Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.10.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1972 19 Ólafur Jóhannesson: ÓBREYTT STEFNA í ÚTVARPSUMRÆÐUM frá Alþingi í gærkvöldi um stefnu ríki.sstjómarinnar sagði Ólafur Jóhannesson, for sætisráóiierra, að sitefna rik- isstjómairinniar væri óbreytt. Stefna hennar á þessu þingi yrði að vinna að framkvaamd málefnasamin in.gsins á þann hátt, sem aðstæður frekast leyfðu og rmeð hliðsjón af breyttum forsendum. LANDHELGI OG UTANRÍKISMÁL Forseetisráðherra sagði, að enn sem fyrr yrði lamdhelgis- máJið efst á málefnalisrtanum. Frá markaðri stefnu í því lífghagsmuinamáli yrði ekki hvikað. En rikisstjórnin vildi sýna öðrum, sem hér ættu sér stakra hagsmuna að gæta, fulia san ngim í. Þess vegna yrði samkormulagsteiðinni ekki lokað, svo lengi sem nokkur von væri á sanm- gjamri lausn við samninga- borðið. Að öðru ieyti yrði kynndngu á málstað okkar haldið áfraim með svipuðum hætti og verið hefur. En jafnframt útfærslu land helginnar væri stefnrt að stór- auknu eftirliti með ýmsum veiðum innan hinna nýju fisk veiðitakmarka. Gera mætti ráð fyrir, að landheigisimálið yrði áfram nœsta ár umfangsmesti þátt- ur utanríkisþjónusrtunnar, því að þar væri • enn langt til lands, jafnvel þó að unnt reyndist að ná bráðabirgða- samkomuiagi. Ólafur Jóhannesson sagði ermfremur, að stefnan i utan- ríkismálium byggðist á því, að mynda sér sjáifsrtæða skoðun á því, sem að höndum ber og ráða fram úr þvi á þann hátt, er samrýmdisrt sjáif- stæðu en vopnlausu smáríki. EFNAHAGSMÁL Forsætisráðherra sagði, að stefnt yrði að því að efla og örva atvinnuMfið, halda verð- hækkunum innanlands í skef j um og tryggja kjarabætur vinnandi fólks, eftir því sem þjóðartekjur leyfðu. Með starfsemi Framkvæmda- stofnunarinnar yrði stefint að skipulögðum áætliunarbúskap. Aukninig þjóðarframleiðslu- og tekna væri mun minni en í fyrra, enda hefði hagvöxtur þá verið með eindæmum mik ili. Aukning þj.óðarframleiðsi- unnar væri þó yfir meðal- vexti á ári síðustu tvo ára- tugi. Þá gat ráðherrann þess, að reiknað væri með því, að framleiðslumagn sjávarút- vegsins minnkaði á þessu ári um 7—8%, en útflutningur sjávarafurða myndi aukast að magni vegna birgðaminnk unar. Verðhækkanir á út- fluttum sjávarafurðum væru áætlaðar 7% á árinu. Á YZTU NÖF Ráðherrann ítrekaði fyrri ummælí sín um, að með kjara samningunum í des. sl. hefði verið gengið fram á yztu nöf að því er greiðsluþol atvinnu- veganna snerti. Það væri eng in ný bóla, að vegna afla- brests eða röskunar af völd- um verðbreytinga eða geng- isbreytiniga erlendis þyrfti að koma til íhlutunar af opin- berri hálfu hér á lamdi. Á þessu srtigi væri þó ekki tíma bært að taka ákvarðanir um það til hverra úrræða þyrfti að grípa. Rétt væri að bíða þess að myndim skýrðist og álit efnahagssérfræðinga kæmi fram. Bnginn voði væri þó á ferð, þó að lækka yrði seglin um stundarsakir. Ólafur Jóhannesson LANDBÚNAÐUR Um stefnuna i landbúnað- armálum sagði ráðherrann, að eitt af höfuðatriðum í stefnu stjómajrinnar væri stóraukin landgræðsla og skipuleg nýt- ing landgæða. Þetta væri í sinum huga al'ira stærsta mál ið; hliðstætt stækkun land- helginnar. Ennfremur segði stjórnarsáttmálinn, að stuðla ætti að aukinni fjölbreytni í landbúnaði, m.a. með ylrækt, fiskrækt og eflingu innlendr- ar fóðurframleiðslu. SJÁVARÚTVEGSMÁL Forsætiisráðherra sagði, að unrrið yrði að srtórfelldri end- umýjun fiskiskipaflotans og dreifingu nýtízku skipa til allra landshluta. Þessi skip færu nú smám saman að koma til landsims og þau myndu hafa í för með sér hreina byltimgu í atvinnulífi ýmissa staða á landsbyggð- inni. Þá sagði ráðherrann, að unnið yrði að stórfelldum framkvæmdum í frystihúsa- rekstri landsimanna með bygg ingu nýrra frysti'húsa í stað gamalla. IÐNAÐAR- OG ORKUMÁL Á því sviði sagði forsætis- ráðherra að nefna mætti iðn- þróunaráætlumina, sem ná ætti fram til 1980. Á næst- unni yrði lögð sérstök á- herzla á rannsóknir á ís- lenzkri framleiðslu, er byggð- ist á gosefnum, svo sem perlusteini og vikri. Enn- fremur færi fram athugun á möguleikum á orkufrekum iðnaði með það fyrir augum að nýta sem bezt orkufram- leiðslu stórvirkjana. í orkumálum væri stefnt að samtengingu orkuveitu- svæða og stofnun landshluta- fyrirtækja. Aðalatriðið væri nægjanleg raforka, en hitt skipti minna máJi, hvar orku- verin væru staðsett. SAMGÖNGUMÁL f þeim efnum yrði unnið 1 samræmi við mál- efnasamninginn, sagði ráð- herrann. Málefni varðandi þungavöruflutninga og far- þegaflutniinga á sjó væru í sérstakri athugun. Framlag til flugvallargerða og örygg- istækja, 90 milljónir kr., væri helmingi hærra að krónutölu en nokkru sinni fyrr. MENNTAMÁL Forsætisráðherra sagði, að að þvi væri stefnrt að leggja fram frumvörp um grunn- skóla og skólakerfi að lok- inni rækilegri endurskoðun. Hér væri um að ræða undir- stöðu almennrar menntunar í landinu og skipti megin- máli, að hún væri traust. Jöfnun námsaðstöðu væri amnað höfuðatriðið, og hefðu lög um námslán og náms- styrki verið sett í endur- skoðun með þeim ásetningi, að niðurstaða kæmá fyrir þetta þing. Þá væri væntan- legt frumvarp um verzlunar- menntun. FÉLAGSMÁL Alhliða vimnuvemdarlög- gjöf væri nú í athugun og hvemig séð yrði fyrir leigu- húsnœði, er lyti félagslegri stjóm. Ennfremur væri í at- hugun setning löggjafar, er tryggði, að vinnulaun fengj- ust greidd, þrátt fyrir gjald- þrot atvinnurekenda. Á þessu stigi væri ekki unnt að fullyrða, hvort þessi laga- frumvörp yrðu lögð fyrir þetta þing. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁL Um tryggingamálin sagði ráðherra, að gífurlegar breyt ingar hefðu orðið á þeim í tið núveramdi ríldsstjórnar, og nefnd starfaði nú að end- urskoðun tryggingailöggjafar- inmar. Ráðherrann sagði, að að sjálfsögðu hefði verið unnið að ýmsum málum á vegum heilbrigðisráðuneytisins og vænta mætti lagafrumvarpa um heilbrigðisþjónustu, dval- arheimili aldraðra og vá- tryggingarstarfsemi. VIÐSKIPTA- OG VERÐLAGSMÁL Á vegum viðskiptaráðu- neytisins væri nú unnið að endurskoðun bankakerfisins, en verðlagsmálin yrðu eflaust eitt höfuðverkefmið á kom- andi ári, og óhjákvæmilegt yrði að gera verðlagseftirlit- ið miklu raunhæfara en ver- ið hefði. DÓMSMÁL Ráðherrann sagði, að stefnt yrði að greiðari meðferð dómsmála. Löggæzlu þyrfti að efla og ekki hvað sizt á sviði umferðarmála. Gera þyrfti umbætur á fangelsis- málum; nokkuð hefði verið unnið að þvi, en hvergi nærri nóg. Að lokum sagði forsætis- ráðherra, að ríkisstjómin stefndi að jafnvægi i byggð landsims og nefnd kannaði nú, hvort unnt væri að dreifa rikisstofnunum meira um lamdið en verið hefur. — Málshöfðun Framh. af bls. 32 sem hér um ræðir, er viðlag, sem heitir „My friend and I“, og hefur lagið náð eimma mestum vinisældum af lögun- um á plörtunni og verið leikið miargofrt i hljóðvarpi hér. Að sögn Jóhamns Hjálmarssonar virðist hór um nokkuð ná- kvæma þýðingu á Ijóði hans, „Skugginn", sem birtisrt í ljóðaibókinni Malbikuð hjörrtu, er út kom 1961. Sagði Jóhamm, að aðeins virtisit vera um smávægilegar breytingar að ræða og þá kanmsiki til að aðlaga ljóðið lagimu. Ljóð J6- hanins er órímað, en Ijóðið við lagið er að nokfcru leyti rím- að. Sagði Jóhann i viðtali við Mbl. í gær, að ef af máls- höfðun yrði, þá væri það fyrst og fremsit til að srtað- fesrta, að ekfci eigi að vera hægt að ganga í verk skálda og nota án leyfis þeirra. Morgunblaðið sneri sér einn ig til Rúnars Júlíussonar, þess iiðsmanns Trúbrots, sem skráður er á plötunni höfund ur ljóðsins, og kom það þá fram, að hann hafði ekki frétt um þessa hugsanlegu málshöfðun að öðru leyti en því, að Hafsteinn Baldvins- son hefði hringt i sig og ósk- að eftir að þeir ræddu saman í nœstu viku um þertta mál. Rúnar sagði ennfremtur, að hann vææi yfirleitt lítt lesinn í íslenzkri ljóðlisrt og alls ekki í Ijóðum Jóhanns Hjálm arssonar. Þá sagði Rúnar, að ljóðið við lagið „My friend and 1“ væri um það lif, sem hann, sem hljómlistarmaður hefði lifað, einis og hann hefði skynjað það. Jóhanm Hjálmarsson hefur góðfúslega veitt Mbl. leyfi til að birta ljóðið „Skugginm“, og Rúnar Júlíusson hefur einmig góðfúslega leyft Mbl. að birta ljóðið „My friend and I“. Fara þau hér á eftir: SKUGGINN Vinur minn og ég förum báðir seint á fætur vöknum með stírur í augum einhvern næsta dag ám þess að vita að margt hefur breytst meðan við kúrðum undir hlýrri sæmig En hvað eigum við, að gera virnur minm og ég ekki gertum við vanið okkur af því að sofa lengi morgunleikfimi útvarpsins er ekki vi|5 okkar skap hvað eigum við þá að gera vinur mimm og ég okkur llíkar vel að fara í skammtigöngu um nágrennið reykja pípu og drekfca vín á kvöldim stundum skrifum við ljóð um ástina og blómin við viljum það besta við viljum ötlum það beata en eitthvað hefur gerst eitthvað er að gerast viniur miinn hefur bráðum tekið völdin af mér oft sé ég ekki neitt fyrir voldugum höndum hans sem teygja sig hátt eims og fcolakrani yfir snjó ég skelfist þetta ég er hræddur urn að við þessu verði ekkert gert sem komi að gagni Bn ég mun ekki ræða þetta við ykkur nánar það er orðið áliðið og ég mum fara að hátta sé grunur minn réttur mun ég etóki vakna á morgun heldur vinur minn og glotta við því sem hefur gerst MY FRIEND AND I My friemd and I we always gert up late without knowing why A lot of things have changed But what are we to do My friemd and I We can’t kiok the habit of somertimes feelimg blue We dig going for a ride en the magic land Smoke a pipe and drirnk a little wine Writing songs and making love and lot of things we thimk we umderstand My friend and I We always want the best we wanrt everybody to have the very very best But something is happenin’ My friend wants to comimand I get scared and so afraid That nothin’ can be done We can always go for a ride on a sunny day sing a somg of love on our way. JóJuumi Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.