Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 Vinnudeila milli ríkisstjórnar- innar og togaraútgerðarinnar Framhald af bls. 32 en hægt væri að ákveða upphæð eða form þess styrks. Geir Hallgrímsson: Eins og kunnugt er hófst verk- fall undirmanna á togaraflotan- um 22. janúar sl. eða fyrir rúm- um 4 vikum. Enn fremur er ósam ið um kaup og kjör yfirmanna á togurunum. Verkfallið stendur enn og tekur nú til 21 togara, 5 skuttogara, 6 nýrri dieseltogara 12—14 ára gamalla og 10 enn eldri síðutogara. Standa málin nú svo, að enginn togari er að veiðum. Þegar litið er til þess, að fob-verðmæti togaraaflans nam 1400 millj. kr. árið 1971 og 1300 milj. kr. árið 1972 eða 10% af út- flutningsverðmæti sjávarafurða á síðasta ári, þá er ástæða til að vekja máls á því tjóni, sem þjóð- arbúið verður fyrir af langvar- andi verkfalli. Þá er og von á enn nýjum skuttogurum til landsins, sem hingað eru keyptir fyrir hundruð milljóna kr., til annars en að binda þá við bryggju. Vitaskuld væri æskilegast, að skilyrði væru slík í efnahagsmál- um, að aðilar vinnumarkaðarins, vinnuveitendur og launþegar leystu ágreiningsmál sín á milli og þess vegna væri það ekki í verkahring sjávarútvegsráð- herra eða ríkisstjórnarinnar að skerast í leikinn. En hvað sem þvi líður, er ljóst, að Lúðvik Jós- epsson og núverandi stjórnarlið- ar á þimgi hafa í stjórnarand- stöðu gert þá kröfu til ríkisstjóm arinnar, að hún ýmist kæmi í veg fyrir verkföll eða stuðlaði að lausn þeirra. Nú eru tvær vikur liðnar síðan síðasti sáttafundur var haldinn með togaraeigendum og undir- mönnum á togurum og þar sem verkfallið hefur nú staðið í nær mánuð og ætla verður erlendan gjaldeyrismissi þjóðarbúsins orð inn 100 milljónir kr. vegna verk- fallsins, þá leyfi ég mér að spyrja sjávarútvegsráðherra: 1. Hvað hefur ráðherrann og ríkisstjómin gert til þess að stuðla að lausn þessa verkfalls? 2. Hvað hyggst ráðherrann og ríkls-stjórnin gera til að skapa grundvöll fyrir því, að togararnir geti aftur hafið veiðar? Blað sjávarútvegsráðherra, Þjóðviljinn, lætur að visu i ljós í leiðurum sinum sl. laugardag og aftur nú í dag, að verkfallið sé tilkomið vegna mannvonzku togaraeigenda eða eins og blað- ið segir, „þe:r“, þ.e. togaraeig- erndur, „ætlast til þess, að vérk- falllið komi ríkisstj. illa og þeir gera ráð fyrir því, að öllu sé borgið þó að togararnir stöðv- ist“. Ég ætla ekki ráðherrann að vera sömu skoðunar og blað hans, en væri svo, og verkfallið tilefn'slaust, er enn frekari ástæða til að fá skýr svör við þeim spurningum, sem ég hef hér á undan lýst. Sannleikurinn er sá, að rekstursvandamál is- lenzka togarafiotans eru alvar- leg. í fyrsta lagi er togaraflotan- um nauðsynlegt að geta boðið togarasjómönnum góð kjör, sem sambærileg séu við það, sem ann ars staðar standa mönnum nú til boða á sjó og landi. 1 öðru lagi verður að horfast í augu við það, að afli togaraflotans islenzka heí ur minnkað um jafnvel meira en 30% á sl. ári miðað við árið 1970 og er þá átt við veiði á togtíma. Halli togaraflotans árið 1971 er talinn 30 millj. kr„ árið 1972 er hallinn talinn um 70 millj. kr. og er þá búið að taka tillit til 37 millj. kr. bóta úr Aflatrygginga- sjóði og 40 millj. kr. framlags beint úr ríkissjóði. Heildarhalli togaraflotans er því á sl. ári um 150 milljónir kr. og það, sem verra er, að rekstraráætlanir telja hallann jafnvel verða álíka háan á þessu ári. Þegar verkfali yfirmanna á togurum hafði staðið í tæpar tvær vikur í ársbyrjun 1971 eða fyrir tveimur árum, birtist eftir- farandi i Þjóðviljanum: „Það er skylda ríkisstjómarinn ar og þá fyrst og fremst sjávar- útvegsráðherra að beita sér fyr- ir því, að deilumálin við sjómenn verði leyst án tafar.“ Með tilvísun til þess, að togara verkfallið hefur nú staðið i nær mánuð, þá vænti ég, að sjávarút vegsráðherra sikorist ekki undan þvi að svara spurningum mínum og um leið væri fróðlegt að vita, hvort ráðherrann er sammála máligagni sínu um að það sé skylda ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og fremst sjávarútvegsráð herra, að beita sér fyrir því, að deilumálin við sjómenn verði leyst án tafar.“ Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra: Ég hafði á sínum tíma nána samvinnu við báða aðila þessa máls, togaraeigendur og samtök sjómanna. Átti ég nokkra fundi ásamt þeim og sáttasemjara, áður en verkfallið skall á. Mitt mat var þá, að lítið bæri í milli. Samkomulag hafði orðið um þýðingarmlkil atriði, og var ágreiningur aðallega um fastakaupið. Ljóst er, að togara- eigendur telja að til þurfi að koma verulegur beinn styrkur frá ríkinu. En þeir hafa ekki sett fram neinar beinar kröfur um þann styrk. Ég hlutaðist til um, að sikipuð væri þriggja manna nefnd til þess að rann- saka afkomu togaranna. Mitt sjónarmið er, að nauð- synlegt sé, að samikomulag verði um launakjörin áður en fram- lag ríkisins sé ákveðið. Ég tel óheppilegt að ákveða fyrst rekstrarstyrki og síðan sé farið að semja. Álitamál er, hvenær ríkisvaldið skuli vera með beina íhlutun í vinmudeilur. Rætt hefur verið við sáttasemjara um að skipa sáttanefnd vegna deilunnar, en hann hefur ekki talið, að það myndi flýta fyrir. Ég býst því við, að nú þurfi að fara að fást úr því skorið, hvort aðilar geti fundið lausnarleið, eða hvort bein afskipti ríkisvaldsins þurfi að koma til. Ég tel að semja beri um hliðstæð laun, og greidd eru í annarri útgerð. Ég hefi haft af- skipti af málinu, og mun leitast við að stuðla að lausn þess, þeg ar álitsgerð embættismanna- nefndarinnar liggur fyrír. Benedikt Gröndal: Togaraverk fallið væri meira í sviðsljósinu en raun ber vitni um, ef aðrir atburðir sikyggðu ekki á. Nóg er yfir okkur gengið þó ekki bætist nú við hundruð milljóna króna tjón. Búast má við, að verkfallið kosti 100 milljónir á mánuði. Ólíku er saman að jafna orðum Lúðvíks Jósepssonar í stjórnar- andstöðu og þeirri ræðu hins ró- lega og hæga embættismanns, Lúðvíks Jósepssonar, sem tíund- aði verk sin hér áðan. Ég vil benda á, að óvissa um rekstrar- styrk getur verið til þess fallin að draga verkfallið á langinn, en vissa um það atriði gæti ýtt undir lausn málsins. Geir Hallgrímsson: Það kom fram í svörurn ráðherrans, að haran hafði haft samband við deiluaðila og hann hafði skipað nefnd til þess að kanna málin, en það kom líka fram í svörum ráðherrans, að núna eftir mán- aðarverkfall hefur sú nefnd ekki skilað greinargerð um málið og í raun og veru taldi ráðherrann, ef mig misminnir ek’ki orð hans eða hef misiskilið hann, að það væri ek'ki eðlilegt, að málin lægju skýr fyrir, fyrr en þessi nefnd hefði skilað áliti, Ég verð að gagnrýna þennan seinagang á meðferð málsins af hálfu sjáv- arútvegsráðherra og af hálfu þeirrar nefndar, sem hann hefur skiþað. Lúðvík taldi, að togaraeigend- ur þyrftu að gera kröfur til rík- isstjórnar og ríkisisjóðs, fyrr væri ekki hægt að gera sér grein fyrir því, hvernig ætti að leysa þessi mál. Og hann tók það alveg sérstaklega fram að fyrst þyrftu samningar að eiga sér stað og síðan yrði að ákveða framiag ríkisdns til þess að skapa togurunum rekstrargrund- völl. Ég dreg í efa, að það sé rétta leiðin tiJ lausnair þessari deilu, að fyrst séu samningar gerðir og síðan sé tryggður rekstrargrundvöliur eða sköpuð skilyrði fyrir rekstri togaranna. Ég held, að togaraeigendur séu þess ekki umkomnir að semja um eitt eða neitt fyrr en þeir hafa von um að rekstrargrund- völlur sé til staðar fyrir togar- ana, og þess vegna beri að leggja áherzlu á það af hálfu sjávarútvegsráðherra, að það haldist í hendur að skapa tog- urunum rekstrarskilyrði og koma á samningum við bæði undirmenn og yfirmenn á tog- araflotanum. Ég verð til frekari áréttingar á því, að nægur seinagangur hefur verið á þessum málum af hálfu ráðherra og ríkisstjárn- ar hingað til, sérstaklega þegar miðað er við fyrri ummæli þeirra þegar þessir aðilar voru í stjórn- arandstöðu, að leyfa mér að vitna örstutt í sikrif Þjóðviljans fyrir tveirn árum. í leiðara, sem Þjóðviljinn skrifar um það bil mánuði eftir að verkfalið er skoliið á, segir hann á þessa leið: „En sjómenn hafa ekki gleymf því, að þau tvö ár, sem Alþýðu- bandalagið lagði til sjávarútvegs- ráðherrann, Lúðvík Jósepsson, stöðvaðist fiskifloti Islendinga aldrei, heldur hélt óslitið áfram framlei ðsl ust örf un um. K unn ugir vita, að það var engin tilviljun, var ekki af því að vandamál skorti, en þau voru leyst með þeim hætti, að þessi varð ár- angurinn. Fiskiflotinn gat óskiptur gefið sig að hinum dýr- mætu framleiðslustörfum." Þetta var þá sagt til hnjóðs fyrirrenn- ara núv. sjávarútvegsráðherra, Eggert G. Þorsteinssyni, en ég vek athygli á þessum ummælum núna. Nú hefur mánaðarstöðv- un verið á þessum þýðingaf- mikla hluta íslenzlka fiskveiði- flotans. Hin tiivitnunin, sem ég leyfi mér að vitni í, úr leiðara- skrifum Þjóðviljans, er þegar verkfalJið hefur staðið i tæpar tvær vikur og hljóðar svo: „Rík'ssitjómin ber nefnilega ábyrgð á því, að tugmilljóna verðmæti fara í súginn á viku hverri í verkfalli yfirmanna á tovurum, en um þessar mundir er hver fiskur dýrmætur á er- iendum mörkuðum auk vinnslu- verðmætanna hér í landi. Og á sama tíma og 70—100 erlendir togarar skarka á landgrunninu umhverfis Island, liætur ríkis- stjómin binda íslenzku togarana í höfn. SMkt ábyrgðarleysi aetti að vera refsivert." Og vegna þess að þarna var hefnt, að erlendir togarar skörk- uðiu á landgrunninu umhverfis Jandi'ð, þá má ítreka það nú, að enn eru erliendir togarar á land- grunninu umhverfis landið og þótt islenzkir togarar hafi því miður fiskað minna á siðasta ári • og siðustu tveim árum, en árin þar á undan og aflinn hafi minnkað um og yfir 30% á sl. tveimur árum þá er það svo, að eftir skýrslum um löndun enskra togara sýnist sem afli þeirra hafi min.nkað hlutfalilslega minna. Samkvæmit skýrslum, sem fyrir liiggja hjá Fiskifélagi Islands, þá heíur afM enskra tog ara af Islandsmiðum sem land- að er í Englandi á sl. ári miðað við 1971, minnkað um 14% fram til 1. sept s.l. eða þar til út- færsla fiskveiði'lögsögunnar átti sér stað. Úr þessari aflaminnkun hefur dregið eftir að útfærslan tók gildi, þannig að fram til 1. des. sl. hefur aflaminnkunin á árinu farið ofan í 11%. Togararn- ir ensku sýnast þess vegna hafa bætt stöðu sína, hi'u tdeild sina i aflanum teknum á Isilandsmið- um, eftir að útfærslan átti sér stað 1. sept. s.l. Þetta eru alvar- leg tíðindi, og ef við ætlum núna að friða islenzk fiskimið með þeim hætti að binda islenzka tog ara við bryggju, þá er illa kom- ið. Lúðvík Jósepsson sagði furðu- legt að orð eins og þau sem Geir Hall'grímsson hefði mælt kæmi úr íslenzkum munini. Sagði ráðherrann, að töl'ur þær, sem þingmaðuirinn hefði nefnt, væru komnar frá brezkum áróðurs- mönnum. Sagðd hann að Geir HaMigrímsson ætti fremur, sem fyrrverandi borgarstjóri, að beita áhrifum sinum til þess að samningar næðust í togaradeil- unni. Það væri ekki aðeins skaði, heldur hneyksili, að togararnir væru bundnir við bryggju. Sverrir Hex-mainnsson: Sjávar- útvegsráðherna gat þess, að hans skoðun væri, að samninga ætti að leysa eftir „eðlilegum leið- um“, með frjálsu samkomulagi milli aðila vinnumarkaðarins. Ég er sammála honum, en ég vil benda á, að þetta er ný skoðun hjá ráðherranum. Enda var það kenning fyrrverandi stjórnarand stæðinga allit viðreisnartímabil- ið, að ríkisvaldið ætti að skerast í leikinn og leggja sitt af mörk- um til að leysa vinnudeilur. Það er staðreynd, að vegna kjaranna sjálfra ber lítið á mdlli. Vissu- lega ber togarasjómönnum góð laun, en það er ekki rétt, sem hér hefur verið sagt, að undir- menn á togurum hafi lægst laun allra sjómanna. Fulflkomlega er ljóst, að reksitr angrundvöllur nýju togaranna er ekki aðeins hæpinn, hann er eng inn, eins og er. Vissulega er rétt að geta þess, að mikið tregfiski- ri hefur verið um langa hríð, og eins hins, að nýju togararnir hafa vissulega að mörgu leyti yfirburði yfir gömlu skipin, þó að þeir yfirburðir komi síður í ljós í tregfiskiríi. Gott dæmi um þá möguleika, sém skuttogararn- ir veita, er geymsluaðstaða á hráefninu, sem er framúrskar- andi, og öli aðstaða ti'l þess að nýta aflann er með öðrum og betri hætti en áður. Þá er vinnu- aðstaða öll önnur, og mætti l'íka taka tilflit til hennar. Auðvitað er það rétt hjá sjáv- arútvegsráðherra, að útgerðar- mönnum ber vitanlega skylda til þess, að koma frarn með tillögur um úrbætur til þess að skapa viðunandi rekstrargrundvölil. Ég tel mig ekki hafa aðstöðu til að varpa fram neinum tiliögum um það á þessum vettvangti. Ég vil aðeins geta þess að ekki liigguir fyrir nein vissa um, að þessum atvinnurekstri verði veittur fjár- hagsstuðninigur á þessu ári. Ár- ið 1966, þegar fjárlög voru 4,5 milljarðar kr., var togararút- gerðinni veitt 60 miljón króna styrkur, en sjávarútvegsráð- herra hefur upplýsit, að siðastl'ið ið ár hafi styrkurinn verið 45 mi'lljónir, og allir muna upphæð fjárlaga þess árs. Ég vil leggja á það ríka á- herzlu, að hvernig sem að öl'lu þessu þarf að standa, þá er gjör- samlega útilokað að rekstur nýju togaranna þoli, að % af brúttóverðmæti aflans sé fryst- ur þegar í stað. Ég tel, að rfl'kis- stjómin ætti hið fyrsita að ljá máls á, hvort möguleiki er á því að minnka þetta hlutfall, sem tekið er ti'l þess að greiðá vexti og afborganir. Ég er ekki fjarri því, að eftir nokkur ár, þá verði þessi atvinnutæki miklu hæfari til að standa undir þessum greiðslum og geti jafnvel bætt upp, það sem greinilega hallar nú svo mjög á um. Magnús Jónsson: Ég vil leyfa mér að gera athugasemdir við sitthvað í ræðu Lúðviks Jóseps- sonar. Ég er undrandi á, og harma, að ráðherrann skyldi ráð ast að Geir Halligriimssyni með jafn ósæmile'gum hætti og hann gerði, sérstaklega þar sem ráð- herrann er glöggur og þingvan- ur maður. Geir Hallgrímssan vitnar í tölur frá Fiskifélaginu, og það kalJar Lúðvík Jósepsson að ganga erinda Breta. Hann gerði þó enga tilraun til þess að leiðrétta þær tölur. Auðvitað var Geir aðeins að benda á, að erflendir togarar ausa upp fiski við Islandsstrendur. Lúðvík Jós- epsson lýsti fundum sínum með aðilium, áður en verkfall skali á, og eru þeir lofsverðir, en heldur minnkar nú hrifningin, þegar síð ari afskipti ráðherrans eru skoð- uð. Hann fuliyrti, að lítið hefði borið á milli, en samt skellur á verkfall sem nú hefur staðið í mánuð Ekkert hefur þokazt, og enginn sáttafundur verið haldinn í hálfan mánuð. Sjávarútvegsráð'herra sagði að styrki bæri að veita, en ekki vi'ldi hann gefa neitt upp hve mikla. Ég spyr ráðherrann hvort hanm ætlist til, að togara- eigendur garugi að öMum kröf- um viðsemjanda sinna, í skjóli þess, að ríkið borgi rei'kninginn. Það getur ekki gengið að skipa mönnum að ganga að kröfum, sem þeir vita, að þeir geta ekki greitt. Sú stefna ráðherrans að segja: Semjið þið, og svo skul- um við athuiga rekstrargrund- völl'iinn á eftir, stefnir togara- deilunni í hreint öngþveiti. Á þessum málum hefur ekki verið haldið sem skyldi, bæði verið seinagangur og mistök. Jón Árnason sagði m.a., að nauðsynlegt væri að gefa togara- eigendum hugmyndir um, hversu mikils opinbers framlags væri að vænta. Þá tóku til mál.s Sig- urðuir Maignússon, Sverrir Her- mannsson og Lúðvík Jósepsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.