Morgunblaðið - 20.01.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1973
3
Frá
„vígstöðv-
unum“
— fyrir austan land
SVO sem menn reknr minni
til skar varðskipið Óðinn %
togvíra Hulltogarans Benellu
H 132 miðvikudagrinn 27. des-
ember síðastliðinn. Daginn
eftir gerðu brezkir togarar að-
för að varðskipinu Óðni og
tókst þá togaranum Brucellu
H 291 að sigla á Óðin og
skemma skut skipsins tals-
vert.
Skipstjóri Beœlihi er sá
frægi togarasjómaður, Harry
Eddoim, sem árið 1968 komst
einin af er togari hans, Ross
Cleveland, fórst í ísafjarðar-
djúpi. Eftir atburðina á Aust-
fjarðamiðum, er Óðinn skar á
togvtra Beinellu, sendi útgetrð-
arfélag togarans Eddom
skieyti og skýrði homum frá
því að hanm hefði bireytt rétt,
er hanm neitaði að hlýðnast
fyrirsfkipumum varðskipsins.
Nokkru siðar iemti Óðinn í
viðureign við vestur-þýzka
togaranm Berlim frá Cuxhav-
em á Berufjarðardýpi. Þar
var þá vesitur-þýzka eftirlits-
sikipið Meei'katze II og varði
það togaramm fyrir varðskip-
inu, sem komst eklki að til
þess að stoera togvíra Beriin-
ar. Varð svo mikiM hiti í við-
ureigminmi að þýzka eftirlits-
skipið simnti ekki aimenmium
siglimigareglum og gerði m. a.
tilraum til að sigla á Óðin,
sem gat varizt ásiglingartil-
raurnum þess.
Eftir þessa atburði mót-
mælltu islemzk stjórmvöld
harðlega, sérstakiega atburð-
imum, sem þýzku skipin voru
viðriðin. í mó'tmælum Islemd-
inga var því sémstaklega mót-
mælt að eftirlitsiskip í opin-
berri eigu skyldi hegða sér
svo sem raum bar vitni. Mynd-
irnar, sem hér birtast eru
tekmar um borð í Óðni og aru
frá ofanigreindum atburðum.
Brezkir togarar veita Óðni eftirför og gera tilraun til ásiglingar — en varðskipið er snarara i
snúningum en þeir.
Meerkatze II siglir fast í kjölfar Berllnar til þess að varðskipið komist ekki að skut togarans
til þess að klippa. Undir þeim kringumstæðum, sem myndin sýnir, getur varðskipið ekki lagt
til atlögu -— siíkt er of áhætt usamt og gæti valdið árekstri.
Stöðvast togararnir
á mánudagskvöld?
Sáttíisemjari boðar samningafund á mánudagsmorgun
Sjómannasambandið segir ennþá bera mikið
á milli, en framkvæmdastjóri F.Í.B. segir
talsvert hafa þokazt í samkomulagsátt
SATTASEMJARI hefur
boðað til fundar með
deiluaðilum í kjaradeilu
togarasjómanna á mánu-
dagsmorgun kl- 10, en
verkfall sjómanna hefst á
miðnsetti þann dag, hafi
samningar ékki tékizt fyr-
ir þann tíma. Síðasti samn-
ingafundur í kjaradeilunni
var haldinn 11. janúar sl.
— Morgunblaðinu hefur
borizt orðsending frá Sjó-
mannasambándi íslands
varðandi samninga um
kaup og kjör á togurum,
þar sem helztu kröfur sjó-
mannafélaganna eru til-
greindar. Fer orðsending-
in hér á eftir, en í henni
segir m.a., að „þótt dálít-
ið hafi þokazt í átt til sam-
komulags í einstökum atr-
iðum, ber ennþá mikið á
milli“. Ingimar Einarsson,
framkvæmdastjóri Félags
íslenzkra botnvörpuskipa-
eigenda, sagði hins vegar í
viðtali við Morgunblaðið í
gær, að „talsvert hafi þok-
azt í samkomulagsátt, þótt
enn kunni að bera allmikið
á milli“.
Orðsenddnig Sjómanmasam-
bandsins fer hér á eftir:
„Vegna dálitilla missagna
um samningaumilieitanir um
kaup og kjör á togurum, þyk-
ir rétt að eftirfanandi komi
fram:
Samningum uim kaup og
kjör undirmanna á togurum
var sagt upp á s.l. sumri,
þannig að þeiir yrðu lausir 1.
okt. s.l.
Á fundd með togaraeigend-
um þann 4. sept. s.l., voru
kröfur sjómannafélaganna
lagðar fram og skýrðar. Aðal
efni framdagðra krafna var,
að mánaðarkaup haakkaði um
31—35% dálitið misjafnt eftir
þvi í hvaða stöðu menn eru á
skipi.
Þá var gerð krafa til að
prósenta af afla og aflaverð-
mæti hækkaði úr 13,25% í
15% og ýmsir kaupliðir svo
sem tímakaup, dagpeningar í
veikindum, fæðispeningar o.
fl. hækki allmikið.
Lögð var fram krafa um
hækkun á lif- og örorkutrygg
ingum, en hún var orðin all-
mikið lœgri á togurum en á
bátuim og kaupskipum. Gerð
var krafa um að frídögum
yrði fjölgað úr þremur í fimm
á mánuði. Þá var lögð fram
krafa um frágang veiðarfærá
o. fl. þegar farið er úr höfn
og hafa þau mál verið rædd
allmikið á þeim fundum, sem
haldnir hafa verið og þokazt
nokkuð i rétta átt. Auk mjög
margra atriða, sem ekki hefir
náðst samkomulag um er tala
skipverja, en um það atriði
hefir verið mikið rætt og þá
helzt i sambandi við prósentur
af afla og aflaverðmæti.
Samningafundir 12 eða 13
hafa verið haldnir og þótt dá-
Mtið hafi þokazt i átt til sam-
komulags í einstökum atrið-
um ber ennþá mikið á milli.
Vinnustöðvun hefir nú verið
boðuð og kemur til fram-
kvæmda kl. 24.00 þann 22. þ.
m., hafi samningar þá ekki
tekizt.
Félögin, sem aðild eiga að
þessum samningum eru: Sjó-
mannaféiag Reykjavikur, Sjó
mannafélag Hafnarfjarðar,
Sjómannaféiag Eyjafjarðar,
Akureyri, Sjómannadeild vlf.
Akraness, Akranesi og Mat-
sveinaféiag S.S.Í. og eru þessi
félög öll innan Sjómannasam
bandsins.
Samningsaðilar atvinnurek-
endamegin eru: Félag isl. botn
vörpu.skipaeigonda og h.f.
Júþiter og h.f. Marz.
Fjöldi togara, sem þessir
samningar yrðu gerðir fyrir
eru rúml. 20, en það éru tog-
arar, sem eru stærri en 500
smálestir skv. fyrri mælin.ga-
reglum. Það Skal tékið fram
að samningar um kaup og
kjör á togurum 300 500
smál. hafa ekki ennþá verið
gerðir, en allmargir togarar
af þeirri stærð eru væntanieg
ir til landsins. Samningar um
kaup og kjör á þeim munu
verða gerðir við Landssam-
band ísl. útvegsmanna.“
Morgunblaðið sneri sér til
Inginiars Einarssonar, fram-
kvæmdastjóra Félags ís-
lenzkra botnvörpuskipaeig-
enda, og leitaði álits hans á
þessari orðsendingu Sjó-
mannasambandsins. Ingimar
sagði m.a.:
„Ég vil taka fram í sam-
bandi við kröfur um hækkun
mánaðarkaups, að hækkanir
á mánaðarkaupi háseta á tog-
uruim hafa fylMlega fylgt þvi,
sem mest hefir orðið í almenn
uim kjarasamninigum land-
verkafólks. Þamnig hækkiuðiu
laun háseta frá 1. janúar 1971
strax um 17,7%, sem aftur
hækkaði í 21,7% 1. júní í fyrra
og hækkar í 27,7% 1. marz
n.k. 1 þessum tölumn er 4%
almenn launahækkun, sem
samið var um í desember 1971,
rúml. 4% sérstök láglauna-
hækkun, um 9,5% hækkun
vegna vinnutímastyttin.gar
landverkafólks og að auki al-
mennar 4% og 6% hækkandr
1. júní 1972 og 1. marz 1973,
sem áður getur.
Vegna þessa komu kröfur
sjómannafélaganna nú m.a.
um hækkun mánaðarkaups
mjög á óvart þar sem um
yrði að ræða hækkanir, sem
aðrir launþegar hafa ekki
fengið né eiga kost á. En
þrábt fyrir þetta hafa fuiitrú-
ar togaraeiigenda gert nokkra
tilsliökun í þessu efni.
Þá má geta þess, að í ágúst
1971 hækkaði skiptaverð, þ.e.
fiskverð, til sjómanna um
18,3% og skömmu síðar voru.
gerðir nýir samningar um
kaup ög kjör háseta á togur-
urh. Siðan í ársbyrjun 1972
hefir skiptaverðið svo hækk-
að í þfemur áföngum að með-
altali um 37,9%.
Hvort tveggja þetta er tekið
fram til að fyrirbyggj^ þann,
misskilning, að togarasjó-
menn hafi ekki fengið kjara-
bætur samtimis öðrum laun-
þegum og haldið sínum hlut
fyllilega í samanburði við þá
að því leyti.
Um líf- og örorkutrygging-
una skal það tekið fram, að
hún hefir nú nýlega verið lög
fest með mikilii hækkun frá
Franihald á bls. 31.