Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 „Þar hillir óskalandið töfraljóma bláum u Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR Um Ijóðabókina Langferðtr og lífHviðhorf Heiðreks frá Sandi. HEIÐREKUR Guðmundsson er einn þeirra manna hér á landi, sem hafa tryggt sér sæti á skáldabekk, án þess að hafa not- ið teljandi skólagöngu eða tekið nokkur próf. En þar eð hann er aonur Guðmundar skálds Frið- jónssonar á Sandi, hefur hann auðvitað þegar í bemsku heyrt rætt af þekkingu og áhuga um skáldskap og þjóðmál og átt þess kost að kynnast rækilega islenzk- um menningarerfðum. Á bernsku- og unglingsárum hans var og svo að segja hvarvetna í Þingeyjarsýslu ennþá fjallað um bókmenntir og félagsmál af fá- gætum áhuga og þekkingu. Þar var þá enn á lífi myndarleg fylk- ing þjóðkunnra skálda, hagyrð- inga og forystiumanna i félags- og menningarmálum, lestrarfé- lög starfandi í hverri sveit og Bókasafn Þingeyinga opið til af- nota undir handleiðslu Benedikts frá Auðnum. í þessu umhverfi var Heiðrekur fram til þrítugs, og mun þvi óhætt að segja, að þrátt fyrir litla og stopula skóla- göngu hafi hann hlotið ekki að- eins allgóða þekkingu, heldur einnig og jafnvel enn frekar menntwn á sviði bókmennta og félagsmála. Munu umræður og lestur hafa orðið honum nota- drýgri til sannrar menningar en ella sakir þess, að faðir hans var löngum í nokkurri andstöðu við flesta félagsmála- og mennta- frömuði héraðsins. Heiðrekur og bræður hans hafa því snemma verið beinlínis neyddir til þess, svo greindir sem þeir voru, að vega og meta andstæðar skoð- anir og orðið það metnaðar- og manndómsmál að taka til þeirra sjálfsagða afstöðu eftir beztu getu, enda minnir Þóroddur skáld frá Sandi á það í hinni stór- merku bók um föður sinn, að fyr ir hafi komið, að slegið hafi í brýnur á heimilínu er á milJá bar um viðhorf. Heiðrekur vann lengstum heima á búi föður sins, unz hann var þrítugur. Þá kvæntist hann og fluttist til Akureyrar, og þar hefur hann síðan átt heima. Fyrstu tvö árin vann hann al- genga verkamannavdnnu, en síð- an hefur hann í þrjá áratugi unnið ýmiss konar verzlunar- störf. Þar eð hann er með af- brigðum skyldurækinn starfs- maður, hvað sem hann tekur að sér, er augljóst, að honum hef- ur ekki gefizt tóm tii skáldskap- ar nerna á helgum dogum, síð- kvöldum og vökun„Uum, og hef- ur honum áreiðanlega reynzt það ómetanlegt, engu síður sem skáldi en manni, hve vel hann er kvæmtur. Auðvitað hefur Heiðrekuir ort frá barnæsku. Það hefur verið honum eðiilslægt, auk þess sem umhverfi hans hefur örvað hann til ijóðagerðar. Það hefur og ver- ið i fyllsta samræmi við þann anda, sem ríkti á heimili hans og í héraðinu, að hann notaði hefð- bundið ijóðform. En hann lét sér ekkert liggja á um að koma ljóðum sinum fyr- ir sjónir almennings. Honum mun hafa þótt sér allvandgert sem Þingeyingi og syni Guð- mundar á Sandi, og mun það hafa verið honum ærið áhuga- mál, að honum yrði ekki bnugð- ið um skort á persónulegu sjálf- stæði í tján'ngu tilfinnimga sinna, hugleiðinga og viðhorfa. Hann var og farinn að nálgast fertugt, þegar fyrsta bók hans, Arfur ör- eigans, var prentuð. Hún er í bókaflokknum Nýir pennar, sem Helgafell gaf út árið 1947 — eða fyrir sléttum aldarfjórðungi. Ég skrifaði sama árið um bókina í tímaritið Jörð, og enn virðist mér, að dómur minn sé mjög nærri sanni. Þar sagði ég svo, þá er ég hafði fundið smávægd- lega að ljóðunum: „En hvað sem þessu líður, liggur glöggum lesanda það fljótlega i augum uppi, þá er hann hefur setzt við lestur þess- ara kvæða, að þarna er ekki á ferðinni ljóðasmiður, sem yrk- ir til þess að fitla við rím — eða velur sér þetta eða hitt viðfamgs- efnið, aí þvi að það er nú efst á baugi hjá orðgifrum þjóðar- innar — eða þá vegna þess, að það virðist nú „nógu sniðugt" í kvæði. Lesandinn finnur, að þarna er sá skáld, sem fjallar um efnið, finnur, að hvert kvæði er sprottið af rót þeirrar innri þarfar höfundar að gera sér grein fyrir rökum lífs síns og lifsins, — að hvert kvæði hefur sogið næringu úr jarðvegi eðlis hans og skapgerðar, notið yls til- finninga hans og náinnar um- hyggju frá ihygli hans — og að sól hamingjuþrár hans hefur nú hugarheiði laugað það lífsgeisl- um. Þessi kvæði eru óvenjulega sviphrein, hvort sem í svip þeirra ber mest á bliki gleði og unaðar — eða á skuggum sorgar og hugraunar, sem þó aldrei veldur voli eða vili. Þarna er maður, og þarna er skáld.“ í þessum djóðum gætti einkum efnislega tveggja þátta, einlægra og órafa tengsla við átthaga og erfðir og áhuga á þjóðfélagsmál- um, og var þar auðsætt, að skáld- ið skipaði sér í flokk róttækra umbótamanna. En hann er þeg- ar i þessari fyrstu bók sinni gagnrýninn á sjálft manneðl'ð, og kemur það ljóslega fram í þessum ljóðlinum: „Og þegar út i lifið legigjum vér, þá láist oss að hjálpa góðum vinum. Og sá, er allra mest úr býtum ber, hann bjargar sér — og gleymir öllum hinum." í ijóðinu Til íslands 17. júni 1944, þar sem hann rifjar upp þrautir íslenzkrar alþýðu á liðn- um öldum, segir hann undir lok- in: „S grað geta þyngstu þraut r þeir, sem trúa lífið á. Og ennfremur: Þróun tímans þungum sporum þokast nálægt óskum vorum, þó að mjöig á móti spymi mannleg tregða og brýni klær. Ástin sigrar eigimgirni, — ástin, sem er djúp og tær.“ En kvæðið Óskalöndin sýnir glögglega, að þó að hann af innri hvöt skipi sér í baráttusveit fyr- ir rétti þeirra, sem lítils mega sin og af eru skiptir i þjóðfélaginu, er það ekki af þvi að hann búist við, að sú barátta leiði til þess sælurikis á jörðu, er hann þrátt fyrir allt muni alltaf sjá í hil'l- ingum sem takmark mannlegs liífs. Tvö síðustu erindi kvæðis- ins eru þannig: „Vér bjuggumst til varnar, og og stríðið stendur enn, og stefna vor er mörkiuð. En þeir, sem kné sín bey-gja og hugsa sér að lifa sem sem hjartagóðir menn, þeir hljóta að troðast undir og guði sinum deyja. En enginn snýr til baka, sem eitt sinn hingað fer, þó allt hið bjarta fölni í veruleika gráum. Vér horfum út á sæinn, er hlé á störfum er. Þar hill'r óskalandið í töfrafjarska bláum.“ Síðan þessii fyrsta bók Heið- reks Guðmundssonar kom út, hafa komið frá hans hendi þrjár ljóðabækur auk þeirrar, sem út var geifin í haust sem leið. Hon- um tekst í þeim þremur bókum misjafnlega að færa í skáldskap- arlegan búning tiifinningar sdnar og viðhorf, og ým-is af samtíðar- skál-dum hans hafa leik'ð listileg- ar á ljóðhörpu sina, en enginn verið sannari og trúrri sjálfum sér í túlkun hins gráa og misk- unnarlausa veruleika, svo mikið sem það mun þó hafa kostað hann, eins draumlyndur og við- kvæmur og hann er. í þriðju bók hans, Vordraumur og vetrar- kvíði, er út kom 1958, er kvæði setn heitir I uppnámi. Þvii lýk- ur með þessu stuttorða og ber- orða erindi: „Striðsins ógnum aldrei linnir eða síokknar hatursbál, nema sjál’fur fyrst þú finnir frið í þinni eigin sál.“ Heiðrekur á þarna áreiðanlega ekk: eingömg-u við sjálfan sig — og ekki heldur þann jórtrandi frið, sem eitt af skáldum okkar nefnir, og svo hafa þá ó*kalönd- in vissulega ekki færzit nær í vitund hans, en trúlega hefur hann ekki síður minnzt þess en ég, að faðir hans kvað: „Því guðsríki byggðu þeir blásnauðu mexm og brjóstgóðu, er sagnirnar liifa um enn og tómhentir gengu frá landi til lands og ldfinu fómiuðu af kærleik til manns. Og það er ^fti aleina grundvallargj örð, sem grunnmúruð stendur á syndu-gri jörð, og megnar að bera uppi miusteri það, sem mannvonzkan fær ekki þokað úr stað.“ í Langferðaleiðnm eru fimmtíu kvæði, en engdn eru þau löng. Höfundur heldur sem áður tryggð við forna kveðskaparhefð, en notar þó endarím minna en áður. Kvæðisheildina heíur hann aldrei formað betur en í þessari bók, en á stöku stað er orðum skipað svo óhrjálega í braglinur, að segja mætti, að lesandinn hnyti í spori, en þar eð Hei-ð- rek hefur aldrei virzt skorta hagmælsku eða bra-geyra, kem- ur mér til hugar, að þessu valdi hvorki smekkleysi né getuleysi, heldur vilji hann vera viss um, að lesandinn staldri við — og skáldið vilji vinna það til, að láta hann hnjóta. Til dæmis tek ég þetta erindi úr kvæðiskorni, er skí-rskotar til umræðna um at- burði, sem öllum eru kunnir: „Gg því styð ég hina með ráðum og rausn, og réttleysi þeirra mér sámar, sem eiga þó jörðina og jöklana, vötnin og árnar.“ Viðfangsefni hans eru þau FramhaJd á bls. 25. G 0 S I Leikfélag Seltjarnamess í félagsheimilinu: GOSI, ævintýraleikur fyrir börn eftir Jóhannes Steinsson, ljóð eftir Jón Óskar. Til hliðsjónar: Ævintýri Carlo Lorezini. Á LEIÐINNI út á Nas var ég að velta því fyrir mér, hvort það tæki því eiginlega að ösila í kalsahríðarhraglanda með velti- brim á báðar hendur inn Skerja- fjörð á aðra hönd og öll gamla Hólmsins höfn í einu kófi, á hina. En þessa dagana er allt hvort eð er andstætt og áveðurs, svo ég lét mig hafa það og sá síður en svo eftir því. Það var skemmtilegt að hressa upp á viðkynninguna við Jóhannies Steinsson frá 1950, er hann var einn af þremur liklegri kepp- enda i ieikritasamikeppni Þjóð- ieikhúissins m-eð leikritið Nótt- ina löngu, sem ári siðar var sýnt af Leikfélagi Hafnarfjarð- ar og víðar um land. Annað verkefni Jóhannesar Steinssonar fyrir leiksviðið hér var sem sag-t frumiflutt af unigu fólki á öðru ári Leikfélags Sel- tjarnamess í vistlegu félags- heimili Seltiminga hér rétt við bæjarmörkin. Og ég verð að segja það strax, að litsikrúðug leiktjöld Magnúsar Pálssonar hresstu eigi lítið upp á sýnimg- una, rækilega studd af Runófifi Isakssyni, Ijósameistara félags- ins. Hvers virði eru góð leik- tjöld án ljósa? Það minnir mig anna-ris á, að verkefnið Gosi er samtvinnuð úrlausn: að baki liggur ítalska æivintýrið um Gosa, trégervi- strákinn, fyrir löngu vinsæll hjá islenzkum börn-um fyri-r sni’Mi- lega þýðingu Hallgríms Jóns- sonar skólastjóra. Ljóð eiftir Jón Óskar prýða heppnilliega sniðinn texta Jóhanniesar Steinssonar, lögin eru eftir Magnús Ingimars son og dansar Lilju Hallgrims- dóttur. Svo er tillag leikstjóra, Jóns Hjartarsonar, snyrtilega unnið að þvi er mér virtisit. Þá er etftir hiuitur leikenda sjáilfra. Þeir eiru einir 18 að tölu svo ekki tjóir að þylja upp nöfn- in ein. Nokkra reynslu hefur Jón Jónsson á leiksviðinu hér og leikur lystilega Refinn, eft- irektarverður nýliði var Vera Björk Einarsdóttir (Kötturinn). Guðjón Jónatansson var trúverð- ugur siem Gísili gamili, „faðir'' Gosa eða réttara þó smiður, þvi Gosi er spítukiarl þangað til Álf- konan (Jórunn Steinsson) snert- ir hann með töfrasprota sinurr og nær hann þá lamigþráðu tak- marki síniu eftir margvislleg æv- intýri, að verða „alvörudi'eng- Eitt atriði úr leikmun. ur“. Sem vænta miátti er þetta eiitt sitærsta hflutverkið í ieikn- ium og fer Þráinn Skúflason með það af lagni og leikni, sem loíar góðu. Anna K. Karflsdóttir er .spaugifleigur Hratfn og söigumað- iur í leikmum er Kristím Jóns- dóttir. Sem sagt gott. Leikihús- ’ferðin var ánægjiullleg þrátt fyr- ir veður. Eraginn verður verri af að kynnast Gosa, hvorki bam né fuilLorðinn. Og svo er liedkiuir- inn blessumarlega stutitiu'r. LArus Sigurbjömsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.