Morgunblaðið - 20.01.1973, Side 14

Morgunblaðið - 20.01.1973, Side 14
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1973 14 Kiel hafa tekið afstöðu til landhelgismálsins í opnu bréfi til ÖTV. Þar segir, að ástæðurnar fyrir útfærslu landhelginnar séu að vemda þurfi fiskstofnana við strend- ur íslands. Afstaða Þjóðverja er: Togaraútgerð Þjóðverja reiknar með það miklu tapi án veiða innan 50 mílnanna að gangi næst gjaldþroti. Vís- indamenn í Kiel taka í þessu sambandi fram, að sam- kvæmt íslenzkum og þýzkum rannsóknum sé sennilega um ofveiði að ræða á þorski og karfa í Norður-Atlantshafi. Fyrir íslendinga, sem byggja efnahag sinn og afkomu nærri eingöngu á fiskveiðum, er verndun fiskstofnanna lífs- spursmál. Ástæðuna fyrir því að síldveiði hefur brugð- DRENGILEGUR STUÐNINGUR Útgefandi Framki/æmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. 1 lausasölu 15. hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ;00 kr eintakið. því, að þeir telji málstað ís- lands réttan og hafa komizt að þeirri niðurstöðu með því að rannsaka allar hliðar fisk- veiðideilunnar milli íslands I/issulega yljar það okkur ’ íslendingum um hjarta- rætur, þegar erlendir menn taka upp hanzkann fyrir okkur á alþjóðavettvangi og lýsa þeirri skoðun sinni, að málstaður okkar í landhelgis- málinu sé réttur. Og til allrar hamingju fyrir smáþjóð sem okkur, hafa á undanförnum mánuðum komið fram raddir víða um lönd okkur til stuðn- ings. En óneitanlega sker yf- irlýsing 46 vísindamanna og starfsmanna hafrannsókna- stofnunar háskólans í Kiel sig nokkuð úr slíkum stuðn- ingsyfirlýsingum. Eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær, hafa þessir vísindamenn birt opið bréf í dagblaði í Kiel, sem stílað er til Sambands flutningaverka- manna. í hinu opna bréfi lýsa vísindamennirnir yfir og Vestur-Þýzkalands. I greininni í hinu þýzka blaði, þar sem sagt er frá bréfi vís- indamannanna, segir svo: „Efnahagslegt hrun ógnar ís- landi. Um er að ræða tilveru þjóðarinnar. 46 vísindamenn og starfsmenn við hafrann- sóknastofnun háskólans í izt við ísland má ekki bara rekja til minnkandi sjávar- hita, heldur einnig til ofveiði, en bæði þessi atriði hafa leitt til stórfellds samdráttar í síldveiðum á síðustu 10 ár- um. Ef íslenzku ríkisstjórn- inni tekst eftir hérumbil 10 ára árangurslausar tilraunir að fá alþjóðasamþykkt fyr- ir verndun fiskstofnana með útfærslu landhelginnar í 50 mílur undix íslenzku eftirliti, þjónar það ekki eingöngu þeim tilgangi að vernda fisk- stofna heldur fyrst og fremst að tryggja lífsafkomu allrar íslenzku þjóðarinnar. Vís- indamennirnir hvetja verka- lýðsfélögin til þess að endur- skoða afstöðu sína til skyndi- verkfalla hafnarverkamanna í Bremerhaven og Cuxhav- en gagnvart íslenzkum skip- um.“ Þennan drengilega stuðn- ing vísindamanna við haf- rannsóknastofnunina í Kiel ber okkur íslendingum að þakka. Hún er einnig vís- bending um, hvaðan helzt sé stuðnings að vænta meðal erlendra þjóða við málstað okkar í landhelgismálinu. Það gefur auga leið, að tog- arasjómenn, sem veiða á Is- landsmiðum, hafnarverka- menn í fiskibæjum og aðrir þeir, sem beinna hagsmuna eiga að gæta, eru í farar- broddi þeirra, sem gegn okk- ur vinna í landihelgismálinu. Á hinn bóginn eignast um- hverfisvernd og náttúru- vernd æ fleiri talsmenn víða um lönd og það eru fyrst og fremst vísindamenn og menntamenn, sem fara þar f fylkingarbrjósti. í málflutn- ingi okkar höfum við lagt áherzlu á tvíþættan tilgang útfærslunnar, að koma í veg fyrir eyðingu fiskstofnanna við Íslandsstrendur, sem bæði er náttúruvemdarmál og lífshagsmunamál fyrir ís- lenzku þjóðina og hins vegar að íslendingar eigi rétt á að hagnýta stærri hluta af þeim náttúruauðlindum, sem þeim með réttu ber. Yfirlýsing vísindamann- anna í Kiel bendir til þess, að á erlendum vettvangi sé einmitt helzt að vænta stuðn- ings frá baráttumönnum umhverfis- og náttúruvernd- ar. Ef okkur tækist að virkja slík öfl í Vestur-Evrópu til baráttu fyrir okkar málstað gæti svo farið, að takast mætti að snúa almennings- álitinu í þessum löndum okk- ur í hag. En við hljótum að viðurkenna að með þeim starfsaðferðum, sem beitt hefur verið hingað til, hefur það ekki tekizt. Hinn drengi- legi stuðningur vísindamann- anna 46 ætti að verða okkur hvatning til þess að einbeita kröftum okkar að þessu marki. Kenna þarf fólkinu að vinna sjálfstætt Spjallað við Þóri G. Hinriksson, skipstjóra í Madras í Indlandi Þúrir Hinriksson heflr dvalizt 8 niánnði í Madras og kcnnt indverskitm sjómönnum. Myndin er tekin af Þóri, er hann var hér í fríi fyrir skönimu. Skipasmíðastöðin Bátalón h.f. f Hafnarfirði seldi útgerðarfyr- Irtækinu Indo Icelandic Fisheri- es í Madras á Indlandi tvo sjö- tíu tonna báta í apríl í fyrra. Þegar bátar þessir voru keypt- Ir var samið um, að íslenzkir skipstjórar styrktir af íslenzka ríkinu að nokkru leyti, yrðu fengnir til starfa í Madras, til að kenna indverskum sjómönn- um, sem starfa hjá Indo Ice- landic Fisheries, á taekjabúnað bátanna og veiðarfæri. Upphaflega voru þrír menn ráðnir til tveggja ára, þeir Þór- ir Guðmundur Hinriksson, skip stjóri, Þórður Oddsson, skip- stjóri og Guðmundur I. Guð- mundsson, netagerðameistari. í júlí s.l. slasaðist Guðnmndur og varð af þeim sökum að hætta starfi sínu i Madras. Um miðjan apríl komu bát- arnir Viking I og II ti) heima- hafnar sinnar í Madras i S-Ind- landi. en ísiendingarnir höfðu komið skömmu áður með flugvél og nú hafa þeir starfað í 8 mán- uði hjá Indo Icelandie Fisheries i Madras. Þórir G. Hinriksson, skip- stjóri á Viking I, var hér stadd- ur I fríi fyrir skömmu og við leituðum frétta hjá iionuin um starf hans í Madras. — Starf okkar er fyrst og fremst að kenna sjómönminum á tækjabúnað bátanna og notk- un á veiðarfærum, en við notum botnvörpu við veiðamar. Mest- ur hluti kennslunnar fer fram um borð í bátunum og þar höld- uim við fyrirlestra um meðferð aflans og fl. Mikilvægur þáttur í kennslu okkar er einnig neta- gerðin. Við kennum sjómönnum að setja upp rækjunætur og að hnýta netin. Þá fer kennsla einn ig fram í landi. Alls leiðbeinum við fimmtíu manns, sem eru í þjónustu Indo Icelandic Fisheri- es. Litið er gert til að fræða fiskimenn um fiskvinnslu í Ind- landi og mikilla umbóta er þörf í þeiim málum. Viking I og II er einu bátarn- ir sf þessari stærð, sem gerðir eru út frá Madras. Til að byrja með fórum við aðeins í eins dags ferðir, þar sem ýmiss konar vandamál komu upp í sambandi við viðgerðir á tækjabúnaði bátanna, en margt i íslenzku bátunum var indverskum við- gerðarmönnum áður óþekkt. Svo var erfitt að byrja á 16ng- um ferðum þvi að vaktavinna þekktist ekki meðal indverskra sjómanna. Eitt fyrsta verkefni okkar var að finna góð fiskimið, en þau fundum við um miðjan júlí um 60 sjómílur fyrir norðan Madras. Á þeim slóðum hafa litl ar sem engar veiðar farið fram áður. Vel veiddist hjá okkur og fór aflinn upp í 20 tonn af blönduðum fiski á sólarhring. Nýting á aflanum er vandkvæð um bundin og reynum við því að takmarka hann; yfirleitt mið- um við hann við 10 txxnn. Ég tel góðar líkur á, að fisk veiðar á þessum slóðum geti orð ið arðbær atvinnuvegur, þegar búið verður að koma upp að- stöðu til að taka á móti ein- hverju fiskmagni að ráði. Indo Icelandic Fisheries er nú með frystihús í smíðum, sem væn.tan lega verður tilbúið í !ok næsta mánaðar, Þá verður aflanum skipað upp í kæligeymslur, en hl'uti af honum verður steiktur og seldur þannig til neytand- ans. Fyrirtækið hefur einn- ig í hyggju að opna fiskbúðir víða í borginni. Með tímanum ætti að komast á go'tt sölufyrir komulag á aflanum. Við höfum þarna mjög áhuga sarna menn, sem fúsir eru til að læra allt það, sem við vi'ljum kenna þeim. Að vísu mun lang- ur tími líða ennþá, þar til þessir menn geta farið að vinna sjálf- stætt við fiskveiðar og neta- gerð. — Getur þú sagt okkur eitt- hvað um fiskveiðar í Madras. — Fiskveiðar í Madras eru mjög frumstæðar. SvOkallaðir .— katamara — eru mikið notað ir, en það eru flekar, sem settir eru saman úr þrem trjábolum. 2—3 sjómenn eru á hverjuim fleka og þeir eru yfirleitt komn ir út fyrir sólarupprás og veiða til kl. 3 e.h. Þeir veiða stutt frá landi, fara ekki lengra en 1—2 sjómílur út. Handfæri eru enn mikið notuð við veiðamar, svo að heildaraflinn er lítill, aðeins fjörutíu kíló á dag, þegar bezt lætur. Þótt undarlegt megi virð ast hafa fiskimennirnir hvorki með sér vott né þurrt þá 10 tirna sem þeir eru að veiðum, en að þeim loknum er fiskurinn seld- ur í fjörunni, þar sem löndun fer fram. Enginn dreifing á fiski er í Madras og þar eru engar fiskvinnsliustöðvar. 1 Madras eru margir fiskimenn, sem veiða eingöngu handa sér og fjöl- skyldu sinni og venjulegur fiski maður gerir sig ánægðan með jafnvirði 150 islenzkra króna á dag. Sjómenn á stærri bátum veiða lengra úti, en þó fara þeir aldrei lengra en 30 mílur út. Afli stærri bátanna er einnig seldur beint úr fjörunni. Indverjar eru óliikir okkur, trúin er ríkur þáttur í lífi þeirra og um 50% þjóðarimnar eru grænmetisætur. Þeir krydda fæðuna mjög mikið og kjöt sjóða þeir aldrei, þeir steikja það. Það er einkennilegt með Indverja, að þeir tel’ja ísaðan fisk mun verri fæðu en þann, sem legið hefur í 8—10 tíma sól- bökun i fjörunni. Kaldi fiskur- inn sikortir hitabragðið sem þeir hafa vanizt frá fyrstu tið. En ef farið verður að selja kæld an fisk eitthvað að ráði í Madr- as, muinu þeir sjálfs&gt fljótlega venjast honum. Þórir sagðist vera ánægður með starf sitt í Madras, kvað gott að búa þar og aðbúnað all- an hinn bezta. Að lokum lét Þórir þá skoð- un í íjós, að aðstoð sem þessi við erlend ríki, sem ekki eru langt komin á sviði fiskveiða, væri mikilvægari og áranigurs- rikari en peninga- og matvadla- gjafir. — Kenna þarf fólkinu að bjarga sér, en ekkd bara seðja humgur nokkurra munna í eitt skipti eða svo. — — ak.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.