Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 17 „Faðir Thorvaldsens, Islendingurinn...6' Kaupmannahöfn. — „Kjarnann í skáldverkum minum er að finna í heildarsafni ljóða minna,“ segir Jo- hannes V. Jerisen í greinargerð til sænsku Akademíunnar, þegar hann hreppti Nóbelsverðlaun (maður verð ur víst að bæta við: i bókmenntum, eftir allar þær árásir sem gerðar höfðu verið á verk hans og þær ill- deilur sem út af þeim urðu, enda lá skáldið sízt af öHu á hnjánum fyrir samtímamönnum sínum. Þess má jafn framt geta til skýringar að í einni svargrein sinni segir Johs. V. Jen- sen að helzt líti út fyrir að gagn- rýnandi einn kysi að standa yfir höf- uðsvörðum hans, svo að hann gæti haft síðasta orðið!) En Johs. V. Jen- sen fékk sem sagt Nóbelsverðlaun, kannski vegna þess það þurfti ekki að snara verkum hans á dönsku! Og svo var hann einnig vel að þeim kominn. I fyrmefndri greinargerð til Akademíunnar nefnir skáldið einnig „Himmerlandsfolk. Historier", eins og hann kemst að orði, sprottnar úr jarðvegi æskustöðvanna heima á Jótlandi, og „Den lange Rejse“ — táknrænn titill fyrir skáld sem lagði áherzlu á þróun, en #kki byltingu. Hann varpar einatt ljósi á mannlif- ið með lýsingum á náttúrunni: hún er efniviður hans. Still hans ein- kennist ekki af persónulýsingum eða samtölum, heldur ljóðrænni frásögn sem streymir fram eins og prósaljóð. Harla undarlegt hvað skáldið heill- aðist af íslenzkum fornbókmenntum, þegar þetta er haft í huga. En þær urðu honum ástriða, þegar á leið æv- ina. Höfundur „himmerlandssagn- anna“ er, eins og hann segir um sjálfan sig í Ijóðinu „Som Dreng skar jeg Skibe . . „Jeg var af Naturen tegnet til Læge, men lod mig friste undervejs af Forstudider, tabte mig lidt som Botaniker, Zoolog var jeg gerne bleven for Livet . . . Hvis ikke Antropologi, Etnografi, Arkæologi og Geologi, samt Kunsthistorie, havde krævet min Opmærksomhfd . . .“ Síðar í ljóðinu ferðast skáldið um þau lönd sem hann hefur áður heim- sótt, en Johs. V. Jensen var mikill ferðamaður, vildi kynnast öllu, fór hnattferð. Þessu lýsir hann i ljóð- inu eins og hann segir frá ferð mannsins um söguna, frá isöld tii fundar Ameríku. Náttúran, eða dýraríkið eins og hún er kölluð hvunndagslega, er yrkisefni hans: og dýr alira dýra — maðurinn sjálfur á sinni löngu vegferð um ár og aldir sögunnar. XXX Ferðin langa, eða „Den lange Rejse“, hófst 1908 og stóð yfir fram til 1922. Fyrsta bók hennar er „Jök- uilinn", „sagnir um isöldina og frum- manninn" sem kom út á islenzku i þýðingu Sverris Kristjánssonar í bókaflokki Helgafells: Listamanna- þing. „Norna-Gestur" var þriðja bók in (1919), „Cristofer Coiumbus“ sú fimmta (1921), en ferðinni lýkur á ..Cimbrernes Tog“. XXX Sagt er að ljóð Johannes V. Jen- sens hafi átt mikinn þátt í að þroska gáfur beztu ljóðskáida Dana á þess- Johannes V. Jensen. ari öld, móta þau, vísa þeim veginn. Hann bætti streng Við hörpu danskr- ar ljóðlistar. Tom Kristensen, eitt helzta ljóðskáld Dana af eldri kyn- slóðinni, sagði í sjónvarpinu á afmæl isdegi skáldsins: hann hafði mjög sterk áhrif á mig og það tók mig langan txma að skrifa mig frá hon- um. Svo sterk voru áhrifin að „ekki kom til mála að ganga í þunnum föt- um, „tvíd“ skyldi það vera. Eða með mjóan og ræfilslegan staf, nei — sver an og voldugan eins og Johannes V. Jensen“. Klaus Rifbjerg fór fögrum orðum um skáldið, enda voru þeir ekki sam- tímamenn og keppinautar, og sagði að Johs. V. Jensen hefði verið braut- ryðjandi í skáldskap í Danmörku. Rifbjerg sagði að Himmerlandssög- urnar hefðu haft mikil áhrif á sig, og einkum náttúrulýsingarnar: þessi eilífi vindur, þetta eilífa haf. Þess má geta að ein ljóðabóka Johs. V. Jensens heitir: „Den jydske Blæ.st“. Rifbjerg lagði áherzlu á að hann hefði ferðazt mikið, leit- að. Sagðist vera hrifnastur af ferða- lýsingum hans frá Spáni, enda unir Rifbjerg sér hvergi betur en þar í landi. Johs. V. Jensen skrifaði mikið í blöð, þ. á m ferðalýsingar sem hann síðar tók upp í útgáfur á skáldverk- um sínum. Al'lt þetta minnir á orð Leonardo da Vincis sem sagt er hann hafi mælt síðust í þessu lífi: „Rís upp. Kasta þér í hafið.“ Þessi orð koma fyrir i eimx helzta ljóði Thorkild Bjeírnvigs, sem ég hef áður minnzt á, um egypzka goðdýrið Anubis sem dæmdi fólk eftir dauðann, en fékk síðar annað hlutverk í trúarsögunn'- djöfuisins. Það er mjótt á mununum. XXX Johannes V. Jensen kastaði sér í hafið. Og við höfum orð íslenzks skálds, sem liggur hér í Vester- kirkjugarði, fyrir því að þangið er reikult og rótlaust. En Johs. V. Jen- sen kastaði sér ekki aðeins i haf sög- unnar, heldur einnig timans, líðandi stundar. Varð aldrei andlegur ístrubelgur í neinum f'dabeinsturni. Hann var darwinisti og þegar hann fór á heimssýninguna í París fyrir aldamót, skrifaði hann um upprenn- andi vélaöld af leiftrandi hrifningu. Hann vildi ekki aðeins komast út úr frumskóginum, hann vildi fljúga út úr tima og rúmi, eins og mávurinn í nýrri metsölubók Richards Bachs, . „Jonathan Livingston Seagull", sem selst í milljónaeintökum og sýnir hvert hugur fólks stefnir. Jónatan mávur hvorki trúði á né hugsaði um annað líf en hann upplifir það með sérstökum hætti. Það gerir Johs. V. Jensen lika. 1 Jónatan sem er ekk- ert meistaraverk, segir: „En sigrast á geimnum og allt sem er eftir er Hér. Sigrast á tímanum og allt sem er eftir er Nú. Og milii Hér og Nú, væri ekki hugsanlegt við gætum hitzt einu sinni eða tvisvar?" Þessar þrjár setningar réttlæta útkomu bókarinnar. Kristján Karlsson segir í eftirminnilegum formála fyrir Ljóða- bók Guðfinnu frá Hömrum (hvernig í ósköpunum gat þessi skáldkona að mestu farið á mis við samtíð sína?) að ís’lenzkur „náttúruskáldskap- ur hafði, þegar hér var komið, geng- ið gegnum tvö nálaraugu", og gerir svo nánari grein fyrir því. Johs. V. Jensen komst i gegnum öll þau nál- araugu sem hugsazt gat — og samt var hann úlfaidi, en ekki mýfluga. XXX Drengur í „Jöklinum“ verður að goðsögulegum Norna-Gesti og nöfn persóna í Ferðinni löngu lýsa henni betur en mörg orð: Einhver, Enginn, Snjór konungur, Cesar, Marius, Óð- inn, Þór, Ragnar loðbrók. „Jökull- inn“ var fyrsta skáldverk Johs. V. Jensens sem almenningur tók vel. Áhrifamikil er bókin um Kólumbus: „Er hann þá hafið sjálft?“ er spurt í þessari bók, sem lýkur með þvi að „tveir heimar mætast“. Til góðs eða ills. Allavega: nýr kafli er hafinn í sögu mannkynsins. Misjafn vafalaust eins og aðrir þætt- ir sögunnar. Fullur af fyrirheitum. Og náttúrlega harmsögulegur. Ný goðsögn. Prósastíll Johs. V. Jensens er mjög ljóðrænn. Skáldverk hans eru ljóð- sögur. Það er engin tilviljun að hann yrkir um Hamsun sem var ekki einungis ljóðrænasti prósahöfundur allra tíma í skáldsagnagerð, heldur — og ég vona það sé ekki fullyrð- ing út I bláinn — eitt ljóðrænasta skáld norrænt á þessari öld. Um það geta menn sannfærzt af Ijóðum hans, ,,Digte“ sem út komu, að mig minnir, eftir 1920, eða þar um kring. Þessa ljóðræna prósastíls Johs. V. Jensens sér víða stað. I kaflanum ,.Vedis“ í „Den lange Rejse“ segir m.a. svo (og ætti auðvitað að birt- ast á dönsku, en karlmannlegra þö að reyna að koma þvi yfir á móður- málið): „Hin látna var svo ung, þeir höfðu sett krans um höfuð henni, fléttaðan úr sigrænu berjalyngi. En í lófa hennar höfðu þeir lagt gauks- jurt, ekki með stöngli og blómum, slíku var nú ekki að fagna. heldur laukana, sem voru grafnir undan snjónum, laukjurtirnar tvær, aðra svarta hina hvíta: gamla árið og nýja; dauðann og upprisuna.“ Maðurinn sem skrifaði þessi orð hélt því fram að hann væri guðleys- ingi! XXX „Hiromerlandsfolk“ kom út 1908, „Himmerlandshistorier" sex árum síð ar. Og hin siðasta 1926. „Kongens Fald“, ljóðrænt skáldverk, sögulegt, sem mjög hefur unnið á upp á síð- kastið og er eins konar mótmæla- verk gegn raunsæisstefnunni, skrif- aði hann um aldamótin. Það fjallar um gleðina í skugga dauðans „Kong- ens Fald“ kom út í þremur bókum, 1900—1901, hver með sínum titli i fvrstu. Um leið og siðasta bókin kom út. Vinteren“, var öll sagan gefin í'v uidir einu nafni: „Kongens Fald“. Þar rekumst við enn á þennan ljóð- ræna st.il; sagan er samt sem áður ..söguleg skáldsaga" og fjallar um Mikkel Thdgersen sem síðar varð þiónn Kristjáns 2. í fangelsinu. Mikkel er sögulegt nafn samkvæmt heimildum, er mér sagt, en Thdger- sen skáldaleyfi: það var ekki kóng- urinn sem fyrst dró að sér athvgli skáldsins, heldur þjónninn, hef- ur verið sagt. Hvorki i skáldskap sagnasmiða né skáldverki forsjónar- innar er til neitt sem er öðru æðra: ensrar hátignir. 1 skáldverki er bjónninn ekki ómerkari persóna en kóngar og keisai'ar. XXX Um sama leyti, eða kringum alda- mótin, sendir Johs. V. Jensen frá sér fyrstu „mýtuna“ og 1901 skrif- ar hann fyrsta prósaljóðið. Það skipti sköpum í dönskum bókmennt- um. „Myter og Digte“ kom út 1906. Ekki kæmi mér á óvart að Sigurður Nordal hefði kynnt sér þessa bók, áður en hann skrifaði „Fornar ást- ir“, a.m.k. er „Hel“ sprottið úr sama jarðvegi. XXX Johannes V. Jensen fann aldrei náð fyrir augum Brandesar-sinna, enda andsnúinn þeim og stefnu þeirra í grundvallaratriðum. Hann „lenti upp á kant“ við þá og fékk a.ð gjalda þess í ritdómum: engu likara en sumir gagnrýnendur þættust hafa í hendi sér ,,að drepa hann“ sém skáld. En engum gagnrýnanda er slíkt gefið, hversu vondur og ómerki legur sem hann er. En þessi ágrein- ingur varð til þess að hafin var her- ferð á hendur Johs. V. Jensen og var henni haldið áfram lengi síðan. I slíkum herferðum falla gagnrýn- endurnir, en skáldin halda velli, ef verk þeirra eru einhvers virði á ann- að borð. Sumir halda því fram að jafnan hafi andað köldu úr þessum herbúðum til Johs. V. Jensens, þar til dauðinn losaði hann við þennan mývarg. Mývargurinn er dauður. Skáldið lifir. XXX Þetta krefst innskots hér. Fyrir skömmu hitti ég bókmenntasinnaðari HAFNARHRIP \________✓ framkvæmaamann, Magnús Helgáson í Hörpu, við guðsþjónustu í Frúar- kirkju, þar sem frummyndir Thor- valdsens af Kristi og postulunum standa. Við fórum til Vartov, þar sem Grundtvig prédikaði í 30 ár, það var upplifun. Magnús sem hefur augun hjá sér, sagði mér margt, einkum af Eggert Stefánssyni Hvað er islenzk- ara en íslenzkur framkvæmdamaður á leið heim frá Moskvu í viðskipta- erindum — með hugann við Eggert Stefánsson? Svo halda einhverjir stjórnarherrar að þessi þjóð sé ein- hver eymingjalýður sem hægt sé að bjóða upp á hvaða afglöp sem er. Magnús sagði mér að Eggert hefði verið hundeltur svo kyrfilega af gagnrýnendum Morgunblaðsins i þá daga að þeirri spurningu hefði jafn vel verið varpað fram, hvar hann hefði eiginlega fengið góðar viðtök- ur í útlöndum. Þá voru dómarnir sérprentaðir og er alltaf leiðinlegt að þurfa að prenta aftur svo ómerki- legar bókmenntir. Eggert gat nefni- lega sungið eins og engill, sagði Magnús. Og hann ætlar að segja mér meira frá því seinna, þvi ég átti sam- tal við Eggert á sínum tíma og þekkti hann vel. Hiakka til að hlusta á Magnús í góðu tómi. Aldrei hef ég kynnzt meiri öðling en Árna Thorsteinsson, tónskáldi. Og hann gat samið himneska tónlist. En hann var sá „gagnrýnandi Morgun- blaðsins" sem gerði persónulegustu atlöguna að Eggert Stefánssyni. Emil Thoroddsen var yndislegur listamaður og með eindæmum fjölhæf ur eins og kunnugt er. Aldrei kynnt- ist ég honum, en mér er sagt hann hafi ekki mátt vamm sitt vita. Hann var hinn „gagnrýnandi Morgunblaðs ins“ sem atlögu gerði að Eggert. Og Eggert svaraði, auðvitað. Það gerði Framhald á bis. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.