Morgunblaðið - 14.10.1972, Side 17

Morgunblaðið - 14.10.1972, Side 17
MORGÖNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1972 17 Sr. Bragi Benediktsson skrifar frá Bandaríkjunum: Sálusorgarinn og list hans Á SAMA hátt og ameríska þjóðin á við að búa mjög blandað þjóðerni, eins er þar um margar kirkjudeildir að ræða. Kaþólska kirkjan mun þó vera stærsta kirkjudeildin, séu mótmælendakirkjurnar skoðaðar sem einingar hver fyrir sig. Kirkjulíf í Ameriku er mun gróskumeira en á Islandi og að mér skilst öflugra en með flestum Norður-Evrópuþjóð- um. Þó segja mér kunnugir hér, að það fari víða dvin- andi, einkum er það ábeiandi, að ungt fólk sækir illa eða ekkert kirkju, ef prestarnir hafa ekki fundið nýjar að- ferðir i messuformi, sem lað- að geta unga fólkið að kirkj- unni. Sumir prestar hafa tek- ið upp léttara messuform en það, sem tiðkazt hefur gegn- um árin, með því að breyta til með söng og færa hann yfir í léttara form og nota gítara við undirleik. Hef ég verið viðstaddur messu, þar sem leikið hefur verið undir á gítar og virtist mér fól'kið fuJlkomi'ega lifa si.g inin í at- höfnina. Sungin voru alkunn amerísk lög, svo sem lagið: „Where have all the flowers gone“, sem er ljómandi fall- egt lag og nærri hvert manns- bam kann. Þetta lag var einnig sungið mikið af skóla- börnum, sem ég fór með til Niagarafossanna og ég hef áður sagt frá í blaðinu. Ég átti þvi láni að fagna að dveljast á prestsheimili í Cleveland í Ohio um hálfs mánaðar skeið. Það var mér mikil lífsreynsla, því að starfs aðferðir prestsins voru á margan hátt ólíkar þvi, sem ég á að venjast frá mínu heimalandi. Þessi prestur starfaði við biskupakirkjuna í Cleveland. Hann hafði mjög lítinn söfnuð, sem var eink- um í fátækrahverfi í borginni og allt i kringum hann voru fátækar fjölskyldur, sem hús prestsins stóð opið fyrir á hvaða tíma dagsins sem var. Var þar gjarnan fjöldi fólks í mat hjá prestshjónunum dag eftir dag og virtust þau hafa ánægjuna eina af því að geta veitt þessu fólki af nægt- um sínum. En auk þess að miðla sókn- arbömum sínum daglegu brauði, þá sá hann einnig um að verða þeim út um klæði, húsgögn og rafmagnstæki, sem þau sóttu í bílskúrinn hans eða i kirkjuna, þar sem hann hafði sérstakt herbergi til að geyma i notuð föt, sem fólk gaf og hann sótti víðs vegar í borginni. Sóknin mat störf hans svo mikils, að hún sá honum fyrir sérstökum sendiferðabil, sem var áletr- aður með orðunum: „Saint John’s Episcopal Church. Inn- er City Protestant Parish". Sagði hann mér, að hann ætti von á öðrum bíl stærri á næstu dögum. Fór ég i nokkr- ar ferðir með prestinum um borgina að sækja bæði notuð húsgögn og notuð föt eða ný föt, sem verzlanir gáfu i þessu skyni. Mér varð að orði, þegar við vorum að fara með einn farminn heim til hans og höfðum lokið við að fylla bíl- inn af húsgögnum og klæð- um: „Það, sem þér hafið gjört einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Vissulega lifði þessi ágæti sálusorgari í fyllsta samræmi við þessi göfugu orð, sem hljóta að vera ljós á vegi hvers þess, sem auðnast að lifa eftir þeim. Auk þessarar miklu vinnu við að flytja alla þessa hiuti heim, þá fór presturinn einn- ig í húsvitjanir til sóknar- barnanna og kom gjarnan þar, sem heimilisástæður voru verstar. Lenti ég með honum í eina slíka húsvitjun og er mér minnisstæð heimsókn okkar til hjóna, sem áttu sex börn. Þau höfðu búið um skeið í sömu götu og prests- hjónin, en flutzt þaðan vegna þess, hve lélegt leiguhúsnæði þau höfðu þar. Fluttust þau í hverfi, þar sem einungis var blökkufólk. Ekki höfðu þau dvalið þar nema örskamman tima, þegar ráðizt var inn á heimili þeirra af mörgum blökkumönnum, sem börðu húsbóndann með stígvélum i andlitið svo að augun nærri sukku í bólgu og mari og slógu hann síðan í hnakkann, svo að sprakk fyrir og af varð mikið sár. Þegar konan ætlaði að skakka leikinn, beindu þeir að henni hnáfi og særðu hana á öðrum handleggnum. Þegar ég hitti þessi hjón, var hörm- ung að sjá húsbóndann, þvi að hann var blár og marinn í andlitinu og með skurð á höfði. Konan virtist vera ákaflega taugaóstyrk, enda ekki að furða eftir ailt það, sem á undan var gengið. Töluðum við um stund við þessi hjón og var húsbóndinn hinn bezti viðræðu og fróður um mar'ga hluti. Hið sama var að segja um konuna. Og af alkunnri amerískri gest- risni buðu þau mér að koma til sín aftur í betra tómi. Þeg- ar ég kom til þessara hjóna, höfðu þau flutzt úr blökku- mannahverfinu og í hverfi í námunda við heimili prests- ins. Er þau fluttust þangað, aðstoðaði presturinn þau við að flytja farangur sinn. Þessi frásögn min er sér- stakt og sérstætt dæmi um starf manns, sem gleymir sjálfum sér í umhyggjunni fyrir öðrum. Hann er heldur ekki likur meginþorra sinna stéttarbræðra í Ameríku. Með þvi er ég ekki að segja, að þeir séu ekki á margan hátt ágætir, enda þótt þeir feti ekki í fótspor þessa manns. Enginn gæti ímyndað sér, er hann sæi þennan mann í fyrstu, að hann væri prestur. Fas hans og látbragð minnti fremur á lifsreyndan sjó- mann. Hann gekk hversdags- lega í stutterma skyrtu og voru handleggir hans tattover aðir með þremur stórum myndum, sem voru af mönn- um og bjöHukvikindum. Það voru heldur ekki nema fá ár síðan hann tók prestsvigslu, enda þótt hann væri kominn hátt á fimmtugsaldur. Fyrir þann tíma vann hann um skeið sem leiðtogi í æskulýðs- málum við þessa kirkju, sem hann þjónar sem prestur i dag. Og þegar hann á vigslu- deginum var spurður að því, hvað hefði knúið hann til þess að taka prestsvígslu, þá svaraði hann því til, að hann hefði langað til að þjóna því fólki sem prestur, sem hann hafði haft mikið með að gera í fyrra starfi sínu, því að margir leituðu þá til hans í ýmiss konar vanda. Heimili hjónanna var stórt timburhús, sem var orðið um það bil 70 ára gamalt. Það var á þremur hæðum auk kjallara. í kjallaranum hafði presturinn komið fyrir ýms- um tómstundatækjum, sem unga fólkinu í grenndinni var fi'jálst að nota eftir vild. Var fjöldi ungra manna við leik í kjallaranum á hverju kvöldi eftir að vinnu var lok- ið. Húsið hefur í fyrstu verið byggt af mikilli reisn og myndarskap, þvi að sérhver hlutur i því bar vott um það. Voru þar nokkrir fallegir steindir gluggar, sem senni- lega hafa verið í húsinu frá þvi að það var byggt. Mörg stór herbergi voru á hverri hinna þriggja ibúðar- hæða hússins. Hjónin höfðu alið upp sex böm, sem öll voru uppkomin. Þar af var aðeins eitt þeirra eigið, en hin voru fósturbörn. Hvað höfðu þessi hjón að gera með svo stórt hús, þar sem börn þeirra voru uppkomin og far- in að heiman ? Þau skutu skjólshúsi yfir þá, sem voru umkomulitlir og þurftu á að- stoð að halda. Á heimilinu voru þrír leigjendur, sem all- ir voru blökkufólk, tveir ung- ir menn og ein stúlka. Hafði presturinn tekið þetta fólk að sér og komið því í starf, ým- Framliald á bls. 20. Ingólfur Jónsson Tekjuskattur einstaklinga hækkar um 1342 millj. króna — á næsta ári Að undanförnu hefir mik- ið verið rætt um erfiðleika sjávarútvegsins. Enginn vafi er á því að sjávarútvegurinn á í vök að verjast um þessar mundir. Ekki er það vegna þess, að sjávarafurðir séu í lágu verði í markaðslöndun- um um þessar mundir. Verð- iagið á fiski, lýsi og fiiski- mjöli er mjög hagstætt oig hef ur aldrei verið betra. Hefur verðlagið hækkað mjög mik- ið á þessu ári. Ýmsir halda því fram, að verðhækk anirnar hefðu átt að nægja til þess að mæta afleiðingum af minna aflámagni og aukn um tilkostnaði. En það virð- ist ekki vera, vegna verð- bólgunnar og stóraukins til- kostnaðar við útgerð oig verk un aflans. Bátaútgerðin ber sig illa vegna kostnaðarverð bólgu ríkisstjórnarinnar. Fiskverð hefur verið hækk- að um 15% til þess að rétta hlut útgerðarinnar og sjó- manna. Gildir nýja fiskverð- ið aðeins til n.k. áramóta. Frystihúsin búa mörg við taprekstur, sem eykst vegna fiskverðshækkunar- innar. Ríkisstjórnin leysti málið á einfaldan hátt til bráðabirgða, með þvi að taka fjarmagn, sem sjávarútvegur inn og sjómenn eiga geymt í varasjóði. Með þessu fé greiðir ríkisstjórnin frysti- húsunum rekstrarstyrk og einnig útgerðarmönnum og sjómöninum þá upphæð, sem nemiuir flskverðslhæikkuináninii. Verðjöfnunarsjóður sjáv- arútvegsins er eini sjóð- urinn, sem enn er óeyddur. Er það í samræmi við allar gerðir rikisstjórnarinnar að eyða þeim sjóði, þótt góðæri sé, eins og öðru fjáirmagni, sem hún fékk i arf frá fyrr- verandi ríkisstjórn. Það var af hyggindum gert að mynda varasjóðinn sem nefndur hefur verið Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegs- ins. í lögum um verksvið sjóðsins er fram tekið, að til hans skuli aðeins grípa ef verðfall verður á sjávar- afurðum i markaðslöndunum. Sjóðurinn er þvi tryggingar sjóður, sem ekki er leyfilegt að taka úr, þegar fiskverð er í hærra lagi. Hin ýmsu landssamtök sjávarútvegsins hafa gert grein fyrir afstöðu sinni til ráðstafana ríkisstjórnarinnar. M.a. hafa forystumenn frystihúsa SÍS látið til sín heyra frá auka- fundi Sambainds frystihús- anna, sem nýlega var hald- Ingólfur Jónsson. ‘inn í Reykjavik. 1 ályktun fundarins segir: HEIMATILBÚNIR ERFIÐLEIKAR „Fundurinn lítur svo á, að fiskvinnsla, útgerð og sjó- menn skuli hafa fullt umráð yfir sjóðnum og að stjórnar- völd landsins geti ekki tek- ið sér vald til þess að ráð- stafa honum til úrlausnar í dýrtíðarmálum eða öðrum heimatilbúnum rekstrarörðug leikum." Hingað til hafa menn hald- ið, að SÍS, kaupfélögin og stjórnendur fyrirtækja á veguim Sambandsins væru að meirihluta til stjórnarstuðn- ingsmenn. Öruggt er, að þeir sem sátu aukafund Sam- bands frystihúsanna hafa misst allt traust á ríkis- stjórninni. Þeir tala um „heimatilbúna rekstrarörð- ugleika", sem er bein afleið- ing af stjórnleysi í ríkisbú- skapnum síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda fyrir 15 mánuðum. Það er vissulega rétt ályktað, að erf iðleikamir, sem nú er við að etja eru að mestu leyti heima tilbúnir. Viðskiptakiör þjóð- arinnar út á við hafa aldrei verið hagstæðari og tekjur þjóðarbúsins eru meiri en nokkru sinni áður. í uppgjöf og ráðaleysi er öllum vanda frestað til n.k. áramóta. Fisk- verð er ákveðið til áramóta, niðurgreiðslur á vöru- verði eru bundnar við ára- mót. Frestun á kauphækkun- um til launþega og bænda er bundin við áramót. Má þvi segja, að mikil óvissa sé framundan í efnahags- og fjármálum landsins. Rikisstjórnin hefur lagt fram frv. til fjárlaga fyrir árið 1973. Þetta frv. er yfir 20 þús. millj. kr. Mun það að sjálfsögðu hækka mikið í meðförum Alþingis vegna þess, að, ýmsa stóra útgjaldaliði virðist vanta í frumvarpið. Fjárlagafrum- varpið speglar á átakanleg- an hátt fjárausturinn og eyðsluna. Fjárlögin 1972 hækkuðu um 50% frá fjárlög- um ársins 1971. sem voru síð- ustu fjárlög fráfarandi stjórnar. En útlit er fyrir að hliðstæð hækkun verði á næsta árs fjárlögum. Hefir ríkisstjórniinni þá tekizt að hækka fjárlögin á tveim- ur árum um 100% frá fjárlög- um ársins 1971. Er það vissulega stærsta met, sem uim getur i sögunni um eyðslu á ríkisfé. ÓVfST ER HVERIU ALÞÝflUSAMBANDSMNG OG BÆNDITR SVARA Skattránsstefnunni á að halda áfram. Gert er ráð fyr- ir að tekjuskattur einstakl in^a hækki um 1342 millj. kr. á árinu 1973. Má segja, að það sjái litla staði þótt landsmenn séu mergsognir með sköttum og tollum. Rík- issjóður er eigi að síður gal- tómur og safnar miklum skuldum í Seðlabankan- um. Ekkert dugar til þess að standa straum af takmarka- lausri eyðslu ríkisstjórn- arinnar. Fjárlagafrumvarpið er auglýsing um fullkomið strand í efnahags- og fjár- málum. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að niðurgreiðsl ur lækki við næstu áramót um að 900 nu'Jiónir kr. en kaupgreiðsluvísitalan haldist eigi að síður óbreytt 117 stig. Einnig er gert ráð fyrir að fella niður auka- greiðslur vegna fjölskyldu- bóta. F.kki hefur verið unnt að fá nákvæma útreikninga um, um hve mikla kjaraskerð ingu eða kauplækkun yrði hér að ræða, ef Framhaid á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.