Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1972, Blaðsíða 17
MORGIPNBLAÐIÐ, MIÐV'IKUDAGUR 11 OKTÓBER 1972 17 Upplausn- arhætta ]œnANO ]£S'TLAKO Sb5” BY£.LóRUStM>ö\ UKRAIh :azakhsta:' |AZ€RIAIJAN] \K.'kýtö{£AI [TADZHIKSTAN Korttð sýnir sovézku lýðvrldiu }>«.r sem ól»a fer vaxandi. í Sovétríkj unum Skammu áður en Nixan for- seti fór til Sovétríkjanna í vor hellti ungur kaþólskur verka- maður í bænum Kaunas í Lit- háen yfir sig benzíni og brenndi sig til bana til þess að mótmæla afsóknum gegn róm- versk-kaþólskum landsmönn- um. Verkamaðurinn, sem hét Roman Talant-a, dó skömmu siðar í sjúkrahúsi. Útför hans sem var gerð nokkrum dögum síðar snerist upp í kröfbug mótmæili gegn yfirvöldunum. Þúsundir ung- menna þustu um götur borgar- innar og hrópuðu: „Frelsi handa Litháen." Alvarieg átök áttu sér stað og beitti lögregian táragasi en var svarað með grjótkasti. Einn eða tveir lög- regiumenn biðu bana, hundruð manna særðust og ennþá fleiri voru handteknir. Óeirðirnar í Kaunas voru svo alvarlegar að ekki tókst að bæla þær niður fyrr en lið fali hl i fahermanna hafði verið kvatt á vettvang. Fallhlífaher- mennirnir komu frá herstöðv- um i Kákasus og Mið-Asiu og auk þess var sérþjáifað lið leynilögregiunnar sent til Kaunas. Harðar og blóðugar óeirðir hafa áður geisað í Sovétríkj- umum, en óeirðirnar í Kaunas eru mikilvægar að því leyti að þar hafa ibúar Litháens eign- azt píslarvott sem verður lengi minnzt. Fáir muna nú eftir hörðum óeirðum sem geisiuðu árið 1962 í Novochekask þegar þúsiundir húsmæðra, stúdenta og verkamanna fóru út á göt- umar til þess að mótmæla versmandi Hfskjörum. Þœr óeirðir geisuðu eina viku. Óeirðirmar i Kaunas virðast hafa verið ennþá ofsafengnari. Að minnsta kosti voru þær svo ofsafengnar að hæbta varð við tilraunir til þess að halda þeim leyndum. Óeirðirnar voru ekki fyrstu mótmælin sem hafa ver- ið gerð gegn kúgun í Litháen og verða áreiðanilega ekki þau sáðustu. I marz var sent bréf undirritað af 17.000 Lit- háenbúum til Kurt Waidheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og Leonid Brezhnev, aðalritara sovéz.ka kommúnistaflokiksins, þar sem skorað var á þá að beita áhrifum sinum ti'l þess að trúfrelsi væri tryggt í land- inu. 1 bréfinu sagði að safnað hefði verið ennþá fleiri undir- skrif'tum ef leyniiögreglan hefði ekki hafizt handa um f jöldahandtökur fólks sem þeg- ar hafði undirritað mótmæla- bréfið. N eðan j a r ða rr i t i ð Sa m t í ma - ■annáll segir i næstum því hv»rju einasta töilublaði fi'á ofsóknum gegn lærðum og leik um í Litháen. Nýlega birtist í ritinu úrdráttur úr gerðarbók- um rétfcar sem dæmdi i máli sóknarprestsins i Prienai, bæ einum 50 km suður af Kaunas, Juosas Sdebskis að nafni. Hann var handtekinn þegar hann var að búa nokkur börn undir fermingu. Presturinn sætti misþyrming um hvað eftir annað eftir haindtökuna og þegar hanm var i gæzluvarðhaldi í tvo og hálif- an mánuð. l>ví var haldið leyndu hvenær réttarhöldin færu fram, en samt söfnuðust um 600 manns saman við dóm- húsið þegar réttarhöldin byrj- uðu. Lögreglu var att gegn mannf jöldanum og margar konur og böm særðust. Tveir prestar voru í hópi þeirra sem voru hamdteknir. Að undanförnu hefur sambúð Sovétríkjanna og Páfagarðs far- ið batnandi, en samt eiga róm- versk-kaþólakir menn í Sovét- ríkjunum emgan fullbrúa í Vat- íkaninu. Kaþóisikum kirkjum í Libháen hefur fæfckað um helming síðan iandið var her- mumið 1940. Aðeins einn presta skóli af fjórum er enmþá starí- ræktur og hann fær aðeims að méninta 30 nememdur á ári. Kaþólsfcum prestum hefur fækkað úr 1480 i 865, og prest- um er meinað að ferðast inn- an sókna sinna þótt í sövézku stj' irnarskrá'nini sé tryggður réttur til að halda guðsþjón- usbur. Segja má að trúarstríð geisi í Sovétríkjunum, og jafmframt er hafiin öflug þjóðernisbarátta í ýmsum hl'Ubum Sovétríkjanna. Þessi þjóðernisbarátta getur orðið erfiðasta vandamál vaád- hafanma í framtiðinni. Alls búa rúmlega 100 þjóðir í Sovétrikj- unum og Sovétrí'kin standa sam an af sovétlýðveldum sem voru neydd til þess að meira eða minna leyti að ganga í ríkja- sambandið. Þeirn er að meira eða minna leyti stjórnað beint frá Moskvu. 1 Litháen fara saman kiöfur um trúfreisi og vaxandi þjóð- efnishyggja. í U'kraími hefur þjóðernishyggja vaxið um all- an helming á undaniförnum árum og þessari þjóðemis- hy’ggj’U fylgir krafa um virð- ingu fyrir úkraánsikri menn- ingararfleifð. Fjöldahandtökur þær sem hafa farið fram bæði í Litháen og Úkraínu á síðustu árum sýna ótta vaidha fanna við andstöðu sem beinist ekki aðeins gegn kerfinu heldur einnig gegn stórrússneskum yfirráðum. Það er valdhöf- unum áhyggjuefni að öðrum þjóðum Sovétríkjanna en Rúss- um fer sífellt fjöiigandi og Rússum fækkar hlutfalislega. Kaldhæðnistegt e-r að þessi þróun á sér stað i sama mund og fram fer mikil-1 undirbún- ingur undir stórkostleg hátáða- höld á 50 ára afmæii Sovét- rikjasambandsins. Þessi tími er aðeins örskotsstund í aida- gamalli sögu hinna mörgu þjóða sem byggja Sovétríkin. Þjóðernishyggja sú siem nú er farin að verða ábemndi víða i Sovétríikjunuim felur í sér vaxandi hættu á því að Sovét ríkin leysist upp. Ugg um þebta má sjá i ritstjórnargreinum Pravda og annarra blaða. Barátta Gyðinga í Sovétrikj uniu-m hefur vakið meiri athygli en barátta annarra hópa fyrir auknum mannréttind-um. Gyð inigar hafa barizt fyrir pvi að fá að flytjast úr landi og mann réttmdayfirlýsingin hefur verið helzta vopn þeirra. Vald- hafarn-ir í Moskvu neyddust til þess að leyfa fjölda Gyð- inga til þess að flytjast til Isra- els, að öilum líki'ndum ve-gna almenningsálitsins í heiminum. Þetta hefur orðið öðrum þjóð arbrotum hvatning til þes® að bera fram kröfur um varð- veiziu menningarlegra sér- kenna og leita eftir öðrum leiðum til þess að fá kröfum simum framgerígt ef þeim hef- ur verið synj-að af yfirvöldum. 1 Libháen hafði borið á tals- verðri ól'gu áður en atburðim- ir í Kaumas gerðust í vor. Fyrir tveimur árum var gerð hreins- u-n í kommúnistaflokki landsins til þess að fjarlægja „leifar borgaralegrar og þjóðernislegr sendu 17 kunnir og virtir for- ystumenn kommú'n'ist-aiflokksins i Lettlandi biéf til kommú-nista ar h ugm yn da frteð i. “ í fýrra flokka i Vesitur-Evrópu, þar sem þeir voru beðnir um stuðtx- ing til þess að hamla gegn auk- i-nni kúgun Rússa í Eystras-alts löndunum er miðaði að því að gera íbúan-a að Rússum. 1 júli 1969 var, svo að annað dæmi sé nef-n-t, gerð víðtæk hreinsun í sovétlýðveldinu Azerbaidjan i Kákasus og leiddi hún meðál annars til þesis að yfirmaður leynilögregl unnar, Aliyev, tók við starfi flokk'sritara af forystum-anni sem hafði gegmt þvi starfi í áratug. Þremur mánuðum sið- ar átti sér stað svipuð hreinis- un í Tadzhikistan og þar voru valdamiklir flokksstarfsmenn ákærðir fyrir að „fylgja ekki línu marxisimans og lenín- ismans" og fyrir að vanrækja „guðleysisáróður gagnvart mú- hameðskum ibúum“. Skömmiu síðar fór fram svipuð hreinsun í sovótlýðveldiniu Turkmeníu í Mið-Así'U. 1 lýðve'ldi Stalinis, Grúsíu, varð „pólitískt hneyksli" fyrir aðeins örfáum mánuðum begar út var gefið með þegjandi saim- þykkt hinna pólitísku vald- hafa og menningarféluga vis- indalegt og sögulegt rit þar sem hylltur var sjálfstæðistími Grúsíu áður en kommúnistar komust til valda. Höfundurinn var kunnur sagnfræðingur, Sidamonidze, og bókartitillinn var sakleysislegur: „Saga borg aralegu lýðræðishreyfin-gar- innar og sigur sósialistísku byltingarimnar i Grúsíu, 1877- 1921.“ Höfunduriinn var þegar t stað sviptur doktorsnafnbót sem hann hafði unnið fyrir ritið á þeirri forsendu að hann hefði ,,að verulegu ieyti byggt á heimildum mensévíka, fjali- að um þá á hiutlægan hátt og ekki látið þá sæta þeirri gagnrýni sem góðum kommún- ista sæmir." Hann hafði með öðrum oröum fjallað um sögu Grúsiu eins og Grúsíumaður. ÞjóðarvandamáHn í Sovét- rikjunum eru að ýmsu leyti keimlik blökkumannavandamál unum í Bandarikiu-num, og á bak við þau búa ýmsar tö'lu- legar staðreyndir sem hljóta að vera valdhöfuniu-m alvarlegt umhugsunarefn-i. Samkvæmt síðasta mamntaii Sovétríkjanna voru íbúarnir 241.7 milljónir og þar af aðeins u-m það bil heimihgur Rússar. Árið 1959 voru Rússar 58% ibúanna, en samkvæmt síðasta manntali eru þeir 53%. Þess verður ekki langt að bíða að Rússar verði i mininihluta í Sovétrikjunum. Á síðasta áratug hefur inn- fæddum íbúum í vesturlýðveld um Sovétrikjanna fækkað hlut falMega, en ástæðan er ein- faldlega innflutningur Rússa. Þróunin hefur hins ve-gar ge-rtg ið i öfuga átt í lýðveldun'um í Kákasus og Mið-Asiu. í febr- úar var fullyrt i blaðin'U „Kommunist Tadzhikistan“ að ibúum Evrópuhluta Sovétríkj- anna hefði fjölgað um aðeins 3.8% á tímabilinu 1939 til 1959, en á s-ama tirha f jölgaði .ibúum Asíuhlutans um 35.6%. Þessi fjölgun hefur með öðr- um orðum átt sér stað á land- svæðum sem eru í nágrenni Kína. Á þessum landsvæðum halda Kinverjar uppi sterkum áróðri gegn valdhöfunum í Moskvu ag þeir hafa tekið undir kröfur íbúanna um frelsi og sjálfstæði. Það er þvi engin furða þótt valdhafarnir í Kreml séu kvíðaifullir. Vald- hafarnir hafa hvað eftir ann- að krafizt sjálfsákvörðunarrétt ar til hainda Irum, Aröbu-m, Bemgölum, o.s.frv., en heima fyrir eiga slikar kröfur ekki udd á oallborðið. '^Leningrad Kortið sýnir Kaunas í Litháen þar sem óeirðir hafa geis- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.