Morgunblaðið - 14.10.1972, Síða 15

Morgunblaðið - 14.10.1972, Síða 15
MOR.GUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGOR 14. OKTÓBER 1972 lo Hvað segia þinffmenn? Efnahagsmál helzta verkefni Alþingis Þingrstörf eru nú hafin á A1 þingi og ljóst er a<5 verkefni þess í vetur verða ekki af skornum skammti. Við hittum að máii nokkra þingmenn skönunu eftir þingsetningu og lögðum fyrir þá 3 spurning- ar svohljóðandi: 1. Hver verða helztu verk- efni Alþingis til áramóta auk fjárlagafrumvarpsins? 2. Hvernig lítur þú á stöðu landhelgismálsins? 3. Hvernig á að taka á þeim efnahagsvanda, sem við blasir? Hér fara á eftir svör þing- mannanna, eins frá hverjum flokki: Karvel Pálmason. „Ákaflega óljóst um efnahagsvandann“ Karvel Pálmason þingmað- ur fyrir Frjálsiynda og vinstri svaraði: 1. Efnahagsmálin verða þar ugglaust efst á baugi al- mennt. 2. Mér sýnist staðan í land helgismálinu vera góð hvað okkur áhrœrir. Ekki þykir mér þó líklegt, að það verði samið. Mér sýnist, að sá háttur, sem Bretar hafa haldið uppi, sé búinn að koma í veg fyrir samninga. Eiginlega finnst manni tómt mál að tala um að hef ja samninga við aðila, sem eru að fremja lögbrot á sama tima og þeir eru að setjast að samningaborðinu. Þ>að er að mínu áliti lágmarkskrafa, að þeir haldi sig fyrir utan 50 milurnar á meðan samninga- umleitanir standa yfir. 3. Þetta mál er ákaflega óljóst ennþá vegna þess, að nefndin sem ríkisstjórnin skipaði til þess að vinna að úrlausn þessa máls hefur ekki ennþá skilað áliti. Það er því erfitt að segja nokk- uð um þetta mál á þessu stigi. „Skattamálin hljóta aö koma til“ Helgi Seljan þingmnður A1 þýðubandalagsins svaraðl: 1. Ég reikna með, að það verði efnahagsmálin almennt séð. Nátengd þeim eru skattamálin og þau hljóta að koma til verka einnig. Auk þess er vitað um mörg stórmál, sem stjómin mun leggja fram, grunnskólafrum varpið, heilbrigðismálafrum- varpið síðan í fyrra og raf- orkumálatillögur ríkisstjórn- arinnar. Þá hlýtur að koma ti’l umræðu vandi útgerðar- innar eftir áramót. 2. Ég tel okkar stöðu góða eins og er. Það er greinilegt, að það er ekki nema ein þjóð, Bretar, sem halda uppi sömu yfirtroðslunum og þeir hafa áður gert. Mér virðist, að erfitt verði að ná sam- komulagi við Breta nema þeir gahgi verulega til móts við Islendinga. Annars álít ég að það sé ekki hægt að tala um samkomulag nema til komi mikil hugarfarsbreyting hjá Bretum í þessu máli. 3. Ég er nú hreinlega ekki tilbúinn til að svara þessari spurningu. Það er verið að vinna að þessu máli á vegum rikisstjómarinnar og þar eru ugglaust færari menn til þess að úttala sig um málið. Þó er málið ekki komið það upp á yfirborðið ennþá, að nokk- uð liggi ljóst fyrir hvað þar muni verða gert. Ég er sann færður um, að það verður gripið á þessum efnahags- vanda með tilliti til þess að ekki verði gengið á rétt vinn andi fólks í landinu. Ég hef fulla trú á því. Helgi Seljan. „Eyðlustefna stjórn- arinnar ástæða vandræðanna“ Matthias Bjarnason þing- maður Sjálfstæðisflokksins svaraði eftirfarandi: 1. Tvímælalaust tel ég, að það verði að ráðast í að leysa efnahagsmálin almennt með tiiliti til þess alvarlega ástands, sem rikir í fjármál- um landsins og sérstaklega þó hjá atvinnuvegunum. Það er á allra vitorði, að útflutn- ingsatvinnuvegirnir eru reknir með miklum halla. Þær ráðstafanir sem nú hafa verið gerðar eru aðeins bráðabirgðaiausn í nokkrar vikur og ef útgerð og fiskiðn aður á að halda uppi eðlileg- um rekstri frá áramótum þá verða ráðstafanir í þeim efn- um að afgreiðast í síðasta iagi á alþingi áður en þing- menn fara í jólaleyfi. Þá gilda verðstöðvunarlög ríkis- stjórnarinnar aðeins til ára- móta og það hlýtur þvi að liggja fyrir alþingi að móta stefnu í verðlagsmálum al- mennt. Til dæmis liggur það fyrir að koma verður í veg fyrir, að flóð dýrtiðar renni yfir, þegar verðstöðvunarlög in ganga úr gildi um næstu áramót. 2. Því er ekki að neita, að þótt landhelgin hafi verið færð út í 50 mílur 1. sept, þá er það engin endanleg lausn, þvi fjöldi veiðiskipa veiðir innan þessara fiskveiði marka. Það er þvi nauð- synlegt að hraða eftir föng- um að ná lausn á þeim ágrein ingi, sem er um framkvæmd málsins án þess þó að hvika frá þeim grundvallarásetn- ingi að færa landhelgina út í þessum áfanga í 50 mílur. Það er mjög alvarlegt hvað afli hefur minnkað á fiskimið um okkar og samhliða þess- um ráðstöfunum verður að auka friðun á tilteknum veiðisvæðum, en því er ekki að neita, að við Islendingar höfum ekki gætt þess sem skyldi á liðnum árum. 3. Það er erfitt að svara þessari spurningu í stuttu máli, en ég tel, að núverandi ríkisstjóm hafi sérstöðu með al allra rikisstjórna í þeim löndum, sem við eigum skipti við, með því háttalagi, að þeg ar hún tekur við völdum set- ur hún sjálf fram þær kröf- ur, sem ýtt hafa undir vax- andi tilkostnað við fram- leiðslu og alla þjónustu í landinu með þeim afleiðing- um að dýrtíðarskriðan hefur aldrei verið meiri. Stjórnin tók við blómlegu búi, en hef- ur verið fljót að eyða þeim sjóðum, sem fyrir hendi voru og nú síðast er ráðizt á verð- Matthías Bjarnason. jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins og úr honum greitt til þess að halda fiskiskipaflotanum og fiskiðnaðinum gangandi í nokkurn tíma. Ég tel, að tví- mælalaust eigi að horfast í augu við þann vanda, sem ríkisstjórnin hefur komið efnahagslifinu i og að það sé bezt og skynsamlegast gert með því að draga verulega úr útgjöldum rikisins og koma í veg fyrir frekari hækkanir kaupgjalds og verðlags, en til þess að svo megi verða verður rikis- stjómin og stjórnarliðið að hverfa frá eyðslustefnu sinni. „Stjórnarstefna án allrar skynsemi" Eggert G. Þorsteinsson, þingmaður Alþýðuflokksins svaraði eftirfarandi: 1. Undirbúningur þeirra efnahagsráðstafana, sem allir telja að verði að gera fyrir næstu áramót verður ugg- laust efst á baugi. Stór hluti þar er að vísu fjárlögin sjálf, en þau hnýta þó ekki fyrir alla enda, sem þarf að hnýta fyrir til þess að atvinnuveg- irnir geti gengið. 2. Það er ákaflega erfitt að Eggert G. Þorsteinsson. úttala sig um stöðuna í land- helgismálinu. Svör ráðherra eru mjög ósamhljóða og í sið- ustu viðræðum hafði Alþýðu flokkurinn enga fulltrúa. Skýrsla um málið hefur ekki verið lögð fram og því er hreinlega ekki ljóst hvernig málið stendur í raun og veru. 3. Til þess að hægt sé að svara þessu með einurð verð- ur maður að hafa vandann fyrir sér og hinum almenna þingmanni utan stjórnarliðs- ins hefur ekki boðizt það. Að sögn stjómarherranna er vandinn geysilegur, en það eru ósköp litlar fréttir, þvi að með eyðslu úr opinberum sjóðum og varasjóðum hefur verið stefnt frá allri skyn- semi. „Hugsa skólamálin upp á nýtt“ Ingvar Gíslason þingmað- ur Framsóknarflokksins svar aði: 1. Það er ekki gott að segja álit sitt að svo stöddu um þetta atriði, fjárlögin verða að sjálfsögðu aðalmálið fyrir jól. Það er brýnt, að þau verði afgreidd fyrir þann tima ásamt framkvæmdaáætl uninni, en það hefur verið rætt af ríkisstjórninni að þetta fylgist að. Ugglaust koma þá ýmis merk mál einn ig upp fyrir áramót. Til dæm is tel ég, að við verðum að Ingvar Gislason. taka menntamálin verulega til endurskoðunar og hugsa þau upp á nýtt. Ekki tel ég þó unnt að stanza eingöngu við afgreiðslu skólamála, heldur tel ég einnig að almenn menn ingarmál megi ekki sitja á hakanum. Það er nauðsyn, að alþingi og rikisstjóm geti gef ið sem flestu fólki í landinu kost á því að njóta hinna fjöl þættu menningarverðmæta. Einnig kemur mér í hug það mál að efla Akureyri, sem skólabæ og menntamið- stöð. Þar er hugmynd, sem ekki má lognast út af. Þá tel ég brýnt, að alþingi fjalli um það í vetur að setja fram nýja löggjöf um veiðar í landhelginni. Þar er mál sem verður að framkvæma hið fyrsta. 2. Ég tel, að staðan i land- helgisdeilunni sé góð. Það mál hefur leystst nokkuð far sællega og samstaða hefur skapazt með þjóðinni. Mér finnst, að ríkisstjómin hafi í meginatriðum traust hjá þjóðinni í því máli, en það mál er þó ekki fullunnið og ótal margt sem þarf að gera til þess að koma því í höfn. Það er örðugt að segja um samninga við Breta eins og málin standa nú. 3. Ég treysti mér ekki til þess að svara þessari spum- ingu, sem einstakur þingmað ur, því að þama verður að koma til samráð. Hins vegar held ég að efnahagsvandinn sé ekki það mikiM að ástæða sé til þess að örvænta um einhver stórbrotin vand- ræði. Gengislækkun tel ég fjarlæga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.