Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 11
MORGONBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUiR 18. OKTÖÖER 1972 II Fjögurra stjörnu stríðs- ádeila.... ROBERT AkJrich, höfundw miðviku- dagsmyndarinnan' The Attack, er gamall í hettunni og á margan hátt athyglisverðiur stllisti. Að efni til eru myndir hans oftast harðsoðnir af- þreyjarar, hlaðnir spennu og lýsa oft neesta vægftarlausri grimmd maininskepnunnar, gjarnan með tals- vert oddhvassri ádeilu. Árásin er af ýmsum talin fremsta ádeiluimynd Aldrichs og i bók sinni Movies on TV, gefur Steven H. Sheuer henni hæsta gæðastimpil — fjórar stjörnur og segir: „Sérlega áhrifamikil mynd um hugleysi og hetjudáðdr í orrustumni um Bulge í siðari heimsstyrjöidiinnd. Piýðilegur leikur og gott hamdrit. Ein bezta striðsádeila sem gerð hefur verið, eg furðulega vanmetinn er þáttur leik- stjórans, Roberts Aldrichs, í þessari mynd.“ Robert Aldrich fæddist í Banda- ríkjunum 1918 og fyrstu kynni hans af kviikmynduim voru störf hans sem skriifstofublókar hjá RKO-kvikmynda félaginu. Hann vann sig skjótt í álit og áður en leið á löngu var hann farinn að framleiða kvikmyndir fyr- ir félagið. Síðar fór hann einnig að fást við leikstjóm með umtalsverð- um áramgri, og í fjölmörgum tilvik- um hefur hann bæði framleitt og stjórnað myndum sinum, sem yfir- leitt þykir tveggja manna verk og vel það í kvikmyndaiðnaiðinum bamdarís'ka. Þannig er til að mynda um þessa mynd Árásina. Þekktustu myndir Aldrich hérlendis eru senni- lega hroRvekjumar tvær — Wha-t- ever Happened to Baby Jane og Hush hush Sveet Charlotte og The Dirty Dozen. 1 aðalhlutverkun.um eru tveir hörkukarlar, Jack Palance og Lee Marvin, en fáir leikarar mumu hafa meiri reynslu en þeir að leika glæpa- metm, morðimgja og óþverra aif ýmsu tagi. Þeir hæfa báðir prýðilega hinu hrjúga yfirborði sem einkenmir mynd ir Aldrich, enda hefur haxm notað þá félaga oftar em einu sirmi i mynd- um sin'um. Þriðji aðalleikarinm, Eddie Alberts, er hims vegar algjör and- stæða þeirra — hefur í tugi ára túlk- að á sviði og á hvíta tjaldinu alls konar karlpersónur, sem hafa það eitt sameiginlegt að þær mega ekki vamm sitt vita. Aldrich hefur heldur ekki notað hann nema í þessari einu mynd. Af þeim félögum þremur nýtur Lee Marvin hvað mestra vimsadda um þessar mumdir og fer vel á því. Þessi sérstæði og ágæti leikari átti I fjölda ára áfar erfltt uppdráttar i Hollywood — sennilega vegna þess að hamn getur ekki beinlínis talizt smáfriður. Útlit hans og fas skáru honum þrömigan staikk framan af hvað hlutverkaval snerti, og það var varla fyrr en amdhetjurmar svo- mefnidiu fóru að láta á sér kræla í bandarískum kvikmyndum, að ung- ir leiikstjórar drógu Marvin út úr ómerkilegum anmars flokks glæpa- myndum og notfærðu sér hæfileika hans. Var Aldrich meðal hinna fyrstu sem gerðu sér grein fyrir hvaö i homum bjó. Marvin var þá illa farinm eftir hirna löngu bið eftir tækifærum; orðinn forfaUinm drykkjumaður og hefur hann enn ekki siigrazt á þeim sjúkdómi. VILHJÁLM Bergsson, sem um þessar miundir sýnir í Galerie SÚM verður að telja einn iðn- asta og framagjarnasta mynd- listarmann yngri kynslóðarinn- ar. Hann hikar ekki við að sýna verk sín opinberlega, þegar hann telur þess þörf og ávinning af því að teyfa okkur að sky.ggmast í smiðju sína. Óneitanlega er viss hætta falin í þessu, t.d. að mönnum finnist þróunin of hæg- fara, einkum vegna þess að við- komandi er einnig reglulegur þátttakandi á öllum helztu sam- sýnin.gum höfuðborgarinnar. Það þarf einnig töluverða staðfestu til að standast kröfuna um stöð- u,gar stíilbreytingar, þauivinna og yrkja sitt svið eins vel og þessi myndlistarmaður gerir. Á þessari sýningu Vilhjákns þykir mér einna athygdisverðust rík viðleitni til að þróa lita- rraeðferðina, — litir hans eru nú oft ferskari og léttara er yfir þeim en áður, en jafnframt virð- ist mér honum hætta til þess í stöku myndum að ganga of langt i viðleitni sinni og leiðast þá út í lifcasamsetningar, sem eru á mörkuim þess að vera væmnar, svo sem i hinum tveim stærstu myndunum á sýning- unni. — Sú hætta er jafnan fyr- ir hendi, er málari leitas* við að breikka og dýpka litasvið sitt. Hin hægia og rólega Dreyting listar Vilhjálms er næsta óvenju leg á siðusfcu ttmum, hann kann skrifar um MYNDLIST Vilhjálmur við eitt af verkum sínum. Samlífrænar víddir auðsjáanlega þá list til hlítar að flýta sér hægt, og vinnubrógð hans bera þess vott, að þolín- mæði hafi hann nóga. — ÞaS mun ábygigiiiega hafa kostað Vil- hjálm mikla vinnu, fórnir og átök að beizla þá tækni, sem hann velur með slíkuim ágæfcuim og sjá má á þessari sýningu í myndum eins og nr. 1 „Kjarni VI“, nr. 2 „Fislétt svif“ og nr. 3 „Kjarnar“, en allar eru þær mjög ferskar í lit og fínt málað- ar. Myndin „Nökkvasvif II“, sem ég hief séð áður, vinnur á, þó að mér þyki hún nokkuð vafasöm i lit, og hér er hún i réttu ljósi. Hann er sérstæður þessi heim- ur Vilhjálms Behgssonar, þar sem rúm, fjarlægðir og víddir skipa öndvegi, og hér er viss fceg- und af súrreaBsma á ferðinnL — Eins og ég hefi áður orðað það, rninna formin á frymi, loftsteina eða ókennileg fyrirbæri djúpt í sjó eða langt í óravíddum geims- ins oig eru nátengd orkusviðum llifsins. Væri saskilegt, að Vil- hjáimur héldi tryggð við þessi vinnubrögð sin áÉram og sfcefndi að viðamikilli sýningu í náinni framtið. Myndir eins og nr. 6 „Fölvi" og nr. 15 „Tæring" benda til þess, að listamaðurinn eiigi enn margt ósiagt innan þessa myndræna rarnma, en þar virðist hann á þröskuldi nýrra mögu- leika. Er jafnvel til efs, að hann hiafi ávinning af því að eyða kröftunum við að sýna á miðju starfstyrksári, sennilega væn- legra að bíða næsta árs. Á þessari sýningu má sjá enn eitt dæmi þess, hve íslenzk nú- tímamyndlist er ódýr raiSað við ýmsa aðra listræna þjónustu í þjóðíéiaiginu. Fá má áigaetar myndir fyrir sama verð og t.d. ein bókarkápa kostar, en hve lengi það verður, skal engu um spéð. SÚM-menn hafa mjöig end- urbætt sýningarhúsnæði sitt, sv-o að það er orðið hið vistleg- asta og er rekið af stórhug og menningarbrag. Er óhætt að hvetja lisfcunnendur til að leggja leið sína þangað til að kynna sér þá starfsemi er þessi listhópur rekur að Vatnsstíg 3. Bragi Ásgpeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.