Morgunblaðið - 14.10.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.10.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 14. OKTÓBBR 1972 Eyjabakkajökull krosssprun ginn, þar sem hann sígur áf ram. Ljósm.: ha. Friðsamleg jökulbreiða úfin sem ólgusjór — Sagt frá ferðalagi að jaðri Eybakkajökuls Egilsstöðum, 12. október. Eyjabakkajökull hefur verið ávöl og friðsamleg jök ulbreiða um áraraðir og prýtt Öræfin fyrir sunnan Snæfell og teygt sig fram að upptök- um Jökulsár í Fljótsdal. Nú fyrir skömmu tóku gangna- menn eftir því, að Eyjabakka jökull hafði úfnað og heyrð- ust þaðan drunur og skruðn- ingar. Morgunblaðið fékk því flugvél til þess að fljúga yf- ir svæðið. Var flogið lágrt inn yfir Fljótsdalsheiðina i stefnu á Snæfell. Á heiðinni mátti sjá hreindýrahópa, sem tóku til fótanna, er þeir sáu flugvélina. Þegar nálgaðist Eyjabakka jökul sást þegar, að þar höfðu orðið miklar hamfarir. Jökullinn var allur sprung- inn og höfðu sums staðar mynöazt sig í honuim, atrnars staðar gjár og á enn öðrum stöðum höfðu risið upp mikl- ar klakaborgir. Var þetta stórkostlegt á að lita. Upptök kvíslar í Jökulsá í Fljótsdal, sem rann vestan við jökulinn var nú stífluð og hafði myndazt lón ofan við stifluna og getur far ið svo að þessi kvísl renni i Jökulsá á Dal í framtíðinni. Föstudaginn 6. október var lagt af stað að Eyjabakka- jökli á tveimur bílum. Ekið var upp Jökuldal, Hrafnkels dal, inn Fljótsdalsheiði og að skála Ferðafélags Fljótsdals- héraðs við Snæfell og gist þar. Laugardaginn 7. október var lagt af stað að Eyja- bakkajökM, sem er 15 km sunnar og sóttist ferðin vel þótt sums staðar væri grýtt. Sums staðar höfðu myndazt sig í jökulinn og á öðrum stöðum risið upp klakaborgir. Skammt sunnan við Snæfells skála voru kindur, tvær dilk ær og enn S'Uinmar aðimr tvær. Þótti feirðiamiöinnum það undarlegt, því að nýlokið var siöuisitu lei't. Þegar komið var að jöklinum blasti við stórfengleg sjón, jökull- inn var úfinn eins og ólgu- sjór og heyrðust drunur og brak inni á breiðunni. Þegar komið var að jaðrinum sást að hann var á hreyfingu og ýtti leirnum jafnt og þétt á undan sér með viðeigandi hruni og skruðningum. Þar sem við komum að honum var hann á leið upp bratta mel- öldu og seig viðstöðu- laust áfram. Inni í hrönninni heyrðist kliður, sem rofinn var öðru hvoru af drunum, sem bárust frá jökulbreið- unni, þegar nýjar sprungur voru að myndast eða lokast. Á leiðinni til baka sáum við fleira fé, sem athugulum gaingn'amönmuim hafði sézt yf ir. En tæpast mun það verða látið biða vetrarins i'nni við jöklana, fyrst að til þess frétt ist. -ha. rri■■■!n■■■■■■■■■■■■■■ í KVIKMYNDA HÚSUNUM miinaaimif ■ ■ a 1 JU ★★★★ FRÁBÆR ★★★ MJÖG GÓÐ Kristinn Benediktsson ★★ GÓÐ ★ SÆMILEG Sæbjörn V aldimarsson LÉLEG Björn Vignir Sigurpálsson Háskólabíó: GUÐFAÐIRINN Myndin bregöur upp mynd at llfi mafíufjölskyldu, starfsháttum mafíunnar og baktjaldamakki þvl sem þessu fylgir. Söguhetjan, höf aöpaur voldugustu fjölskyldunnar neitar aö gerast aöili aö eitur- Nýja bíó: A OFSAHRAÐA Söguþráöurinn getur ekki veriö einfaldari, þvi aö myndin fjallar um einn æölslegasta flótta sem sézt hefur & bifreiö. Gerist hún lyfjasmygll og sölu, þar sem þaö særir hina frumstæöu siðferðis- vitund hans, og aðrar fjölskyld ur reyna þá I sameiningu aö aö koma honum fyrir kattarnef. Tilræöi er gert og guöfaöirinn sær ist illa — en maður kemur I manns staö. því aö mestu leyti undir stýri og viö fylgjumst meö flótta ungs manns gegnum fjögur fylki 1 Bandaríkjunum. Kemst hann oft í hann krappann og oft má litlu muna. Gefur að líta mörg æsi- spennandi akstursatriði. ★★ Efnlsþráðurinn mjag tak markaður eða hvernig lögregl unni gengur að stöðva öku- fant. Eti hraðar kappaksturs- 9eniur og skemmtileg mynda- taka gera myndina spennandi út í gegn og er vel þess virði að sjá hana. ★★★★ Hvert einasta lofsyrði uim „The Godfather" fer að verða æði klysjukennt. Éig vil aðeins hvetja alla til þess að sjá þesisa mynd, sem er í alla staði frábær. ★★ Að hverjum er verið að gera grin? — Vegalögreglu Bandaríkjanna? Áhorfandan- um? Eða eru framleiðendur myndarinnar að Skopaist að sjálfuim sér? Eða er þetta stór kostlegasta auglýsing fyrir bifreiðabegund, sem sézt hef- ur? Bravó fyrir Chrysler Mot or Corp. ★★★ Það er snilldar hand bragð á allri gerð þessarar myndar, en nauimast verðmr sagt að hún skilji mikið eftir. Þó er eitt atriði, sem verður ógleymanlegt — þ.e. hvemig Coppola klippir milli skímar innar í kirkjunni og morðanna á helztu leiðtoguim mafíunnar undir lokin. fiíái

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.