Morgunblaðið - 14.10.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.10.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 1972 21 „Sjötugur og enn að berjast“ „Afinn fljugandi44 millilenti í 60 íslandi einn síns liðs Aðfaramótt s.l. fimmtudags var sjötugur maður, Max Conrad frá Bandarikjimum, að vafstra kring um tveggja lireyfla flugvél við flugturn- inn & Reykjavíkurflugvelli. I>að var rok og rigning og flugvélin, ný tegund af Pip- er gerð, ruggaði glannalega í storminiun. Max Conrad, flug maðurinn, var að gera vélina klára fyrir nóttina með að stoð nokkurra islenzkra manna. Hann Iiafði komið þá um kvöldið frá Nýfundna- landi einn síns liðs á flug- vélinni á leið til Bretlands. Komið var fram að miðnætti Jiegar verkinu var loldð. Max gekk í áttina að Loftleiðaliótel inu þar sem hann ætlaði að gista, en 5 klst. seinna, eða kl. 4 um nóttina ætlaði hann upp aftur, því að áfram skyldi Iialda. Þessi ferð var ekkeirt ný- næmi fyrir þessa sjötugu kempu, þvi alls hefur hann ferjað 159 flugvélar milli landa og 60 sinnum hefur hann lent á íslandi í slíku ferjuflugi milli Ameriku og Evrópu. „Liklega er þetta þó síðasta ferðin," sagði hann og hló við, „en hver veit. Ég var hættur fyrir þessa ferð. Sjötugur og enn að berjast," sagði hann um leið og hann kippti skónum snaggaralega af fótum sér sitjandi á rúm- bálki i herbergi 402. „Ég hef aldrei gist hér áður,“ sagði hann, „það hefur alltaf verið ið fullt hér. Hitið þið húsin ennþá upp með heitu vatni úr jörðinni?" Ég játaði og hann fór að tala um þessa merkilegu hitaveitu. Fyrstu 1000 mílurnar frá Nýfundnalandi hafði hann ekki séð ský á himni, en þeg- ar hann átti eftir 400 milur til íslands kom mikil ísing á vélina í 9 þús. feta hæð, en þegar hann hafði lækkað flug . smn a ið niður i 4 þús. fet var það vandamál úr sögunni. Hann hefur 53 þús. flugtíma að baki, flug á litlum vélum um þvera og endilangá jörðina og nokkrum sinnum hefur hann brotlenit vélum, á Grænlandsjökli, Suðurpóln- um og viðar, en sjálfur hefur hann adltaf sloppið og drifið sig í flugið aftur. Max kom hingað til lands fyrst árið 1950 á lítilli Piper vél. Hann var þá rukkaður um 64 dollara í lendingar- gjöld vegna þess að engar reglur voru til um lendingar svo litilla véla á millilanda- flugi. Síðan hefur hann ekki verið rukkaður. f þeirri ferð ritaði hann ferðasögu á bak- hlið flugkortsins sem hann var með vegna þess að hann sagðist hafa verið svolítið óstyrkur á fl'uginu Daily Mail í London keypti ferða- söguna af honum á 4000 pund en hann fékk peningana ekki yfirfærða frá Englandi. Þá flaug hann til London á litilli Max Conrad, afinn fljúgandi. vél, fékk peningana, setti þá í skóna og flaug síðan til Par ísar. Þar eyddi hann fénu. Hann sagði að sér hefði þótt einkennilegt einu sinni þegar hann kom til Akureyr- ar. Það var þoka, en þeir stjórnuðu honum í gegnum radar. „Það var einkennileg tilfinning," sagði hann, „að keyra svona sitt á hvað niður í enga hæð, vitandi af fjöll- um allt í kring, en ekkert í sjónmálið. Allt í einu var brautin framiundan." Þegar ég spurði Max um óhöpp í fluginu og löngum flugferli, sat hann íbygginn svolitla stund, en sagði svo: „Eiginlega verða óhöppin vinir manns, þó furðulegt sé, vegna þess að maður lærir svo mikið á óhöppunum. Það ræður þó að sjálfsögðu bagga muninn hvort maður sleppur heill á húfi úr óhappinu eða ekki.“ Afinn fljúgjandi, eins og Max er stundum kallaður ætl aði að vera 7—8 tíma að fljúga vélinni til Bretlands, en þar fer hún til flugskóla í Oxford. Síðan ætlaði hann hið snarasta til Bandaríkj- anna aftur, þar sem hans eig- in vél bíður eftir honum. Næst liggur fyrir að heim- sækja flugleiðis börn og barnabörn, en hann á 10 börn og 33 barnabörn. Það er því ekki að ófyrirsynju að hann er kallaður afinn fljúg- andi. Vinno fyrii duglegn krukka Sölubörn vantar til þess að selja „Hús & híbýli" viðs vegar i Reykjavik, á Seltjamarnesi, i Kópavogi, Garðahreppi og Hafn- arfirði. Hringið og pantið ihverfi í síma 10678. Góð sölolaun og útsýnisflug yfir sölusvæðin í söluverðlaun! NESTOR, Tryggvagötu 8, 3. hæð. STAPI RIFSBERJA skemmtir í kvöld. STAPI. IfII AGILÍfl KFUM og K Hafnarfirði Sunnudagur: Sunnudagaskóli kl. 10.30, öll börn velkomir,. Kl. 8.30 e. h. almenn sam- koma, Valgeir Ástráðsson cand. theol. talar. Allir vel- komnir. — Mánudagur: Kl. 8 e. h. fundur í unglingadeild KFUM. Allir piltar velkomnir. Húsið opnað kl. 8.30 til tóm- stundagamans. K. F. U. M. á morgun Kl. 10.30 f. h.: Sunnudaga- skólinn við Amtmannsstíg, barnasamkoma í Digranes- skóla í Kópavogi og KFUM- húsinu í Breiðholtshverfi 1, drengjadeildirnar í Langagerði 1, Kirkjuteig 33, KFUM-hús- inu við HO'ltaveg og í Fram- farafélagshúsinu í Árbæjar- hverfi. Kl. 1.30 e. h.: Drengjadeildin við Amtmannsstíg. Kl. 8.30 e. h.: Almenn sam- koma í liúsi félaganna við Amtmannsstíg. Séra Jónas Gísiason talar. Allir velkomnir. Dregið var í byggingahappdrætti Bræðrafélags Árbæjarsafnað- ar þ. 1. október og hlutu eftir- farandi númer vinninga: 1. nr. 82 2. nr. 7569 3. nr. 1150 4. nr. 668 5. nr. 6452. Fíladelfía Almann guðsþjónusta í kvöld kl. 8.30. Ræðumenn Göte Anderson og Willy Hansen. Hjálpræðisherinn Sunnud. kl. 11 helgunarsam- koma. Kapt. Gamst talar. Hjálpræðissamkoma kl. 20.30. Foringjar og hermenn taka þátt með söng og vitnisburði. Allir velkomnir. íþróttakennarar Námskeið í blaki hefst í dag kl. 15.00 í (þróttahúsi H. I. við Suðurgötu. íþróttakennarafélaig (slands. Blaknefnd (. S. (. Heimatrúboðið Almenn samkoma á morgun að Óðinsgötu kl. 20.30. — Sunnudagaskóli kl. 14. Hafnarfjörður Almenn samkoma á morgun kl. 17. Verið velkomin. Bænastaðurinn Fálkagötu 10 Samkoma sunnudag kl. 5. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Bænastund virka daga kl. 7 e. h. Allir velkomnir. Kvenfélag Kópavogs heldur fyrsta spilakvöld vetr- arins sunnud. 15. okt. i Fé- lagsheimilinu, neðri sal, kl. 8.30 eftir hádegi. Góð verð- laun. Allir velkomnir. Spilanefndin. Knattspyrnudeild Æfingatimar veturinn 1972—1973. 5. flokkur D Mánudagar, kl. 6.55. 5. flokkur C Mánudagar, kl. 6.05. Miðvikudagar, kl. 5.15. 5. flokkur A—B. Mánudagar, kl. 6.55. Miðvikudagar, kl. 6.05. 4. flokkur Miövikudagar, kl. 7.45 A-lið. Miðvikudagar kl. 6.55 B-lið. Fimmtudagar, kl. 6.05 A- og B-lið. 3. flokkur Mánud., ki. 7.45 A- og B-lið. Fimmtudagar, kl. 7.45 A-lið. Fimmtudagar, kl. 6.55 B-lið. 2. flokkur Mánudagar, kl. 9.25. Miðvikudagar, kl. 9.25. Meistara- og fyrsti flokkur Mánudagar, kl. 8.35. Fimmtudagar, kl. 8.35. Fimmtudagar, kl. 9.25. Old boy’s Mánudagar, kl. 10.15. Æfingar hefjast 24. október. GAMLA BIO Odysseifsferð órið 2001 An epic drama of adventure and exploration! MGM MESCNTSA STANLEY KUBRICK PR0DUCTI0N 2001 a space odyssey STARRINO KEIR DULLEA • GARY L0CKW00D SCAEENPLAV BV STANLEY KUBRICK and ARTHUR C. CLARKE PROOUCEO AN0 0IRECTE0 8Y STANLEY KUBRICK SUPER PANAVISION’ancMETROCOLOR STEREOPHONIC SOUND €> MGM Sýnd kl. 5 og 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.