Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972 SAGAIM í frjálsu riki eftir VS. Naipaul í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. ur. Ég ætla að fá súpuna. Þeir komu hingað oft. I hópferðum frá Frankfurt. En ég varð þvi miður að hætta að taka á móti þeim.“ Ætli þeir hafi ekki frekar hætt að komá, hugsaði Bobby. „Þeir átu mig út úr húsi,“ sagði ofurstinn. „í bókstaflegri merkingu. Við höfðum hér hlað borð um hádegið handa gestum, sem aldrei skyldi verið hafa. í>að skyldi enginn bjóða Ungverjum upp á. Þeir telja það skyldu sína að borða allt upp til agna af fötunum. Og hver og einn heldur að nýsaltaða svinakjöts- stykkið sé ætlað honum einum. Það var oft troðningur við borð ið og einu sinni lentu tvær kon ur í slag. Nei, nei, burt með hlað borðið um leið og sést hilla und ir Ungverja. Svo er ráðlegast að standa við dyrnar um leið og þeir koma og segja: „Hér er ná- kvæmlega skammtað á diskana í dag, herrar mínir.“ „Þeir eru miklir matmenn," sagði Linda. „Eins og Belgíumennimir. Það eru nú karlar í krapinu, iss. Þeir komu hingað oft í hóp um yfir vatnið. Það má þó segja þeim til hróss að þeir kunnu vel að meta gott rauðvín. Að vísu er það sjaldséð hérna nú orðið. En það má líka segja að þeim sé um að kenna, hvern- ig komið er hérna." Hann band aði með hendinni í áttina að vír netinu fyrir gluggunum, myrkr- inu úti og vatninu. „Þeir héldu að hingað gætu þeir komið frá sinu litla landi og ausið hér af einhverjum allsnægtabrunni og þyrftu ekki framar að vinna handtak. Bara njóta lífsins. Ein konan sem kom hingað rétt fyr- ir umskiptin sagði til dæmis við mig: Nú þetta land er okkar eign. Kóngurinn gaf okkur það. Þér hefðuð átt að sjá, hvernig þeir voru búnir að búa um sig þarna fyrir handan vatnið, stór einbýlishús höfðu þeir byggt sér, hallir og einkasundlaugar. stórkostlegt. Eiginlega skiptast þeir í tvo þjóðflokka ...“ „Flæmingja og Vallóna," sagði Linda. „Já, en réttara væri að þeir hefðu nafnaskipti. Vallónarn- ir ættu að vera feitari en þeir eru frekar holdgrannir og fín- legir í sér. Flæmingjar ættu að vera grannir, en eru feitir. Hafið þér nokkum tíma séð Flæmingja við matborðið? Þeir panta matinn klukkan tlu og koma svo klukkan sjö. Klukk- an sjö. Þá fara þeir að drekka. Bara til að verða nógu svang- ir. Klukkan átta eru þeir orðn- ir sæmilega hungraðir og narta velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • 20.000.000.000 og „hin leiðin“ Skattþegn skrifar: „Þegar vesalingur slettir skyri á forráðamenn þjóðar- innar, fyrir augum lögreglunn ar, er hann réttilega fluttur á sjúkrahús til geðrannsókn- ar. En hvað rneð forráðamenn- ina sjálfa, sem með fögrum lof- orðum um „hina leiðina" hafa komizt til vaida? Þurfa þeir engrar athugunar við? Vita þeir ekki um fámennið hérlend is og um hnattstöðu Islands, þar sem hrakviðri, mánuðum saman, sumar eða vetur, getur gert frátafir í allri sjálfsbjarg arviðleitni. Nú ætlar nýja stjómin að leggja gjöld á þjóð ina, sem á árinu 1973 eiga að nema 20 milljörðum. Þessi tala fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum mönnum eins og fjarlægðimar sem taldar eru i ljósárum í himingeimnum. 20 milljarðar eru víst 20 þúsund milljónir eða í tölum 20.000.000.000. Nú er höfðatala Islendinga um það bil 200.000. Strikum því fimm núll aftan af hvorri tölu, þá koma út 2 Is- lendingar með skattabyrði upp á 200 þúsund krónur, eða með öðrum orðum eitt hundrað þúsund krónui á hvert manns- barn í landinu, að meðtöldum hvítvoðungum í vöggu, skóla- bömum og öldruðu fólki, sem hætt er að vinna, og dvelur annað hvort í heimahúsum eða á elliheimilum. Þannig er hverri fimm manna fjölskyldu gert að greiða ríkinu litla hálfa milljón króna á þvi herr- ans ári, sem nú fer í hönd. Loksins er komin skýring á því hvert „hin leiðin" liggur. Er nokkur furða þótt þjóðin spyrji, hvort þessir landsfeðui þurfi ekki rannsóknar við? Skattþegn." Velvakanda finnst vanmátt- ur stjómarherranna vera svo augljós, að ekki sé þörf á neinni rannsókn. Slík rann- sókn myndi m.ö.o. ekki leiða neitt í ljós, sem ekki var vit- að áður. Þó má bæta því við, að upphæð sú, sem fimm manna fjölskyldu verður gert að greiða í opinber gjöld á næsta ári mun nema um 625.000 krónum, en ekki 500.000 krónum, eins og bréf- ritari segir. • Biðskýli og gangbrautir vantar við Reykjavíkur- veg í Hafnarfirði „Heil'l og sæll Velvakandi góður! Langt er nú um liðið síðan ég hef sent þér línu, enda pennalöt með afbrigðum, en nú er mikið í húfi. Mig lang ar til að fá birt bænabréf til forráðamanna strætisvagnanna okkar hér í Hafnarfirði. Þann ig er mál með vexti að við er- um anzi margar sem notum „strætó“ (innanbæjar) i vinn- una og vinnustaðurinn er hið nýja iðnaðarhverfi, sem risið er upp hér í Hafnarfirði, en þar vantar tilfinnanlega við- komustað fyrir vagnana okk- ar. Þegar Norðurbær byggðist upp, var sá sem næstur okkur var færður þangað — nær bænum en verið hafði, en sá sem var í Engidalmum er kom- inn inn á Hraunsholtið. Bæn in er því: Biðskýli þarna á milli. Eins og nú er göngum við frá Norðurbænum á vinnu stað 5—10 mínútna gang. Á þessum kafla Reykjavikur- vegarins er engin gangstétt, að eins örmjór stígur báðum meg- in götunnar, en stígurinn er eins og gömul kúagata, t.d. geta tvær manneskjur ekki gengið þar samsíða. ÖðrUm meg in er stanzlaus bílastraumur, en á hina hliðina er urð og grjót og engin gangbraut yfir götuna. Þama hafa orðið slys. Við gætum náttúrlega gengið um og safnað undirskriftum eins og pósturinn, en vonandi nægir þetta, — að minnsta kosti spirar vonin í hjörtum okkar vinnandi kvenna. Haldi einhver að þetta séu ýkjur, þá ætti sá hinn sami að ganga þennan spöl í roki og rigningu (íslenzku veðurfari), — rign- ing ofan að og slettur frá bíl- unum frá hlið. Ein af þeim, sem vinna þarna.“ • Kúnstin að skennnta sér Ágæti Velvakandi. Mikið hafa íaugardagsböllin breytzt frá laugardagskvöld inu á Gili. Hvort það er bind- inu að kenna, sem menn eru skikkaðir til að hnýta um sig áður en stigið er inn í einhverra fimm fjölmennustu dansstaða Reykjavíkur, veit ég ekki. Hitt er annað mál, að bindiskrafan kemur manni hjá kátlega fyrir sjónir, þeg- ar fyrsta flokks dansstað- ur hvað snertir húsnæði, þjón ustulið, sem margt hvert hefur elzt með virðuiegu hóteli, og hljómsveit í fyrsta klassa, breytist upp úr hálfeMefu, í fjósaball af verstu sort — þar sem borð tolla vart á sama stað stundinni lengur, manneskjur eru riðandi á dansgólfi, slangrandi, dettandi eða lagzt- ar fyrir. Það er óhægt um vik fyrir tvo dyraverði að varpa út fjögur hundruð manns — enda kemur það engum að gagni nema ótindum vasaþjóf- um, séu þeir til í Reykjavík. Einhver sálarkreppa er komin í vinmenningu okkar borgar- búa. — Hún er á hraðri nið- urleið. Það er leiðinlegt að sjá eldra fólk drukkið — sök sér þótt það geti ekki talað lengur, þvi það sem vel'tur ósjálfrátt upp úr þvi, er tóm vitleysa, um það sjálft eða náungann. — Öllu verra er, þegar það get- ur hvorki séð eða staðið leng- ur. Slíkt forskot út á dauð- ann er sú generalprufa, sem æfast mætti í einrúmi. En nóg með okkur, „gamlingjana“. Það er unga fól'kið, sem ég vildi vikja nokkrum orðum að, ung- mennin, sem fyl'la staði eins og Klúbbinn, Röðul, Þórskaffi, Sögu og Hótel Borg. Og þau tilheyra engum sérhópi innan samfélagsins, því ég reikna með, sé tekið meðaltal, að einn yngri meðlimur annarrar hverr ar fjölskyldu í Reykjavík sæki dansstað á laugardags- kvöldi. Ég ræddi lítillega við tvær stúlkur, sem nýlokið hafa skóla, á einum skemmitistaðn- um og þær sögðu: „Það er ekkert hægt að gera annað en drekka. — Hér eru allir fulir". Og þær héldu inn á barinn — sem reyndar er eina athvarfið, ásamit gangi eða klósetti þeirra vínlausiu, fyrir þá, sem vilja hlusta á sjálfa sig hugsa. Sumar hijómsveitir ERUÐ ÞÉR EINN ÞEIRRA SEM VILJA ANNAÐ EN ÞAÐ SEM ALLS STAÐAR FÆST? GOTT OG VEL: í dag og á morgun getið þér valið á milii 15 ólíkra svefnherbergissetta, sem aldrei hafa sést hér á markaðnum fyrr. - Aðalgerðirnar eru þrjár, og rúmin, snyrtiborðin, spegla- rammarnir og kommóðurnar koma í eik og hnotu og máluð hvít, græn og rauð. TT r>c3i 1» i i Simi-22900 Laugaveg 26 eru með svo háttstillta magn- ara, að mann grunar, að þær séu í einhvers konar náttúru- legu kompaníi við myrkrahöfð ingjann, um að trylla mannskapinn. Það er hörmulegt að horfa upp á æskuglatt, heilbrigt fólk missa sálina úr andlitinu á sér á einni kvöldstund! Nú er það ekki á minu færi að finna orsök þeirrar siðlausu dryífkju, sem tíðkast orðið í svo ríkum mæil, og er öllum viðkomandi til meira og minna tjóns — því að drekka vin- anda, án þess að kunna að bera áhrifin, er eins og að aka bíl, án þess að geta það, eða éta meira en líkaminn getur borið. Og vissulega finnur fólkið, sem heima situr, og ekki má vamm sitt vita í tóbaki og brennivíni, enga lausn á vandanum, enda ekki á færi þeirra meðborgara, sem svo hafa rammhnýtt sig í prívatsjálfsvirðingu, að hætta sér tæpast út fyrir húss- ins dyr, af ótta við að renna í slyddunni niður Bankastræti, nærstöddum til hláturs, og spé hræðslu sjálfra sín til ævarandi skelfingar. Hér þarf áð koma til ein- róma samstaða hjá þjóðinni, eins og í landhelgismálinu. Það er skömm að vera fullur — á þann óviðurkvæmilega hátt, sem einkennir alltof sitór- an hliuta þjóðarpartsdns, sem neytir áfengis opinberlega, en er að öðru leyti, dags dag- iiega, í sínu l'ífi og starfi, sjáltf- ráfet. Hvernig fólk ber vín imn- an síns húss, er amnar hand- leggur. Þar elur hver upp sjálf an si'g eða sin börn. Guðrún Jakobsen. veit hva5 það Viil. í mörgum til- fellum kostar það peninga. Inn- stæBa I IðnaSarbankarium getur ráðið úrslltum á fleiri en einn hátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.