um Afrífcu, þegaar ég koim Þeir eru glöggir á sinn rnáta" Frá ECCO-LET Hinir eftirspurðu Safariskór með hlýju fóðri, nýkomnir aftur, háir og lágir. Litur: Dökkbrúnt, rúskinn. Verð 1975—1625 krónur. — Póstendum. Skóverzlun Þóröar Péturssonar, Kirkjustræti 8, Rvík, sími 14181 VIÐ AUSTURVÖLL. velvakandi 0 Miðlar og kvasar Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Komdu sæl-1, Velvakandi. Mjög ánægjulegt þótti mér að sjá í dálkum þínum 14. sept. grein eftir Þorstein Jónsson varðandi fall afstæðiskenning- ar og hraðflutninga efnis og orku. Vita nú allir, að afstæð- iskenningin er ekki jafnföst á fótum og menn héldu hana vera, og liggja fyrir staðreynd ir, sem sanna þetta. Kvasar fyrirbærin undursamlegu eru það, sem lausnina hafa veitt, en þau eru vetrarbrautir, fjar- lægar mjög, þar sem Mfið er komið á svo hátt stig, að efnið lýtur algerlega lögum þess og vilja. Eru þair hraðfl utiningar efnis um geiminn mjög tíðir, og vetrarbraut hver sameinuð í eina lífsorkuheild, — og það er þetta, sem menn sjá í stóru sjónaukunum. Lífið, eins og við þekkjum það hér, felur í sér of urlitla möguleika í þessa átt, og er staðfesting þeirra mögu- leika þó svo fágæt, að fjöldi manna heldur, að slíkt sé heila spuni og hafi aldrei átt sér stað. Það er þó víst, að slík fyrirbæri hafa gerzt og eru engu siður raunveruleg en kvaisiaimir. Á bænum, þar sem ég ólst upp, höfðu þau gerzt fyrir mína daga, og færðist þar borð úr stað og lyftist, án þess að haldið væri undir, og hafði fólkið gert sér grein fyrir því, hver helzt væri miðillinn. Það var unglingspiltur, sem þar var til uppeldis. Pilturinn dó um tvítugt, en hafði áður skapað sér fjölskyldutengsl, sem síðan leiddu af sér önnur tengsl, og var minning hans í heiðri höfð í þeirri fjölskyldu. „Hanin N.N., (sem þú heitir eftir), var mikill miðill", sagði ég við kunnan lærdómsmann, kunningja minn, þar sem við sátum á kaffihúsi fyrir nokkru og töluðum um eitt og annað. Ég reyndi ekki að lýsa þvi neifct nánar, á hveim hátt þetta hefði komið fram. Ég er vist ekki neitt mjög stríðinn að eðlisfari, en þó gat ég nú ekki annað en haft gaman af þvi, hve lítið þessum kunningja mín um var um að heyra þetta. „Hann mun hafa verið listfeng- ur að eðlisfari," sagði hann og reyndi að eyða málinu á þann hátt. „Hamn var miðill" endur- tók ég og lét mér jafnframt leika fyrir hugskotssjónum þau furðulegu fyrirbæri, sem ég hafði greinilega sagnir af haft. Það varð víst eitthvað stutt í samtalinu eftir þetta og þó engan veginn óvinsamlegt. Á þennan hátt læt ég þá stund- um hafa það, sem þeir eiga erf iðast með að viðurkenna. Það verkar betur en að segja þeim meira. Þeir finna á sér, að eitt- hvað var ósagt, og fara að hugsa sig um. Kvasar-fyrirbærin eiga nú, þótt ótrúlegt megi virðast, skylt við þessa hluti sem hér var á minnzt. Þar sem þeir eru, birtast verkanir þessa sama kraftar, sem stundum gerir vart við sig i lífi manna hér á jörðu. Q Um þá Einstein og Freud 1. okt. Það varð dálítill drátt ur á því, að ég sendi þér of- anritaðar línur, og á meðan eru þeir Einstein og Freud enn komnir af stað í reykviskum hugarheimi. Um Einstein er það nú sagt, að hann hafi ver- ið trúaður, en það er mála sann ast, að hann hafi jafnan fylgt meirihlutanum í þeim efnum. Þegar trúleysi var í tízku með- al menntamanna, varaði Ein- stein við trúnni á Guð, en þeg- ar trúarstraumar máttu sín meira, lagðist hann á þá sveif- ina. Það er óhætt að segja, að sættirnar milli trúar og vísinda koma ekki frá slíkum. Það er einnig hægt að sýna fram á, að Einstein brást öfugt við ýmsum merkustu vísindanýjungum um sína daga, og má þar nefna klofnun atómkjarnans og til- vist annarra vetrarbrauta. En hafi haran verið misitækur í sfllík- um hlutum, þá er ekki þar með sagt, að hann hafi verið ill- merani eða boðað vísvitímdi rarng ar kenningar. öðru máli gegnir um hinn al- kurana Sigimiund Freud frá Vin- arborg, en kenningu hans „í verki“ kvað háskólinn nú ætla að fara að sýna okkur í kvik- myndahúsi sínu á Melunum. Það verður skiljanlengra, hvers vega Gyðingaofsóknirnar tóku á sig svo ferlegar myndir sem oft er lýst, þegar það er aðgætt, hvað Freud og herskar ar hans boðuðu. Þvi að það, sem Freud boðaði (undiir því yf irskini að hafa uppgötvað lang andr miainna), var sif jaspeill, föðumiorð og óeóliis-fúllífi. Með sérfræðingahyski sínu tókst honnum svo að dáleiða miiMjóraiirnar uindi'r þetfca hugs- anavald, en það leiddi siðan til þess, að marga fór að dreyma eftir þvi, sem þeir voru dá leiddir til, og héldu, að þetta væri sitt eigið eðli, sem þannig talaði. Þorsteinn Jónsson spyr, hvort mönnum fari ekki að verða ljóst, að framkvæmdir manna fari eftir þeim skilningi, sem þeir hafa. Þessu má svara þannig, að því meira vit og menntun sem menn hafa, því meiri möguleika hafa þeir yfir- leitt til að koma góðum áform- um í framkvæmd. Nú voru það einmitt hinir menntaðri Bvróp'U'meran (og Ameirífcu- menm), sem mesit lótu btekkjast af Freud. Það er mikil ástæða til að ætla, að hefðu slíkar kenningar ekki náð að vaða Uppi, en aðrar betri komið í staðinn, þá hefði menningarstig ið orðið allt annað, og það jafn vel svo, að síðari heimsstyrjöld in hefði orðið óhugsandi. Þorsteinn Guðjónsson." 0 Tæpt stendur Tárekur „Álappi Aulabárðarson" skrifar: „Velvakandi! Hvernig skyldi standa á því, að ég er alltaf að reka tærnar í bellubrúniir á gainigsitéfcburauim ? Ég þykist lyfta fótunum nokk- urn ^ veginn jafnhátt öðrum mönnum á göngu, en samt er ég sífellt að reka tábroddinn á skónum í misháar brúnir á gangstéttarhellunum, svo að þráfaMIiega l'igguir við, að ég fái kollsteypu. Sama þykist ég verða var við hjá börnum min- um, þegar ég fer með þau í gönguferð; þau eru alltaf að hnjóta um hellurnar og væru oft komin á haúsinn, kippti ég ekki af snerpu í hendurnar, -— en ég leiði börnin. Er ég svona álappalegri en aðrir menn? Ekki sýnist mér það sjálfurru Ekki dreg ég þó skósólana eft- ir gangstéttunum, eins og sum- ir, sem ég sé til. Kairaniski eru flestir eins og ég: síhræddir uim að steypast á höfuðið, og því vel á verði. Gæti orsökin ekki verið sú, að hellurnar eru illa lagðar? Undirpúkkið kannski misþétt og mishart, svo að hellumar siiga fljótiliagia sifct á hvað eftir laigmiiinigiu ? Hvað heldiuir þú, Vel vakandi? Álappi Aulabárðarson." — Ja, margt er manna bölið, og hugkvæmni manna i penna- nöfnum virðis't lítil fca'fcmörfc sietit — ef nokkur. Velvakandi hef- ur ekki orðið þess áskynja, að missig gangstéttarhellna sé sjá- andi vegfarendum yfirleitt hættuleigf. Semn'iteiga er ekki hægt að leggja hellur þannig, að örugglega sé komið í veg fyrir missig, þegar farið er að ganga á þeim. A.m.k. er þetta ekkert skárra í öðrum löndum. Og hvað mætti ekki fólkið segja i gömlum borgum erlendis, þar sem götur eru „brúlagðar" með kubblaga steinum siðan á miðöldum? Hér kemur ýmiiisitegt tiH, svo siem frost í jörðu á vetrum og leys- ing'airvatin á voirim. —- En vera má, að sá, sem velur sér slíkt nafn sem bréfi’itari (og föður- nafn) sé öðrum meiri hrak- fallabálkur. Föstudagskvöld OPIÐ TIL 10 ru: i I ' I. □ Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.