Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 32
REYNIÐ ÞAÐ FRISKAR INMQtmiUðMk nucivsincnR H*-»22480 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1973 Eyjar: Mælingar á sprengihættu Ve&tmannaeyjum í gærkvöldi í'rá In.gva Hrafni Jónssyni. SEINT í kvuld var beðið eftir sprengimæli frá Áburðarverk- fimiðjunni til að fá endanlegan wrskiirð um sprengihættu af völdum gastegunda. Mælir, sem bandaríski vísindamaðurinn, mr. Betfs hafði meðferðis sýndi mikla sprengihættu, en mælir sem Kúnar Bjarnason, slökkvi- liðs-stjúri í Reykjavák var með, sýndi nokkurt magn af eldfim- um lofttegundum, en ekki svo að sprengihætta væri fyrir hendi. Von er á mælinum nú um miðnætti og þá þegar verður gengið úr skugga um ástandið. Reynist mælir Bandarikjamanns Ins réttur, verður fólk flutt úr námunda við hættusvæðið, en þar er um að ræða meirihluta hafnarsi'æðisins, þar sem mi er unnið af fullum krafti við að flytja burt tæki og verkfæri. Nið urstiiðiir a.f mælingu á eldfim- um lofttegundiim, sem mældar hafa verið hver fyrir sig, sýna í engu tilviki sprengihættu, en hins vegar er ekki Ijóst, hvort sprengihætta stafi af saman- lagðri virkni þeirra. Seinni part- inn i dag sýndu mælingar að gasmagnið hafði nokkuð minnk- að. Blaðamaður Morgunblaðsins fór með Hauki Tómassyni, jarð- fræðingi, PáJi Zophaníassyni bæjartækmfræðinigi og Einari Vali, iækni, að gosstöðvunuim ti-1 að reyna að sjá, hvernig virkni gígsins hefði færzit tii suðurs, en þá var svartaþoka og ekkert hægt að eygja annað en rauðan bjarmamn og miklar sprengidrun ur heyrðust. Haukur Tómasson sagði í samtali við Morgunblaðið, að gosið hefði verið nokkuð sér- stætt í dag, að því ieyti að suður- barmur gígsins seig niður og eld- virknin færðist mest þangað. Þannig hefði gosið færzt að nokkru ieyti ti) suðurs. Að sögn Hauks er styrkieiki gossins ekki Framhald á bls. 20 Herkúlesvél fyrir eldingu ÞAÐ óhapp varð á sunnudag er önnur Herkúlesvél varnar- liðsins var að koma frá Vest- mannaeyjum úr vélaflutning- um, að hún varð fyrir eidingu. Skemmdir urðu smávægilegar en nóg til þess að ekki var hægt að nota vélina næstu 12 timana meðan unnið var að viðgerð. Véiin var þó tekin til við flutningana að nýju i gær- dag. Strandaði við Fjarðargötu Sjöstjarnan: Eitt lík í öðrum bátnum — er Landhelgisgæzluflugvélin fann í gær EITT lík var í gúnibjörgun- arbátnum af Sjöstjörnunni, er flugvél Landhelgisgæzl- unnar fann í gær og varðskip tók upp nokkru síðar. Ekki er hægt að skýra frá nafni hins látna að svo stöddu. Leit að gúmbjörgunarbátunum tveimur af Sjösitjömunmi KE-8 hófst strax í birtingu í gær- morgun, en þá fóru 17 skip til leitar undir stjóm Ægis. Voru þetta ísienzik, færeysk og brezk skip, en flugvélar fóru einndg til iejtar og um tima í gær tóku þrjár véiar þátt í leitinni. Leitar- veður hafði þá batnað verulega. fann svo flugvél Landhelgisgæzi- unnar gúmbát um 87 milur suður af Stokksnesi eða um 47 sjómíl- ur frá þeim stað, er flugvéiin hafði fundið bátinn á sl. laugar- dag. Varðskipið Ægir fór þegar á staðinn, urn fimmleytið fundu varðskipsmenn bátinn og tóku hann um borð. Eitt iík reyndist þá vera í bátnum, eins og fyrr er frá greint. Leitarflugvélar þurftu skömmu síðar að fara aí ieitarsvæðinu, vegna versnandi veðurs, en önnur skip komu á þetta svæði og ætluðu að athu.ga hvort hinn báturinn kynni að vera í Framhald á bls. 20 Togarinn Haukanes náðist á tlot i Hafnarf jarðarhöfn í gærmorgun, en togarinn slitn- aði á siinnudag frá bryggju í Ha.fnarfirði i vonzku veðri og rak upp í fjöru á Fjarð- argötu. Togarinn skemmdisi nokknð á botninum, en hann var dreginn i Slipp í Keykja- vik. Kr. Ben. tók þessa sér- stæðu mynd af Haiikanesinu ströndiiðu við Fjarðargötuna á sunnudag. „Ekki mikið nýtt í tillögum V-Þjóðyerjau segir Einar Ágústsson, utanríkisráðherra 18% hækkun VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sínum hinn 14. febrúar sl. að heimila 18% hækkun á taxta vörufiutniinga bifreiða út á iands bygigðöna. Leitað var í gær á þremgra svæði en áður með hliðsjón af fundá Lamdhelgisgæzluvélarinnar á iaugardag. Þá töldu flugmenn véiarinnar ság finna gúmbát á reki, en versnamdi veður var og langt í næsta skip. Var skoiiið á myrkur þegar varðskip kom á þær slóðir sem véiim gaf upp, og fannst þá ekkert. Um klukkan 15.15 í gærdag „MÉK virðist nú ekki mikið nýtt í þessum nýju tillögum V-Þjóð- verja,“ sagði utanríkisráðherra, Einar Ágústsson, í viðtali við Mbl. i gær, en sendiherra V- Þýzkalands, Karl Rowold, af- henti Einari fyrri mánudag „nýj- ar tillögur tii lausnar lamlhelgis- niálinu, sem við vonum að fái Is lendinga til að setjast aftur að samningaborðinu,“ eins og tals- maður stjórnar Willy Brandts orðaði það í Bonn í gær. Einar Ágústsson kvaðst ekki vilja skýra frá þessum tillöguni í gær kvöldi. „Það verður haldinn fnnil ur i landhelgisnefndinni, þegar menn koma heim af Norðurlanda ráðsþingi og þá verða þessar til- lögur gaumgæfilega athugaðar," sagði ráðherrann. Talsmaður stjórnar Wiiiy Brandts í Bonn vildi heldur ekki láta neitt uppi um efni tiiagn- anna í gær, en samkvæmt skeyti AP-fréttastofunnar var á opin- berum aðilum í Bonn að heyra, að þeir væntu þess að úrskurður Haag-dómstólsins um iögsögu hans í landhelgismálinu yrði til þess að fá ísiendinga til að endur skoða afstöðu sína varðandi ein- hliða útfærslu landhelginnar úr tólf i íimmtíu mílur. Stjórnin í Bonn virðist ekki á þvi nú að taka afstöðu tii óska fjögurra héraðsstjórna um að leggja bann við löndun islenzkra skipa í höfnum sínum. AP segir i gær, að svo virðist sem þessar óskir séu látnar liggja í þagnar- gildi af tveimur meginástæðum. Önnur er sú, að slikt hafnbann myndi koma verr niður á Þjóð- verjum sjálfum en Islendingum og að vegna eldgossins á Heima ey hafi íslenzku varðskipin lítið getað haft sig í frammi við land- heigisgæzlu og því hafi ástandið á miðunum færzt i rólegra horf á meðan. Skilaskrá handritanna: Til forsætisráðherra Dana í næsta mánuði — Handritin heim með vorinu SKILANEFND handrifanna hélt fjórða fund sinn í Reykja vík dagana 7.—15. febrúar sl. Morgnnblaðið sneri sér i gær tíl Jónasar Kristjánssonar, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi, er sæti á í nefndinni, og spurði hann nánar um efni og árangur viðræðnanna á fund- Inum í Reykjavík. Að sögn Jónasar er skiia- nefndin nú búin að fara yfir hundruð handrita, sem geymd eru í Árnasafni í Kaupmanna- höfn, og néð samkomulagi um þau. Jónas kvað skilanefndina hafa tekið handritin fyrir eftir flokkum. Þannig var byrjað á lögbókum eða hand- ritum um lagaieg efná, því næst á skjölum ýmiss konar, og nú var tekið til við sög- urnar — ísiendmgasögumar (þar með taiin Landnáma) Sturiungasögu og biskupasög- urnar, er ölium mun verða skilað, svo og Komungasögur og bækur þeiim skyldar, sem eftir verða í Kaupmannahöfn. Samkvæmt starfsreglum nefndarinnar á hún að gera tillögur beint til forsætisráð- herra Danimerkur um þau handrit, sem skilað verður. Jónas sagði, að nú þegar væri búið að fara yfir svo mikinn fjölda handrita, að ekkert væri lengur að vanbúnaði að gera slíkar tillögur. Er nú verið að útbúa slíka skrá yfir hand- ritin, og kvaðst Jónas geta ímyndað sér að hægt yrði að leggja hana fyrir ráðherrann í næsta mánuði. Þess væri svo að vænta að undir vorið væri hægt að byrja að senda hand- ritin heim, en ljóst væri að það gæti tekið dálítinin tíma. Handritin yrðu vafaiaust flutt með skipum, og þá ekki mörg í einu, en búast m-ætti við mokkuð stöðugum send- ingum þega-r fram á sumarið kæmi. í skilanefndinni eiga sæti af hálfu ísiendimga þeir Magnús Már Lárusson, háskólarektor, Framhaid á bis. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.