Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973
31
Tuttugu manns f astir
í rútu í Skálafelli
LÖGREGLAN og: björgunarsveit-
in Kyndiil í Mosfeilssveit héldu í
fyrrinótt uppi á Skáiafeli að skíða
skála K.R. til að aðstoða, ef nieð
þyrfti, um 20 nemendur Verzlun-
arskólans, sem þar höfðu verið
við skíðaiðkan um helgina, en
voru ekki komnir til borgarinnar
seint á sunnudagskvöld.
Kom i ljós, að hópferðabifreið
sú, sem átti að sækja hópinn,
hafði drepið á sér og ekki komizt
í gang aftur. Talstöðin í bifreið-
inni var biluð og búið að loka
K.R.-skálanum og varð fólkið þvi
að láta fyrirberast í bifreiðinni
í um sex tima, þar til aðstoð
barst. Var fólkið flutt í lögreglu-
bíl og bíl Kyndils niður á Þing-
vallaveg, þar sem önnur hóp-
ferðabifreið tók svo við því.
Versta veður var í Skálafelli um
þetta leyti, en þó ekki mikið
frost, en kuldinn í bifreið hóps-
ins kom ekki að sök, því að menn
drógu fram svefnpokana og
héldu á sér hita í þeim.
Orlof húsmæðra:
Að komast f rá í viku
Á MEÐAN þjóðfélagið er eins og
það er í dag, á hver kona, sem
veitir eða hefur veitt heimili for-
stöðu án launagreiðsiu rétt á að
sækja um orlof, sagðl Steinunn
Finnbogadóttir, form. orlofsnefnd
ar húsmæðra, í tilefni ráðstefnu,
sem haida á á Hótel Esju, dag-
ana 22.—24. febrúar.
— Og þó sérstaklega ungar
konur, sem margar hverjar eru
bundnar yfir ungabörnum fyrstu
árin eftir stofnun hjónabands.
Það hefur góð áhrif á hverja
húsmóður að fá hvíld frá heimili
Og börnum í smátima, án þess að
hafa áhyggjur, og án þess að
hafa fyrir friinu sjálfar.
1960 voru sett lög um orlof
húsmæðra. Haustið 1971, skipaði
félagsmálaráðherra nefnd til að
endurskoða lögin um orlof hús-
mæðra með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem fengizt hefur af
framkvæmd þeirra frá upphafi.
Nefndin kom með það frumvarp,
Herjólfur
til Vestfjarða
HERJÓLFUR — skip Skipaút-
gerðar ríkisins hefur þegar farið
eina ferð með vöru til Vest-
fjiairða Oig mun fara aiftour til
Vestfjarða í dag. Óveðrið und-
anfarið hefur valdið Ríkissikip
noikkrum erfiðleikum, þannig að
Esjan, sem einkum annast Vest-
fjarðaflutniingana, tafðist á Ak-
ureyri i fimm daga, þannig að
húin verður 14 diaga í ferð sem
veiijiulega tekur niu. Var því
griipið til þess ráðs, að senda
Herjólf til Vest'fjarða með vör-
ur, en þar er vertið í full-um
gamgi og fluitondnigaiþörfin mikil,
að sögn Guðjóns Teitssonar hjá
Ríkisskip.
að orlofsnefndir um allt land
mættu nota 20% af framlagi rik-
is- eða sveitarfélaga til þess að
greiða kostnað vegna barna or-
lofskvenna á barnaheimili eða
annars staðar, meðan á orlofi
stendur og varð það að lögum
18. maí 1972. Margar mæður geta
ekki notfært sér þau réttindi,
sem lögin veita, nema til komi
einhver fyrirgreiðsla, og er nú
bamaheimilispláss fyrir börn
ungra mæðra í athugun hjá
nefndinni, sagði Steinunn.
— Orlof húsmæðra hefur
meira gildi, en fólk gerir sér al-
mennt grein fyrir, en þeir aðilar
sem unnið hafa að þessum mál-
um og þekkja til, kunna mun
betur að meta þessi þægindi. Við
erum ekki að stefna að því, að
konan taki sér ekki frí með eigin
manninum, heldur er hér aðeins
um viðauka að ræða. Og okkur
finnst það eðlilegt að sama kon-
an sæki um orlofspláss ár eftir
ár.
Húsmóðir, sem vinnur úti á
einnig rétt á að sækja um orlof
húsmæðra, en verður hins vegar
að borga þann kostnað, sem sam
bandið leggur í.
1 fyrra dvöldust 380 húsmæð-
ur frá Reykjavik i Laugagerði á
Snæfeltsnesi, en auk þess hús-
mæður frá Kópavogi, Hafnar-
firði og úr nágrenni Reykjavík-
ur. 1 ár er þess vænzt, að nefnd-
in fái lof fyrir pláss í Húsmæðra-
skólanum að Laugum, en þar er
aðstaða góð.
Héraðssambönd Kvenfélaga-
sambands íslands hafa orlofs-
nefndir hvert í sinu umdæmi.
Þessar nefndir eru nú 39 og er
þess vænzt að sem flestar þeirra
geti sent fulltrúa á ráðstefnuna
á líótel Esju og búizt er við góðri
þátttöku.
Ráðstefnan hefst kl. 10.00 f. h.
Óháði söfnuðurinn í Reykjavík hefur lánað Vestmannaeyingum kirkju sína og var fyrsta guðs-
þjónustan í gær. Séra Garðar Þorsteinsson, prófastur, setti séra Karl Sigurbjörnsson inn í
embætti sem prestur Vestmannaeyinga og er myndin frá þeim hluta athafnarinnar. Vest-
mannaeyjaprestar munu messa hálfsmánaðarlega í kirkju óháða safnaðarins.
SD;
N áttúr uauðlindatil-
laga íslands samþvkkt
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt fréttatilkynning frá utanrík-
isráðuneytinu, þar sem segir að
ályktunartillaga íslands og 14
annarra ríkja varðandi náttúru-
auðlindir hafi verið samþykkt á
fundi náttúriiauðlindanefndar
Sameinuðu þjóðaima, sem hald-
inn var í Nýju Delhi 6.—17. þessa
mánaðar. Framangreind ályktun
verður tekin tii meðferðar á
fundi Efnahags- og félagsmála-
ráðs Sþ. í vor.
í ályktunimnii er vísað til
álylktumar allsherjarþings S.þ. í
deseimber s.l. um yfirráð yfír
náttúruauðæfurm og mælt með
því að Efnahags- og félagsmála-
ráð Samiemuðu þjóðanna ítreki
yfirráðarétt níkja yfír öllum
nátotúruauðæfum í landi þeirra,
haifsíbotni innan lögsögu þeirra
og hafinu yfir því hafsbotns-
svæði. Tekið er fram, að það sé
mikiúvægt að lögð verði áherzla
á þesisi yfirráð í sikýrslu þeirri
um náttúruauðæfi er fram-
kvæmdastjóri S.þ. hefir í undir-
búningi. Eiinniig segir í ályktun-
inni, að sérhverjiar þvinigunarað-
gerðiir gegn ríki sem er að fram-
fylgja þeim rétti stínuim að ráð-
stafa óhindrað nátttoúruauðæfuim
gínum, séu brot á meginreglun-
um í stofnsfcrá Samieinuðu þjóð-
anma um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða og afsíkiptaleysi af innan-
ríkisimálium annaiira ríkja.
Auk Islands stóðu að frarnan-
greindri tillögu Brazilía, Alsír,
Indiaind, Venezuela, Zaire, Júgó-
slavía, Egyptaland, Filipseyjar,
Kenya, Chile, Peru, Líbía, íran
og Ghana.
Lanigar umræðuir urðu um til-
löguma og var henni andmælt
af fuillitrúuim Brettamds, Japan,
Holiands og Unigverjalands, er
töldu hana liggja utan verksviðs
nefndarinnar og auk þess taka
fram fyrir hendumar á væntan-
legri hafréttarráðstefnu,
Formlleg atkvæðagreiðsla fór
ekiki fra.m um tillöguna, en fund-
arstjóri lýsti yfíir að hún væri
samiþyfclkit. Fulltrúar Hollands,
Ítalíu, FrakHands og Japan
gerðu fyrirvara að því er smertir
ákvæðilð um yf.irráð yfír auðæf-
uim í sjómum.
Dýralæknir
FORSETI Islands hefur að toil-
lögu landbúnaðarráðherra skip-
að Sigurð Pétursson, dýraiækni,
tii að vera héraðsdýralæknir i
Austur-Húnaþingsumdæmi frá
1. marz nk. að telja.
Nógpláss
áíslandi
ÍSLANDSSÖFNUN finnska
blaðsins Hufvndstadsbladet
hefur gengið svo vel, að þeg-
ar er fyrir hendi fé til kaupa
á fyrsta íslandshúsinu og
rósklega helmingur er kom-
inn í ananð hús. Hefur blaðið
sagt lesendum sínum, að eng-
in ástæða sé til þess að halda
að sér hendinni, því nóg piáss
sé á íslandi fyrir þriðja húsið
og þörf Vestmannaeyinga
mikil.
Um heligina voru komin um
89 þús. finnsk mörk í söfmum-
ina og eimnig hafa ýmsir hús-
munir verið gefnir. Hús, eims
og það, sem blaðið hefur í
huga, kostar um 55 þús.
finnsk mörk.
MINNISBIAÐ VESTMANNAEYINGA
BÆJARSTJÓRN Vestmanna-
eyja rekur skrifstofur í Hafn-
arbúðum, þar sem Vestmanna
eyingum er veitt ýmiss kon-
ar þjónusta og aðstoð.
Á FYRSTU hæð er sameigin-
leg skrifstofa bæjarsjóðs, bæj
arfógeta, afgreiðslu almanna-
trygginiga og sjúkrasamlags-
ins, og er hún opin kl. 10—12
og 13—15.
Símar í Hafnarbúðum:
Skiptiborð fyrir allar
deildir: 25788, 25795, 25880 og
25892.
Svarað í síma til kl. 19.
Flutningur húsmuna og
geymsla; upplýsingar um að
setur Vestmannaeyimga: sími
11691.
Húsnæðis- or: vinnumiðlun:
Afgrciðslan er 1 Tollstöðvarhús-
inu (á vesturgaíli, næst höfn-
inni), opin daglega, nema laug-
ardaga, ki. 10—12 og l?í 17. Þar
er ennfremur tekið á móti aðil-
urti, sem bjóða fram húsnæði I
Reýkjavik eða utan borgarinhar.
p, Sijnarnir eru: . 1 I
jfúsnæðismiðlun 12088. ,
Atvinnumiðlun 25902.
Aðseturstilkynningar: Berist
afram til Hafnarbúða, 1. hæð.
Upplýsingar um heimilisföng eru
veittar þar. Mjög áríðandi er, að
Vestmannaeyingar tilkynni breyt
ingar á heimilisföngum.
Heimildarkort: Þau eru afhent
til Vestmannaeyinga á 1. hæð
Hafnarbúða, fyrst um stnn kl.
10—12 og 13—17.
Mötuneyti: Rauði krossinn rek-
ur 1 Hafnarbúðum mötuneyti í
samvinnu við Kvenfélagið Heima
ey og fleiri aðila, og eru Vest-
mannaeyingar hvattir til að nota
það.
Skrifstofa Rauða krossins:
Hún er á öldugötu 4 og er þar
tekið á móti framlögum i Vest-
mannaeyjasöfnunina, simar
21286 og 14658, kl. 10—12 og 13—
17, nema laugardaga.
Fjárhagsaðstoð: Bæjarstjórn
Vestmannaeyja hefur opnað skrif
stofu á 3. hæð Hafnarbúða, sem
hefur á hendi fjárfyrirgreiðslu til
Vestmannaeyinga, sem búa við
sérstaklega erfibar fjárhagsað-
stæður. Viðtalstími er kt. 10—12
og 13—15 daglega, nema sunnu-
daga.
Barnastarf í Neskirkju: Á veg-
um Hjálparstofnunar kirkjunnar
er haldið upþi barnastarfi íyrir
börn frá Vestmannaeyjum I Nes-
kirkju, alla daga nema laugar-
daga og sunnudaga, kl. 10—17,
fyrir börn á aldrinum 2—6 ára.
Þau börn, sem höfð eru i gæzlu
allan tímann, hafi meö sér nesti,
en á staðnum er séð fyrir mjólk.
— Á staðnum eru afhent eyðu-
blöð fyrir foreldra vegna könn-
unar, sem á næstunni verður
gerð á framtíðarþörfinni í barna
heimilismálum vegna fjölskyldna
frá Vestmannaeyjum.
Itáðleggingastöð Rauða kross-
ins fyrir Vestmannaeyinga: Ráð-
leggingastöðin er til húsa i Heilsu
verndarstöðinni, gengið inn um
brúna frá Barónsstíg, opið mánu
daga til föstudaga, kl. 17—19,
simar 22405, 22408 og 22414. Þar
eru veittar ráðleggingar varðandi
persónuleg vandamál, féiagsmál,
fjölskyldumál, fjármál, geðvernd
armál og skattamál.
Kirk.iumái T.nndakirkju: Séra
Þorsteinn IJónsson er til viðtals
alla daga kl. 14—17 (ekki sunnu
daga) í síma 12811 og heimasíma
42083.
I.æknisþjðnusta: Vestmanna-
eyjalæknar hafa opnað stofur i
Domus Medica við Egilsgötu —
og eru viðtalstímar sem hér seg-
ir:
Ingunn Sturlaugsdóttir: Kl.
09:00—11:30 og 13:00—15:00,
simt 2651R
Einar Guttormsson: Mánudaga
og föstudaga kl 14:00—16:00.
Aðra daga, nema laugardaga, kl.
10:00—12:00, sími 11684.
Kristján Eyjólfsson, héraðs-
læknir: Kl. 10:00—12:00, simi
15730. Einnig vlðtalstlmi að
Dlgranesvegi 12 I Kópavogi kl.
14:00—16:00, sími 41555.
Öli Kr. Guðmundsson, yfirlækn
ir: Tímapantanir eftir samkomu-
lagi i slma 15730.
Einar Valur Bjarnason, yfir-
læknir. Timi auglýstur síðar.
Einn læknir mun hafa þjón-
ustu að staðaldri i Vestmanna-
eyjum og munu læknarnir skipt-
ast á um hana.
Heilsugæzla: Ungbarnaeftirllt
veröur I Heilsuverndarstöö
Reykjavikur og starfar heilsu-
verniarhjúkrunarkona frá Vest-
mannaeyjum þar.
Fólki, sem dvelst i Kópavogi,
Garðahreppi og Hafnarfirði, er
heimilt að leita til heilsuverndar
stöðva viðkomandi svæða. Tíma-
pantanir æskilegar.
Mæðraeftirlit fyrir Stór-Reykja
víkursvæðið verður I Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. Tlma-
pantanir æskilegar.
Tannlækiiiiigar: Börnum á skóla
aldri eru veittar nauðsynlegar
bráðabirgðatannviðgerðir 1 tann-
lækningadeild Heilsuverndarstööv
arinnar við Barónstíg, síml
22400.
Sverrir Einarsson, tannlæknir
frá Vestmannaeyjum, mun fyrst
um sinn starfa á tannlækninga-
stofu á LaUgavegi 126. Viðtalstími
kl. 14—17 alla virka daga, sími
16004.
UPPLÍSINGAR:
ltarna- og gagnfræðaskólarnir:
Gagnfræðaskólinn (i Laugalækj
arskóla): 83380. — Barnaskólinn:
33634 (Laugarnesskóli) og 83018
(Langholtsskóli).
Upplýsingamiðstöð skólanna: —
25000.
Bæjarfógetaembættið: 26430
Iðnnemaaðstoð: 14410
Bátaábyrgðarfélag Vestmanna-
eyja: 81400
Iðnaðarmenn: 12380, 15095,
15363
Sjómenn: 16650
Verkafóik: 19348
Utibú tltvegsbankans í Eyjum:
17060
Sparisjóður Vestmannaeyja:
20500
Vélsmiðjurnar í Eyjum: 17882,
25531
Afgreiðsla Eimskips f Eyjum:
21460, innanhúsnúmer 63.
Almannavarnir: 26120
Póstur: 26000
IJpplýsingasími lögreglunnar f
Reykjavfk: 11110
Vinnslustöðin hf. og Fiskiðjan
hf.: 10599
TónUstarskólinii: 14885.
Stýrimananskólinn: 20990.
fsfóiag Vestmannaeyja h.f.:
22014.
Sameiginleg skrifstofa frystihús
anna f Eyjum: 21680.
Vestmannaeyingar utan Reykja
víkur geta fengið upplýsingar um
aðstoð I þessum sfmum:
Akureyrl: 21202 og 21601.
Selfoss: 1187 og 1450.
Keflavik: 1800.
Kópavogur: 41570. . • j.i
Hafnarfjörður: 53444,
m^m^m—mmmmmmmm^mmmi^—mmmmm