Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1973, Blaðsíða 28
2iS MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1973 kolli. — Hún heyrði þegar ég las skeytið fyrir í símann og bað um að senda bréfin mín. Að minnsta kosti var hún í forstof unni, þegar ég kom fram og ég hafði ekki bókastofudyrnar lok aðar. Ég býst ekki við að Blanehe léti neitt þess háttar fram hjá sér fara. — í>ér hefðuðu átt að loka dyr- unurn, sagði Pétur, eins og utan við sig. Þá er ekki hægt að heyra neitt. Nú jæja, ef þér haf ið þessi bréf, ættuð þér að af- henda mér þau. — Vitið þér líka um þau? sagði frú Brown. — Vitanlega. Cal sagði mér af þeim á leiðinni hingað. Hvar eru þau? Frú Brown kipraði varirnar, hugsaði sig um og hristi höfuð- ið. — Þau eru mín eign. Ég hef lesið þau. Hvert eitt einasta. Svo ákvað hún sig og andvarp- aði. — Héðan af færðu mér eng- an lífeyri, Pétur. En satt er það. Þú vildir losna við Fioru. — Ekki myrti ég hana. Hvi- lík vitleysa! — Ég sagði aldre,i, að þú hefð- ir myrt hana. Og held meira að segja ekki, að þú hafir gert það, sagði frú Brown. En hvers vegna var hún þá alltaf að Hús & hlbýli Enn er tækifæri! Hér er úrklippuseðillinn vegna áskriftarpönt- unar að „Hús & hfbýli" birtur aftur fyrir þá, sem sást yfir hann siðast, vegna stöðugra fyrirspurna. Sendið hann greinilega út- fylltan ásamt greiðslu (peninga í ábyrgðarbréfi eða strikaðan tékka í alm. bréfi). Nýtt blað kemur á næstunni. N e s t o r Tryggvagötu 8 III. hæð, Reykjavík. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að ,,Hús & híbýli" IMafn Heimili og sendir/afhendir hér með áskriftargjald 5 tölublaða til ársloka 1973, krónur 250.00. Hfin9l eftif fnidncetti M.G.EBERHART segja, að hún mundi aldrei gefa þér eftir skilnað? — Hún . . . hún hefur bara verið að gera að gamni sinu, — Nei, það var ekkert gaman- mál, sagði frú Brown. — Nú, jæja, kannski hún hafi getið sér þess til, að ég elskaðl Jenny enn . . , og . . . kannski hefur hún séð símareikningana eða eitthvað og . . . — Nei, ekki Jenny, heldur Blanehe, sagði frú Brown. — Nei, vi'tið þér nú hvað, frú Brown, sagði Pétur hneykslað- ur, en frú Brown greip fratn i: — Já, það datt mér ekki í hug fyrr en ég las öll þessi bréf aft- ur og ölil í einu. í fyrsta lagi . . . Hún taldi á fingrunum. — Þú hefur ekki verið sériega mikið heima síðuistu mánuðina. Fiora sagði alltaf, að þú yrðir að veira í borginni vegna viðski.ptamála. Já, það voru nú meiri viðskipt- im! sagði hún og hristi höfuðið. Pétur ætlaði að fara að segja eitthvað, en rödd frú Brown yf- irgnæfði hann. — í öðru liagi fór ég að gera mér Ijóst, að Blanche kom hingað oft . . . of oft. Fiona var alltaf að skrifa: „Blanche var hérna yfir heligina", eða þá: ,,Ég sýndi Blanche nýja loðslag ið mitt, og hún ætliaði altveg vit- laus að verða af öfund". Eða: „Blanche kom hingað í kvöld- verð og giisti." Og einu sinni skriíaði hún: „Skyldi Blanche ekki langa tij að klæðast þvi sean ég á? Hún er græn af öfund!" E'nmitt með þessum orðum. Og svo sagði hún: „Blanche þýðir ekkert að vera að draga sig eft- ir Pétri. Ég skal aldirei gefa hon um eftir skilnað." Ég gaf þessu nú ekki sérlega milkinn gaum þá strax. En nú er öðru máli að gegna. Blianche og Fiora voru | allitaf dáiítið afbrýðisamar hvor út í aðra . . . en hvað skal segja bætti frú Brown við og and- varpaði, — nú fæ ég engan líf- eyrinn, Pétur. Hún sneri sér að Cal. — En það er ekkert annað í þessum bréfum. Þér getið séð þau, ef þér viljið, en ég veit það bezt . . . — Já, það er sjálfsagt, sagði Cal og gekk síðan eftir gangin- um til bókastofunnar, og lokaði á eftir sér. — Hvað er hann að gera? sagði Pétur. — Hvað er hann að gera? — Hann sagði, að hann ætlaði að festa hendur á Dodson, sagði Jenny. Henni fanns-t rétt ei.ns og hún væri á botninum í lyftu- gangi og enginn gæti heyrt til hennar. En það gerði frú Brown. Hún sagði: — Þetta kemur nú sjáif- sagt ónotalega við þig, Jenny, en þú hefðir bara frétt það fyrr eða seinna. Þetta mieð Blanche. Ef þér er sama, Pétur, þá ætla ég að fá tnér einn sjúss, það er víst hvort sem er síðuistu forvöð hjá mér að fá ai'menniliegt viski. Pétur rétti úr sér — nú varð hann tígulegur og Vleedam frá hvirtfli til ilja. — Þér hafið lagt yðar eigin merkiingu í hvað sem Fiora kann að hafa sagt, en hvað snertir þennan lifeyri yðar, þá er ég búinn að lofa yður honum og ætia að standa við orð mín. Frú Brown glápti á hann. Síð an greip hún hönd hans og hiristi hana kröftuglega. — Þetta er af skaplega faMiegt. Röddin skaltf og hún hristi enn hönd hans, en svo þaut hún áleiðis tffl búrsins og sloppurinn flaksaðist um hana. I — Já, það er fallega gert af í þýðingu Páls Skúlasonar. þér Pétur, sagði Jenny, og henni fannst röddin koma úr mi'killi fjarlægð. En hún hugsaði: Þú hringdir ekki til miín mánuðum saman, og næturvörðurinn hjá Blanche þekkti þig, og Fiora hafði skilin- að í huga. Hún hafði ykkur grunuð. Nú heyrðist til Cals úr bóka- stofunni, en ekki urðu þó greind orðaskil. Pétur hikaði við, en. gekk samt inn í bókastofuna o.g opnaði dyrnar. Jenny eliti hann, og fannst rétt eins og hún reik- aði um í drauimi. Cal sagði: —. . . já, strax. Ég bíð eftir þér. Svo liagði hann á imann. — Dodson er að koma. En ekki langaði hann til þess. — Mér þætti vænt um, að þú Jofaðir mér að sjá um þetta, sagði Pétur. — Þú þarft að tala við hann, Pétur. Við verðum að sjá, yfir hverju hann býr, áður en við tölum við Parenti. Pétur kilpraði samian augun. — Um hvað ætlarðu að tala við Parenti ? — Huigsaðu þig u,m, Pétur. Ein hver var að elta Jenny um alt enwood chef 'I' - y. '* 'v velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Útskúfaður um alla framtíð Til blaðsins hringdi maður á sextugsaldri, búsettur í Hafn- arfirði, og sagði eftirfarandi sögu af viðskiptum sínum við bankaútibú þar í bæ: „Þegar maður er kominn á þennan aldur, finnst mér, að maður eigi hálft í hvoru heimit- ingu á kurteisi í viðskiptum, en mér hefur þótt skorta talsvert þar á að undanförnu í sam- bandi við viðskipti mín við bankaútibú í Hafnarfirði. Ég hef á minni ævi aldrei verið stimplaður vanskilamaður, en fékk þetta allt í einu framan í mig, þegar ég gekk á fund útibússtjórans í fyrrasumar til að biðja um víxil. Ég óskaði eftir skýringu, og hann nefndi víxil, sem hefði fallið á mig fyrir nokkrum árum. Rétt er það, að víxiIJinn sá var ekki greiddur á gjalddaga; reyndar ekki fyrr en mánuðd síðar, en ástæðan fyrir þvi var sú, að ég var að vinna á Isafirði og kon- an mtn sá um öll mín fjármál á meðan, en á einhvem hátt komst þessi víxill i vanskil. Nú var ekki um háa upphæð að ræða, liklega sambærilegt við 10 þús. kr. í dag, en þetta gerði mig að slíkum vanskila- manni í augum útibússtjórans, að ég átti ekki að fá annan víxi'l, enda þótt þessi hefði á sinum tíma verið greiddur upp að fullu. Ég lét þetta gott heita í fyrsta skiptið, og lika í annað skiptið, er ég gekk á fund úti- bússtjórans nú fyrir síðustu jól og fékk þá sömu svör. Hins vegar sagði hann mér að koana aftur um mánaðamótiin janúar — febrúar og þá skyldi leyst úr vanda mínum. Nú fór ég í þriðja skipti, 19. febrúar, en fékk þá enn sömu svör og fyrr, þ.e. að ég væri sllikur vanskila maður, að ekki væri hægt að iána mér. Mér finnst þetta Míöstöð viöskipta austurs og vesturs Leípziger Messe Deutsche Demokratische Republík 11.3.-18.3. 1973 KAUPSTEFNAN I LEIPZIG í Þýzka Alþýðulýðveldinu er ó- umdeildur alþjóðavettvangur vísinda, tœkni og viðskipta. — Kaupstefnan býður mönnum viðskiptalífsins sérlega hent- ugt tœkifœri tii þess aö kynn- ast nútíma framboði og stofna til nýrra viðskiptasambanda. KAUPSTEFNAN í LEIPZIG fyrir frjóls alþjóðaviðskipti og tœknilegar framfarir. Kaupstefnuskirteini og upplýsingar um hent- ugar beinar ferðir fró flestum höfuðborgum m. a. frá Kaupmannahöfn til leipzig fást hjá umboðinu: KAUPSTEFNAN-REYKJAVÍK, Lágmúla 5, Reykjavík — símar 24397 og 10509 ekki hægt, eða á ég kannski að vera útskúfaður um alla framtið? Mér finnst, að þarna gangi nýi útibússtjórinn oí langt og ég get ekki unað þessu." 0 Enn um nafn á fjallið Hér skulu nú talin upp í beiig og biðu nöfn, seim lagt hef ur verið til að gefin verði fjaW inu nýja í Vestmannaeyjum: EyjafeM, Flóttafell, Gígá- féll, Gýma eða Gýmir, Eyðir, Heimafell, Gosfell, Gjóskufell, Glóðatindur, Logatindur, Heima tindur, Sorti. Velvakandi lætur liesend- ur sina um að velta fyrir sér þessum uppástunigum, en þess skal getið, að þegar Surtsey var gefið nafn hér um árið leit aði menntamálaráðuneytið eft- ir tililögu frá Örnefnanefnd og síðan var eyjunni gefið nafm samkvæmit tillögu nefndarinn- ar. 0 Lífskjör í Sovét Húsmóðir skrifar: „Kæri Velvakandi. „Ég er viss um, að margri húsmóður hefur þótt fróðlegt, að sjá og heyra sjónvarpsþátt- inn um lífið í Rússlandi, sem sýndur var um daginn. Þegar sást hvar ung stúlka var að moka á handbörur og 2 aðrar báru svo burt, þá óskaði ég þess að sumar af þessum ungu konum, setn sýkn.t og heilagt eru að fræða mann í útvarp- inu, væru þarna í sporum þeirra rússnesku. Eklki minnk- aði fróðleikurinn, þegar farið var að tala við ungu hjónin, sem voru voða lukkuleg, með nýju ibúðina. Þessar hálærðu manneskjur höfðu sem sé 34 þús. samanlaigt á mámuði, og húsmóðiriin var í fyrsta skipti einráð í eldhúsinu. Þegar hún svo þurfti að fara að gera inn- kaupin, þá fannst mér fiara að versna í þvi. Smjörið kostaði 400.00 kr., smjörlilkið 180.00, hæna 280.00, nælonsokkar 300.00 og undirkjóll 3.000.00. Tó bak var ekki nefnt. Maður veit, að þarna er ekki hægt að fá kauphækkiun því að enginn er verkfallsrétturinn, og ekki er hægt að kvarta, þvi það getur kostað fangabúðarvist, og í stuttu máli ekkert frelsi fyrir- finnst. Nú þegar allir vita að þessi lífskjör, sem þarna voru sýnd eru árangur af yfir 50 ára, sósialiskri stjórn, þá ætti að vera kominn tími til, að þeir, sem telja siig hafa fundið allsherj- arlausn á lifsvandamáiinu með kommúnismanum fari að hætta að trúa á hann. Húsmóðir." r Einbýlishús Er kaupandi að gömlu einbýlishúsi, kjallara, hæð og risi. Æskilegt með bílskúrsrétti. Má þarfnast mikill- ar standsetningar. Skipti á góðri 3ja herb. 90 fm íbúð æskileg. — Sími 83829.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.