Morgunblaðið - 02.02.1973, Side 2

Morgunblaðið - 02.02.1973, Side 2
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973 Reykjanes GK: Miklar skemmdir á botni skipsins Eskifirði, 1. febrúar. Frá Ingva Hrafni Jónssyni, blaðamarmi Morgunblaðsins. KAFARAR frá Norfffirði hafa undanfarið unnið að því á Eski- firði að kanna skemmdir á botni Reykjaness GK, sem strandaði við Hvalbak á Iaugardag, og segja þeir skemmdirnar mjög miklar. Talið er óllklegt, að slkipið geti farið á sjó á þessari vertíð. — Reykjanes liggur nú viö bryggju hér á Eskifirði með lestar fullar af sjó. Kjölurinn undir lestinni er sundurrifinn og m. a. er ein tveggja til þriggja metra löng rifa á botninuim, sem einnig er mjög dseldaður. Sjópróf út af strandinu fara fram í heimahöfn skipsins, Hafn- arfirði. Reykjanes GK hét áður Bjarmi 11 EA og var þá gerður út frá Dalvík. tekið á leigu eða fengið að fljóta Franrhald á bls. 21 J árniðnaðarmenn: Frá íslenzkum fréttamönnum — í Vestmannaeyjum ÍSLENZKIR fréttamenn, sem | með flugvélum, sem þeir hafa hér hafa unnið frá því að gosið hófst, hafa heyrt nokkurn hóp j manna gagnrýna störf ag verk þeirra hér og var jafnvel haft í j hótunum við þá. Þessi gagnrýni I hefur að vísu ekki komið frá j stórum hópi manna og ekki kom ið fram opinberlega, fyrr en í j sjónvarpsþætti • s.l. þriðjudags- j kvöld. Fréttamenn hafa fram að j þessu leitt gagnrýnina hjá sér, j enda talið að örþreyttir og van- j svefta menn segðu oft ýmislegt, í sem ekki full alvara fylgdi. Og j eðlilega hafa fréttamenn gert j mistök við þær óvenjulegu kring I umstæður, sem hér hafa skap- j azt, ekki síður en svo rnargir aðr j ir. En þegar menn, sem ætla miá að hafi notið hvíldar og áttað sig á því, sem er að gerast, koma fram í sjónvarpi og gagnrýna þax og ásaka fréttamenn hér í i Eyjum er rétt að svara sláíku. } Þess ber þó að geta, að frétta- menn hér höfðu ekki tíima til að fyl'gjast með nefndum sjónvarps þætti, þar eð þeir voru ýrnist að moka gjalli af þökuim húsa eða ganga frá búslóð Vestmanna eyinga. Þeiim hefur þó verið greint frá þvi, sem fram kom í fyrrnefndum sjónvarpsþætti. Fyrst vilja fréttamenn svara þeirri fuliyrðingu, að þeir hafi fengið að fara til Vestmannaeyja á sama tíma og heiimamönnum hafi verið meinað það og þannig beinlínis komið í veg fyrir, að heiimam-enn hafi fengið að huga að eignum sínum. Hér í Eyjum hafa innlendir fréttamenn flest- ir orðið um 15 en lengst af ver- ið 8. I dag eru þeir 4. Þessir menn hafa flestir komið hingað Dagfari kemur með Reykjanesið til hafnar. Mótmæla brey tingum á kjarasamningum en eru reiðubúnir að taka á sig réttlátan hluta tjóns- ins af völdum eldgossins á Heimaey Á FUNDI í Félagi járniðnaðar- manna á þriðjudagskvöld s.L voru samþykktar ályktanir, þar sem félagsmenn lýsa vilja sinum til að styðja Vestmannáeyinga og taka á sig hluta þess tjóns, sem hlotizt hefur af völdum eld- gossins, en mótniæla jafnframt breytingum á kjarasamningum eða gildi þeirra. Á fundinum voru fyrst rædd undir liðnum félagsmál vanda- mál Vestmannaeyinga og aðstoð við þá vegna eldgossins, og var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „FéLagsfundur í Félagi jám- iðnaðarmanna, haldinn 30. janú- ar 1973, Jýsir yfir samúð Málm- og skipasmiðasambands Islands og Samlbands m'álim- og skipasmiðja, um að verkafólk og fyrirtæki í málim- og skipasmiiða iðnaði leggi fram til stuðnings Vestmannaeyingiuin sem svarar launum fyrir dagsverk, að við- bættri álagningu. Fundiurinn bein samhykki við samþykkt stjórna | ir því ti'l féiagsmanna Félags Úthlutað til 388 í Breiðholti ÁKVEÐIN hefur verið lóðaút-. í Breiðholti I. Umsóknir um fjöl hlutun í Breiðholti II og í syðri j býlishúsalóðirnar voru um 700, endanum á Bakkahverfi í Breið en margir féllu strax úr af ýms járniðnaðarmanna, að þeir bregð ist fljótt og vel við þesum til- mælum.“ Síðan hófuist umræður undir liðnum efnahags- og kjaramál og var þá samlþykkt eftirfar- andi tillaga um ályktun, sem for maður félagsins bar fram: „Félag'sfundur í Félagi járn- iðnaðarmanna, haldinn 30. janú- ar 1973, samþýkkir eftirfarandi: Félagsmenn í Félagi járniðnað armanna eru reiðubúnir að taka á sig, ásamt öðruim þegnurn þjóð félagsins, réttlátan og sanngjarn an hluta þess tjóns, sem hlotizt hefur vegna eldgossins á Heimia- ey. Hins vegar mótrnælir félaigs- fundurinn breytingum á kjara- samningum eða gildi þeirra. Fundurinn vill í því sambandi benda á, að nýlega hafa verið gerðar sérstakar efnahagsráð- stafanir til þess að atviinnuveg- irnir gætu staðið við gerða kjara samninga." holti I. Lóðirnar eru veittar und ir raðhús og blokkir með 388 íbúðir. í Seljahverfi í Breiðholti II eru 72 raðhús á einni og hálfri hæð og jafnframt 256 íbúðir í fjölbýl ag i ishúsum, en þar er blandað um orsökum, höfðu t.d. ekki full búsetuskilýrði, eða annað. Skálholt stuðningi við Vestmannaeyinga vegna eldgossins á Heimaey. Jafnframt lýsir fundurinn fullu l hjverfi. Auk þess er þarna um að ræða 60 raðhúsalóðir, sem úthlutað er — 1 sænska Stjórn Blaöamannafélags íslands: Fréttamenn hafi óhindraðan aðgang að upplýsingum MORGUNBLAÐINU gær eftirfarandi harst í ályktun stjórnar Blaðamannafélags Is lands: „Vegna ummæla ýmissa að- ila að undanfömu, og þá sér- staklega í sjónvarpsþættinum „Setið fyrir svörum", 30. janú ar s.1. vi’ll stjóm Blaðamanna félags Islands taka fram eftir farandi: 1. Furðulegt má teljast að ýmsir aðilar, sem ættu að vita betur, skuli eigi hafa skilning á þýðingu og nauð- syn fréttamiðlunar af siíkum atburðum, sem nú eru að ger- ast. Það sem gerzt hefur varð ar ekki aðeins aJ'la þjóðina, heldur og umheimiinn, og það er verkefni starfsmanna fjöl- mriðla og skykia þeirra að skýra frá sllkum atburðum eins fljótt og ítarlega og auð- ið er. Látið hefur verið að því iiiggja að fréttamenn hafi ver ið til óþurftar i Eyjum, en stjórn Blaðamannafélagsins biður menn að hugleiða, hvern ig ástandið hefði verið, ef fréttaflutningur hefði ein- skorðazt við stuttorðar til- kynningar opinberra aðila. Jafnframt vill stjómin leggja á það áherzlu, að fréttamenn, ljósmyndarar og kvikmynda- tökumenn hafa i Eyjmm safn- að heimildum, upplýsingum og myndefni, sem ómetanlegt verður síðari timum. Þegar saga þessara atburða verður síðar skráð í heild, mun miíki'l vægi þessa starfs koma enm betur i Ijós. 2. í l'jós kom við upphaf ait- burðanna í Vestmannaeyjum, að ekki hafði verið gert ráð fyrir tengsluim mi'lli Almanna varnaráðs og fjölmiðla. Þetta leiddi til árekstra og misskiln ings, sem korna hefði mátt í veg fyrir, ef siík tengsi hefð'u verið fyrir hendi í uppíhafi. 3. Látið hefur verið að því liggja, að fréttamenn hafi gerzt brotlegir við lög í Vest- mannaeyjum. Stjórn félags- ins krefst þess, að færðar verði sönnur á þessar full- yrðingar, en þær lýstar mark lausar reynist ekki fótur fyrir þeim. 4. Að endingu viil stjóm fé lagsins minna á mikiltvægi fjöJmiðla í frjálsu þjóðfélagi og nauðsyn þess, að frétta- menn eigi óhindraðan aðgang að upplýsingum og geti þann- ig sinnt störfum sínutm og skyldum gagnvart almenn- ingi. (Samþykkt einróma á stjómarfundi B.l. 1. febr. 1973). sjonvarpinu SÆNSKA sjónvarpið hefur nú ákveðið að taka til sýningar hina íslenzku sjónvarpsgerð leik ritsins Skálholt eftir Guðmuncl Kamban, og verður það sýnt ná- lægt mánaðamótunum febrúar —marz, þ.e. i 9. viku ársins. Er þetta liður í leikritaskipt- um norrænu sjónvarpsstöðv- anna að sögn Pétur Guðfinns- sonar, framkv.stjóra Sjónvarps- ins. Þá hefur norska sjónvarp- ið einnig sýnt áhuga á að taka leikritið til sýningar og hefur fengið eintak af upptökunni til skoðunar. — Skálholt var jóla- leikrit sjónvarpsins á jólum 1971, frumsýnt 27. des. það ár. Kvikmynd frá Eyjum GAMLA Bíó sýnir í dag heim- iildarkvikmynd ttffl Vesbmanna- eyjar, sem tekin var af Vilhjálmi Knudsen. Sýndi bíóið þessa mynd í gær einndg og var þá sæmileg aðsókn. Allt sem inn kernur á þessum sýningum í geer og kl. 5, 7 og 9 í dag rennur tift söfniun- ar fyrir Vestmannaeyinga. Myndsýningin tekur utm IV2 klukkustund og var á sínum tíma gerð fyrir tilstM>an UMF Herjólfs.. Myndin sýnir £LHt at- hafnalíf Vestenannaeyja eins og það vair þegar það var upp á Lýst eftir nafni Frá Árna Johnsen, Vestmannaeyjum í gær- kvöldi. ÝMIS nöfn hafa verið nefnd á nýju cldkeiluna á Heima- ey Og mest hefur nafnið Kirkjufell verið notað. Þó þykir mörgnm, að það sé ekki nógu frumlegt. þar sem mörg fell og fjöli á landinu bera þetta nafn og niá minna á Kirkjufell Kirkjufellanna í Grundarfirði. 1 viðtali við Magnús Magn- ússon, bæjarstjóra í dag bað hann fólk að senda inn hug- myndir um nafn á nýju eld- keiduna til þess að það fái sér stakt nafn í samræmi við hin sérstæðu ömefni Vestmanna- eyja. Nöfn, sem hafa verið nefnd eru t.d. Urðarfell, Vilpu fell eða Vilpusltál, en engin þessara nafna eru til í íslenzk um örnefnum. Eru þeir, sem hafa hugmyndir að nafni á eldkeiluna beðnir að koma hugmyndum til bæjarskrif- stofunnar í Eyjum. ★ Hér er því við að bæta, að nafnið Gámur (kk. et.) hefur heyrzt manna á meðal yfir þennan ógnvald byggðar í Vestmannaeyjum, og þykir mörgum réttnefni; táknrænt fyrir sögu gossins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.