Morgunblaðið - 03.12.1972, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.1972, Síða 1
 SUNNUDAGUR________________________3. DES. Óli Tynes skrifar: Hin hliðin á MALLORCA Viö Paseo Maritimo á Mallorca, sem ís- lendingar kalla oft Skúlagötu, eru nokkur dýr- ustu ogfínustu hótelin á eynni, t. r. Bellver og Melia Mallorca. Þar sitja ferðamennirnir og sötra ískalda kokteila meöan þeir velta því fyrir sér hvort þeir eigi heldur að snæða hum- ar eða Chataubriand, eða hvort þeir eigi kannski að fá sér bara eitthvert létt snarl, eins og t. d. reyktan lax. Ösjaldan verður þeim litið út yfir höfnina, hinum megin við götuna, þar sem hvítar lysti- snekkjur sindra í glampandi Miðjarðarhafs- sólinni og þeir hugsa með sér að þetta hljóti að vera hið fullkomna líf. Þjónninn hóstar kurteislega og þeir brosa til hans vingjarnlega og biðja um Chataubriand, það er nógur tími að byrja að halda í við sig á morgun. Tæpa hundrað wietra frá þeim sitja aðrir menn sem einn ig horfa út yfir höfnina. En angu þeirra beinast ekki að hvitu lystisnekkjunum sem sindra í glampandi Miðjarðar- hafssölinni, heldur linunn-i sem liggur út frá bambusveiði- stönginni. Þeir eru líka að hugsa um hvað þeir eigi að borða, en þeir myndu liklega ekki þekkja Chataubriand, þótt þeir dyttu u-m hana. Ef þeir -eru heppnir með veiðina, borða þeir súpu sem er soð af smáfiskunum sem þeir fanga, ekki miklu stærri en manns- fingur. Ef þeir eru mjög heppn ir, nægir það kannski líka í kvöldmatin-n. Þeir s-itja hoknir, með barðabreiða stráhatta til að skýla sér fyrir brennheitri söiinni og horfa þolinmóðir á línuna. Þei-r eru ekki fiskimenn að atvinnu, heldur verkamenn eða götusalar sem reyna að drýgja tekjurnar -með þessu móti, eða kannski atvinnuleysingjar sem ei-ga ekki annarra kosta völ. Alvöru fiskimennirrar á Malilorea stunda veiðar frá bát um. Þeir eru misjafn-ir að stærð og gerð, en mest ber á litlum árabátuim, sjaldnast imeð meira en tvegigja manna áhöfn og á sumum þeirra er hægt að setja upp segl. Þeir stunda veiðarnar eiginlega alveg uppi í landsteinum því fleytur þeirra eru ekki það merkileg- ar, að hægt sé að fara í mikl- ar siglingar á þeim. Ef þú keyrir áleiðis út á Arenal-ströndina sérðu þá oft dóla 100—200 metra frá landi dragandi net sín. Það má sjá þá báðum megin við baðstrend- urnar, en ekki út af þeim. Það er ekki vegna þess að sólbak- aðir túriistakroppar fæli fisk- ana því ég hef oft séð stórar torfur þegar ég hef kafað út af baðströndunum. Ég veit ekki hvers vegna það er, kannski er talið að þeir skemmi útsýnið. BÚA I HELLUM Fiskimennirnir búa margir hverjir í hreysum sem við myndum vart telja til manna- bústaða. Ef þú keyrir út með Arenal-ströndinni og út fyrir hana, kemurðu að híbýlum þeirra. Það er gaman að gamga meðfram sjónum þarna. Þar er ekkert ríkidæmi, langt frá þvi, en fólkið virðist samt vera ánægt með sitt hlutskipti. Böm in eru hrein og þrifaHeg og hin ir fullorðnu eru brosleitir og vingjamlegir. Margir elda utandyra. Fjöl- skýldan situr á hsekjum fyrir framan stóran pott -sem hangir yfir hlóðum og ef þú sezt á hækjur hjá henni og dregur fram orðabókina geta hafizt hinar líflegustu samræður, og þá er mjög mikilvægt að brosa í sífeilu, kinka koUi og segja si, si með mismunand-i áherzl- um, eins og þú skiljir hvert orð sem við þiig er sagt. Við- -mælendur þínir leika sama leikinn: Þegar þú spyrð hvort það sé Pedro sem á bát-inn, kinka þau koQli og segja si, si. Pedro á kon-u og fjögur börn. Þá segir þú aaah og brosir til Pedros, sem brosir á móti. Ef þú er óheppinn, geturðu sagt si, einu sin-n-i of oft og þá verð ur þú að brosa mjög hetjuiaga meðan þú borðar fiskisúpuna, sem var verið að bjóða þér þeg ar þú hélzt að væri verið að spyrja um hvort Isiendingar fiskuðu mikið. Svo þakkarðu fyrir þig og kveður Pedro, Teresu, Pakitu, Önu Mariu, Miguel, Juanitu, Juan. . . . og röltir áfram, með- fram ströndinnd. Það er orðið áliðið svo þeir eru flestir kommir að landi og sitja við að greiða eða bæta netin, meðan krakkarnir hoppa og skoppa í kringum þá. Þeir hafa ekki les ið sálfræðibækur um að ekki megi -rassskella bömin svo ef galsinn keyrir fram úr hófi heyrist hár skéllur, ægilegt neyðaróp og svo verður ró- legra í biii. Aðeins lengra út með strönd inni, stoppar þú forviða og star ir á sjónvarpsloftnet sem stend ur upp úr klöppinni. Hvað er ^ nú þetta? Svarið er að finna hinum megin við klöppina. Þarna hefur sjórinn sorfið hella í bergið þegar land lá lægra og í þeim búa fiskimenn og fjöl- skyldur þeirra. Tvo til þrjá kilómetra frá háreistu lúxushóteli, býr fóik í hellum. Hellum. Pepito og fjölskylda hans hafa búið þama i nokkur ár, og kunna vel við -sig. Húsalei-ga er en-g in, skattar littir sem engii <0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.