Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973 Hringl eflir midncelli M.G.EBERHART — Hræddur um hana? Pétur rak upp hlátur,,ef hlátur skyldi kalla. Ef einhver ætlar að ráð- ast á frú Brown, ætti hann fyrst og fremst að vara sig. — Ég held við ættum samt að flýta okkur sem allra mest, sagði Cal. Frú Brown og bréfin henn- ar, hugsaði Jenny. . . nei, nei, ekki bréf Fioru, en frú Brown gat verið í hættu stödd. Cal flýtti sér svo mikið, að hantn þaut áfram á gulu Ijösi. Pétur sagði: — Svona mifdð liggur okkur ekki á. — Langar þig ekki að heyra, hvað gerðist í dag, Pétur? — Gerðist? Jú, þú ætlaðir að segja mér eitthvað um Jenny. — Já, eitthvað um Jenny, sagði Cal og sagði svo alla sög- una. Hann sleppti engu úr, enda hafði hann lagt hvert smáatriði á minnið. Pétur gaf einu sinni eitthvert hljðð frá sér og svo sagði hann: — PilJur! ? Þess vegna hefur Parenti verið að spyrja mig um pili'ur. Fiora notaði þær, þó að mér væri illa við það. Þess vegna faldi hún þær á ólíkleg- ustu stöðum, svo að ég vissi ekki að hún tæki þær. — Hverjir aðrir en þú vissu um þetta? spurði Cal snöggt. — Enginn. Nema hún hafi sagt einhverjum frá þvi. — Kanmski Blanche? Pétur hu.gsaði sig um. — Gæti verið. En það þýðir ekki að Blanche hafi læðzt inn í íbúð Jennyar og skilið þar eftir tóm glös. — Ne-ei, sagði Cal. — En það þýðir, að hver, sem það gerði, hafði aðgang að þessum földu glösum. Eða hefur fengið þau í hendur. — Jæja, haltu áfram. Hvað gerðist svo fleira? sagði Pétur eftir nokkra þögn. Cal hélit áfram og sagði frá safninu og leiigubíl'stjóranum. Hótunum Waldo Dodson um fjár- kúgun. Heimsókn frú Brown til Jennyar og bréfi Fioru. Og svo eitt glas í viðbót — fullit. Rödd ina í símanum. Lásasmiðinn og svo einn l-ykill í viðbót týndur. Pétur var reiður — Hvers vegna sögðuð þið mér þetta ekki fyrr, sagði hann og var sfcugga- legur á svipinn. — Það voru í rauninni tvær ástæður til þess, sagði Cal. — í fyrsta lagi vegna þess, að þú laugst að mér. — Nei . . . aldrei . . . Pétur tók að ókyrrast. — Jú víst. Eftir skilnað ykk- ar spurði ég þig, hvar Jenny ætti heima og hvað hún hefðist að. Ég þurfti að hitta hana. Þú sagðist ekkert vita um hana. Og það var lygi. — Nú . . . til hvers hefðir þú svo sem þurft að hitta Jenny? — Var nokkuð því til fyrir- stöðu ? sagði Cal rólega. — Þú hefðir getað séð það i símaskránni, sagði Pétur. — Það gerði ég liika, sagði Cal. —, En þú skilur, að ég leit- aði að henni undir fæð- ingarnafni hennar. Mér datt ekki í hug, að hún héldi áfram að nota þitt nafn. — Það gerði hún nú samt, sagði Pétur. — Og ef þú vilt endilega vita, hvers vegna ég laug . . . þá liggur það í aug- um uppi, finnst þér ekki? Því að um þær mundir Vissi ég, að ég hafði hlaupið á mig, með þvi að giftast Fioru. Já, það er satt, og þvi þá ekki að játa það. Ég þekkti Jenny . . . nú . . . ég vildi ekki láta þig taka Jenny frá mér, það er allt og sumt. Er það kannski glæpsamlegt? — Nei, þú vilt aldrei sleppa hendinni af neinu fyrir fullt og allt, er það, Pétur? sagði Cal, dálítið þreytulega. Hin ástæðan til þess, að ég sagði þér ekki frá þessu var sú, að Fiora hafði þig grunaðan um að sitja um lif sitt. Qg af því að inmst inni grun- a$i Cal þetta sama hugs- aði Jenny. Þetta var þá ástæð- an til þess, að hann hafði ráðið henni að þegja um þetta við Pét- ur, en þá ástæðu hafði Cal aldrei þorað að segja Jenny. Péturaípti: - Fiora! -— Af hverju bað hún Jenny um að vera hjá sér þarna um nóttina. Hvers vegna ekki þig . . . eða Blanche? — Hún hefði . . . hún hefði aldrei grunað mig sagði Pétur og rétti úr sér. — En þú hafðir mig grunaðan, var það ekki, Cal? Þess vegna vildirðu ekki segja mér neitt af Jenny og pill- unum og lyklunum . . . þú hélzt, að ég hefði staðið fyrir þessu öllu saman! — Ég hélt það að vtsu ekki, en ég varð bara að vera viss, sagði Cal kuldaliega. Ég hélt, að ef við leyndum því fyrir öllum nema Parenti, þá yrði auðveld- ara að . . . — að lokka mig í gildru! sagði Ptéur reiðilega. — Og ég sem hélt, að þú værir vinur minn! — Ég er nú líka vinur Jennyar, sagði Cal snöggt. Pétur starði á Jenny. — Til hvers ætti nokkur maður að sitja um líf þi-tt, Jenny? Hef urðu nokkra hugmynd um það? Þetta var nú ekki svaravert, hugsaði Jenny þreytulega. En Cai sagði: — Ég er hræddur um að morðinginn okkar sé orðinn hræddur um sig. — Morðinginn okkar? sagði Pétur. — Heldurðu þá, að sá, sem var að elta Jenny um allt, sé morðingi Fioru? — Láttu ekki eins og asni, sagði Cal snöggt. — Hver ætti það að vera annar? Nú jæja, hvað er það, sem Dodson veit um þig? — Ekki nokkurn skapað- an hlut, sagði Pétur hressilega. Jenny þekkti Pétur of vel. Þarna var hann of hressilegur. Svona hafði hann líka talað við hana, þegar fyrsti grunur henn- ar vaknaði um áhuga hans á Fioru. En hugsum okkar nú, að hann hitti seinna aðra Fioru, eða kannski heilan hóp af Fiorum. Hún hafði gert ráð fyrir öllu nema einmitt því. Hún reyndi að banda þessu frá sér, en það lék samt um hana eins og köld gola. Hún hlaut að hafa syeipað káp- unni fastar að sér, því að Cal lokaði glugganum hjá henni. Hann sagði við Pétur. — Þetta var gott. Eftir langa þögn bætti hann við, hugsi: — Það yrði áhættusamt fyrirtæki að fara að leigja morðingja. Eiginlega ekki annað en upplögð fjárkúgun! Pétur varð aftur reiður: — Ég er ekkert hrifinn af svona dylgj um! — Hvað er það, sem Dodson veit um þig? — Alls ekki neitt, er ég bú inn að segja þér. — Jú, kannski gæti hann hafa séð mig úti með kvenmanni, eða . . . — Hvaða kvenmanni ? Hvaða leyfi hefur þú til að spyrja mig svona spjörunum úr? Ekki myrti ég Fioru og átti eng- an þátt í því. Það getur Jenny sannað. — Nú? Cal jók enn hraðann. 19. kafli. Þegar ökuljósin á bílnum skinu á stíginn milli trjánna, sást þar engin hreyfing á neinu. Og þegar þau komu að tröppun um stóð húsið frammi fyrir þeim skuggalegt og þögult. í þýöingu Páls Skúlasonar. Cal drap á ljósun um og vél- inni. Jenny langaði eiginlega ekkert til að fara út úr bílnum en fór samt út á eftir Pétri. Það var skýjað loft og vindurinn þaut í trjánum. Einhverjir blómarunnar voru þegar lifnað ir við, af þvi að vorið var svo snemma á ferðinni og það var þarna blómailmur og saltþefur frá sjónum. Pétur opnaði framdyrnar, skellti ljósunum á og einhver hvíslaði. — Hægan hægan. Frú Brown kom innan úr borðstofunni i glannalega rósótt um slopp og með krullupinna á hárinu. — Nú eruð þið búin að eyðileggja allt saman! sagði hún. — Það hefur einhver ver- ið að reyna að brjótast inn í hús ið. Eitthvað í svip frú Brown fékk þau samstundis til að trúa henni. Cal sagði: — Við ættum að aðgæta það betur. — Ég skal ná í vasaljós, sagði Pétur. Frú Brown losaði um krullu pinna, sem hún hafði vafið of fastan, oig þegar Cal og Pétur gengu út um dyrnar, sagði hún önuglega: — Það er orðið of seint. Þið finnið engan. Eins og hennar var vandi, hitti hún þarna naglann á höf uðið. Frú Brown hafði á réttu að standa. Þetta varð ekki vandleg leit og Cal og Pétur komu fljótlega aftur. Frú Brown sagði: — En það var nú einhver þarna. — Hver? sagði Cal. Pétur sagði: — Hvers vegna kölluðuð þér ekki á lögregluna? — Og fara að fæla hana burt! Ég ætlaði nú að fá að vita vissu mína, en þá þurftuð þið einmitt að koma. — Fæla hana? sagði Cal. — Þér eigið við Blanche ? Frú Brown kinkaði eimu sinni velvakandi Velvakandi svarar i sima 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Enn um barnatíma í útvarpinu „Læknanemi" skrifar vegna bréfa, sem hér hafa birzt um pólitískan áróður og aðra leið- inlega þvælu, sem flutt hefur verið í barnatima „hljóðvarps- ’ns“ að undanförnu. Segir hann það ótækt, að slikt sé leyft, oig raunar hljóti þar að vera um lögbrot að ræða. Út- varpinu sé það mjög hættulegt að missa tUitrú hliustenda, en bréfritari kveðst þekkja dæmi þess frá heimili i nágranna- byggðarlagi Reykjavikur, að börnum sé bannað að hlusta á bamaitímann, ‘ síðan ákveðin kona fór að koma þar við sögu og almenningur fór að tala um frammistöðu hennar. 0 Stofna þarf hlustendasamtök Læknaneminn bendir síðan á, að fyrst ekki sé hægt að treysta starfsmönnum ríkisút- varpsins og útvarpsráðsmönn- um til þess að gæta óhlut- drægni, kalli það að sjálfsögðu á srtofnun hlustendasamtaka. Slík samtök hafi verið stofnuð í mörgum löndum, þar sem rík isvaldið hafi einokun á útvörp un, og hafi þau víðast gefið ákaflega góða raun, að þvi er bréfritari segir. Vitnar hann til dæmis í starfsemi „Aktiv Lytt- erforening" í Danmörku. Slik félög hafi fjölmennar nefndir innan vébanda sinna, sem skipt ast á um að hlusta á allt út- varpsefni. Þyki eitthvað at- hugavert, sé boðað til fundar eins fljótt og hægt er, og síðan eru mótmæli sendi, þyki ástæða til. Með góðu samstarfi við blöðin, hafi sliik félög sums staðar orðið mjög áhrifamikil. — Læknanemi er með fleiri hugleiðingar um útvarpið og hefðu þær verið birtar, ef hann hefði leyft nafnbirtingu. 0 Enn um sjónvarpsútsendingar á Austurlandi „A ustf irðingur", sem er kona á Esikiifirðd, skritfar: „Velvakandi góður! Viljár þú vera svo góðiur að ljá mér nokkurra orðia rúm i dálkum þínum, langar mig að ræða örlítið um sjónvarpið og réttlætið í þessu landi. Síðustu þrjá daga höfu.m við hér á Austurlandi emga sjóm- varpsútsendingu séð. Því miður veit ég ekki nákvæmlega hve marga daga útsemdíimg féll nið- ur sl. ár hér, ein þeir voru marg- ir. Auk þess er myndin oft óskýr og truflanir mikiar. Það virðist vera sama hve vinsœlt efni það er, sem við missum af; það er námast aldrei eindursýnt. Ætli mörgum Sunnlenddngum hefðd ekki þótt súrt í broti að missa af síðasta þætti Sólset- ursljóðs? 0 Hvers vegna sömu gjöld? Nú veit ég vel að tæki þau, sem þarf til að tryggja sitöðuga útsendingu um adlt land, eru dýrari en svo, að hægt sé að setja þau upp að bragði, en hvers vegna criun við látin borga sama afnotagjald og all- ir aðrir? Það þykir ósvdnna að selja giaddaða vöru á sama verðd og heidia. Væri ekki rað að iáta fyrlrhugaða hækkun atfnota- gjalda einungis ná til þeirra svæða, sem njóta sjónvarpsdns að fullu? Mér var Mika að detta í hug í haust, þegar við hér höfðum engan prest, entgan læknd og aðeins tvo kennaramenndaða kennara af 8, hvaða réttlæti væri í því, að við værum að borga skatt tii mentamálanna tii jafns við aðra. Nei, það þarf samnarlega ekki að furða sdg á jafnvægisleysimu í byggð þessa lands. Kveðja, Austfirðingur." Skylt er að geta þess, að síð- an bréfið er skrifað hefur loka- þáttur „Sólsetursljóðs" verið emdurtekiinm, en það var sL sumnudag. Ueizlumatur \ Smurt bruuð oa Snittur SÍLD & FISKUR röaíA/ííiisfííííös 0 SAFE COMPANYITD. E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.