Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 Útgafandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 225,00 kr. i lausasölu 15 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjclfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. á mánuði innanlands. ,00 kr eintakið. k þingi Norðurlandaráðs vakti Öregaard, forseti Lögþings Færeyja, athygli á vandamálum Færeyinga vegna stækkunar fiskveiði- lögsögu. Þar sagði hann m.a.: „Hvað Færeyjum viðvíkur, mun almenn stækkun fisk- veiðilögsögu á Norður-At- lantshafi í 50 sjómílur verða alvarlegt áfall fyrir fiskveið- ar okkar og þar með fær- eysku þjóðina alla, sem ekki síður en íslendingar byggir afkomu sína á auðæfum hafs- ins. Svo mismunandi er mál- ið, að lausn, sem mun verða einum til mikilla hagsbóta, mun verða öðrum óbætanlegt tap.“ Eðlilegt er, að Færeyingar veki athygli á þeim erfið- fiskimið eru ekki jafn gjöful og okkar, og hið færeyska þjóðfélag fær ekki staðizt, án þess að Færeyingar geti stundað sjósókn á öðrum slóðum en heimamiðum. En hvað gerum við íslend- ingar til að létta Færeyingum róðurinn? Jú, þeir hafa feng- ið minniháttar heimildir til fiskveiða í nýju 50 mílna landhelginni. En jafnhliða hefur sjávarútvegsráðherra ís lands, Lúðvík Jósepsson, haft í hótunum við Færeyinga vegna þess, að þeir hafa á sarna hátt og við átt viðræð- ur við Breta út af landhelgis- málum sínum. Þessi ósvífni Lúðvíks Jósepssonar hefur valdið mikilli reiði í Færeyj- um eins og eðlilegt er. Alþingi íslendinga hefur kominn að við íslendingar sýnum í verki, að við viljum vináttutengsl við Færeyinga. Svo kann að fara innan fárra ára, að 200 sjómílna landhelgi verði viðurkennd að alþjóða- lögum, og þá mun landhelgi Islands og Færeyja ná saman. Við íslendingar eigum að bjóða Færeyingum sameigin- lega landhelgi með okkur, þannig að þeir megi fiska í okkar landhelgi og við í þeirra. Þannig mundi skapast mikil og hagkvæm samvinna á sviði sjávarútvegsins, sem báðum þjóðunum yrði til gagns. En á meðan landhelgi okkar er aðeins 50 míluf, eig- um við að veita færeyskum fiskimönnum víðtæk réttindi til veiða innan hennar. Megin rök okkar sjálfra fyrir út- HAGSMUNIR FÆREYJA leikum, sem það hefur í för með sér, ef þeir verða útilok- aðir frá fiskimiðum við ís- landsstrendur og víðar á Norður-Atlantshafi. Færeysk einróma samþykkt tillögu um aukið samstarf við Færey- inga, og Lögþing Færeyja hefur samþvkkt sams konar áftyktun. Nú er tími til þess færslu fiskveiðilandhelginnar eru þau, að án fiskveiða geti íslendingar ekki lifað menn- ingarlífi. Þessi rök eiga jafnt við Færeyinga, og þeim er það lífsnauðsyn að geba áfram stundað veiðar víðar á Atlantshafi en við heirna- strendur. Sannarlega er tími til þess kominn, að við íslendingar réttum Færeyingum vinar- hönd. Þeir hafa ætíð staðið með okkur. Þeir hafa lýst yf- ir fyllsta stuðningi við okkur í landhelgismálinu, enda þótt það komi illa við þá sjálfa, og þeir hafa raunar hætt hags- munum sínum í viðskiptum við Breta okkar vegna. Þeir voru líka fljótir til að hefja fjársöfnun, er ógæfan dundi yfir í Vestmannaeyjum. Og svo sannarlega eiga þeir ekki skilið köpuryrði og hótanir á borð við þær, sem Lúðvík Jósepsson hefur gert sig sek- an um. Raunar ætti forsætisráð- herrann að krefjast þess af sjávarútvegsráðherra, að hann biðjist opinberlega afsök unar á framferði sínu í garð Færeyinga, en lítil von er vísf um það. Hann þorir naumast að ávarpa kommúnista, hvað þá að veita þeim ákúrur, enda hafa þeir svo sannarlega gengið á lagið og ráða því, sem þeir vilja ráða, innan rík- isst j ómarinnar. i v. ** forum world features Yfirvöld í Tékkóslóvakíu losa um skrúfstykkið Eftir Dedrich Rohan - Grein þessi er eftir Bedrich Rohan, fyrrum yfirmann fréttadeildar tékkóslóvakíska útvarpsins, en hann býr nú landflótta í París. NÆR fjögur ár voru liðin frá því að Jan Palach brenndi sig: til bana og ég hafði ekki allan þann tíma getað not- ið þeirrar ánægju að drekka kaffi- sopa með gömlum vinum frá Prag, er síminn hringdi einn daginn og gam all vinur minn tilkynnti mér, að hann væri kominn tii Parísar. Hann hafði fengið fjögurra vikna fararleyfi til að heimsækja dóttur sína i Sviss. Við mæltum okkur mót á litlu kaffihúsi í Paris og röbbuðum sam- an ýfir kaffibolla og rifjuðum upp gömlu góðu dagana. Vinur minn, sem er kominn á eftirlaun, enda yfir sjö- tugt, sagðd mér að það furðuðu sig margir á því, hversu margir ferða- menn heimsæktu Prag þessa dagana. „Borgin er hreinlega full af þeim. Það er alltaf mikið um A-Þjóðverj- ana og ber mikið á þeim, því að þeir eru hávaðasamir og leiðinlegir í fram- komu. Kannski af því að enginin vill hafa neitt saman við þá að sælda. Nú, svo eru það auðvitað sovézku hermennirnir, en þeir halda sig alltaf saman í hópum, eins og til þess að sækja styrk hver til annars í því kuldalega viðimóti, sem þeir mæta.“ Vinur mimn sagði einnig frá vax- andi straumi ferðamanna frá Vestur- löndum. Það út af fyrir sig þarf ekki að koma neinum á óvart, því að í Tékkóslóvakíu er að finna nokkrar af fegurstu borgum Evrópu. Dagleg- ar auglýsingar í evrópskum blöðum um ódýrar ferðir til Tékkóslóvakíu hafa greinilega borið árangur. LOKS LEYFI En önnur þróun er þó aithyglis- verðairi og það er fjöldi þeirra sem nú fá að fara frá Tékkóslóvakíu til Vesturlanda. Vinur minn var áþreif- anlegt dæmi um það. Dóttir hans hafði flúið landið fyrstu dagana eftir innrásina 1968 og setzt að í Sviss, þar sem hún lagði stund á nám í lækn- isfræðvm. Faðir hennar hafði fengið leyfi til að heimsækja hana. „Auð- vitað þurfti ég að senda margar um- sóknir áður en leyfið fékkst, en ég hafði þann háttinn á að um leið og ég var búinn að fá synjun, settist ég niður og skrifaði nýja umsókn. Eiitt sinn reyndi lögreglan að sann- færa mig um að það væri algerlega útilokað að ég fengí að fara, þar sem dóttir min hefði yfirgefið landdð á ólöglegan hátt. Þá settist ég niður og skrifaði þeim bréf, þar sem ég úthúð- aði þeim fyrir mannvomzku og til fínningaleysi, er þeir neituðu öldr- uðum föður að heimsækja dóttur sína áður en hann dæi. Ég varð þó næstum a-gndofa, þegar ég fékk bréf sex vikum seinna, þar sem mér var tilkynmt að ég mætti fara í 4 vikna ferðalag." EFTIRLAUNAFÓLK Saga vinar mins er engin undan- teknimg. Eftirlaunafólk og húsmæð- ur, sem ekki vinna úti fá í æ ríkara mæli farairleyfi til Vesturlamda og á þessu eru ýmsar hugsainlegar skýr- ingar. Stjórn landsins býr í óþægilegri og kaldri einangrun. Þótt hatur fólks- ins hafi smám saman breytzt i kalda og þögla amdspymu, hefur hún engu að síður þrúgandi áhrif á embættis- menmina, sem finna kuldalegt viðmót hvar sem þeir fara og áhugaleysið á öllu því, sem opimbert er fer ekki framhjá neinum. Allt þetta nægir til þess að opiwberum eimbættiisanönn- um og jafnvel lögreglumönnum renn- ur stundum kailt vatn millí skinns og hörunds. Vinur minn sagði: „Margir þeirra eru í raun og veru hræddir við okk- ur og stumir eru alltaf að reyna að útbúa fjarvistarsannaniir fyriir sig til að hafa þegar að skuldadögum kem- ur. Ég er tdl dæmis viss um að mað- urinn, sem skrifaði uindir fanarleyfi mitt á eftir að segja: „Ég lét nú þenman eða þessa hafa fararleyfi, þegar ég þurfti ekki eða átti ekki að gera það.“ “ Svo er það önnur skýiing, sem er algerlega fjármálalegs eðlis. Eftir- laun i Tékkóslóvakíu eru allsæmileg og kosta hið opinbera mikil fjárút- lát. Það er því ekki óldklegit að ýms- ir embættismenn hugsi sem svo að eftirlaunamaður, sem fær að fara úr landi og kemur ekki aftur sparar rikinu útgjöld. VANDRÆÐABARN Þriðja hugsanlega skýringin er stjórnmálalegs eðlis. Kommúndsta- þjóðir haifa alltaf haft mikinn áhuga á þegnum, sem flutzt hafa úr landi og reynt að nýta sér þá eims og hægt hefur verið. Við flest sendiráð er sér- stakur starfsmaður, sem hefur með útflytjendanriáil að gera. Það væri óeðlilegt ef stjóm Tékkóslóvakíu hefðd ekki áhuga á símum landsmönn um á erlendiri grund og reyndi að hafa eittihvað gagn af þeim. Einnig er það staðreynd að margir af þeim, sem fá að heimsækja Vesturiönd tala fremur jákvætt um land siitt og þjóð, þótt ekki sé nema vegna þess að þeir verða að snúa heim aftur og lifa i þjóðfélagimu. Þeir tala um að vöru- val í búðum sé nokkuð gott, fegurð landsins o. s. frv. „Svo er það fjórða skýringin," sagði viinur minn, „og hún er sú að ég held að við séum að verða háif- gert vandræðabam í hópi banda- manna okkar, Pólverja, Un-gverja og jafnvel Rússa. Þeir vánna að því öll- um árum að fá vesturlandaþjóðirnar að sarmnimgaborðinu um öryggismál Evrópu og hin aiimenna kúgun fólks í Tékkóslóvaiki-u, heimsk harðlímu- stefna stjórnarinmair og fálei-ki þjóð- airininar er verulega slæmt til a-fspurn ar. Þess vegna gæti það verið að það kæmi sér vel einmi-tit nú að losa svo- lítiið uim skiúfistykkið, ef það gæti orðið til þess að Husak iiti eitthvað skár út í augum heimsins.“ ENDAIjAUST þras Áður en vinur miinn kvaddi sagði hann mér iitia sögu til að skýra ásitandið. „Fyrir nokkruim mámuðum hei-msóui mig kunmm-gi mimn frá Budapest. Hann ha-fði eins og ég geirzt félagi i kom.m ú-nist aflok kmim fyrir strið, en hafði ekki verið rek- inn úr honum eins og ég. Eftir að han-n hafði dvalizt n-okkra daga í Pra-g, s-koðað í búðir, hlusta-ð á út- varp og hórft á sjónvarp, gengið um borgina, hitt og spjallað við gamla vind, fóir hann að furða sdg á hversu end-alaust var tönn-last á ölium mis- tökum Dubeok-stjórmarinnar og stuðnimgsmanna henmar. Hanm sagði mér að eftir Lnmirásina í Umgverja- land 1956 hefði varla mokkur maður minnzt á gagnibyltimgu á efitir, Ha-nn spurði mág hvort ég væri ekki orðinn dauðþreyttur á þessu sifeilda þrasi. Jú, ég sagði það rétt vera. En nú er- um við loks farin að heyra það að ýmsir ráðamemn í Pra-g (þeir sem eru bezt gefndr eims og Alois Indra) séu farnir að efasit um hversu hyggi- legt það sé að hailda áfraim að of- sækja Duibceksdnna. Kannski látun- um fari nú að iinna.“ Þegar ég kvaddi þennan vin mirnn fyrir framan Palais Chaillot benti ég homu-m á brúarstöpulimm með skiltinu sem heiti torgsims „Place de Varsovie" er sikrifað og sagði hon- um að fyrir fjórum árum hefðu franskir stúdemtar hengt upp anmað skiiti, sem hangið hefði i nokkrar klukkustundir með nafninu „Place Jan Palach". Þá andvarpaði vinur minn, yppti öxtum og kvaddi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.